Morgunblaðið - 29.09.1995, Síða 43

Morgunblaðið - 29.09.1995, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 43 SIGRÍÐUR KRISTINSDÓTTIR + Sigríður Krist- insdóttir fædd- ist 17. júní 1932 í Reykjavík. Foreldr- ar hennar voru Kristinn Sigurðs- son, d. 1967 og Sig- urbjörg Þorláks- dóttir, d. 1990. Syst- ir Sigríðar er Helga Kristinsdóttir, f. 6. ágúst 1939 og hálf- systir þeirra var Salóme Kristins- dóttir, f. 4. desem- ber 1949, d. 27. ág- úst 1993. Eftirlif- andi eiginmaður Sigríðar er Sigurður E. Sigurðsson, f. 27. október 1924. Börn þeirra eru: Björg, f. 18. maí 1953, Sigurður Kristinn, f. 1. desember 1955, Inga, f. 30. júní 1957 og Mar- grét, f. 11. desember 1968. Útför Sigríðar fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 29. september kl. 13.30. ELSKU Didda! Með þessum örfáu orðum viljum við fá að kveðja þig og þakka þér fyrir margra ára samstarf, það var alveg sama hvað þér leið illa, alltaf mættir þú til vinnu. Hver hefði trú- að því að á laugardagskvöldið þegar við fórum út að borða yrði þetta í síðasta sinn sem við sæjum þig? Stórt hjarta áttir þú sem mátti sjá á því að ef einhver kom sem minna mátti sín gafst þú þér ævin- lega tíma til að ræða við það fólk og aðstoða það eftir bestu getu. Stærsta rúmið í hjarta þínu átti þó fjölskylda þín, og sérstaklega barna- börnin sem þú hafðir alitaf yndi af að gleðja, ýmist voru.þið hjónin að taka á móti börnum, mökum og barnabömum eða fara til þeirra, einnig voru tengslin við systur þína mjög sterk. Kæra fjölskylda, við biðjum Guð að styrkja ykkur á þessari erfiðu stundu. Elsku Didda, minningin um þig mun lifa með okkur. Ásta, Sveinbjörg, Helga, Stella og María Sif. „Gættu vináttunnar! Ekkert er fegurra á jörðinni, engin huggun betri í jarðnesku lífi. Vini geturðu tjáð hug þinn allan og veitt honum fyllsta trúnað.“ (Ambrósíus). Elskuleg æskuvinkona mín, hún Didda, er fallin frá. Mig langar að minnast hennar um leið og ég þakka fyrir okkar góðu kynni, sem aldrei bar skugga á. Við ólumst upp saman og fylgd- umst með hvor annarri í gleði og sorg. Hún var gleðigjafi hvar sem hún kom og skildi hvarvetna eftir sig birtu og yl. Það var gott að eiga hana að vini. Fyrir viku síðan sát- um við saman eina kvöldstund og rifjuðum upp æskuárin. Hún mundi eitt og ég annað, já, það var margt rætt og mikið hlegið það kvöld. Þannig vil ég minnast þín, kæra æskuvinkona. Siggi minn, ég votta þér, börnum ykkar og þeirra ijöl- skyldum mína dýpstu samúð. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna 'þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran). Guðrún (Dúna). Hve sæl, ó, hve sæl er hver leikandi lund, en lofaðu engan dag fyrir sólarlags stund. (M. Joch.) Síðastliðinn sunnudag hittumst við skólasystumar, sem haldið höf- um hópinn í nær fimm áratugi og haft reglulega fundi. Sjaldan hefur okkur liðið betur saman eða við kvatt jafn glaðar í bragði og þá og tilhlökkunin að hittast næst, hjá Diddu, var mikil. Örstuttu síðar kom fréttin um fráfall hennar. Kynni okkar hófust í Reykholts- skóla, veturinn 1947-48. Þar vorum við herbergisfélagar og gengum saman gegnum súrt og sætt í þrjá vetur í námi, leik og starfi. Minning- arnar frá skólaárunum vom óþrjót- andi umræðuefni og gleðigjafi og það var oft að Didda gat fært nýjar fréttir af gömlum skólasystkinum, hún hitti marga og átti gott með að blanda geði við fólk. Hún var áhugasöm um okkar hagi og óspör á að gefa okkur hlutdeild í lífi sínu bæði í máli og myndum. Hún átti góðan og traustan eiginmann og efnileg börn, sem við höfum fylgst með frá fæðingu. Þau voru stolt hennar og gleði og einnig tengda- börn og barnabörn. Það var alltaf eitthvað spennandi að gerast hjá þeim og gaman að fá að fylgjast með. Didda var lífsglöð og glettin og kunni að njóta lífsins. Hún fór t.d. oft til útlanda og í sumar fór hún í sérlega skemmtilega Dan- merkurferð. Nú er hún farin í sína hinstu ferð. Guð blessi minningu okkar kæru vinkonu og veiti huggun og styrk Sigurði, Helgu og Qölskyldum þeirra. __ Áslaug, Margrét, María og Kristín. STEFNIR ÓLAFSSON + Stefnir Ólafsson fæddist í Reykjavík 16. apríl 1927. Hann lést á Landspítalanum 31. