Morgunblaðið - 21.09.1995, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREIISIAR
Titríngur í
heilbrigðiskerfinii
FJÁRLAGAGERÐ ríkis-
stjórnarinnar er nú í fullum gangi
eins og alþjóð er kunnugt. Heil-
brigðismálin taka þar dijúgan
skerf og því hefur verið lýst yfir
af ráðamönnum, að niðurskurður
^ sé fyrirsjáanlegur. Af þessum
ástæðum hefur titringur færst í
starfsfólk innan heilbrigðisþjón-
ustunnar og við höfum fengið að
sjá undanfarið í fjölmiðlum mis-
stóryrtar yfirlýsingar um þær
afætur sem sjúkrahúsin á lands-
byggðinni eru talin vera. Þeir sem
hæst láta og harðast vilja fram
ganga, tala jafnvel um niðurskurð
á sjúkrahúsum, nema í Reykjavík
og Akureyri.
Við sem höfum valið okkur
starfsvettvang úti á landsbyggðinni
höfum auðvitað, eins og aðrir,
fýlgst með þessari umræðu, en lít-
ið borið á andmælum, enda sein-
^ ^ þreyttir til vandræða. Hins vegar
gæti utanaðkomandi, sem fylgist.
með þessum umræðum, haldið að
við vissum upp á okkur skömmina,
hefðum úr nógum peningum að
moða og vildum því lítið láta á
okkur kræla. Svo er þó ekki tilfellið.
Umræðan um heilbrigðisþjón-
ustuna i dag mótast af ríkjandi
aðstæðum en engum má gleymast
úr hvaða umhverfi hún er sprottin.
Einangrun og lélegar samgöngur
hafa valdið því að hvert hérað
hefur orðið að vera sjálfstætt í
uppbyggingu sinnar heilbrigðis-
þjónustu. Þetta hefur leitt til upp-
byggingar á litlum sjúkrahúsum
víðs vegar um land með dugnaði
og atorku heimamanna. Það má
öllum vera ljóst, að þessi uppbygg-
ing hefur ekki komið til af löngun
til að sjá steypta
veggi, heldur af þörf
til að reka þjónustu
sem nauðsynleg er
hveiju byggðarlagi.
Með bættum sam-
göngum og breyttum
þjóðfélagsháttum hef-
ur þetta sjónarmið
vissulega breyst. Það
er því í hæsta máta
eðlilegt, að öll upp-
byggingarstefna
sjúkrahúsa sé endur-
skoðuð. Hins vegar er
tæpast hægt að gagn-
rýna að í því húsnæði
sem fýrir hendi er á
hveijum stað, sé rekin sú full-
komnasta heilbrigðisþjónusta sem
tök er á að veita.
Sjúkrahús Skagfirðinga er tæp-
lega aldargamalt og á sér því tals-
vert langa sögu. Hér hefur alltaf
verið leitast við að veita íbúum
héraðsins sem allra besta læknis-
þjónustu og því verður reynt að
halda áfram. Við höfum, eins og
önnur sjúkrahús úti á landi, orðið
að sæta því að fjárveitingar hafa
minnkað. Fyllsta aðhalds hefur
verið gætt í rekstri og samdráttur
hefur orðið af þeim ástæðum, eins
og hjá öðrum, og hefur þetta nú
leitt til þess að frá 1. september
höfum við þurft að loka nýrri deild
fyrir hjúkrunarsjúklinga vegna
fjármagnsskorts. Það er því ekki
svo, að sjúkrahúsin úti á landi
geti mokað úr einhverri gullkistu.
Formaður og varaformaður
læknaráðs Landspítalans skrifa
grein í Morgunblaðið 5. september
sl. þar sem þeir tala um offjárfest-
ingu úti á landi. Ég
spyr, hvenær varð
fjárfesting á Sjúkra-
húsi Skagfirðinga
offjárfesting? Hér
hefur verið byggt upp
til að sinna þeirri
þjónustu sem þörfin
kallaði á. Það skal
tekið fram, að ég er
harður stuðningsmað-
ur hátæknisjúkrahúsa
sem verða að vera til
og verða að geta veitt
skjóta og góða þjón-
ustu. Við sem vinnum
úti á landsbyggðinni
erum líklega best
meðvitaðir um þetta, þar sem við
lendum oft í aðstæðum sem kolleg-
um á hátæknisjúkrahúsinu, vernd-
aða vinnustaðnum, eru ókunnar.
