Morgunblaðið - 29.09.1995, Síða 36
36 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
-
AÐSENDAR GREIIVIAR
Forgangsröðun í heil-
brigðisþjónustu er hafin
EFST í forgangsröð-
un er að sinna bráð-
veiku fólki, sýna minni
máttar umhyggju og
viðhalda jafnræði um
aðgengi að heilbrigðis-
þjónustunni, sem hefur
verið aðall okkar ís-
lendinga fram til þessa.
Það þarf ekki mikinn
lærdóm tii þess að sjá
þessa staðreynd.
Læknar og annað
heilbrigðisstarfsfólk
hafa lengst af for-
gangsraðað sjúklingum
í heilbrigðisþjón-
ustunni. Alvarleiki'
sjúkdómsins hefur ráð-
ið um aðgengi sjúklinga enda hefur
á síðustu áratugum ríkt jafnræði
varðandi aðgengi fólks að sjúkra-
stofnunum hér á landi.
Nú hafa aðstæður breyst og fjár-
veitingar verið takmarkaðar. Þess
vegna hefur meðal annars verið
hagrætt á flestum sviðum heilbrigð-
isþjónustunnar sem er vissulega af
hinu góða. Vaxandi umræða fer nú
fram um forgangsröðun í heilbrigð-
isþjónustu. I fullri alvöru er nú
rætt um hveijir skuli forgangsraða
í heilbrigðisþjónustu, þ.e. stjórn-
málamenn, stjórnendur og ,,heilsu-
byrokratar" eða læknar. I þeim
umræðum gieymist að forgangsröð-
un er þegar hafin.
Á undanförnum árum hefur t.d.
ýmsum bráðadeildum sérgreina-
sjúkrahúsanna verið lokað stóran
hluta sumars. Þessar lokanir hafa
komið niður á sjúklingum og aukið
álag á heilbrigðisstarfsfólk.
Hverjir forgangsraða?
Alþingi hefur ákveðið, eftirtillög-
um ráðuneytisins o.fl.,
heildarfj ármögnun
heilbrigðisþjónustunn-
ar en stjórnendur
sjúkrahúsanna ákveða
að meira og minna leyti
dreifíngu fjármagnsins
milli greina og deilda.
Athugasemdir
Eðlilegt er að Al-
þingi ákveði fjármögn-
un heilbrigðisþjón-
ustunnar. Ég tel þó að
alþingismenn hafi við
gerð fjárlaga ekki tekið
nægilegt tillit til óska
neytenda í þessu tilliti.
Niðurstöður kann-
ana sýna t.d. að neytendur (almenn-
ir kjósendur) kjósa síst af öllu að
skera niður fjármagn til heilbrigðis-
þjónustunnar.
Eftirfarandi spurning var lögð
fyrir 1.060 karla og konur á aldrin-
um 18-89 ára fyrir nokkru:
Hvaða málaflokkar telur þú
að þoli síst frekari niðurskurð?
Heilbrigðis-ogtryggingamál 71 %
Menntamál 7%
Félagsmál 7%
Dómsmál 3%
Landbúnaðarmál 2%
Samgöngumál 1%
Umhverfismál 1%
Annað 2%
Könnun Hagvangs fyrir tímaritið Heil-
brigðismál, maí 1993.
Yfirgnæfandi meirihluti telur að
heilbrigðis- og tryggingamál þoli
síst meiri niðurskurð.
Að vísu gefa framangreindar
kannanir aðeins vísbendingar en
þessi vísbending er sterk enda studd
mörgum yfirlýsingum í fjölmiðlum.
Pjárveitingar Alþingis
marka að verulegu leyti
forgangsröðun í heil-
brigðisþjónustu, segir
Olafur Olafsson, en
mestu varðar að sinna
bráðveiku fólki.
Fyllsta ástæða er til þess að taka
tillit til þessara niðurstaðna við
ákvörðun fjárlaga.
Landlæknisembættið mun fylgja
eftir slíkri könnun í framtíðinni.
