Morgunblaðið - 29.09.1995, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
3ja ára fangelsi fyrir
hrottafengna atlögu
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær þriggja ára fang-
elsisdóm yfir rúmlega fertugum manni, Þorsteini
Þorsteinssyni, fyrir að hafa í október á síðasta
ári nauðgað fyrrum sambýliskonu sinni og veitt
henni stórfellda áverka. Hann var jafnframt
dæmdur til að greiða konunni um eina milljón
króna í bætur vegna árásarinnar, en fram kom
í dómnum að hann hefur þegar greitt henni um
200 þúsund krónur.
Sex mánaða sambúð fólksins var nýlega lokið
þegar nauðgunin var framin. Konan hafði hitt
Þorstein síðdegis á heimili hans í Kópavogi að
ósk hans. Þar veittist hann að henni með höggum
og spörkum í um tvær klukkustundir áður en
hann reif föt af konunni og nauðgaði henni.
Konan hljóp síðán út, komst undan á bíl sínum
Dæmdur til að greiða
eina milljón í bætur
og heim til sín en Þorsteinn elti hana og réðst á
hana að nýju þar sem hún sat í bíl sínum fyrir
utan heimili sitt. Þá braut hann hliðarrúðu í bíln-
um og tók hana hálstaki en fór á brott þegar
fólk kom að.
Neytti aflsmunar í hamslausri bræði
Konan var færð á sjúkrahús og reyndist hafa
orðið fyrir stórfélldu líkams- og heilsutjóni eftir
árás mannsins. Hún var m.a. fótbrotin og að
auki bólgin og marin um líkamann allan.
1 dómi Hæstaréttar segir, að fyllilega sé í ljós
leitt, að atlaga mannsins að konunni hafi verið
bæði langvinn og hrottafengin. Hann hafi sjálfur
viðurkennt að hafa neytt aflsmunar í hamslausri
bræði og veittu lýsingar lögreglu á vetttvangi og
áverkar kæranda örugga vitneskju um það, að
hún-hafi nær engum vömum komið við.
Auk fangelsisvistar og greiðslu skaðabóta var
Þorsteini gert að greiða 120 þúsund króna sak-
sóknarlaun í ríkissjóð og 120 þúsund króna máls-
varnarlaun til veijanda síns.
Dóminn kváðu upp hæstaréttardómararnir
Hrafn Bragason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur
Henrysson, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Haf-
stein.
Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks
um fyrirhugaða lyfjalagafrestun
Telur sam-
komulag’ standa
GEIR H. Haarde, formaður þing-
flokks Sjálfstæðisflokks, gerir ráð
fyrir því að flokkurinn standi við
samkomulag við Framsóknar-
flokkinn frá í vor um að heimila
heilbrigðisráðherra að leggja fram
frumvarp um að fresta gildistöku
tveggja kafla nýrra lyfjalaga.
Ossur Skarphéðinsson, formað-
ur heilbrigðis- og trygginganefnd-
ar Alþingis, segir að vegna nýrra
upplýsinga um fyrirætlanir
tveggja lyfjafræðinga að opna
apótek í haust á grundvelli lyfja-
laganna þurfi að skoða málið
gaumgæfilega og því gefist varla
tóm til að afgreiða frumvarpið sem
lög fyrir 1. nóvember.
Samkomulag um frestun
í lyfjalögum, sem tóku gildi um
mitt síðasta ár, er bráðabirgða-
ákvæði um að kaflar í lögunum
um rekstur lyfjabúða og verðlagn-
ingu lyfja taki ekki gildi fyrr en
1. nóvember 1995. Heilbrigðisráð-
herra lagði fram frumvarp um
breytingu á lyfjalögunum á Al-
þingi í vor og samkvæmt frum-
varpinu taka umræddir kaflar ekki
gildi fyrr en 1. júlí 1996.