Aðalsmerki hvers læknis hlýtur
að vera að þekkja sína eigin getu,
nota hana á besta hátt, en jafn-
framt að vera gagnrýninn á eigið
mat og meðferðir og leita ráða
þegar með þarf og senda frá sér
sjúklinga þegar augljóst er að eig-
in geta og skortur á tækjum hindr-
ar að hægt sé að veita viðkom-
andi sjúklingi bestu meðferð.
í grein formanns og varafor-
manns læknaráðs Landspítala er
millifyrirsögn þar sem segir:
„Falskt öryggi eða gæðaþjónusta?"
Hér eru breiðu spjótin notuð.
Eruð þið, ágætu kollegar, að segja
það að ég og aðrir læknar sem
höfum kosið okkur starfsvettvang
úti á landi, stöndum hér við okkar
sjúkrahús, eins og túlípanar, til
að gefa fólki falskt öryggi? Þið
segið að þetta giidi sérstaklega
Það er ekki svo, segir
Olafur R. Ingimars-
son, að sjúkrahúsin úti
á landi geti mokað upp
úr einhverri gnllkistu.
um slysa- og bráðalækningar.
Hafið þið einhver dæmi um ófull-
nægjandi meðferð á slysa- og
bráðasjúklingum, t.d. hér á Sauð-
árkróki? Þið nefnið sömuleiðis
rannsóknir erlendis, sem sýni að
meðferðarárangur á minni sjúkra-
húsum sé oft síðri en á stærri
sjúkrahúsum. Hér ættuð þið að
geta heimilda. Hafið þið saman-
burð á aðgerðum sem fram-
kvæmdar eru á litlum sjúkrahús-
um á íslandi og t.d. Landspítalan-
um? Þetta er högg undir belti,
kæru kollegar. Þið nefnið að til
þess að halda uppi gæðaþjónustu,
sé talið æskilegt að upptökusvæði
sérhvers sjúkrahúss sé um 100
þús. íbúar. Síðar í greininni segið
þið að með bættum samgöngum
sé forgangsverkefni heilbrigðis-
mála frekari uppbygging sjúkra-
stofnana í Reykjavík og á Akur-
eyri. Hvað með Akureyri, ef upp-
tökusvæðið á að vera 100 þúsund
íbúar? Allt er þetta afstætt. Ein-
hvern tímann var íslendingur
spurður í Svíþjóð, hversu margir
íbúar væru á Islandi og fékk svar-
ið, um 260 þúsund. Svíinn sagði:
„Hvað, það er bara eins og
Malmö“. Þá spurði íslendingurinn:
„En hvað eru margir íbúar í Sví-
Ólafur R.
Ingimarsson
þjóð?“ Svarið var, rösklega 8 millj-
ónir. „Hvað, það er bara eins og
í París.“
Vísað hefur verið í gulu skýrsl-
una svokölluðu frá 1992 og einnig
skýrslu Ríkisendurskoðunar um
sjúkrahúsin á Sauðárkróki, Húsa-
vík og Vestmannaeyjum frá 1994.
Sjúkrahús Skagfirðinga kom vel
út úr þessum athugunum. í gulu
skýrslunni var tíðrætt um vega-
lengdir og þá gjarnan frá t.d.
Sauðárkróki til Akureyrar. Ég hef
margoft bent á að það er jafn-
langt hina leiðina, þ.e. frá Akur-
eyri til Sauðárkróks. Okkur er
sagt, að fyrir okkar skjólstæðinga
sé stutt að fara í bíl \'h klst. til
Akureyrar. Það má rétt vera. Það
er líka stutt fyrir Akureyringa að
fara 40 mín. í flugvél til Reykjavík-
ur. Sömuleiðis er ekki langt fyrir
Reykvíkinga, t.d. sem ganga þurfa
undir svokallaðar electivar aðgerð-
ir af biðlista, að fara frá Reykja-
vík til t.d. Akraness, Selfoss og
Keflavíkur.