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Vigfússon verkamaður í Skipholti í Reykjavík, f. 29. janúar 1877, d. 7. maí 1961, og Jakobína Bjarnadóttir húsmóðir, f. 16. september 1886, d. 12. janúar 1970. Systkini hans voru Pálmi, Laufey og Ásgerður sem eru látin og Bjarni. Fyrri kona Stefnis var Ingibjörg Steinunn Bjarnadóttir sem nú er látin, en hún var frá Mýrum í Mið- firði. Börn þeirra eru Helga Rakel, dætur hennar eru Stein- unn og María; Steinunn Ruth, sambýlismaður hennar Ágúst Ágústsson, synir þeirra eru Daníel og Davíð. Seinni kona Stefnis var Sigríður Jóhannes- dóttir frá Hamarshjáleigu í Gaulveijabæjarhreppi. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. ÉG ÆTLA að minnast vinar míns, Stefnis Ólafssonar, með fáeinum orðum. Hann var kvæntur Sigríði Jóhannesdóttur, Langholtsvegi 17, Reykjavík. Þau eignuðust ekki börn saman, en Stefnir var kvæntur áður og átti með þeirri konu tvær dæt- ur, Helgu og Rut. Ég bjó lengi á Kleppsvegi 140 og kom þá oft til þeirra, en svo flutti ég í annað bæjarhverfi og þá var ég mun sjaldnar á ferðinni og held ég að Stefni hafi dottið í hug að ég væri eitthvað móðgaður út í sig, en það er langt í frá að til þess hafi kom- ið. Það eina var að fjarlægðin óx mér í augum. Ég kynntist dætrum hans og reyndust þær sómamann- eskjur. Öll þau jól sem ég var á Kleppsveginum eyddi ég aðfanga- deginum hjá þeim og það verður að segjast eins og er að veislumat- urinn reyndist góður.- Stefnir var kominn hátt á sjö- tugsaldur er hann lést, en ég held að kyrrsetu hafi verið þar fyrst um að kenna. Stefnir Ólafsson reyndist MINNINGAR Ég var rétt átján ára þegar ég var svo lánsöm að kynnast Sigríði Kristinsdóttur eða Diddu eins og hún var kölluð en hún varð síðan tengdamóðir mín. Það sem mér fannst svo áberandi í fari hennar var hvað hún hældi öllum í kringum sig og gat alltaf fundið eitthvað jákvætt í fari fólks, að ég tali nú ekki um þegar barna- börnin fóru að koma. Þau voru henn- ar líf og yndi. Hún hafði líka lag á að segja manni hvað aflaga fór án þess að særa. Didda var mikil myndarkona og átti fallegt heimili þar sem þau Sig- urður lögðust á eitt um að gera það fallegt. Það var ekki sjaldan að við kom- um til þeirra um helgar og Sigurður var búinn að baka ljúffengar skons- ur og Didda tertuna góðu. Tíminn leið, ég og Sigurður Kr. slitum samvistum en við höfðum þá eignast tvö börn, Hauk, f. 14.4. ’75, og Auði, f. 27.12. ’78. Gott var að vita að börnin voru ætíð veikomin til afa og ömmu og nutu ástríkis og væntumþykju þeirra. Ailtaf var þeim heimilið opið hvort sem það var að gista um helg- ar eða koma við í hádegishléum þegar þau voru í skóla, en langt var heim. Um miðjan september hitti ég Diddu síðast þar sem hún var í vinn- unni hress og glaðleg að sjá og þannig mun ég minnast hennar. Elsku Didda, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú varst mér og allt sem þú gerðir fyrir mig og börnin. Megi góður guð vera með þér. Elsku Sigurður E. og aðstandend- ur. Megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Gunnþórunn Geirsdóttir. Fráfall ömmu Diddu bar skjótt að. Amma var ein sú elskulegasta kona sem við höfum nokkru sinni kynnst. Hún var alveg einstök. Söknuður okkar er mikill en afskap- lega er nú gott að eiga aðeins hlýj- ar og góðar minningar um hana ömmu. Alltaf tók hún vel á móti okkur, hvort sem það var þegar við heimsóttum hana og afa eða þegar við komum við