Morgunblaðið - 29.09.1995, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Hagblindan
í HVERT sinn sem ég heyri orðið
„Þróunarsjóður sjávarútvegsins“ fæ
ég hnút í magann. Sú starfsemi að
ginna blanka útgerðarmenn með
opinberum fjármunum til að eyði-
leggja, eða láta ijarlægja gömul eða
ný fiskiskip er furðuleg starfsemi.
Fýrir mistök alþingismanna stuðlar
opinber sjóður að því að eyðileggja
nothæf atvinnufyrirtæki í frum-
vinnslu. Þetta virkar svo keðjuverk-
andi á iðnað og þjónustu með auknu
atvinnuieysi í heild. Það var rökrétt
að stöðva fjölgun fiskiskipa og þar
átti afskiptum stjórnvalda að ljúka
hvað varðar fjölda fiskiskipa. Skal
þetta rökstutt nánar:
1. Það er skaði fyrir þjóðina þeg-
ar atvinnutækifæri eru íjarlægð,
atvinnutækifærum fækkar, atvinnu-
leysi eykst og þjóðartekjur minnka.
Allar fullyrðingar um hugsanlegan
„árangur" þessarar starfsemi er af-
skaplega barnalegt hugarflug.
2. Næg verkefni eru fyrir flest
stærri og miðlungsstór fiskiskip, t.d.
á úthafskarfa, í Smugunni, á
Flæmska hattinum og víðar. Til
frekari rökstuðnings á því hafa ís-
iendingar verið að kaupa skip og
skrá erlendis og setja m.a. í ný verk-
efni utan 20 mílnanna.
3. Við þurfum svo fiskiskip til
þess að veiða norsk-íslensku síldina
þegar þar að kemur og ekki er flot-
inn of stór í nótaveiðum þar sem
síldar- og loðnukvótar hafa ekki
náðst árum saman! Ástæða er líklega
að minna á grálúðumið við Jan
Mayen. Skv. ákvæðum í Jan Mayen
samkomulaginu eigum við rétt til
samnýtingar á flökkustofnum. Grá-
lúða er flökkustofn.
4. Fjöldi fískiskipa var einungis
Ijárhagslegt einkamál viðkomandi
fjárfestingalánasjóða, viðskipta-
banka og útgerðar. Stjórnvöldum
kom málið alls ekkert við frekar en
fjöldi verslana eða bíla í Reykjavík!!
5. Þótt þorskstofninn sé í tíma-
bundinni lægð þá er fráleitt að gera
ekki ráð fyrir stækkun hans! Fiski-
skip veiðir ekki þorsk í Smugunni
og Halamiðum á sama augnabliki.
HUGBUNAÐUR
FYRIR WINDOWS
ALHLIÐA
TÖLVUKERFI
W\ KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 - Sími 568 8055
VALLS gifsplötur
passa i öll niðurhengd loftakerfi
VALLS þolir 100% raka
VALLS er eldtraust
VALLS er trefjastyrkt
VALLS veldur ekki ofnæmi
VALLS fæst í 10 mynstrum
gataðar eða ógataðar og sléttar
Hringiö eftir
frekari
upplýsingum
Ef þú býrð úti á landi
þá sendum viö þér ókeypis
sýnishorn og bækling
^Eir.kaumboö á íslandi:
t>. ÞORGRÍMSSON & CO
ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK
SÍMI 553 8640'568 6100
Hagblinda er, að mati
Kristins Péturssonar,
sæmileg orðskýring á
fiskihagfræði og
úreldingu fiskiskipa.
Sæmileg orðskýring á svokallaðri
fiskihagfræði, sem er aðalforsenda
úreldingar fiskiskipa, er hagblinda,
eins og vitur maður komst eitt sinn
að orði. Nánari útskýring á orðinu
er „sósíalismi andskotans". Hag-
blindan virðist hafa komið öjlu á
kalda klaka í þorskveiðimálum í
Kanada og á Grænlandi og hálfa
leið á íslandi, Færeyjum og í Nor-
egi. (sbr. grein í Mbl. í júní s.l.)
Það er alveg furðulegt hvernig
íslenskir útgerðarmenn hafa látið
draga sig á asnaeyrunum í að vera
„sammála" niðurskurði þorskveiða
eins og sumir þeira hafa verið, þótt
þeir hafi nánast ekkert kynnt sér í
alvöru forsendur niðurskurðarins.
