Morgunblaðið - 29.09.1995, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Fyrsta fagkeppni kjötiðnaðarnema fór fram á Selfossi
Keppt í fjölbreytni kjöt-
rétta úr lambsskrokk
Morgunblaðið/Indriði Margeirsson
Selfossi - Fyrsta fagkeppni kjöt-
iðnaðarnema fór fram 16. septem-
ber i tengslum við haustfagnað á
Selfossi. Það var Höfn-Þríhyrning-
ur hf. sem lánaði kjötvinnslustöð
sína undir keppnina sem fór þar
af leiðandi fram við bestu aðstæð-
ur. Keppnin fór þannig fram að
nemarnir fengu hver sinn lambs-
skrokk og áttu að hluta hann niður
og útbúa sem fjölbreyttasta 'kjöt-
rétti. Meðal þess sem tekið var til-
lit til var nýting, útlit, fjölbrejrtni,
nýjungar og tími en keppendur
fengu 120 mínútur til þess að ljúka
verkinu. Einn þátttakandinn útbjó
24 kjötrétti úr skrokknum sem
hann fékk.
Keppnin komin til að vera
Alls tóku átta nemar þátt í
keppninni sem þótti takast mjög
vel. Þeir mættu með sín eigin áhöld
sem þeir höfðu undirbúið sig til
að nota. Greinilegt var að nemarn-
ir höfðu undirbúið sig mjög vel
fyrir keppnina. Það sem nemarnir
máttu nota við að útbúa kjötréttina
var grænmeti, ávextir, bökunar-
vörur, krydd, aukaefni, skinka,
beikon og spekk. Ljóst er að keppn-
in verður árleg, svo vel þótti til
takast og áhugi var mikill fyrir
keppninni. Stöðugur straumur
fólks var um keppnisstaðinn því
fólk vildi sjá handbragð nemanna
með eigin augum.
Farvegur nýjunga og
nýsköpunar
Sigurvegari í keppninni var
Friðrik Þór Erlingsson frá Meist-
aranum, í öðru sæti varð Viktor
Steingrímsson, Sláturfélagi Suður-
lands, og Anton Hartmannsson,
Höfn-Þríhyrningi, varð þriðji. An-
ton fékk sérverðlaun fyrir athyglis-
verðustu nýjungina, sem var lyng-
kryddaður lambaframhryggur í
krækibeíjasafa.
Forsvarsmenn keppninnar voru
mjög ánægðir með framgang
hennar og kváðust hafa mætt mikl-
um skilningi allra, bænda, fyrir-
tækja og síðast en ekki síst for-
svarsmanna Hafnar-Þríhyrnings,
sem lánaði aðstöðu undir keppnina.
Þeir segja alveg ljóst að keppni sem
þessi eigi þátt í að ýta undir vöru-
þróun í kjötvinnslu og örvar starfs-
fólk í greininni til að reyna nýsköp-
un, sem auðveldlega geti orðið til
að auka sölu á afurðum, enda mik-
ið hægt að gera þegar hópar fag-
manna taka sig saman. Hér væri
því komið tækifæri til að auka
neyslu kjötvara.
Margir sem fylgdust með keppni
kjötiðnaðarnemanna höfðu á orði,
að slík keppni ætti einnig rétt á
sér í öðrum iðngreinum, sem myndi
kynna þær betur og auka aðgengi
að handbragðinu sem notað er við
vinnuna.
Breiðdalsvík
komin í
þjóðbraut
HALLDÓR Blöndal samgöngu-
ráðherra opnaði á fimmtudag í
síðustu viku nýjan veg um Me-
leyri og Brú yfir Breiðdalsá í
nágrenni Breiðdalsvíkur. Nýi
vegurinn færir Breiðdalsvík í
þjóðbraut hringvegarins og
styttir leiðina um suðurfirði
Austfjarða um 9,7 km, en lengir
hins vegar hringveginn um 2,6
km. Myndin er tekin, þegar
Halldór flutti ávarp rétt áður
en hann klippti á borðann og
opnaði brúna á Breiðdalsá.
