Morgunblaðið - 29.09.1995, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 45
MINNINGAR
ANNA MARIA
EGILSDÓTTIR
+ Anna María Egilsdóttir
fæddist í Reykjavík 22. júlí
1954. Hún lést á St. Jósefsspít-
ala í Hafnarfirði aðfaranótt 11.
september síðastliðinn og fór
útförin fram 15. september.
MIG langar til að skrifa fáein orð
til minningar um hana systur mína,
Önnu Maríu Egilsdóttur, sem lést
á St. Jósefsspítala 11. september
sl.
Við sýstkinin vorum sjö; Svavar,
Systa, Egill, Anna Mæja og Guð-
jón, börn Egils og Ásdísar, síðan
ég og Þormóður, börn Egils og
Kristbjargar. Það er erfitt að segja
og skrifa orðin „vorum sjö“, erfitt
að sætta sig við, að skarð hefur
verið höggvið í okkar systkinahóp
— og það allt of fljótt.
Við vorum rétt að byrja að kynn-
ast við Anna Mæja og ætluðum
okkur stóra hluti. Að vinna bug á
sjúkdómnum sem sótti svo fast á,
að hún kæmist heim fyrir jól og
fara síðan til útlanda næsta vor
ásamt Systu — svona systraferð.
Allt fór þó á annan veg en vonir
stóðu til. Við vorum víst helst til
of bjartsýnar, en það er eiginleiki
sem okkur var sameiginlegur. En
hvað á maður eftir þegar vonin er
farin? Þegar ljóst var í byijun júlí
hvers kyns var, lá við að mér féll-
ust hendur. Hún hafði verið svo
bjartsýn fyrir aðgerðina, taldi að
nú myndi hún loksins fá allra sinna
meina bót, en hún hafði gengið
kvalin til allra sinna verka undan-
farin ár. Það var hins vegar önnur
Mæja sem ég mætti þegar ég leit
við hjá henni daginn eftir aðgerð-
ina. Hún var niðurbrotin og hafði
átt andvökunótt — verið að hugsa
um framtíð drengjanna sinna. Ég
reyndi að hvetja hana og benda
henni á að e.t.v. væri enn einhver
von og næst þegar ég leit til henn-
ar sá ég að hún hafði fengið von-
ina aftur. Hún ákvað að fara í lyija-
meðferð og ég færði henni lúpínu-
seyði sem mér var sagt að gæti
hjálpað henni í meðferðinni. Hún
hóf nú lokabaráttuna fyrir sínu lífi,
lífi með drengjunum sínum. Hún
sagði við mig að hún teldi að þetta
væri bara eitt. af því sem á hana
væri lagt í lífinu og hún ætlaði að
yfirstíga það eins og annað. Við
sögðum: Kraftaverkin gerast —
hvers vegna ekki hjá okkur?
Já, hvers vegna ekki hjá okkur?
Það er erfitt að sætta sig við að
jafnmikil baráttumanneskja og
hún systir mín sé farin. Farin í
langt ferðalag, eins og Systa komst
að orði. Langt, en þó svo stutt,
því hún verður ávallt í hjarta okk-
ar og huga. Þegar við Anna Mæja
kvöddumst, daginn fyrir andlát
hennar, sagði ég við'hana að ég
myndi hafa samband — og hún
skildi mig. Við höfðum sömu trú,
trúna á líf eftir þetta líf og þó að
samvistum okkar sé lokið í bili
munum við halda áfram að styrkja
þá vináttu sem tókst með okkur
hennar síðustu ævidaga hér á þess-
ari jörð.
Þegar undir skðrðum mána
kulið feykir dánu laufi
mun ég eiga þig að rósu.
Þegar tregans fingurgómar
styðja þungt á strenginn rauða
mun ég eiga þig að brosi.
(Stefán Hörður Grimsson)
Ég votta drengjunum hennar
Önnu Mæju, Svavari, Sigfúsi og
Sigurbirni, og sambýlismanni
hennar, Eyjólfi, mína dýpstu sam-
úð. Megi guð styðja ykkur og
styrkja.
Hafðu þökk fyrir allt og allt,
Anna Mæja mín.
Þín litla systir,
Sigga Nanna.
Mín kæra kunningjakona er
dáin. Ég kynntist Önnu Maríu hjá
vinkonu minni Rósu Bimu Jóns-
dóttur árið 1988 en þar hélt hún
heimili með öllum drengjunum sín-
um fyrst eftir að hún flutti til
Hvammstanga. Það sem einkenndi
þessa mætu konu var dugnaður,
heiðarleiki og alúð. Hún bar mikla
umhyggju fyrir drengjunum sín-
um. Anna María var lítil og grönn
kona sem að fór afar lítið fyrir,
en það aftraði henni ekki frá vinnu,
því hún vann oft tvöfaldan vinnu-
dag til að sjá sem best fyrir sér
og sínum.
Ég hitti Önnu Mariu seinast 23.
mars sl. upp á Borgarspítala. Við
áttum tal saman á biðstofunni og
sagði hún mér m.a. að hún hefði
verið komin í vinnu vestur á land
og verið aðeins búin að vera þar
í viku er hún fann fyrir miklum
óþægindum og blóð gekk upp af
henni. Ég spurði hana hvað hún
héldi að væri að. Þá svaraði hún
brosandi: Ætli læknar finni nokkuð
að mér frekar en vant er, segja
sjálfsagt að þetta sé bara móður-
sýki. En sagðist sjálf halda að það
væri eitthvað að ristli. Það var
auðséð að konan var fársjúk en
sterk og hugrökk að vanda. Hún
komst ekki að hjá læknum þennan
dag og var vísað frá eftir tveggja
klukkustunda bið á stofunni og þó
að hún segðist vera utan af landi
var ekkert tillit tekið til þess. Það
var auðséð að henni þótti sárt að
þurfa að fara, enda svo veik að
hún stóð varla undir sjálfri sér.
