Morgunblaðið - 29.09.1995, Page 17

Morgunblaðið - 29.09.1995, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 17 LANDIÐ Morgunblaðið/Jenný HÚN Silja Rán Arnarsdóttir á Drangsnesi var fljót að nota fyrsta snjóinn sem efnivið í snjókarlinn sinn. Næg at- vinnaá Drangsnesi Drangsnesi - Atvinnuástandið á Drangsnesi hefur verið með ágætum í sumar en ögn stopul seinustu viku vegna hráefnis- skorts, þar sem ekki hefur gef- ið á sjó fyrir rækjubátana. Að- eins eru tvær manneskjur á at- vinnuleysisskrá, báðar að hálfu. Sex rælyubátar eru gerðir út frá Drangsnesi á vetrarvertíð á svo kallaða innfjarðarrækju, en hún aflast ekki strax og hef- ur frystihúsið unnið rækju sem Frigg landar á Hólmavík. Hóladrangur hf. keypti bátinn nýlega og er aflanum ekið á Drangsnes. Krókabátar sem gerðir eru út frá Drangsnesi selja flestir afla sinn á fiskmarkaðinum á Hólmavík. Bjartsýni á veturinn Fyrsti siyórinn féll fyrir skömmu og er mál manna að veturinn verði góður og gætir almennrar bjartsýni. í fyrra var allt á kafi í snjó, allt að 4-5 metra þykkt lag ofan á húsþök, og gerðu íbúar fátt annað en moka snjó. Skíðalyft- an var aldrei notuð því að eng- inn réðst í það stórvirki að moka hana upp úr snjónum. jeð auknum erlendum fjárfestingum fæsl meira áhæltufé í íslenskt atvinnulíf í stað þess að erlendar skuldir aukist. Tækniþekking ílyst til landsins og aðgangur að erlendum mörkuðum opnast. Með þessu styrkist sam- keppnishæfnin og vöruþróunar- og markaðsstarf verður öflugra. íslendingar hafa verið óragir við að taka lán í útlöndum til að fjár- festa í atvinnulífi sínu. Erlendir aðilar hafa sýnt íslensku atvinnulííi lítinn áhuga enda hefur umhverflð verið þeim framandi og jafnvel andsnúið. Umfang erlendrar (járfestingar á íslandi er afar lítið. Rýmka þarf heimildir til erlendrar fjárfestingar. Fleiri iðnfyrirtœki þarf að skrá á lilutabréfamarkaði. Stunda þarf öfluga kynningu á fjárfestingarkostum. Fyrirtœki þurfa að efla erlent samstarf. Samtök iðnaðarins leggja áherslu á að þessu verði breytt með því að afnema hindranir og gera fjár- festingarkosti, sem hér bjóðast, aðgengilega og fýsilega enda Ijóst að erlent áhættufé hefur marga kosti umfram erlent lánsié. <§) SAMTÓK IÐNAÐARINS JfM®- kjarni máisins! FAGMENNSKA í FYRIRRÚMI FLOKKS NATTU RUAFURÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.