Morgunblaðið - 29.09.1995, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREIIVIAR
FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 37
J ____________
V Heima-
varnarlið
Seltirningabók,
síðbúin athugasemd
i
i
i
j
i
j
;
i
!
J
I
I
.
I
i
I
4
i
«
4
«
«
«
«
•\
BJÖRN Bjarnason,
menntamálaráðherra
hefur nýlega vakið
máls á hvort Islending-
ar ættu að koma á fót
heimavamarliði. Ráð-
herrann skilgreindi
ekki hlutverk heima-
vamarliðsins, enda tók
hann skýrt frma að hér
væri um að ræða hug-
mynd að almennri
umræðu á þessum
vettvangi. Hér er um
að ræða afar áhuga-
vert og vandmeðfarið
málefni, sem varðar
öryggis- og varnarmál
þjóðarinnar.
Umræður stjórnvalda um varn-
ar- og öryggismál og aðild okkar
að NATO hafa því miður oftast
einkennst af þekkingarskorti, ein-
hæfum áróðri og oft ótímabæru
þjóðernisstolti. Með vamarsamn-
ingnum milli íslands og Bandaríkj-
anna á grundvelli Norður-Atlands-
hafsbandalagsins, sem gerður var
8. maí 1951, tóku Bandaríkin að
sér varnir landsins með þeim skul-
bindingum og skilyrðum sem
samningurinn tekur til. Varnar-
samningurinn hefur staðið óbreytt-
ur í 44 ár, enda þótt endurskoðun-
ar- og uppsagnarákvæði hans séu
12 mánuðir. Vissulega hefur
heimsmyndin mikið breyst á þess-
íslendingar eiga að stór-
auka hlutdeild, ábyrgð
og áhrif sín á almennum
rekstri herstöðvarinnar,
segir Kristján Péturs-
son, þ.m.t. ákveðnir
þættir í öryggis- og
varnarmálum.
um tíma og hernaðarlegt mikilvægi
landsins er ekki það sama og áður,
en samleið okkar með NATO-ríkj-
um er enn þá mikilvæg á sviði
öryggis- og varnarmála.
Það er íslenskum stjórnvöldum
afar mikilvægt að hafa fulla vitn-
eskju um á hveijum tíma hvernig
hernaðarleg staða íslands er metin
af herstjórn NATO, svo þau geti
metið sjálfstætt sem fullvalda ríki
hvaða hlutverki landið gegnir í
varnar- og viðvörunar- og eftirlits-
kerfi Atlandshafsbandalagsins. Á
meðan þessi mál eru íslenskum
stjómvöldum meira og minna óljós
hljóta hugmyndir þjóðarinnar um
gildi varnarsamningsins frá 1951
að vera mjög á reiki. Ef við ætlum
í fullri alvöru að skilgreina hlut-
verk heimavarnarliðs í öryggis- og
varnarmálum verðum við að þekkja
alla þá megin verkþætti, sem starf-
semi varnarstöðvarinnar grund-
vallast á.
Þau neikvæðu blaðaskrif sem
hafa komið fram í þessu máli, að
Islendingar sem friðelskandi þjóð
eigi ekki að bera vopn og taka
virkan þátt í hernaðarlegum störf-
um eru afar einstrengis- og fávís-
leg. Með varnarsamningum sam-
þykkti mikill meirihluti þjóðarinanr
aðild okkar að Atlandshafsbanda-
laginu og síðan hafa að meðaltali
um 70-80% þjóðarinnar lýst yfir
samþykki sínu í skoðanakönnunum
að viðhalda þessu samstarfi. í mín-
um huga sýnir það ákveðinn tví-
skinningshátt og siðferðisbrest að
samþykkja vopnaburð erlends herl-
iðs hér á landi á sama tíma og
Islendingar mega ekki bera vopn
í hernaðarlegum skiln-
ingi. Það er sýnilega
ekki sama aðferða-
fræðin sem gildir um
vopnaburð erlendra og
hérlendra manna að
mati þessa „friðelsk-
andi fólks“. Sú rök-
leysa og þversögn sem
býr að baki slíkri
„hugmyndafræði" er
meira að segja afar
torskilin þeim, sem í
reynd berjast fyrir
friði og jafnrétti öllurn
til handa.
Það hefur lengi ver-
ið álit mitt, að Islend-
ingar ættu að stórauka
hlutdeild, ábyrgð og áhrif sín í al-
mennum rekstri herstöðvarinnar,
þar með taldir ákveðnir þættir í
öryggis- og varnarmálum. Til að
ná farm þeim markmiðum verður
að koma til endurskoðun á varnar-
samningnum. íslendingar gætu
hæglega annast allar þær starfs-
greinar á varnarsvæðinu sem ekki
krefjast beinnar hernaðarlegrar
sérþekkingar, eins og almennt
skrifstofuhald, húsnæðismáladeild,
verkfræðingadeild, flutnings-
tækja- og viðgerðardeildir (þ.m.
flugvélaviðg.) birgða- og bókhalds-
deildir, eldsneytisdeild, sjúkrahús,
verslun, tómstundastofnanir o.fl.
