Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 33 HOLSJÁRAÐGERÐ framkvæmd á Sjúkrahúsinu á Akranesi. Fjölgreina- sjúkrahús á Vesturlandi MIKIL umræða fer nú fram um uppbyggingu og rekstur sjúkrahúsa hér á landi. Þótt víðast hvar sé þröngt fyrir dyrum hefur umijöllun í fjölmiðlum einkum snúist um stóru sjúkrahúsin tvö í Reykjavík og rekstrarvanda þeirra. Langir biðlist- ar eru eftir aðgerðum og starfsfólk kvartar undan óhóflegu og vaxandi vinnuálagi. Bent er á að offjárfest hafi verið í litlum dreifbýlissjúkra- húsum, sem smæðar sinnar vegna hafi ekki bolmagn til þess að mæta kröfum tímans um þjónustu við sjúklinga. Þetta má vissulega til sanns vegar færa. Hefð er víða á þessum stöðum fyrir því að hafa skurðlækni, gjarnan aðeins einn, og starfsemi sjúkrahússins miðuð við það. Það er ljóst að með vaxandi tækni (t.d. holsjáraðgerðum) og sér- Lítill hluti sjúkiinga er með vandamál, sem krefjast úrlausna á stóru hátæknisjúkra- húsi, segir í grein 14 sérfræðinga við Sjúkra- hús Akraness. hæfingu, svo og bættum samgöng- um, munu flest þessara sjúkrahúsa eiga í vaxandi mæli undir högg að sækja með fjárveitingar. Það er því löngu tímabært að endurskoða al- gerlega skipan sjúkrahúsmála á þessu landi. Vísi að slíkri endurskoð- un má finna í skýrslu vinnuhóps um sjúkrahúsmál til heilbrigðismálaráð- herra í nóv. 1993. í tillögum vinnu- hópsins er gert ráð fyrir íjórum svo- nefndum fjölgreinasjúkrahúsum (sjúkrahús sem veita fjölbreytta þjónustu) hér á landi. Þessi sjúkra- hús eru Landspítalinn, Sjúkrahús Reykjavíkur (Borgarspítali og Landakot), Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og Sjúkrahúsið á Akra- nesi. Hin tvö síðarnefndu skera sig úr öðrum landsbyggðarsjúkrahúsum hvað varðar sterka héraðshlutdeild (hlutfall sjúklinga á upptökusvæði, sem fær þjónustu á svæðissjúkra- húsinu). Þetta er mikilvægt að hafa í huga því vegna einlitrar umfjöllun- ar í fjölmiðlum gæti fólk ályktað að sérhæfða læknisþjónustu væri að- eins að fá í Reykjavík. Sem betur fer, bæði fyrir sjúkrahúsin í höfuð- borginni og íbúa landsbyggðarinnar, er svo ekki. Þessa þjónustu er víða að fá utan Reykjavíkur, þótt fjöl- greinasjúkrahúsin á Akranesi og Akureyri standi þar sterkust að vígi. Sjúkrahúsið á Akranesi (S.A.) er deildaskipt 95 rúma svæðissjúkra- hús sem þjónar fyrst og fremst íbú- um Vesturlands auk þess sem sterk þjónustutengsl eru við íbúa Stranda- sýslu og Vestur-Húnavatnssýslu. Auk þess sækir fjöldi fólks af höfuð- borgarsvæðinu þjónustu til sjúkra- hússins. Við sjúkrahúsið og í tengsl- um við það starfa nú rúmlega 20 sérfræðingar auk námskandidata (aðstoðarlækna). Á þessu ári verða framkvæmdar rúmlega 1.500 stærri skurðaðgerðir á sjúkrahúsinu, m.a.tæplega 200 holsjáraðgerðir (líf- færi fjarlægð gegnum kviðsjá), auk slagæðaaðgerða, bæklunaraðgerða, (m.a. ísetning gerviliða), þvagfæra- aðgerða, aðgerða á sviði háls-, nef- og eyrnalækninga og kvensjúk- dóma- og fæðingahjálpar. Á Ly- flækningadeild starfa sérfræðingar í almennum lyflækningum, hjarta- sjúkdómum, innkirtla- og efna- skiptasjúkdómum, meltingarfæra- og lifrarsjúkdómum og krabba- meinslækningum, hinir síðast töldu skv. sérstökum samningi við krabba- meinsiækningadeild Landspítala. Berkju-, maga- og