Morgunblaðið - 29.09.1995, Qupperneq 38
38 FÖSTU0AGUR 29. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
4
Eftirlitshlutverk Óðins og þjónusta við um 700 íslenska sjómenn í Smugunni
YFIRMENN af norska strandgæsluskipinu Senja á leið yfir i Óðin til að þiggja
kaffi og kökur, en samskipti varðskipsmanna við norska starfsbræður sína voru
almennt kurteisleg og góð. Krislján segir að norsku strandgæsluskipin hafi komið
í Smuguna einu sinni í viku að meðaltali.
ELDUR kviknaði í ljósavél um borð í Beiti NK 15. september sl. Á sama tíma og
tilkynning barst til Óðins um eldinn, voru menn frá varðskipinu um borð í Mána-
bergi við aflamælingu og þurfti Óðinn því að bruna þangað og sækja mennina, áður
en haldið var til Beitis. Þetta tók innan við hálftíma, svo hratt var unnið.
Aðstoð veitt
einu sinni
ádag
Islensku sjómennimir í Barentshafinu em
um 700 talsins og vom ekki lengi að fínna
nafn á varðskipið Oðin sem hefur aðstoðað
þá um margt. Þeir kalla skipið gjaman
SAS, eða Smuthullets Akademisk Sjukhus.
Læknir skipsins var titlaður yfírlæknir í
Smugulæknishéraði. Kristján Jónsson skip-
herra segir hér frá því helsta sem drifíð
hefur á dagana síðustu vikur í Smugunni.
VARÐSKIPSMENN halda í sjúkraleiðangur og er sjúkraliði
skipsins, sem gegndi starfi aðstoðarlæknis, fremstur á mynd-
inni með lyfjagögn á bakinu.
!■
Morgunblaðið/Kristján
FÆREYSKI togarinn Esther sem er skráður í Port Vila í Kyrrahafi að toga, en útgerðarfélagið
hefur aðsetur í Daumörku. Aftast má sjá trollið en við hlið skipsins er háfur sem fangar múkkann
sem stingur sér við siðuna til að krækja sér í bita af innyflum úr slorlúgunni lengst til hægri.
Skipveijar éta síðan múkkann og finnst lostæti.
KRISTJÁN Jónsson skip-
herra á varðskipinu
Óðni kom til íslands á
laugardag ásamt áhöfn
sinni, en áhafnaskipti urðu í
Tromsö í Noregi á fimmtudag.
Óðinn hélt úr höfn á sunnudag
áleiðis í Smuguna að nýju, en skip-
ið hóf leiðangurinn í Reykjavík 19.
ágúst sl. til að gegna eftirlits- og
þjónustuhlutverki við íslensk skip
á þeim slóðum og um 700 skip-
veija á þeim.
Kristján segir að meðaltali hafi
verið leitað til Óðins einu sinni á
dag, sem sé áberandi minna en í
fyrra, og aðallega vegna óska um
læknisaðstoð. Aðeins einu sinni
hafi þurft að leita eftir aðstoð þyrlu,
þegar háseti á Óðni fékk keðju í
fótinn þegar dráttartaug var komið
yfir í Sindra, en í fyrra voru þyrlu-
flugin fjögur á meðan varðskipið
var á svæðinu.
Reiknað er með að Óðinn snúi
úr Smugunni 15.-20. október, eftir
um 60 daga úthald.
Smugusjúkrahúsið
gerir gagn
„Fyrir utan fiskmælingar, leið-
beiningar við viðgerðir og flutninga
á vistum og alls kyns lyfjum milli
skipa og frá íslandi, saumuðum við
m.a. saman sár eða sinntum ígerð
í gömlum sárum, einn var settur í
axlarlið og ýmsum smákvillum var
kippt í lag og mörgum öðrum verk-
efnum sinntum við. Mestmegnis
voru þetta smávægilegir hlutir, ekki
nægilega brýnir til að leita aðstoðar
þyrlu eða sigla skipinu í land, en
nægjanlega þjáningarfullir og leiðir
til að óskað var eftir að við linuðum
óþægindin," segir Kristján. „Skipið
gengur undir nafninu SAS, eða
Smuthullets Akademisk Sjukhus,
og þar var yfirlækninn í Smuguhér-
aðinu að fínna.“
Hann segir Landhelgisgæsluna
ekki geta rekið þessa þjónustu til
langframa miðað við núverandi
framlag til verkefnisins, en hennar
sé þó þörf. Breytist hins vegar af-
staða Norðmanna til veiða Islend-
inga og þjónustu við íslensk skip,
verði lítil sem engin þörf á að ís-
lenskt varðskip sigli í Smugunni.