Við þessi störf vinna nú nokkur
hundruð íslendingar, en þeim
myndi frekar fjölga en fækka ef
varnarliðsmenn og fjölskyldur
þeirra hættu þar störfum.
Með tilkomu heimavarnarsveit-
ar sem væri mönnuð t.d. 500-800
manns, sem myndu hafa að megin
verkefni öryggis- og varnarmál,
þ.m. hvers konar björgunarstörf
og sjá um framkvæmd almanna-
varna á landsvísu í samvinnu og
með tilstyrk þeirra björgunar-
sveita sem nú starfa á þeim vett-
vangi. Hugsanlegt er að aðal-
stöðvar Almannavarna og Land-
helgisgæslu flyttust þá til
Keflav.flugv. enda gegndu þessar
stofnanir mikilvægu hlutverki í
framkvæmd og stjórnsýslu heima-
varnarliðsins.
Kostnaður við rekstur heima-
varnarliðsins yrði greiddur úr sam-
eiginlegum sjóði NATO-ríkja, enda
yrði herstöðin áfram rekin í sam-
vinnu við Bandaríkin. Hernaðarleg
umsvif Atlantshafsbandalagsins í
herstöðinni séu ávallt í fullu sam-
ráði við íslensk stjórnvöld undir
eftirliti og í samvinnu við yfirmenn
heimavarnarliðsins. Nýfram-
kvæmdir, viðhalds- og þjónustu-
samningar séu boðnir út á fijálsum
vinnumarkaði.
Greinarhöfundur vann á Kefla-
víkurflugvelli á fjórða áratug við
löggæslustörf og starfsmanna-
ráðningar á vegum varnarmála-
deildar utanríkismálaráðuneytis-
ins.
Höfundur er fyrrverandi
deildarstjóri.
g| KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 - Sími 568 8055
Kristján
Pétursson
GAMALL nágranni minn á Sel-
tjarnamesi, Sigurgeir Jónsson
fyrrv. hæstaréttardómari, skrifaði
fyrir nokkrum vikum grein í Mbl.
þar sem hann fann að nokkrum
atriðum í nýútkominni bók Guðjóns
Friðrikssonar sagnfræðings, In-
dæla Reykjavík. Sigurgeir Jónsson
leiðrétti nokkrar missagnir í næstu
útgáfu. Þessi grein Sigurgeirs
Jónssonar minnti mig á meinleg
mistök sem snerta mig iíla í ann-
arri bók.
Fyrir nálega 4 árum kom út
Seltirningabók eftir Heimi Þorleifs-
son sagnfræðing, skólabróður minn
og samstúdent. Bókin var gefin út
af Seltjarnarnesbæ. Það mun hafa
verið á aldarafmæli hreppsnefndar
Seltjarnarneshrepps 1975 að sam-
þykkt var að láta skrifa og gefa
út sögu hreppsins. Höfundur segir
í formála: „Það var svo árið 1978,
sem Sigurgeir Sigurðsson bæjar-
stjóri bað mig um að vinna þetta
verk. Síðan hef ég unnið við þetta
í hjáverkum og nú birtist Seltirn-
ingabók, sem saman er sett
úr sex efnisþáttum."
í fyrrnefndri grein Sigur-
geirs Jónssonar voru að-
finnslur hans aðallega um
hver hafi byggt ákveðin hús
eða búið í þeim og á einum
stað í bókinni mun húsnúm-
erum vera víxlað. Þetta
mætti kalla léttvægar at-
hugasemdir miðað við þær
athugasemdir sem ég hef
fram að færa við Seltirn-
ingabók.
I kaflanum um jarðir og ábúend-
ur á Framnesi segir að í Landnámu
og Islendingabók sé aðeins getið
eins býlis á svæði því sem síðar
var kallað Seltjarnarneshreppur og
er það bær Ingólfs í Reykjavík.
Síðan segir að fljótlega eftir land-
nám megi gera ráð fyrir að risið
hafi bær í Nesi við Seltjörn. Á 14.
og 15. öld tók byggð að þéttast á
Seltjarnarnesi og er þá getið elstu
afbýla frá Nesi.
I kaflanum um ábúendur í Nesi
segir m.a. að þeir hafi verið Bjami
Pálsson landlæknir og Rannveig
Skúladóttir landfógeta Magnússon-
ar frá 1762 til 1779. Síðar segir
orðrétt: „Bjarni landlæknir tók við
jörðinni í fardögum 1762 og í júlí
árið eftir gengu þau Rannveig í
hjónaband. Þau eignuðust 7 börn
og eru ættir komnar af 2 þeirra,
Steinunni, sem átti Vigfús Þórar-
insson sýslumann í Rangárþingi,
og Þórunni, sem átti Svein Pálsson
lækni.“
Hér er þá komin ástæða þess
að ég birti þessa athugasemd því
yngsti sonur Rannveigar og Bjarna
var nefnilega séra Eggert, síðast
prestur í Stafholti í Borgarfirði.
