Morgunblaðið - 29.09.1995, Síða 20

Morgunblaðið - 29.09.1995, Síða 20
20 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERIIMU Morgunblaðið/Birgir Þórbjamarson Beitt í Bolungarvík ÞEIR félagarnir Ragnar Hálfdán- arson og Asgeir Guðmundsson draga ekki af sér við beitinguna í Bolungarvík. Ásgeir hefur Iík- lega beitt meira en flestir íslend- ingar, því hann hefur beitt síðan hann var 13 ára, eða í 62 ár ajls. Ragnar félagi hans segir að Ás- geir hafi beitt línu, sem næði þrisvar sinnum í kringum jörðina, væri hún lögð þannig. Veiðistjórn mótmælt MORGUNBLAÐINU hafa borist eft- irfarandi mótmæli áhafna skipa á Flæmska hattinum til birtingar: „VIÐ undirritaðir skipveijar á rækjuveiðiskipum sem stunda veiðar á Flæmingjagrunni viljum koma á framfæri eftirfarandi. Við mótmælum harðlega þeirri gerræðislegu aðgerð að setja fyrir- varalaust á veiðistjómun sem kippir undan okkur atvinnu og lífsafkomu. Við teljum algerlega óhugsandi að hægt sé að standa þannig að samningamálum fyrir okkar hönd að ekki sé haft samráð við þá sem hafa mestra hagsmuna að gæta, það er sjómanna og útvegsmanna sem stundað hafa þessar veiðar og tekið áhættu í að fjárfesta í skipum og veiðarfærðum til þessara veiða. Það er alveg ljóst að nú geta tugir sjó- manna átt von á uppsagnarbréfum vegna verkefnaskorts hjá skipum þeim sem stunda veiðar á þessu svæði, og fmnst okkur það ekki vera atvinnustefnan sem boðuð hefur ver- ið. Þar af leiðandi krefjumst við þess að ekki verði skrifað undir samþykkt þessa fyrr en við höfum fengið full- vissu fyrir því að okkur sé tryggður fullnægjandi veiðiréttur og lífsaf- koma. Áhafnir Klöru Sveinsdóttur SU, Dalborgar EA, Andvara VE, Amamess SI og Ottos Wathne NS. Aukin heimild fyrir loðnuleit fengin innan grænlenzkrar lögsögu GRÆNLENZKA heimastjómin hefur nú heimilað loðnuveiðar tveggja íslenzkra skipa innan lög- sögu sinnar sunnan 64.30 breidd- argráðu. Heimildin felur í sér að grænlenzka fyrirtækið East- Greenland Codfísh, sem meðal ann- ars gerir út loðnuskipið Ammassat, áður Hörpu, leigi tvö íslenzk skip, sem heimild fái til veiðanna. Leyfí- legt magn verður 10.000 tonn til að byija með og verða þau dregin af kvóta East-Greenland Codfish, sem hefur að jafnaði um 30.000 tonn af heildarloðnukvótanum. Umsókn Ammassat um undanþágu hafnað Samkvæmt gildandi samningi íslands, Grænlands og Noregs um sameiginlega nýtingu loðnustofns- ins, er ákvæði þess efnis að þjóð- unun er leyfilegt að stunda veiðar innan lögsögu hverrar annarrar með ákveðnum skilyrðum. Þar koma bæði til tímamörk og svæða- mörk. Samkvæmt þeim hafa veið- ár annarra en Grænlendinga ekki verið heimilaðar innan græn- lenzkrar lögsögu sunnan 64.30 gráðu og með sama hætti hafa veiðar annarra þjóða verið bannað- ar innan lögsögu okkar sunnan þessara marka. Þessi ákvæði samningsins hafa 10.000 tonna kvóti frá Grænlendingnm stendur til boða Morgunblaðið/RAX að nokkru leyti komið í veg fyrir loðnuleit íslenzkra skipa innan grænlenzku lögsögunnar sunnan umræddra marka á haustin, en loðnu hefur alla jafna orðið nókkuð vart þar síðsumars og á haustin. Þá hafa þessi ákvæði komið í veg fyrir að Ammassat hafí getað stundað loðnuveiðarnar eftir að loðnan gengur suður með Aust- fjörðum. Hefur skipið því ekki getað lokið kvóta sínum undanfar- in ár, en öllum afla þess hefur verið landað til vinnslu hérlendis. Útgerð Ammassat hefur undan- farin ár sótt um undanþágu frá þessu ákvæði samningins, en því hefur ætíð verið hafnað. Eykur líkurnar á því að loðnan finnist I leyfí grænlenzku heimastjórn- arinnar er tekið fram að það gildi aðeins til loka þessa árs. Einar Hallsson, starfsmaður East Greenland Codfísh, segir að ekki sé búið að ganga frá samning- um við íslenzk skip um loðnuleit og veiðar í kjölfar þessa leyfis. „Það er mikilvægt fyrir alla aðila að loðnan fínnist og hægt verði að ná sem mestu af henni. Þetta leyfi eykur líkurnar á því og við vonumst til að þeir, sem áhuga hafa á að nýta sér þennan möguleika hafi sem fyrst sam- band við okkur,“ segir Einar Hallsson. Söfnum fyrir þjálfunarlaug á Reykjalundi V ' • ; .rV' í AÖstoð við sölu merkisins veita: Biíhjólasamtök lýðveldisins Styðjum sjúka til sjálfsbjargar SAMBAND ÍSI.l-.NSKRA IU-RKLA OG BK ] Ó S 'I li O L S S J Ú K JU N G A

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.