„Flatur niðurskurður“
Stjómendum sérgreinasjúkra-
húsanna hefur að vísu verið stillt
upp við vegg sökum fjárskorts, en
með „flötum niðurskurði" sem nú
tíðkast er fjármagni dreift jafnt á
allar deildir og horft framhjá þeirri
staðreynd að vinnuálag, t.d. á
deildum sérgreinasjúkrahúsanna
er mismunandi og þar af leiðandi
kemur niðurskurðurinn misjafnt
niður.
Við nánari athugun hefur komið
í ljós að skammtímafjarvistir, sem
oftar eru merki um starfsálag og
streitu, hafa á síðastliðnum tveim-
ur árum allt að tvöfaldast á mörg-
um bráðadeildum svo sem bráð-
amóttöku, skurðstofum, svæf-
inga-, bráðalegu-, geð- og krabba-
meinsdeildum, ennfremur meðal
ræstingakvenna, gangnastúlkna
og á sumum tæknideildum.
Á öðrum deildum, svo sem skrif-
stofum og sumum þjónustu- og
rannsóknardeildum, hefur skamm-
tímafjarvistum ekki fjölgað og
jafnvel fækkað (Veikindafjarvistir
heilbrigðisstarfsfólks á sérfræði-
sjúkrahúsum, Landlæknisembætt-
ið, júní 1995).
Heilbrigðisráðhera hefur góðan
skilning á þessu ástandi og áætlar
í bili að draga úr frekari bygging-
um sjúkrastofnana, m.a. til þess
að fá aukið fé til reksturs.
En fleira vekur menn til um-
hugsunar.
Niðurstöður tveggja rannsókna
Landlæknisembættisins varðandi
forgangsröðun í heilbrigðisþjón-
ustu, þó að þessar kannanir hafi
verið minni í sniðum en ætlað var,
leiða í ljós að efst í forgangsröðun
neytenda koma bráðalækningar á
sjúkrahúsum og í heilsugæslu
ásamt umönnun þeirra er minna
mega sín. Má þar helst nefna lækn-
ingar á sviði slysa-, fæðingarhjálp-
ar, hjarta-, æða-, lið- og geðsjúk-
dóma, ásamt krabbameinslækn-
ingum. Þessar niðurstöður koma
vel heim og saman við niðurstöður
svipaðra rannsókna í nágranna-
löndunum. Það þarf ekki háskóla-
menntun til þess að skynja að
bráðalækningar eru mikilvægar.
Ég tel stjórnmálamenn, stjórn-
endur og ýmsa lækna, margra
hveija seina til þess að styðja hag-
ræðingartillögur Landlæknisemb-
ættisins í bráðaþjónustu sem bæta
þjónustuna, draga úr kostnaði og
sparað hafa t.d. nágrannaþjóðum
gilda sjóði. Má þar nefna m.a. að
fyrir 20 árum benti Landlæknis-
embættið og fleiri á að nauðsyn-
legt væri að efla sem mest heima-
þjónustu fyrir aldraða í stað þess
stofnanareksturs sem var ríkjandi.
Þó að seint og um síðir nokkuð
Ólafur
Ólafsson
Island sækir um aðild að Alþjóða-
samtökum um fjölskylduáætlun
FUNDURINN í Búkarest: Ósk Ingvarsdóttir er lengst til vinstri
og við hlið hennar Sóley S. Bender
AÐALFUNDUR Evrópudeildar
Alþjóðasamtaka um fjölskylduá-
ætlun (International Planned Par-
enthood Federation = IPPF) var
haldinn 29. júní - 2. júlí 1995 í
Búkarest í Rúmeníu. Þar voru sam-
an komnir fulltrúar frá félögum
um fjölskylduáætlun í Evrópu. Á
fundinum sóttu fjögur lönd um
aðild að Alþjóðasamtökunum. Þau
voru ísland, Eistland, Lettland og
Litháen. Umsókn um aðild að IPPF
krefst þess að viðkomandi land
hafi stofnað félag um fjölskylduá-
ætlun og fyrir liggi gildandi lög
þess. Auk þess þarf að leggja fram
ársskýrslu félagsins. Lögin og
starfsemi félagsins þurfa að upp-
fylla þau skilyrði sem IPPF setur
varðandi stefnu og staðla, svo sem
að félagið vinni að mikilsverðum
málefnum fjölskylduáætlunar og
nýti fjármuni samkvæmt markmið-
um félagsins. Fulltrúar íslenska
félagsins um fjölskylduáætlun, þ.e.