Flestir sem stunda sjómennsku vita
að það er verulega mikið meira af
þorski í sjónum en tölfræðilegur
útreikningur segir til um. Lág-
markskrafa væri að stjórnvöld
tækju gagnrýni skipstjórnarmanna
með því að feia t.d. Hafrannsóknar-
stofnun að láta bergmálsmæla
þorskstofninn nú strax.
I Noregi var þorsk-
stofninn bergmáls-
mældur af Hafrannsók-
arstofnun þar fyrir um
þrem árum og kom þá
í ijós að þorskstofninn
í Barentshafi var helm-
ingi stærri en hann
„átti“ að vera sam-
kvæmt tölfræðilega
framreiknuðum for-
sendum. Veiðiráðgjafar
í Noregi ætiuðu að
þegja yfir þessu fyrst í
stað, en blaðamaður frá
Fiskaren komst í málið
og allt sprakk þetta
framan í menn. Viður-
kenning kom svo, með semingi, að
stofninn væri umtalsvert stærri en
gert hafði verið ráð fyrir. Veiðiráð-
gjafar á ísiandi vita þetta og það
hefði verið heiðarlegt af þeim að
ráðleggja stjómvöldum að láta nú
bergmálsmæla þorskstofninn hér við
land til samanburðar við framreikn-
uðu mælinguna.
Þróunarsjóður sjávarútvegsins
hefði eftir sem áður getað haft þann
starfa að hvetja til nýtingar á van-
nýttum fisktegundum og vöruþró-
unar með einhverri fjárhagslegri
aðstoð þar sem veiðar og vinnsla
hafa enn ekki verið þróuð þannig
að nægileg arðsemi hafi náðst. I
dag er fjármunum ráðstafað til eyði-
leggingar en ekki til uppbyggingar.
(!) Þróun við veiðar og vöruþróun
eru bara spurning um tímabundna
aðstoð sem hjálp við að þróa nýjar
atvinnugreinar. Fjárfesting í slíkri
þekkingaröflun skilar sér margfalt
Kristinn Pétursson
aftur þegar þekking-
unni er náð (sbr. Jap-
an). Nefna má sem
möguleika t.d. veiðar
og vinnslu á gulllaxi,
kolmunna, búra, tún-
fiski, smokkfiski og
kúffiski, svo dæmi séu
nefnd. Þessar auðlindir
bíða eftir því að við
brettum upp ermar og
hefjumst handa í stað-
inn fyrir að láta menn
á fuilu kaupi vera að
reikna skrattann á
veginn með hagblindu.
Nýlegar fréttir um tún-
fiskvöður á 600 þús.-
2 millj. tonnið syndandi
suður af landinu eru enn frekari
staðfesting á hverskonar mistök er
verið að framkvæma. Á sama tíma
og túnfiskurinn gerir grín að okkur
með því að sletta sporðunum hér
suður af landinu, er það fréttaefni
í fjölmiðlum á íslandi, að búið sé
að ginna blanka útgerðarmenn til
að íjarlægja og eyðileggja fiskiskip
(aðallega nýleg) fyrir þijá milljarða
(!!!)
Enn virðist eiga að þijóskast
áfram með hagblinduna að leiðar-
ljósi og gera tilraun til að sauma
það rækilega að trillukörlum að þeir
biðji náðarsamlegast um „úreldingu“
þegar líður á veturinn. Enginn getur
sýnt fram á minnstu líkur á því að
frjálsar krókaveiðar með svipuðu
sniði og verið hefur undanfarin ár,
geti á einhvern hátt ógnað viðgangi
þorskstofnsins. Þess vegna er fyrir-
hugað framferði stjórnvalda mann-
réttindabrot skv. 69 gr. stjórnar-
Búvörusamningur fyrir
byggingarmeistara?
Hugsanleg
röksemdafærsla
Nú sverfur að bygg-
ingarmeisturum um
land allt og vandi þeirra
er varla minni en
sauðfjárbænda. Margt
er líkt með þessum
starfsgreinum, þær eru
of fjölmennar, búa við
offramleiðslu og eru
með of mörg mislítil
fyrirtæki, sem margir
tengjast.
Svo mætti ætla að
vel hafi tekist tii með
langvarandi stuðning
við landbúnað og nú síð-
ustum árin með búvöru-
samning, sem væntanlega vegna
góðrar reynslu á að endurnýja. Bygg-
ingarmeisturum þótti tiiefni til að
kanna möguleika á hliðstæðum föst-
um fjárframiögum frá ríkinu og um
gerð samnings um aðgerðir til lækk-
unar á þeim fjárframlögum, með
'skerðingu framleiðslu og fækkun
fyrirtækja að markmiði.
