Morgunblaðið - 29.09.1995, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 29.09.1995, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 9 FRETTIR Ríkissjóður er stærsti eigandi fasteigna á íslandi Á um 650 einbýlis- hús og 330 íbúðir 1.500 landspildur og 1.650 lóðir í eigu ríkisins Ný sending frá Caroline Rohmer. TBSS Opið laugardag frá kl. 10-14 - Verið velkomin - neðst við Opið'virka daga Dunhaga, laugarJaga sími 562 2230 kl. 10-14. RÍKISSJÓÐUR er stærsti eigandi fasteigna í landinu og á að fullu eða hluta til, tæplega 650 einbýlis- hús og er meðalstærð þeirra um 163 fermetrar. Meðalbrunabóta- mat þessara húsa er um 11,3 millj- ónir króna. Þetta kemur fram í Fasteignaskrá ríkisins 1994 sem fjármálaráðuneytið hefur gefið út. Samkvæmt fasteignaskránni á ríkissjóður einnig tæplega 330 íbúðir, bæði starfsmannahúsnæði, til dæmis í stöðvum Pósts og síma, og íbúðir í fjölbýlishúsum. Land- spildur í eigu ríkisins eru um 1.500 talsins og er ræktað land þar af rúmir tíu þúsund hektarar. Fasteignamat hlunninda í eigu ríkisins 512 millj. kr. Ennfremur á ríkissjóður um 1.150 lóðir í þéttbýli og tæplega 500 lóðir í dreifbýli, meðal annars sumarhúsalóðir. Fasteignamat hlunninda í eigu ríkissjóðs er um 512 millj. kr., en þar munar mest um jarðhita, sem metinn er á tæpar 200 millj. kr., veiði sem metin er á um 250 millj. Glúmur Jón Björnsson formaður Heimdallar SJÁLFKJÖRIÐ var til embættis formanns og í stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á aðalfundi félagsins sem haldinn var sl. miðvikudags- kvöld. Glúmur Jón Björnsson efnafræðingur og gjaldkeri félags- ins undanfarið ár, var kjörinn for- maður en Þórður Þórarinsson frá- farandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. í stjórnmálaályktun aðalfundar- ins segir meðal annars að ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks hafi náð góðum ár- angri á ýmsum sviðum en þess sjá- ist þó ekki nógu skýr merki að hún ætli að hrinda í framkvæmd nauð- synlegum breytingum í ríkisrekstr- inum. Ekki sé útlit fyrir að ríkisút- gjöld verði löguð að tekjuin á næsta ári og sala á fyrirtækjum í eigu ríkisins hafi ekki enn komist á skrið. Þar beri hæst að heldur hafi dregið úr trú manna á að ríkisbankarnir verði seldir einkaaðilum á kjörtíma- bilinu, þótt vonir standi enn til þess að þeim verði breytt í hlutafélög. Þá harmar félagið fyrirætlanir um að tefja fyrir auknu frelsi í lyf- sölumálum og hvetur þingflokk sjálfstæðismanna til að taka ein- arða afstöðu gegn slíkum áformum. Auk Glúms voru eftirtalin kjörin í stjórn Heimdallar: Vala Ingi- marsdóttir stjórnmálafræðinemi, Steinunn Þórðardóttir viðskipta- fræðingur, Soffía Kristín Þórð- ardóttir háskólanemi, Sigurður Kári Kristjánsson laganemi, Pét- ur Orn Sigurðsson rekstrarfræð- ingur, Orri Hauksson verkfræði- nemi, Jónmundur Guðmarsson stjórnmálafræðingur, Friðjón Reynir Friðjónsson nemi, Elsa Björk Valsdóttir læknanemi, Bjarni Þórður Bjarnason verk- fræðinemi og Benedikt Gíslason verkfræðinemi. ö'5 U) V « höt, kr. og æðarvarp, sem metið er á um 54 millj. kr. Auk þessa á utanríkisþjónustan fasteignir í tíu borgum erlendis, bæði senduherrabústaði og skrif- stofuhúsnæði sendiráða. Rekstur og viðhald fasteigna ríkisins endurskoðað í fréttatilkynnigu fjármálaráðu- neytisins, vegna útgáfu fasteigna- skrárinnar, segir að á vegum fjár- málaráðherra standi nú yfir marg- víslegt starf sem miði að því að bæta eignaumsjón og stuðla að bættri meðferð opinberra fjár- muna. Stendur nú m.a. yfir endur- skoðun á lögum og reglum um íbúðarhúsnæði í eigu ríkisins og skipuð hefur verið nefnd til að endurskoða rekstur og viðhald fasteigna ríkisins. Þá er unnið að því á vegum Framkvæmdasýslu ríkisins að styrkja eftirlit með fasteignum rík- isins og viðhald þeirra. Fasteignaskráin byggir á upp- lýsingum úr skrám Fasteignamats ríkisins og miðast við stöðuna í árslok 1994. Haustsekidimgar afódgrum „Úlpuhönskum". Verð kr. 1.800-2.500. Uugversku gceða hanskamir. Verð frá kr. 3.500. Skóavörðustíg 770/ kegkjmk, s/w/557 58/4 Kvennakór Suðurnesja verður á söngskemmtiferð um Suðurland laugardaginn 30. september með létt og gott prógram. Sungið verður í húsi NLFÍ kl. 14 sama dag í Þorlákshafnarkirkju kl. 16. Stjórnandi er Sigvaldi Snœr Kaldalóns og undirleikari Ragnheiður Skúladóttir. Með söngkveðju, stjórnin. Haustdasar Laugardaginn 30. sept. 1 kynna Víkurvagnar hausttilboð á viftum með Ijósi og olíufylltum rafmagnsofnum í miklu úrvali fyrir heimili og sumarhús. Verið velkomin í nýja og glæsilega verslun okkar í Síðumúla 19 Verðtilboð Veggof nar. Fólk er alltaf að vinna íGullnámunni: 79 milljónir Vikuna 21. til 27. september voru samtals 79.286.265 kr. greiddar út í happdrættisvelum um allt land. Þar bar hæst Gullpottinn en einnig voru greiddir út veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öðrum vinningum. Gullpottur í vikunni: Dags. Staöur Upphæö kr. 24. sept. Háspenna, Hafnarstræti.7.705.084 Silfurpottar í vikunni: 21. sept. Mamma Rósa, Kópavogi... 367.390 22. sept. Háspenna, Laugavegi.... 217.993 23. sept. Feiti dvergurinn...... 123.286 24. sept. Rauöa Ijóniö................ 172.012 25. sept. Spilast. Geislag., Akureyri. 199.373 26. sept. Sjallinn, Akureyri..... 88.779 26. sept. Hard Rock Café......... 72.923 26. sept. Blásteinn.................... 65.789 27. sept. Háspenna, Laugavegi.. 116.534 < Staöa Gullpottsins 28. september, kl. 11:00 var 2.305.487 krónur. < Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka síðan jafnt og þétt þar til þeir detta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.