„Fræðslusamtaka um kynlíf og
barneignir" voru Sóley S. Bender,
formaður, og Ósk Ingvarsdóttir,
varaformaður. Á fundinum gerði
Sóley grein fyrir mikilvægi þess
að ísland gerðist aðili að Alþjóða-
samtökunum; hvert væri gildi sam-
starfs við Alþjóðasamtökin og Evr-
ópuþjóðirnar, gagnsenii þess að
fylgja eftir stöðlum sem IPPF setur
og hvernig IPPF hafa verið og
gætu í framtíðinni verið styrkur
fyrir Island með sérfræðilegri ráð-
gjöf og margvíslegu fræðslu- og
leiðbeiningarefni. Skýrt var frá því
að eitt af forgangsverkefnum
> Fræðslusamtaka um kynlíf og
Meginefni fundarins
var „fólksfækkun í
Evrópu“ segja Sóley
S. Bender og Osk
Ingvarsdótir,
sem hérfjalla um
Evrópudeild Alþjóða-
samtaka um
fjölskylduáætlun.
barneignir væri að vinna að upp-
byggingu samtakanna. Þörf væri
á fjármunum til að hægt væri að
framkvæma fjölmörg nauðsynleg
verkefni, eins og að koma upp
skrifstofu samtakanna, unglinga-
móttöku, gagnasöfnun varðandi
ýmis málefni fjölskylduáætlunar
og margvíslega útgáfustarfsemi
svo sem fréttabréf. Var beiðni ís-
lands um inngöngu í IPPF sam-
þykkt einróma. Tillaga þar um
verður lögð fyrir allsheijarþing
IPPF f nóvember næstkomandi.
Ef hún verður samþykkt þar, mun
Island verða aukaaðili í nokkur ár
til reynslu áður en það getur orðið
fullgildur aðili að IPPF.
A þessum fundi var samþykkt
með yfirgnæfandi meirihluta at-
kvæða, að pólska félagið um fjöl-
skylduáætlun geti ekki miðað við
núverandi ástand haldið áfram að
vera aðili að IPPF þar sem það
hafi ekki fylgt þeim reglum sem
IPPF setur sem skilyrði fyrir aðild.
Lögð var fram ítarleg skýrsla sl.
tíu ára um samskipti IPPF og
pólska félagsins. Þar kom m.a.
fram að stefna Póllands hefur ekki
verið í anda fjölskylduáætlunar-
stefnu IPPF, að styrktarfé frá
IPPF hefur verið misnotað og að
stjórn félagsins hefur ekki haldið
faglega á málum. Einn fulltrúi frá
pólska félaginu var mættur á fund-
inn. í umræðunni kom skýrt fram
hjá öllum fundarmönnum að um
væri að ræða mjög erfiða ákvörð-
un, þar sem pólska þjóðin þyrfti
mjög mikið á starfsemi á sviði fjöl-
skylduáætlunar að halda. Þörf
væri á því að vinna að endurbótum
félagsins og byggja það upp svo
það gæti unnið það starf sem því
er ætlað. Þegar slíkt liggur fyrir
mun verða tekin til endurskoðunar
afstaða Evrópudeildar til aðildar
pólska félagsins að IPPF.
Meginumræðuefni aðalfundar-
ins var um „fólksfækkun í Evr-
ópu“. Haldin voru tvö erindi um
lýðfræðilegar upplýsingar í Evrópu
ásamt því að nokkur lönd gerðu
grein fyrir heilbrigðisástandi og
stöðu kvenna í sínu landi. í erindi
Barbro Lennor Axelson frá Svíþjóð
kom m.a. fram að aldur við fyrstu
hafi úr ræst eru byggðar öldrunar-
stofnanir fyrir vel frískt eldra fólk.
Rekstur dagdeilda mætti mót-
spyrnu nema á einstaka stofnun-
um, svo sem kvensjúkdómadeild
Landspítalans og lyflækningadeild
á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar
(próf S.S. Magnússon, Þ. Guð-
brandsson og N. Cariglia).