Gera yrði ráð fyrir að ríkissjóður
greiddi nú þegar niður verulegan
hluta framleiðslukostnaðar við hús-
byggingar, húseiningar og innrétt-
ingar, sem framleitt er hjá fyrirtækj-
um löggiltra byggingarmeistara. —
’Að notuð verði heimild í GATT-
samningi til að leggja jöfnunargjald
á innflutt hús, húshluta og innrétt-
ingar svo tryggt sé að innflutningur
verði ekki á lægra verði en innlend
framleiðsla, þótt hann yrði eftir sem
áður fijáls.
Árni
Brynjólfsson
Samningsuppkast
Iðnaðarráðherra, f.h.
ríkisstjómar íslands og
Samband byggingar-
meistara gera með sér
eftirfarandi samning
um byggingarfram-
kvæmdir og smíði hús-
hluta og innréttinga,
sem héfur það að mark-
miði:
* að stuðla að því að í
landinu geti þróast hag-
kvæmur og öflugur
byggingariðnaður.
* að lækka verð til
kaupenda án þess að
slaka á gæðakröfum
sem gerðar eru til þess-
arar framleiðslu og án þess að það
komi niður á afkomu bygginga-
meistara.
* að kom á og viðhalda jafnvægi í
framleiðslu og sölu húsa og hús-
hluta.
* að lækka opinber útgjöld til þess-
arar framleiðslu.
* að stuðla að því að byggingariðn-
aður verði í sem mestu samræmi
við æskilega þróun iðngreinarinn-
ar og í sátt við umhverfíð.
Heildargreiðsiumark er sú heild-
arupphæð, sem ríkissjóður leggur
árlega til vegna framleiðslu næsta
árs, byggð á heildarsölu síðasta árs
og verður henni varið til að kaupa
framleiðsluheimild þeirra bygging-
armeistara sem draga úr framleiðslu
og til kaupa á framleiðslutækjum
þeirra sem vilja leggja niður rekstur.
Öll upphæðin skiptist á löggilta
\ W i « V 1 |
Eitt blab fyrir alla! - kjarni málsins!
Byggingarmeisturum
þykir ástæða til að
kanna eins konar bú-
vörusamning fyrir
byggingariðnaðinn,
segir Arni Brynjólfs-
son, vegna samdráttar.
greiðslumarkshafa í byggingariðnaði.
Greiðslumark er í upphafi sú fjár-
hæð sem ákveðin er fyrir hvert íög-
gilt byggingarfyrirtæki, miðað við
sölu síðasta árs og veitir rétt til
beinnar greiðslu úr ríkissjóði. — Við-
skipti með greiðslumark eru heimil
milli lögaðila.
Skráning viðskipta með greiðslu-
mark. Framleiðsluráð byggingar-
manna skal, í umboði iðnaðarráðu-
nejdis, halda skrá yfir rétthafa
greiðslumarks og færa jafnóðum
breytingar. Einnig ber að skrá hjá
meistarafélögum í héraði.
Framleiðsluverð miðast við gild-
andi ákvæði laga.
Bein greiðsla er greiðsla ríkissjóð
til byggingarmeistara, sem skráðir
eru fyrir greiðslumarki og skal
nema 50% grundvallarverðs. —
Heimilt er að skerða eða fella niður
beinar greiðslur ef byggingarmeist-
ari verður uppvís að sölu framhjá
kerfinu.
Greiðslur fasteignasala til bygg-
ingarmeistara skulu nema 50%
grundvallarverðs, eins og það er
skráð á hveijum tíma. Ríkissjóður
greiðir fasteignasölum vaxta- og
geymslugjald. — Fasteignasölur
kaupi og selji fasteignir.
Sala og birgðahald
Með samkomulagi er heimilt að
ákveða sérstaka lækkun á heildar-
greiðslumarki til að vega upp á móti
birgðaukningu og til að koma birgða-
stöðu í jafnvægi. Fjármunum sem
sparast skal varið til markaðsátaks
innanlands. Ríkissjóður ábyrgist að
birgðir, að ári liðnu frá undirskrift
samnings, verði ekki umfram áætl-
aða 3ja vikna sölu.
skrárinnar um „að engin bönd megi
leggja á atvinnufrelsi manna nema
almannaheill krefgi“. Almannaheill í
trillubyggðum stafar um þessar
mundir meiri ógnun af framferði
stjórnvalda en þorskstofninum af
triliuútgerð, svo mikið er víst.