Eggert var fæddur í Nesi eins og
öll börn þeirra nema Steinunn og
heitinn eftir Eggert
lögmanni og skáldi Ól-
afssyni, reisubróður og
vini Bjarna. Eins og
alkunnugt er drukkn-
aði Eggert Ólafsson í
Breiðafirði og er haft
fyrir satt að enginn
hafi harmað hann sár-
ar en landlæknir.
í íslenskum ævi-
skrám I. bindi er Egg-
ert Bjamasyni lýst svo:
„Hann var hraustur að
afli, snar og hinn mesti
fjörmaður, hestamað-
ur mikill og drykkju-
maður, og þá heldur
vanstilltur, en hvers-
dagslega gæflyndur, söngmaður
góður, en daugur ræðumaður,
hirðulítill um embætti sitt, enda
lítt hneigður til prestskapar, skeyt-
ingarlítill í klæðaburði, ófríður sýn-
um, móleitur í andliti, meðalmaður
að vexti, stundaði talsvert lækning-
ar og bar gott skyn á þau efni.“
Um fáa íbúa Seltjarnar-
ness finnast fleiri og
glegffri heimildir, segir
Ólafur Björgúlfsson,
en einmitt um Bjarna
Pálsson landlækni.
Eggert Bjarnason lifði lengst
barna Bjarna og Rannveigar og
lést 85 ára gamall á heimili Mel-
kjörs sonar síns að Efra Nesi I
Stafholtstungum í júlí 1856. Þá var
Guðbjörg amma mín Melkjörsdóttir
nær 7 ára gömul og kann vel að
hafa heyrt sögur af Bjama land-
lækni af vörum afa síns. Eggert
Bjarnason var þríkvæntur, átti
fjölda barna og eru miklar ættir
komnar frá honum.
Eins og áður var vikið að segir
Guðjón Friðriksson, höf. bókarinn-
ar Indæla Reykjavík hana ekki
vera sagnfræðirit heldur einskonar
leiðarlýsingu um það hverfi Reykja-
víkur sem bókin greinir frá. Um
Seltirningabók gegnir öðru máli
enda getur höf. þess í formála að
hann hafi verið beðinn
um að skrifa sögu Sel-
tjarnarness og hafi
hann reynt að leita
heimilda sem víðast.
Aukinheldur hefur
höfundur fengið fræði-
menn eða kunnugt
fólk til að lesa yfir ein-
staka kafla og gera við
þá athugasemdir. Þess
er m.a. getið að Jón
Gíslason og Pétur Har-
aldsson hafi lesið kafl-
ann um ættfræðiefnið.
Höfundur hefur víða
leitað fanga eins og sjá
má af ítarlegri heim-
ildaskrá aftast í bók-
inni. Þar em þessar heimildir m.a.
tilgreindar:
Páll Eggert Ólason og Jón
Guðnason: íslenskar æviskrár
I-IV. Reykjavík 1948-1976.
Lárus H. Blöndal og Vilmundur
Jónsson: Læknar á Islandi I—II.
Reykjavík 1970. ;
Lyfjafræðingatal.
Reykjavík 1982.
Sveinn Pálsson: Bjarni
Pálsson. Merkir íslendingar
V. Reykjavík 1951.
I öllum þessum heimild-
um er Eggerts Bjarnasonar
getið.
Því er það afar slæmt
að sjá svona klaufaleg mis-
tök, sérstaklega þegar þess
er gætt að um fáa fbúa
Seltjarnarness fínnast fleiri .
og gleggri heimildir en ein-
mitt um Bjarna Pálsson landlækni,
langa-langa-langafa minn og for-
föður afkomenda séra Eggerts í
Stafholti ef öllu er haldið til haga.
Þrátt fyrir þessa alvarlegu villu
í sagnfræðinni sem hefur orðið efni
í þessa athugasemd er ástæða til
að þakka höfundi verkið. Seltirn-
ingabók er að flestu leyti góð bók
og vönduð og gerir þróun byggðar,
atvinnuháttum og mannlífi þar á
nesinu allgóð skil.
Höfundur er tannlæknir.
Ólafur
Björgúlfsson
Hlutafé til sölu
Þróunarsjóður sjávarútvegsins auglýsir hlutafé í neðangreindum fyrirtækjum til sölu.
Samkvæmt 12. gr. laga nr. 92 frá 24. maí 1994, skal starfsfólk og aðrir eigendur
fyrirtækisins, sem í hlut á, njóta forkaupsréttar.
Fyrirtæki: Nafnverð m. kr. Eignarhlutdeild %
Fáfnir hf., Þingeyri 7,4 25,17
Tangi hf., Vopnafirði 11.5,6 38,28
Búlandstindur hf., Djúpavogi 69,9 23,33
Árnes hf., Þorlákshöfn 29,2 11,21
Meitillinn hf., Þorlákshöfn 119,3 30,08
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Tilboðsfrestur er opinn og skal tilboðum skilað til:
Þróunarsjóðs sjávarútvegsins, Suðurlandsbraut 4, 155 Reykjavík.