Nú hefur dagdeildum fjölgað
enda bæta þær þjónustu og spara
fjármuni. Sjúklingahótel í beinum
tengslum við bráðadeildir eiga erf-
itt uppdráttar þó að jafnvel íhalds-
samir Englendingar telji að slíkur
rekstur spari allt að 15-20% í
rekstri bráðadeilda á sérgreina-
sjúkrahúsum (Sjúklingahótel —
Rekstur framtíðar. Landlæknis-
embættið 1994 og 1995).
Viðhorf fólks til
samfélagslegrar þjónustu
I Skandinavíu hafa verið gerðar
umfangsmeiri viðhorfskannanir en
hér á landi. Athyglisvert er að
skrifstofumenn í hæsta launaþrep-
inu eru mun neikvæðari til samfé-
lagsþjónustunnar, þar á meðal að
forgangsraða í heilbrigðisþjónustu,
fram yfir aðra samfélagsþjónustu,
en verkafólk og skrifstofufólk í
lægra launaþrepi. Þetta hefur ekki
verið kannað hér á landi og vona
ég að svo sé ekki (S. Svalfors Arkiv
20, Lund 1994).
Niðurstöður
Pjárveitingar Alþingis marka að
verulegu leyti forgangsröðun í heil-
brigðisþjónustu. Alþingi þarf að
taka meira tilliti til vilja neytenda
við dreifingu fjármagns samfélags-
þjónustunnar. Stjórnendum og
„heilsubyrokrötum" sem ráða
miklu um dreifingu fjármagns, sem
í boði er, ber að taka meira tillit
til vilja neytenda (sjúklinganna) og
starfsálags á deildum er þeir dreifa
fjármagninu. Menn mega hafa í
huga að neytendur greiða reikn-
inga heilbrigðisþjónustunnar og
jafnvel laun þeirra er forgangs-
raða.
Höfundur er landlæknir.
barneign er að meðaltali 27 ár hjá
konum en 32 ár hjá körlum, árið
1921 voru 5 konur á þingi en nú
eru þær 51% þingmanna. Frá 1995
er feðrum skylt að taka 1 mánuð
heima eftir barnsburð I fjölskyldu
þeirra. Barbro ræddi um mikilvægi
foreldrahlutverksins og gat þess
m.a. að „hver sem er getur búið
til börn en það þurfi raunverulegan
karlmann til að geta orðið faðir“.
í umræðunni um fækkun barn-
eigna í Evrópu kom m.a. fram að
leita mætti skýringa í því að erfitt
væri a(J sameina barneign og
starfsframa og að vandamál væru
til staðar í samböndum fólks. Eins
væri það staðreynd að samband
væri á milli góðra fjárhagslegra
og félagslegra 'aðstæðna og fækk-
unar barneigna. Auk þess var rætt
um mikilvægi stöðugleika í stjórn-
málum. Á stríðstímum ríkti óró-
leikaástand þar sem fólk héldi aft-
ur af sér að eignast börn vegna
óvissu um framtíðina. Vinnuhóp-
arnir voru almennt sammála um
að það væri ekki vandamál þótt
um fólksfækkun væri að ræða. Það
væri ekki meginstefna samtaka um
fjölskylduáætlun að fækka eða
fjölga barneignum heldur að koma
til móts við einstaklinga, pör og
hópa hvers samfélags til að geta
fengið þá fræðslu og ráðgjöf sem
hver þarf á að halda hverju sinni,
hvort sem það varðar að takmarka
barneign eða til að auka líkur á
barneign.
í lok aðalfundarins var sam-
þykkt sú tillaga að mynda „Youth
Panel“ innan IPPF til að vinna
með félögum um fjölskylduáætlun
að málefnum ungs fólks á þessu
sviði. Einnig var mikil umræða um
mikilvægi þess að ungt fólk starfi
á virkan hátt með félögum um fjöl-
skylduáætlun.
Sóley S. Bender er lektor við Há-
skóla íslands og Ósk Ingvarsdóttir
er kvensjúkdómalæknir.
4
4
i
4
4
(
i
i
(
(
i