á vinnustað hennar til að spjalla. Það var mjög gott að tala við hana ömmu - við skildum hvert annað vel í umræðum okkar um hið daglega líf. Amma fylgdist alltaf vel með hvað var að gerast hjá okkur syst- kinunum. Hún vildi alltaf fá að vita hvemig gengi hjá okkur í lífmu og lét sig varða um það. Góð ráð komu oftar en ekki frá þeim ömmu og afa ef eitthvað bjátaði á og munum við njóta góðs af því áfram hjá honum afa okkar. Ömmu okkar minnumst við sem góðrar konu því það var hún svo sannarlega. Élsku amma Didda, við þökkum þér fyrir aliar þær góðu stundir sem við áttum saman. Haukur og Auður. mér vel og á bifreið hans fórum við margar ferðir í Hveragerði og sjald- an var erindið annað en að fara í Eden og þá fengum við okkur oft- ast ís og stundum kaffí. Stefnir var alltaf góður þeim sem minna máttu sín og komu margir þeirra í kaffi til þeirra hjóna. Mér er margt minnisstætt í sam- skiptum okkar Stefnis. Undir það síðasta var hann orðinn lasinn, en svona brátt hélt ég ekki að yrði um hann. Ég veit fátt um ættir Stefnis, en hann sagði mér að faðir hans hefði verið gott skáld. Það skal tek- ið fram að Sigríður var líka gift áður og eignaðist nokkur börn með fyrri manni sínum. Stefnir var jám- smiður að mennt og starfaði við það um langa hríð. Stefnir var rabb- félagi minn til margra ára og rifja ég það ekki ugp. Með Stefni Ólafssyni er genginn góður maður og félagi og hyggst ég ekki hafa þetta lengra, en að lokum sendi ég Sigríði Jóhannes- dóttur innilegar samúðarkveðjur, svo og dætrunum báðum. Sumarliði Steinarr Benediktsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURGEIR JÓNSSON ökumaður, Spítalastig 21, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 25. september. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 3. október kl. 13.30. Hulda Gísladóttir, Dagný Sigurgeirsdóttir, Jóhannes Björnsson, Sigurlfna A. Sigurgeirsdóttir, Páll Stefánsson, Gfsli Sigurgeirsson, Guðlaug K. Ringsted, Hulda Björg Stefánsdóttir, Hörður Geirsson og barnabörn. t Móðir okkar, BJÖRG SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Hlíð 2, ísafirði, andaðist í Sjúkrahúsi ísafjarðar 26. september. Jarðsett verður frá (safjarðarkirkju laugardaginn 30. september kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Kristmannsson, Guðbjörn Kristmannsson, Kristmann Kristmannsson, Jens Kristmannsson. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og dóttir, KRISTÍN JÓHANNSDÓTTIR, Bláhömrum 9, verður jarðsungin frá Kálfholtskirkju, Ásahreppi, laugardaginn 30. septem- ber kl. 14.00. Nanna Renee Husted, Dakri Irene Husted, Ingibergur Ingvarsson, Kristfn Dana Husted, Jóhann Sigurðsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, BERGEY JÓHANNESDÓTTIR, Sólheimum 7, Sandgerði, verður jarðsungin frá Hvalsneskirkju laugardaginn 30. september kl. 14.00. Ragnheiður Hulda Bjarnadóttir, Ásmundur S. Hilmarsson, Jóhannes Bjarnason, Sigurð.ur Bjarnson, Valdfs Sigurðardóttir, Anna Bjarnadóttir, Sævar Ö. Bjarnason og barnabörn. t Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts okkar elskulega föður, tengda- föður og afa, ALBERTS GUÐBRANDSSONAR, Stóragerði 28. Guð blessi ykkur öll. Auður G. Albertsdóttir, ísleifur Pétursson, Þór P. Albertsson, Árný Albertsdóttir, Gfsli Jónasson og barnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem .sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móð- ur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNAR EIRÍKSDÓTTUR, Votumýri, Skeiðahreppi. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalar- heimilisins Blesastöðum og Sjúkrahúss Suðurlands. Eiríkur Guðnason, Hallbera Eiríksdóttir, Búi Steinn Jóhannsson, Guðni Eiríksson, Helga Ásgeirsdóttir, Tryggvi Eirfksson, Ágústa Tómasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.