Réttardagnr í Kald-
rananeshreppi
Drangsnesi - Rekið var til rétt-
ar í Skarðsrétt í Bjarnafirði
Iaugardaginn 23. september sl.
Skarðsrétt, sem er hringlaga
hlað úr torfi, hefur þjónað hlut-
verki sínu vel í hartnær áttatíu
ár en hún var byggð árið 1916.
Fé hefur fækkað töluvert í
Kaldrananeshreppi undanfarin
ár, bæði vegna skerðingar á
kvóta og einnig vegna þess að
bændur hafa hætt búrekstri og
snúið sér að öðru.
Margir leggja leið sína til
Skarðsréttar á réttardaginn,
bæði til að aðstoða við réttar-
störfin og ekki síður til að hitt-
ast og njóta réttarstemmning-
arinnar og mátti vart á milli sjá
hvort væri fleira, fé eða fólk í
Skarðsrétt þennan dag. Nú var
tekinn upp aftur eftir nokkurt
hlé sá gamli siður að selja veit-
ingar í tjaldi við réttarvegginn.
Kaffi og heitt kakó með rjóma
og nýbakaðar pönnukökur.
Deginum lauk með réttarballi
í Laugarhóli þar sem hljómsveit-
in Norðan 3 og Asdís léku fyrir
troðfullu húsi.
Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir
Sjálfseignarstofn-
unin Snorra-
stofa stofnuð
Morgunblaðið/Bernhard Jóhannesson
BJÖRN Bjarnason, Sigurjón Jóhannsson, Þórir Jónsson, Guðlaugur Óskarsson og
Þórir Jónsson undirrituðu stofnskrána.
Kleppjárnsreykjum - Á 754. ártíðardegi
Snorra Sturlusonar þann 23. september var
gengið frá stofnskrá Snorrastofu í Reyk-
holti. Stofnskrána undirrituðu menntamála-
ráðherra, Björn Bjarnason, formaður héraðs-
nefndar Mýrarsýslu, Siguijón Jóhannsson á
Valbjarnarvöllum, formaður héraðsnefndar
Borgarfjarðarsýslu, Þórir Jónsson, fyrir hönd
sóknarnefndar Reykholtskirkju Guðlaugur
Óskarsson, og Þórir Jónsson, oddviti, fyrir
hönd Reykholtsdalshrepps.
Í þriðju grein stofnskrárinnar stendur:
„Snorrastofa í Reykholti er safn um Snorra
Sturluson og þar er veitt fræðsla um nor-
ræna sögu og bókmenntir sem tengjast Snor-
ra Sturlusyni. Stofnuninni er einnig ætlað
að kynna sögu Reykholts og Borgarfjarðar-
héraðs sérstaklega. Starfsemi Snorrastofu fer
fram í samnefndu húsi í Reykholti í Borg-
arfirði samkvæmt sérstöku samkomulagi.
í Snorrastofu í Reykholti er starfrækt bók-.
hlaða, þar sem safna skal sérstaklega verkum
Snorra Sturlusonar og heimildum um hann.
í bókhlöðunni fer fram bókasafnsþjónusta
fyrir skóla í Reykholti samkvæmt nánara
samkomulagi.
Einnig er heimilt að þar fari fram almenn
bókasafnsþjónusta samkvæmt lögum um al-
menningsbókasöfn, enda verði um það sam-
komulag við hlutaðeigandi sveitarfélög.
í Snorrastofu í Reykholti er starfrækt
gestastofa þar sem innlendum og erlendum
fræði-, vísinda- og listamönnum skal gefinn
kostur á að dvelja um lengri eða skemmri
tíma til að sinna viðfangsefnum sínum. Á
vegum Snorrastofu í Reykholti er upplýsinga-
þjónusta fyrir ferðamenn, staðið fyrir hvers-
kyns sýningum og kynningum um Snorra
Sturluson og sögu staðarins og íslenska
menningu. Heimilt er að fela Snorrastofu í
Reykholti að hafa umsjón með fornminjum í
Reykholti undir yfirumsjón Þjóðminjasafns
íslands samkvæmt þjóðminjalögum að
fengnu samþykki þjóðminjaráðs."