Ég ítreka að ég er ákafur stuðn-
ingsmaður hátæknisjúkrahúsanna
í Reykjavík og tek undir það sem
fram kemur í grein þeirra félaga,
að „allir landsmenn skulu eiga
kost á fullkomnustu heilbrigðis-
þjónustu sem á hveijum tíma eru
tök á að veita . ..“ Við erum ugg-
laust allir sammála um þetta og
endurskoðun heilbriðgiskerfisins
til að svo megi verða, er sjálfsögð.
Ég vil hins vegar eindregið hvetja
þessa kollega mína og aðra að
hætta nú að trúa því að þeirra
vandi sé upprunninn úti á lands-
byggðinni, því að svo er ekki.
Góður bóndi, sem sinnast við eigin-
konuna við matarborðið, leysir
ekki sinn vanda með því að sparka
í hundinn sinn. í endann vil ég
gjarnan taka undir lokaorð þeirra
félaga í áðurnefndri grein, að það
er fyrir Iöngu kominn tími að átök-
um linni og að jafnvægi og ró
komist yfir rekstur sjúkrahúsanna.
Höfundur er yfirlæknir á Sauðár-
króki.
Látum ekkí staðar numið
ÁKVÖRÐUN Alþingis um sér-
stök skattfríðindi alþingismanna
* hefur vakið mikla reiði í landinu.
Samtök launafólks hafa mótmælt
kröftuglega og krafist endurskoð-
unar. I sama streng hafa tekið
leiðarahöfundar dagblaða og þjóð-
arsálin logar. Allir þessir aðilar
benda réttilega á að ein lög eigi
yfir alla að ganga og þegar svo
sé komið að sá, sem setur þjóðinni
allri leikreglur, hafi sérstaka fyrir-
vara á gagnvart sér sjálfum þá
sé illa komið.
í þessu máli kristallast umræða
síðustu mánaða um kjara- og
skattamál. Við erum minnt á nauð-
syn þess að allir borgi sinn skerf
en vísi ekki ábyrgðinni og klyfjun-
Hum yfir á aðra. Ráðamenn hafa
nú um nokkurt skeið tekið undir
kröfur frá verkalýðshreyfingu og
öðrum aðilum um að nauðsynlegt
sé að gera stórátak í skattamálum
enda talið að ríkissjóð-
ur hefði úr ellefu millj-
örðum meira að spila
ef allir greiddu sitfl
Nú hefur Alþingi
fengið skýr skilaboð
um að þjóðin fylgist
með störfum þess og
gerir kröfur til þess
að menn þar á bæ séu
sjálfum sér sam-
kvæmir í þessu efni.
Þá er vitað að mis-
rétti á milli hárra og
lágra, karla og kvenna
er aukið og viðhaldið
með alls kyns duldum
hækkunum sem
hvergi koma fram í launatöxtum.
Dæmi um þetta eru einmitt hinar
umræddu skattfríu fjörutíu þús-
undir ætlaðar þingmönnum. Þar
er um dæmigerða dulda launa-
hækkun að ræða. Þetta er dæmi
um þann feluleik sem heldur lág-
launafólki niðri og á ekki að líðast
undir neinum kringumstæðum.
Umræða um tekjuskiptinguna
En við eigum ekki að láta hér
við sitja. Við eigum að halda áfram
með þessa umræðu. Nú þarf að
skoða tekjuskiptinguna í þjóðfé-
laginu opinskátt og heiðarlega.
Og hér sakar ekki að menn líti í
eiginn barm. Það vekur umhugsun
að þegar fréttamaður á Stöð tvö
sem fjallaði um þessi mál á fag-
mannlegan hátt var spurður að
því hvað hann hefði í laun sjálfur
svaraði hann því til að það mætti
hann ekki upplýsa, það væri trún-
aðarmál.
Ekki kann það
góðri lukku að stýra
þegar mönnum er
beinlínis þröngvað til
að þegja um eigin
kjör. Fyrir ofan frétta-
manninn standa síðan
stjórnendur og enn
ofar eigendur á himin-
háum kjörum. Þar
erum við komin inn í
heim fólks sem hefur
falin og dulin kjör sem
stranglega er bannað
að ræða um. Þá sjald-
an að fáum við innsýn
í þennan heim há-
tekjufólksins, fjár-
málaspekúlantanna, er þegar
skattskráin er kynnt. Þá fáum við
vísbendingu um kjörin, eða ef til
vill aðeins það sem mönnum hefur
þóknast að gefa upp til skatts.