ristilspeglanir eru gerðar á sjúkrahúsinu en hjarta- þræðingar af hjartalækni S.A. á Landspítala. Þá er þjónusta við aldr- aða og endurhæfing dijúgur þáttur í starfsemi sjúkrahússins. Að sjálfsögðu er og verður seint hægt að veita hásérhæfða þjónustu nema á einu eða tveimur sjúkrahús- um hérlendis. Sem betur fer er þó ekki nema lítill hluti sjúklinga með vandamál sem krefjast úrlausnar á stóru hátæknisjúkrahúsi. Slík þjón- usta er eðlilega dýr, en að sama skapi oft árangursrík. Því er nauð- synlegt að tryggja henni þann sess sem henni ber í heilbrigðisþjón- ustunni. Það verður hins vegar ekki gert með tilfærslu á þeirri þjónustu sem hægt er að veita á fjölgreina- sjúkrahúsum landsbyggðarinnar. Kosta ber kapps um að tryggja að þar sem húsnæði, tækni og þekking leyfa sé veitt fjölbreytt þjónusta og það viðurkennt í verki með tilhlýði- legum fjárveitingum. Það er löngu kominn tími til þess að hætta þeim flata niðurskurði sem einkennt hefur fjárveitingar síðustu ára. Endur- skoða þarf hlutverk alira sjúkrahúsa landsins og útdeila rekstrarfé sam- kvæmt afköstum en ekki samkvæmt löngu úreltri viðmiðun. Við þessa endurskoðun reynir á forystu og fagmennsku heilbrigðismálaráðu- neytis, en við framkvæmd breytinga á pólitískan kjark alþingismanna. Anna M. Helgadóttir, kvensjúk- dómar og fæðingahjálp, Ari Jó- hannesson, alm. lyflækningar, innkirtla- og efnaskiptasjúkdóm- ar, Ari Ólafsson, bæklunar- og handarskurðlækningar, Bragi Ní- elsson, svæfingar og deyfingar, Bryiyólfur Y. Jónsson, dr. med., bæklunarskurðlækningar, Guðrún Guðmundsdóttir, augnlækningar, Hafsteinn Guðjónsson, þvagfæra- skurðlækningar, Jón Jóhannes- son, alm. lyflækningar, Magnús E. Kolbcinsson, FACS, skurðlækn- ingar, Sigurður Ólafsson, alm. lyf- lækningar, meltingarsjúkdómar, Sigurður K. Pétursson, svæfingar og deyfingar, Stefán Helgason, dr. med., kvensjúkdómar og fæð- ingahjálp, Uggi Þ. Agnarsson, alnt. lyflækningar og hjartasjúk- dómar, Þórir Bergmundsson, háls-, nef- og eyrnalækningar. Framfarir á fjár- magnsmarkaði Nauðsynlegar skipulagsbreytingar í STEFNUYFIR- LÝSINGU ríkisstjóm- arinnar frá í vor var þes getið að á kjörtímabil- inu yrði lögð áhersla á að breyta rekstrarformi ríkisviðskiptabanka og íj árfestingarlánasj óða. Þá er átt við að fyrir- tækjunum verði breytt í hlutafélög, sem lúta öðrum iögmálum en rík- isstofnanir og eru tæk til sölu á almennum markaði. Breytingin er til þess fallin að jafna samkeppnisstöðu á íjár- magnsmarkaði og greiða götuna fyrir ag- aðri viðskiptaháttum. Það kom einnig fram í stefnuyfirlýs- ingunni að til stæði að gera verkefna- skrá fyrir einstök ráðuneyti sem lögð yrði fyrir Alþingi nú í haust. Þá er von til þess að fyrirætlanir um breytt rekstrarform ríkisviðskiptabanka og fjárfestingarlánasjóða í eigu ríkisins verði útfærðar nánar og fylgt eftir af myndarskap. Stefna Samtaka iðnaðarins Samtök iðnaðarins lýstu skoðun sinni á nauðsynlegum skipulags- breytingum á íjármagnsmarkaði í ályktun sem samþykkt var á Iðn- þingi nú í vor. Þar kemur meðal annars fram eindreginn stuðningur við ásetning fyrri ríkisstjómar um að breyta Iðnþróunarsjóði, Iðnlána- sjóði og Fiskveiðasjóði íslands í hlutafélög á næsta ári og sameina þau síðar í einn öflugan ijárfesting- arbanka. Einnig