Eini þingflokkurinn sem lýsti
sig andvígan frumvarpinu var Al-
þýðuflokkurinn, en lyfjalögin voru
sett í heibrigðisráðherratíð Guð-
mundar Árna Stefánssonar. Það
var samt hluti af samningum
stjómar og stjómarandstöðu um
þinglok í vor að málinu yrði frest-
að gegn því að Finnur Ingólfsson,
sem þá gegndi embætti heilbrigð-
isráðherra í fjarveru Ingibjargar
Pálmadóttur, gæfi yfirlýsingu á
þinginu um að frumvarpið yrði
lagt fram aftur í haust og afgreitt.
Geir H. Haarde sagði að frum-
varpið hefði verið lagt fram í vor
með samþykki sjálfstæðismanna
og hann sagðist gera ráð fyrir því
að það samþykki standi áfram.
Þingflokkurinn hefði þó ekki tekið
nýja ákvörðun um málið í haust
og það þyrfti að gera eftir helgina.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson
Dagsbrún hvetur VMSÍ til samstarfs
Telur samninga lausa
og boðar aðgerðir
„GÓÐIR hernaðarsérfræðingar
gefa ekki upp hernaðarleyndarmál
sín,“ segir Guðmundur J. Guð-
mundsson, formaður Dagsbrúnar,
um boðaðar aðgerðir í ályktun
stjórnar Dagsbrúnar í gær. í álykt-
uninni segir að stjórnin lýsi yfir
þeirri skoðun sinni að kjarasamn-
ingar séu lausir og skorar hún á
verkalýðsfélög láglaunafólks í
Verkamannasambandi íslands til
samstarfs. í niðurlagi áfyktunar-
innar ségir, að verði ranglætið ekki
stöðvað muni Dagsbrún ásamt öðr-
um félögum gera þær ráðstafanir
sem dugi og hvorki ríkisstjórn né
Vinnuveitendasamband geti stöðv-
að.
Guðmundur sagði að síminn
glóði og reiði félagsmanna væri
blandin heift og beiskju. „Fólk er
að safna skuldum, með íbúðirnar í
lúkunum, og á jafnvel von á upp-
Hernaðarleyndar-
mál ekki gefin
upp, segir formað-
ur Dagsbrúnar
sögn yfir háveturinn. Reiðin safn-
ast upp og fyrst og fremst vegna
þróunarinnar. Samningarnir voru
samþykktir í trausti þess að þeir
sem hefðu lægst fengju mest en
raunin er sú að þeir sem hafa
minnst fá minnst. Við mig er sagt:
þú hefur logið að okkur eða einhver
hefur logið að þér. Ég sit héma
eins og fífl,“ sagði Guðmundur.
Reiðin verði ekki stöðvuð
Hann vildi ekki segja hvaða að-
gerðir væru í bígerð, aðeins að reiði
almennings yrði vart stöðvuð, og
haft yrði samband við Verka-
mannasambandið, Alþýðusam-
bandið og önnur félög. „Hins vegar
erum við oft framúrstefnumenn,"
sagði Guðmundur. Hann sagði að
einhver frestur yrði gefinn þar til
gripið yrði til fyrirhugaðra ráðstaf-
ana en ekki þyrfti að bíða lengi
eftir þeim.
Þegar Guðmundur var spurður
að því hvað þyrfti að gerast til að
ekki yrði gripið til boðaðra aðgerða
nefndi hann að 800 Dagsbrún-
arfélagar yrðu líklega atvinnulausir
stóran hluta vetrar. Aðrir væru að
vinna fyrir um og undir 300 kr. á
tímann. Hinir, sem einhveija eftir-
vinnu hefðu, spyrðu hvort ekki
væri hægt að auka kaupmáttinn
og útvega skattfríðindi fyrst þeirri
stefnu hefði verið komið á.
■ Samstarf /47
Tundurdufl
með virku
sprengju-
efni finnst
DRAGNÓTABÁTURINN
Gunnvör frá ísafirði fékk tund-
urdufl í nótina þar sem bátur-
inn var að veiðum í Aðalvík í
gær.