„Við erum hins vegar nauðsyn-
legir nú vegna núverandi aðstæðna.
íslensku skipin eru þarna langtím-
um saman í umhverfi sem er óvin-
veitt að nokkru leyti, 200 mílur frá
landi og fá ekki þjónustu í landi,
heyra illa fjarskiptasendingar og
þurfa að glíma við ýmis læknis-
fræðileg vandamál. Breytist hins
vegar pólitískur jarðvegur er engin
þörf fyrir veru varðskips á svæðinu,
því að þá geta skipin séð um sig
sjálf á sama hátt og tíðkast á
Flæmska hattinum."
Norðmenn afskiptalitlir
Kristján segir að veðrið hafi ver-
ið miklu mun leiðinlegra nú en í
fyrra og einkennst af 6-7 vindstig-
um og öldugangi sem torveldaði
störf varðskipsmanna um margt.
Til dæmis var erfiðara fyrir þá að
fara á milli skipa þegar eitthvað
kom upp á.
Kristján segir að norsku strand-
gæsluskipin hafi komið í Smuguna
einu sinni í viku að meðaltali, yfir-
leitt sólarhring í einu, og þá hafi
verið skotið á fundi, annað_ hvort í
norsku skipunum eða í Óðni og
málin rædd í bróðerni.
„Þeir spurðu hvernig veiðin gengi
hjá íslensku skipunum en fengu
ekki neina niðurstöðu og vísuðum
við þeim á íslensk yfirvöld um þær
upplýsingar. íslensk skip hleypa
ekki norskum strandgæslumönnum
um borð eftir að norskt skip neitaði
að hleypa íslenskum varðskips-
mönnum um borð á Reykjanes-
svæðinu og því geta þeir ekki feng-
ið upplýsingar um afla á þann hátt.
Síðan kvöddu Norðmennirnir og
fóru yfir á Svalbarðasvæðið þar sem
þeir sögðu miklu merkilegri hluti
vera að gerast í sambandi við veið-
ar Portúgala og Spánvetja," segir
Kristján.
30 skip með um 700 manns
Skip frá ýmsum þjóðlöndum voru
í Smugunni, m.a. fimm skip í eigu
Portúgala sem Kristján segir hafa
verið frumstæð í alla staði og Ís-
lendingum til ama. Einnig voru þar
rússnesk skip, færeysk skip sem
sigla undir hentifána, einn norskur
togari sem fékkst við rannsóknir
og um 30 íslenskir togarar þegar
Óðinn kom í Smuguna, með um 700
skipveijum, en um 22 skip voru í
Smugunni þegar varðskipið sigldi
til Noregs.
Meðal þeirra var togarinn An-
ikstsji sem er gerður út frá Þorláks-
höfn en leigður frá Litháen og sigl-
ir undir fána þess lands. Hann hélt
til Honningsvág í Norður-Noregi til
að fá þjónustu, en íslenskum skip-
um hefur verið neitað um aðstoð
þar í sumar eða hún verið veitt
utan fjögurra mílna landhelgi Nor-
egs eftir talsvert stapp.
„Norðmenn virtust ekki gera sér
grein fýrir því að skipið væri á veg-
um íslendinga og veittu því þjónustu
án nokkurra vandkvæða. Við höfð-
um gaman af þessu, því að á sama
tíma voru norskir stjórnmálamenn
með yfirlýsingar þess efnis að ís-
lensk skip ættu ekki að fá neina
þjónustu eða aðstoð,“ segir Kristján.