kom fram stuðningur við þau áform að verja hluta af arði þessarar starfsemi til að fjármagna sameiginlegan Nýsköpunarsjóð at- vinnulífsins. Nú er almennt viður- kennt að takmarkað vömþróunar- og mark- aðsstarf hefur staðið vexti íslenskra fyrir- tækja og sókn þeirra á erlenda markaði fyrir þrifum. I því efni er ekki minnst um vert að skortur hefur verið á öflugri og sérhæfðri lánafyrirgreiðslu til að flármagna úrvinnslu og framkvæmd góðra hug- mynda. Hugvitið eitt dugir skammt. í ályktun Iðnþings var ennfremur fagnað stefnu nýrrar ríkisstjórnar um að breyta ríkisviðskipta- bönkunum í hlutafélög, en jafnframt hvatt til þess að hluta- bréfin yrðu boðin til sölu á almenn- um markaði. Nauðsynlegar skipulagsbreytingar Nú gera flestir sér ljóst að þróað- ur fjármagnsmarkaður er ein meg- inforsenda fyrir skilvirkum og öflug- um þjóðarbúskap. Á liðnum árum hefur íslenski fjármagnsmarkaður- inn tekið miklum breytingum í átt til aukins frelsis, meiri markaðsteng- ingar og minni afskipta hins opin- bera. En betur má ef duga skal. Stíga þarf skrefið til fulls og færa fjármagnsmarkaðinn til þess horfs sem best tryggir eðlilega efnahags- þróun og heilbrigða skynsemi. Það er tímaskekkja að ríkið standi í því að reka fjármálastofnanir. Stjórnmálaleg ítök í rekstri bjóða alltaf heim hættunni á óeðlilegum afskiptum og fyrirgreiðslu þar sem viðskiptasjónarmiðum er kastað fyr- ir róða. Því ber að breyta ríkisvið- skiptabönkunum og fjárfestingar- lánasjóðum í eigu ríkisins i hlutafé- Þróaður fjármagns- markaður, segir Har- aldur Sumarliðason, er ein meginforsenda fyrir skilvirkum og öflugum þjóðarbúskap. lög og selja hlutabréfin á almennum markaði. Tregðan Ótti við breytingar og fastheldni við hið þekkta á sér djúpar rætur í manneðlinu. Af öllum breytingum stafar ógn vegna óvissunnar sem þeim fylgir. Aftur á móti fylgir ákveðin öryggistilfinning því að hafa allt í föstum skorðum. Þeir sem eiga á hættu að missa spón úr aski sínum eða komast í uppnám láta hæst þegar umskipti ber á góma. Stundum fá þeir því áorkað að tefja eða koma í veg fyrir breytingar sem til heilla horfa fyrir heildina. Það hefur alltof oft viðgengist að fá- mennir sérhagsmunahópar hafi í krafti samtakamáttar hindrað framgang þjóðþrifamála. Niðurlag Stjórnvöld mega ekki heykjast á þeim áformum að gera nauðsynleg- ar skipulagsbreytingar á fjár- magnsmarkaði. Þröngir sérhags- munir veða að víkja fyrir almanna- hag og hugsjóninni um jafna sam- keppnisstöðu og heilbrigða við- skiptahætti. Höfundur er formaður Samtaka iðnaðarins. Haraldur Sumarliðason MIKIL umræða hef- ur farið fram í fjölmiðl- um vegna þeirrar hækkunar sem orðið hefur á fargjöldum Strætisvagna Reykja- víkur nú um síðustu mánaðamót. Vil ég und- irritaður af því tilefni leggja orð í belg og velta upp öðrum fleti í því máli. Fram hefur komið að SVR á í mikl- um rekstrarörðugleik- um og eru það ekki nýjar fréttir, því að fyr- irtækið hefur verið rek- ið með halla árum sam- an. Til ýmissa ráða hef- ur verið gripið til þess að treysta rekstrargrundvöll vagn- anna, þannig var t.d. nokkru áður en R-listinn tók við stjórnartaumun- um reynt að bjarga málum með því að draga úr þjónustunni, þ.e.a.s. fækka ferðum og lengja biðtímann milli þeirra. Núverandi