Morgunblaðið - 29.09.1995, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 29.09.1995, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Ný gervihnattastöð bætist við Fjölvarpið Harðnandi barátta um dagskrárefni NÝ GERVIHNATTASTÖÐ bætist í dag í hóp þeirra 7 stöðva sem endurvarpað hefur verið í gegnum útsendingarkerfi Fjölvarps ís- lenska útvarpsfélagsins hf. Stöðin sem hér um ræðir er NBC-Super Channel og byggist dagskrá henn- ar á blöndu af fréttaefni, íþróttum og framhaldsþáttum, að sögn Ja- fets Ólafssonar, sjónvarpsstjóra íslenska útvarpsfélagsins. Eins og fram hefur komið í trjöl- miðlum er hin nýja sjónvarpsstóð íslenska sjónvarpsins hf., Stöð 3, nú í óða önn að afla sér dagskrár- efnis auk gervihnattastöðva ti) þess að endurvarpa. Jafet segist hafa orðið var við að Stöð 3 hefði sóst eftir því að ná þessari stöð til sín en íslenska útvarpsfélagið hafi orðið fyrra til. Hann segir þessa viðbót vera lið í þeirri baráttu sem eigi sér stað á markaðnum um dagskrárefni og segir jafnframt fleiri slíka eiga eftir að líta dagsins ljós. Fram til þessa hefur Fjölvarpið boðið upp sjö stöðvar; CNN, Sky- News, Discovery Channel, Cartoon Network, MTV, TNT og Euro- sport. Hefur engin áhrif á gjaldskrána Að sögn Jafets mun þessi viðbót ekki hafa nein áhrif á verðskrána, og áskriftargjaldið verði eftir sem áður um 1.000 krónur á mánuði fyrir áskrifendur Stöðvar 2. Askrifendur Fjölvarpsins eru nú um það bil 1.000 talsins og segir Jafet að þeim hafi farið hægt og rólega íjölgandi frá því að Fjöl- varpið hóf útsendingar fyrir tæp- um tveimur árum. Hann segir sér- staklega áberandi að fyrirtæki hafi í auknum mæli keypt sér áskrift vegna þess fréttaframboðs sem þar er til staðar. „Við höfum ekki ráðist í neina markaðssetn- ingu á Fjölvarpinu, en það kann þó að breytast." Óvíst um yfirráð yfir Vital í Noregi Ósló. Reuter. BARÁTTA Den norske Bank A/S (DnB) og hollenzka trygggingafé- lagsins Aegon NV um yfirráð yfir næststærsta tryggingafyrirtæki Noregs, Vital Forsikring A/S, er í tvísýnu, þar sem norska bankaeft- irlitið leggur til að báðum aðilum verði leyft að kaupa það. DnB verði breytt í eignar haldsfélag Engar hömlur eru lagðar á Aeg- on, en lagt er til við norska fjár- málaráðuneytið að DnB verði breytt í eignarhaldsfélag og banka- og tryggingaumsvifum haldið að- skildum. DnB bauð 110 norskar krónur á hlutabréf í Vital í maí og kveðst hafa samþykki fyrir rúmlega 99% hlutabréfa. Aegon hafði boðið 103 krónur á hlutabréf. Norsk samkeppniyfirvöld sögðu að þjóna mundi markaðnum bezt að Ágeon keypti Vital, en ekki væri nógu rík ástæða til að leggj- ast gegn tilboði DnB. Norski seðla- bankinn vildi ekki gera upp á milli bjóðenda. Norska bankaeftirlitið hefur einnig lagt til að Christiania Bank og Kredittkasse A/S verði leyft að taka við rekstri Norgeskreditt A/S. Christiania bauð 225 n.kr. á hlutabréf í Norgeskreditt í júní og á nú 98% í bankanum. Nokkur skilyrði eru sett, meðal annars að Christiania sameini lánastofnun sína Vestenijelske Bykreditt A/S og Norgeskreditt. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig d dttrœöis afmœlisdaginn, 30. ágúst, meÖ heimsóknum, skeytum, blómum og gjöfum. GuÖs blessun fylgi ykkur öllum. Baldvin Skæringsson, Arnartanga 4, Mosfellsbæ. TOLVUSYNINGIN Tækni & tölvur var opnuð formlega í Laugardalshöll í gær. Á sýning- unni munu 75 aðilar sýna þar það nýjasta sem þeir hafa fram að bjóða á þessu sviði. Meðal þess sem sýningargestir fá tækifæri til að berja augum eru ýmsar nýjungar sem tengjast alnetinu, margmiðlun, sýndarveruleika, gagnvirkum leikjum og fræðslu- efni að ógleymdum vélbúnaðin- um sjálfum.