Nú er það svo að okkur kemur
það öllum við hvemig við skiptum
sameiginlegum þjóðartekjum á
milli okkar. það er nefnilega sam-
hengi á milli himinhárra launa
annars vegar og hraksmánarlega
lágra launa hins vegar. Það sam-
hengi heitir kjaramisrétti. Þeim
mun meira sem hátekjufólkið tek-
ur til sín þeim mun minna er til
skiptanna fyrir hina.
Og hvað með siðferðið? Nú væri
hollt að hinir stóryrtu en vel höldnu
leiðarahöfundar dagblaðanna
leggðust í ofurlitla sjálfsgagnrýni
og rifjuðu upp hvemig málgögn
þeirra hafa látið þegar láglaunalið-
ið hefur ætlað að knýja sitt fram.
Þá væri og ráð að hinn kjarnyrti
framkvæmdastjóri Vinnuveitenda-
Ögmundur
Jónasson
Nú þarf að skoða
tekjuskiptinguna í
þjóðfélaginu opinskátt
og heiðarlega, segir
••
Ogmundur Jónasson,
og hér sakar ekkiað
menn líti í eigin barm.
sambandsins, sem staðið hefur á
öllum bremsum gagnvart láglauna-
fólki árum saman, settist, þótt ekki
væri nema í örfáar mínútur, fyrir
framan spegil í einlægu eintali sál-
arinnar áður en hann næst reiðir
siðferðisvöndinn á loft.
V erkalýðshr eyfingin
sýni fordæmi
Kjör talsmanna verkalýðshreyf-
ingarinnar eiga ekkert að vera
undanskilin í þessari umræðu. Það
á við um talsmenn hreyfingarinn-
ar, bæði kjöma og ekki síður
starfsmenn sem undanfarna daga
hafa lagst í miklar siðferðilegar
vangaveltur. Það hljóta að vera
gerðar kröfur til okkar þegar fjall-
að er um kjaramisréttið í þjóðfé-
laginu, ekki síst þegar við höfum
stór orð um aðra. Hvernig er þessu
varið í okkar eiginn ranni? Éf við
erum ekki sjálfum okkur sam-
kvæm er hætt við að einhver fái
óbragð í munninn.
Staðreyndin er sú að það er vit-
laust gefið á íslandi í dag. Svo
hrikalega vitlaust er gefið að þús-
undir fjölskyldna eru bókstaflega
að kikna undan byrðunum. Við
fáum upplýsingar frá Danmörku
um fólk á helmingi hærra kaupi
en greitt er fyrir samsvarandi störf
hér heima. Við fáum staðfestingu
á launaóstandinu hér í áróð-
ursbæklingum sem ríkisstjórnin
sendir nú út um allan heim til að
sýna fram á láglaunaparadísina
ísland. Það er að segja paradís
fyrir erlenda fjármálaspekúlanta.
Krafan er um hið sama
og til ráðherra
Nú hafa talsmenn verkalýðs-
hreyfingarinnar talað. Krafan fyr-
ir láglaunafólkið er sú sama og
ráðherrum hefur verið skammtað
af kjaradómi — sérstöku þjónustu-
tæki íslenskra forréttindahópa til
langs tíma. Nú er spurningin þessi:
Er ekki rétt að láta kröfuna standa
jafnvel þótt ráðherrahækkunin
yrði dregin til baka og ákvörðunin
um hinar skattfríu spesíur líka?
Er ekki kominn tími til þess að
launafólk taki höndum saman og
haldi áfram því verki sem menn
kváðust ætla að byija á með svo-
kallaðri þjóðarsátt árið 1990?
Þá myndaðist víðtæk samstaða
um að hefjast handa um uppbygg-
ingarstarf í launataxtakerflnu
samhliða því sem gerð yrði upp-
stokkun á ýmsum sviðum efna-
hagslífsins. Sú tilraun stóð í fáeina
mánuði en fjaraði síðan út. Frá
þessum tíma hefur launafólk
meira og minna öslað um í fjöru-
gijótinu á sama tíma og fjárgróða-
menn hafa hagnast sem aldrei
fyrr. Þessu þarf launafólk að snúa
við. Og þar á ég við allt launafólk.
Höfundur er alþingismaður og
formaður BSRB.