Tundurduflið var mikið
skemmt og brunnið af ryði en
ákveðið var að fara með það
til lands. Skipveijar bundu
duflið á skut bátsins og héldu
til ísafjarðar. Á móti þeim
komu tveir sprengjusérfræð-
ingar Landhelgisgæslunnar á
björgunarbátnum Daníel Sig-
mundssyni og tóku þeir
sprengjuhleðsluna úr tundur-
duflinu í gærkvöldi. Tundur-
duflið er frá síðari heimsstyrj-
öldinni.
Að sögn sprengjusérfræð-
inganna var sprengiefnið virkt
og var unnið að eyðingu þess
seint í gær.
Breytt yfirstjórn
Keflavíkurflugvallar
Utanríkis-
ráðherra
andsnúinn
HALLDÓR Ásgrímsson utan-
ríkisráðherra segist ekki geta
fallist á þá tillögu sem kemur
fram í skýrslu, sem Halldór
Blöndal samgönguráðherra
lagði fram á ríkisstjórnarfundi
í fyrradag, að yfírstjórn Kefla-
víkurflugvallar verði flutt frá
utanríkisráðuneytinu til sam-
gönguráðuneytisins.
„Það er mjög margt sem
mælir á móti slíkri breytingu,
en jafnframt ýmislegt sem
mælir með því. Á þessu stigi
get ég ekki fallist á þetta,"
sagði Halldór.
Hann sagðist hafa gert marg-
ar alvarlegar athugasemdir við
skýrsluna í frumdrögum. Hann
sagðist ekki hafa séð skýrsluna
í endanlegri mynd og því ekki
vita hvort tekið hefði verið tillit
til athugasemda sinna.
Ekki náðst
samkomulag
NIÐURSTAÐA hefur enn ekki
fengist í viðræðum fulltrúa
skurð- og svæfingahjúkrunar-
fræðinga á Landspítala og
Borgarspítala og fulltrúa spítal-
anna tveggja vegna breytinga
á ráðningarsamningi. Ef ekki
hefur náðst niðurstaða líta um
60 hjúkrunarfræðingar svo á
að þeim hafí verið sagt upp
störfum frá og með 1. október.
Sjúkrahúsin vildu gera breyt-
ingar á vinnutíma hjúkrunar-
fræðinganna og sögðu því upp
hluta ráðningarsamnings
þeirra. Hjúkrunarfræðingarnir
hafa hins vegar komið því áleið-
is að uppsögn hluta ráðningar-
samnings jafngildi fullri upp-
sögn enda sætti þeir sig ekki
við fyrirhugaðar breytingar á
ráðningarsamningnum. Hjúkr-
unarfræðingarnir telja að
breytingarnar hafí allt upp í
tugþúsunda króna mánaðarlega
launaskerðingu í för með sér.
Ásta Möller, formaður fé-
lagsins, sagði að viðræðurnar
hafi staðið í tvo daga og færu
hjúkrunarfræðingar yfír fyrir-
liggjandi tillögur á fundi í dag.
Að því loknu hitta þeir vinnu-
veitendur sína á spítölunum.
Flutti inn
stera
UNGUR maður var handtekinn
í byijun vikunnar grunaður um
að hafa flutt ólöglega inn lyf
til landsins. Leit var gerð á
heimili mannsins og fundust
9.500 steraskammtar í töflu-
og vökvaformi, 4.600 skammt-
ar af astmalyfi í töfluformi og
um 5.000 skammtar af vítamíni
í töflu- og vökvaformi.
Maðurinn viðurkenndi að hafa
keypt lyfín í Búlgaríu í ágúst.
Hann hafði sjálfur notað tölu-
vert magn af lyfjunum og selt
um það bil 400 steraskammta
og um 500 vítamínskammta.
Talið en.að maðurinn hafí staðið
einn að innfiutningnum.
Bruggarar
handteknir
FJÖRUTÍU lítrar af spíra og
170 lítrar af gambra voru gerð-
ir upptækir í austurbæ Reykja-
víkur í fyrrinótt.
Tveir hálfþrítugir menn voru
handteknir í framhaldi af því
að áfengið var gert upptækt.
Talið er að bruggframleiðsla
hafi verið nýlega hafin á staðn-
um. Annar mannanna hafði
komið við sögu lögreglu áður.