Það eru Samtök tölvuseljenda sem standa að sýn- ingunni. Það var Orn Andrésson, for- maður STS, sem bauð gesti vel- komna á sýninguna. Hann sagði hana vera löngu tímabæra hér á landi enda fimm ár liðin frá því að síðast var haldin slík sýning hér á landi. Þær tölvur sem þá hefðu verið til sýnis flokkuðust nánast undir forngripi í dag enda Sýningin Tækni & tölvur opnuð væri þróunin mjög ör á þessu sviði. „Það má fullyrða að hér sé á ferðinni einskonar heimssýn- ing, því sýnendur hafa dregið fram allt það nýjasta og full- komnasta sem fyrirtækjum, heimilum og umfram allt upp- vaxandi kynslóðum býðst.“ Davíð Oddssón, forsætisráð- herra, setti því næst ráðstefnuna og sagði við það tækifæri að mikilvægt væri að menn skynj- uðu hvert stefna skyldi á tímum svo mikillar framþróunar. „Það getur verið auðvelt að gleyma sér í hringiðu tækninnar og festa stöðugt sjón á nýjum og nýjum sjóndeildarhring eftir því hvert tæknin leiðir okkur hverju sinni. Slíkt kann að reynast hættulegt og það er því mikilvægt að við skynjum hvernig við getum nýtt okkur tæknina til þess að ná þeim markmiðum sem við ætlum okkur.“ Sýningarsvæðið er alls um 1.400 fermetrar að stærð og nær það vfir anddyri, aðalsal og við- byggingu Laugardalshallar. Sýn- ingin verður öllum opin frá 29. september til 1. október, frá klukkan 10 til 18 alla dagana. Aðgangseyrir að sýningunni verður 400 krónur fyrir full- orðna og 200 krónur fyrir börn. Smirnov telur sig hafa sigrað Smimoff Moskvu. Reuter. RÚSSNESKI vodkaframleiðand- inn Smirnov telur sig hafa sigrað vestrænan keppinaut sinn, þar sem skrásetning fjögurra Smirnoff- vörumerkja í Rússlandi hafi verið ógilt með tveimur nýlegum dóms- úrskurðum. „Sannleikurinn hefur sigrað," sagði Borís Smirnov, formaður fé- lagsins „Pjotr Smirnov og afkom- endur í Moskvu“, á blaðamanna- •fundi. Áfrýjunarráð rússnesku einka- leyfiskrifstofunnar hefur úrskurð- að að Smimov hafi fyrstur manna skrásett vörumerkið í Rússlandi og bandaríska fyrirtækið Heublein villi um fyrir neytendum með því að nota nafn Pjotr Smirnovs. Heublein Inc er dótturfyrirtæki brezka matvæla- og drykkjarvöru- fyrirtækisins Grand Metropolitan Plc (GrandMet), sem kveðst hafa alþjóðlegan rétt á Smirnoff-vöru- merkinu. Héraðsdómstóll í Krymsk í Suð- ur-Rússlandi hefur síðan úrskurð- að að Heublein hafi engan rétt til að nota nafn, tákn og verðlaun Pjotr Smirnovs, umsvifamesta vodkaframleiðanda Rússlands fyrir byltinguna 1917. GrandMet áfrýjar Grand Metropolitan áfrýjar báð- um úrskurðum. Fyrirtækið gerir lítið úr þeim og segir að þeir komi ekki í veg fyrir að það selji vodka undir nafninu Pierre Smirnoff. Aðeins sé bannað að nota tákn, sem fyrirtækið fyrir byltinguna hafi notað. Smirnov kveðst beinn afkom- andi Pjotr Smimovs. Fyrirtækið hafi verið þjóðnýtt eftir byltinguna og orðið ríkiseign. Enginn hafi því getað keypt rétt á vörumerkinu. GrandMet segir að Heublein hafi keypt rétt til að selja vodka undir Smirnoff-nafninu 1939 af rússneskum flóttamanni, sem hafi keypt það af syni Pyotr, Vladímír. Aðrir úr Smirnóff-fjölskyldunni segjast hafa undir höndum gögn, sem sýni að Vladímír hafi selt rétt- inn þremur eldri bræðrum sínum 1904. ELGO FLÍSALÍM SEMENTSBUNDIN TEYGJANLEG - VATNSHELD HRAÐÞORNANDI - FROSTÞOLIN fslensk fromleiðsla síðan 1972 Til límingar á múr, gips, tré og L málaSa fleti. Alcatel rekið með miklu tapi rBrBrar ilsteinprýði Stangarhyl 7, sími 567 2777 mm París. Reuter. FRANSKI iðnrisinn Alcatel var rek- inn með tapi á fyrri árshelmingi 1995 og boðar umfangsmikla end- urskipulagningu, sem mun hafa verulegar uppsagnir í för með sér. Að sögn félagsins nam nettótap þess 1.2 milljörðum franka (242.6 milljónum dollara) á misserinu sam- anborið við 2.0 milljarða (404.4 millj- óna) hagnað á sama tíma I fyrra. í tilkynningu frá félaginu segir að afkoma þess hafi farið að versna í fyrra, sú þróun hafi haldið áfram á fyrri árshelmingi 1995 og bættrar akomu sé ekki að vænta á síðari árshelmingi. Félagið hyggst endurskipuleggja fjarskiptaumsvif sín og hrinda í framkvæmd hagræðingaráætiun, sem muni leiða til sparnaðar og já- kvæðrar afkomu 1998. Til endurskipulagningarinnar hyggst Alcatel veija 10-12 milljörð- um franka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.