Starfsemi Þróunarsjóðs sjávarút-
vegsins mun að öllum líkindum valda
tvenns konar kreppu í íslensku at-
vinnulífí. Kreppu með keðjuverkandi
samdrætti í frumvinnslu og tengdum
iðngreinum og - þar með auknu at-
vinnuleysi, - svo og kreppu þegar
kemur að því að borga endaleysuna
- því meiningin er að láta sjávarút-
vegsfyrirtæki sem lifa hagblinduna
af - borga brúsann - einhverntímann
síðar - með „hagnaðinum“ af starf-
seminni (!!??). Stærri útgerðarfyrir-
tæki geta þannig búið sig undir að
borga eins og 300-500 milljónir á
fyrirtæki og annað eins í vexti! Sé
stjórnvöldum alvara með því að láta
sjávarútvegsfyrirtæki borga allt
gamla og nýja sjóðasukkið, er spurn-
ing hvort ekki væri réttara að hætta
þá feluleiknum strax og láta sjávar-
útvegsfyrirtæki yfirtaka heildar-
sukkið með t.d. 15 ára þinglýstum
sukkskuldabréfum. Þá yrði eiginijár-
staða í sjávarútvegi a.m.k. rétt
skráð. Það er ekki þægilegur bú-
skapur fyrir íslenskan sjávarútveg
að burðast með risavaxinn dulbúinn
skuldadraug í farteskinu upp á
marga milljarða sem á innheimta
„einhverntíma síðar" (??!!) Ef öll
þessi hagblinda er ekki hneyksli þá
hef ég algjörlega misskilið merkingu
þessa orðs.
Höfundur er fiskvcrkandi.
1. hluti aðlögunar. Næstu 4 mán-
uði skuldbindur ríkissjóður sig til að
kaupa fullvirðisrétt allt að umsa- a
minni hámarksupphæð, á umsömdu
föstu verðlagi.
Stuðningsaðgerðir
Hér á eftir mun gerð grein fyrir
þeim stuðningi sem ríkisvaldið mun
grípa til í sambandi við samning
þennan. Allar fjárhæðir eru í millj-
ónum króna og miðast við bygging-
arvísitölu:
Framleiðnisjóður byggingariðn-
aðarins fái árlega á fjárlögum til
atvinnuuppbyggingar og til verkefna
sem stuðla að aukinni framleiðni:
1996 1997 1998 1999 2000
340 285 285 225 225
Fyrirtækjasjóður byggingariðn-
aðarins fær í upphafi samnings-
tímans, til viðbótar árlegum framlög-
um, ákveðið fjármagn til kaupa á
fyrirtækjum sem afsalað hafa sér
fullvirðisrétti og fyrirtækjum sem
ekki seljast á fijálsum markaði:
1996 1997 1998 1999 2000
85 85
Byggðastofnun fái fjármagn til að
greiða fyrir annarri atvinnuuppbygg-
ingu á þeim stöðum sem viðkvæm-
astir eru fyrir samdrætti í byggingar-
starfsemi:
1996 1997 1998 1999 2000
115 115 58 58 58
Lífeyrissjóður byggingarmeistara
fái aukalega út samningstímann:
1996 1997 1998 1999 2000
12 12 12 12 12
Vegna minni ríkisútgjalda, þegar
til lengri tíma er litið, verði 2,3 millj-
örðum varið, út samningstímann, til
viðbótar við önnur verkefni. Þetta
gæti mildað samdrátt í greininni,
enda byggingameisturum tryggður
forgangur að þeim verkefnum..
Áður en kom að fullnaðarfrágangi
samningsins varð fulltrúum í samn-
inganefnd byggingarmeistara ljóst,
að samningnum fylgdi of mikil mið-
stýring og skriffinnska, að hann
væri framtaksletjandi og myndi leiða
til hnignunar starfsgreinarinnar.
Ákveðið var því að leita annarra
leiða tii lausnar vandamála bygging-
armeistara.
Þetta er hugarsmíð byggð á stytt-
um atriðum gildandi búvörusamn-
ings, sem ætti að vekja efasemdir
um stefnuna í landbúnaði og spurn-
inguna um Jón og séra Jón.
Höfundur er framkvæmdasljóri.