valdhafar hugsa sér að hafa annan hátt á, þeir vilja bæta þjónustuna og hafa í því skyni hækkað fargjöldin. Eftir sem áður er halli fyrirsjáanlegur og báðar hafa þessar aðgerðir orðið fyrir mikilli gagnrýni. Hvað er það sem hefur gleymst í öllum rökræðunum um málið? Það eru farartækin, vagnarnir sjálfir. Finnst einhveijum skrítið, að þessi risastóru ferlíki skuli ekki bera sig eins og notkun þeirra er háttað? Þeir sem fylgst hafa með umferð þeirra eru ekkert hissa, því að oftar eru farþegar í hveijum vagni færri en tíu heldur en fleiri en tíu. Þá liggur beint við að spytja: Hvers vegna eigum við að senda vagn með allt að 40 sætum eftir 5-10 farþegum? Því hefur verið svarað til, að vagnarnir séu svo ódýrir og lítill hiuti af rekstrar- kostnaði, að það borgi sig ekki að breyta til. Þetta eru léttvæg rök. Sannleikurinn er sá, að við þurfum ekki stóra vagna nema á örfáum leiðum. Annars staðar er hægt að komast af með allt að helmingi minni vagna, þ.e. með 20 sætum og mæta toppunum með fleiri slíkum vögnum en ekki endilega Minni strætisvagnar miinu, að mati Torfa Guðbrandssonar, leiða til ódýrari ferða. risavögnum nema sérstaklega standi á. Vitaskuld gerir ójöfn farþegatala þessum rekstri erfitt fyrir. Þann vanda ætti að leysa með eðlilegu sætaframboði á hveijum tíma. í sam- ræmi við það þarf að fjölga bæði vögnum og vagnstjórum. Hlutunum þarf að koma í það horf, að aldrei líði nema 10 mínútur milli ferða, þannig að það skipti ekki miklu máli, þótt menn missi af strætisvagn- inum, það kemur annar. Löng bið hefur skapað þá ímynd í huga manna, að það sé neyðarúrræði að ferðast með strætisvagni. Jafnskjótt og mál SVR hafa þróast í þá átt að verða fýsilegur kostur fjölgar farþeg- um og rekstrarafkoma þessa þarfa fyrirtækis batnar. Það eru stór mál á döfínni hjá stjórn SVR eins og endurskoðun á leiðakerfinu o.fl. og er það vel. Jafn- framt mun bráðlega þurfa að ákveða kaup á nýjum vögnum til að svara eðlilegri úreldingu. Þá fjárfestingu þarf að undirbúa vel með athugun á þeim kostum sem standa til boða, farþegatalningu o.s.frv. Gott er þá fyrir forráðamenn SVR að hafa í huga að litlir vagnar eru ódýrari hvað stofnkostnað snertir en stórir vagnar, litlir vagnar eru ódýrari í rekstri, litlir vagnar eru liprari í um- ferðinni, litlir vagnar valda minni mengun, litlir vagnar valda minna sliti á götunum og litlir vagnar eru forsenda fyrir tíðari ferðum og styttri biðtíma farþega á stoppistöðum. í sumar dvaldi undirritaður um mánaðartíma í Tokyó, sem er um það bil hundrað sinnum fjölmennari en Reykjavík. Maður skyldi nú ætla að þar væru strætisvagnamir ein- hver ferlíki. En hvað kom á daginn? Þeir vagnar, sem ég sá, voru mun minni en Reykjavíkurvagnarnir. Jap- anir hafa fengið orð fyrir að vera hagsýnir og í þessu efni sem fleiru gætu íslendingar tekið þá til fyrir- myndar. Breytir þar engu, þótt þeir noti önnur samgöngutæki meira en vagnana. Auðvitað verður ekki skipt yfir á minni vagna á svipstundu, það hlýtur að gerast með markvissri þróun á alllöngu árabili. En því fyrr sem sú þróun hefst því betra, bæði fyrir far- þega og rekstur SVR. Höfundur er fyrrv. skólasijóri. MálSVRfrá öðru sjónarhorni Torfi Guðbrandsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.