Stofnun bókhlöðu til að halda uppi minn-
ingu Snorra Sturlusonar í Reykholti og ann-
arra þeirra merkismanna, sem þar hafa lifað
og starfað og lagt hafa til sögu og menning-
ar íslendinga hefur verið lengi á döfinni í
Reykholti. I upphafi máls séra Géirs Waage,
sóknarprests í Reykholti, nlinntist hann séra
Jóns Einarssonar, prófasts í Saurbæ, er hafði
verið borinn til grafar fyrr um daginn. Jón
Einarsson var ötull talsmaður byggingar
Snorrastofu og nýrrar kirkju í Reykholti.
Séra Geir sagði að allt aftur á fjórða tug
þessarar aldar mætti rekja hugmyndir um
byggingu Snorrastofu í Reykholti. Þá gaf
Einar Hilsen, Bandaríkjamaður af norskum
ættum, sem var fulltrúi á alþingishátíðinni
árið 1930, ýmsar útgáfur af verkum Snorra
Sturlusonar til Reykholts í því skyni að koma
slíku safni á stofn. Þegar Tryggvi Þórhalls-
son forsætisráðherra féll frá langt fyrir aldur
fram, hafði Jónas frá Hriflu forgöngu um,
að hið merka bókasafn hans var keypt og
því ráðstafað í Reykholt. Þar er margt rita
um íslensk og norræn fræði. Guðmundur
Gíslason Hagalín og frú Unnur Hagalín ráð-
stöfuðu bókasafni sínu til Snorrastofu eftir
sinn dag ásamt ýmsum griþum úr eigu Guð-
mundar. Erfingjar Þórarins Sveinssonar
læknis_gáfu hluta hins fagra bókasafns hans
SnorraStofu. Guðjón Ásgrímsson gaf margar
bækur til Snorrastofu, einkum gamlar útgáf-
ur verka þjóðskáldanna. Konunglega norska
vísindaakademían hefur tvívegis sent merkar
bókagjafir í Reykholt fyrir atbeina dr. Hall-
varðs Mageroy. Síðari gjöfinni fylgdu minnis-
peningar úr bronsi og silfri um Jón Eiríksson
konferenzráð, sem akademían hefur látið slá
í minningu hans. Má segja að allmikill stofn
bóka sé fyrir hendi til bókhlöðunnar.
í máli menntamálaráðherra komu fram
viðurkenningarorð um framtak heimamanna
og fagnaði hann þeim árangri sem nú hefði
verið náð. Menntamála- og kirkjumálaráðu-
neytið hafa samþykkt að á næstu fimm árum
verði veittar tuttugu og fimm milljónir króna
til verksins, og tvær milljónir til reksturs
Snorrastofu úr sjóðum menntamálaráðuneyt-
isins. Kirkjukór Reykholtskirkju söng „Heyr
himnasmiður" undir stjórn Bjarna Guðráðs-
sonar, organista og formanns bygginga-
nefndar.
Reykholtssókn hefur í samvinnu við
menntamála- og kirkjumálaráðuneytið unnið
um árabil að undirbúningi byggingar Snorra-
stofu og nýrrar kirkju í Reykholti, fjölmargir
aðilar, einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir,
hafa lagt málinu lið auk Alþingis og þjóð-
kirkju. Norðmenn komu einnig við sögu er
Ólafur Haraldsson Noregskonungur afhenti
þjóðargjöf Norðmanna til Snorrastofu í Reyk-
holti þann 6. sept. 1988, þegar frú Vigdís
Finnbogadóttir lagði homstein að Snorra-
stofu og Reykholtskirkju. Skóflustungu tók
herra Pétur Sigurgeirsson biskup íslands á
hvítasunnudegi það ar. Nú er í ráði að vígja
hina nýju kirkju á Ólafsvöku á sumri 1996.
Gestaþjónustuhluti Snorrastofu verður full-
búinn að vori en bókhlaðan nokkru síðar.