Það er harðleikið að komið skuli
vera svona fram við fársjúkt fólk.
Læknar hefðu ef til vill fyrir langa
löngu átt að hlusta betur á þessa
yndislegu konu og taka mark á
orðum hennar þegar hún kvartaði
því að hún kvartaði aldrei að
óþörfu. Það vita þeir sem þekktu
hana.
Mig setti hljóða er ég frétti svo
hvað rannsóknin leiddi í ljós, að
ekkert væri hægt að gera. Við
hjónin hittum Sigfús son hennar á
keyrslu uppi í Hvammi og stoppuð-
um við hann til að spyijast fyrir
um líðan móður hans. Þá sagði
hann að hún væri á St. Jósefsspít-
ala í Hafnarfirði og væri með
krabbamein. Mér fannst þetta
sorgleg frétt en engu að síður trú-
verðug þar sem ég hafði séð veiklu-
legt útlit hennar í vetur. Ég kynnt-
ist henni mjög náið í gegnum Al-
Anon samtökin. Báðar höfðum við
kynnst miklum erfiðleikum sam-
fara ofnotkun áfengis ástvina okk-
ar og tengdumst við því sterkum
vináttuböndum upp frá því. Þó að
mikill aldursmunur væri á okkur
skipti það ekki nokkru máli, við
áttum svo margt sameiginlegt og
bar aldrei skugga á vináttu okkar
og tókum við oft tal saman við
búðarborðið í KVH en þar vann ég.
Það var mannbætandi að kynn-
ast slíkri konu, hún hallmælti aldr-
ei nokkrum manni sem því miður
alltof margir gera. Ég geymi minn-
ingarnar um hana í hjarta mínu,
konu sem var búin að missa dreng
og mann og varð sjálf að lúta í
lægra haldi fyrir manninum með
Ijáinn og hverfa sjálf frá sínum
dýrmætustu perlum, Svavari, Sig-
fúsi og Sigurbirni og sambýlis-
manni Eyjólfi Vilhelmssyni, Fögru-
brekku í Hrútafirði. Ég bið algóðan
Guð að blessa alla drengina hennar
og sambýlismann sem allir eiga
um svo sárt að binda. Anna María
mín, ég veit að þú færð góða heim-
komu.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fenp að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sig.)
Guð blessi þig, Anna María mín.
Hildur Kristín Jakobsdóttir.
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski-
legt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðveldust er móttaka svokallaðra
ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta-
skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word-
perfect.eru einnig auðveld í úrvinnslu.
Senda má greinar til blaðsins á netfang
þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs-
ingar þar um má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina og hálfa örk
A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega
línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf-
undar eru beðnir að hafa skfrnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Hörkukeppni í
föstudagsbrids BSI
Föstudaginn 22. september var spil-
aður Monrad-barómeter. 28 pör spil-
uðu 7 umferðir með 4 spilum á milli
para. Bestum árangri náðu:
BrynjarJónss./Rósmundur Guðmundss.+75 60,3%
JónViðarJónmundss./EggertBergss. +68 59,3%
Bjöm Arnórsson/Hannes Sigurðsson +67 59,2%
BjörgvinSigurðsson/RúnarEinarsson +56 57,7%
TómasSiguijónsson/FriðrikJónsson +36 54,9%
StefánGarðarsson/GarðarGarðarsson +33 54,5%
Næsta föstudag, 29. september,
verður spilaður Mitchell-tvímenningur
með forgefnum spilum. Föstudaginn
6. október verður síðan spilaður
Monrad-barómeter. Föstudagsbridge
er spilaður öll föstudagskvöld að
Þönglabakka 1. Alltaf eru spilaðir eins
kvölds tölvureiknaðir tvímenningar
með forgefnum spilum. Spilamennska
byijar stundvíslega kl. 19.00. Keppnis-
stjóri er Sveinn R. Eiríksson.
Bridsfélag Hafnarfjarðar
Mánudaginn 25. september var
fyrsta kvöldið af 3 í A. Hansen aðaltví-
menningi félagsins. Spilaðar voru 5
umferðir og efstu pör voru:
Friðþjófur Einarss. - Guðbrandur Sigurbergss. +48
Guðlaugur Eilertsson - Viktor Bjömsson +42
Ólafur Ingimundarson - Halldór Einarsson +37
Anna ívarsdóttir - Sigurður B. Þorsteinsson +35
SigutjónHarðarson-HaukurÁmason +33
Bridsfélag Hafnarfjarðar spilar öll
mánudagskvöld í félagsálmu Hauka-
hússins, innkeyrsla frá Flatahrauni.
Spilamennska byijar kl. 19.30. Keppn-
isstjóri er Sveinn R. Eiríksson.
Bridsfélag Sauðárkróks
Vetrarstarf Bridsfélags Sauðár-
króks hófst mánudaginn 25. septem-
ber sl. Spilaður var eins kvölds upphit-
unartvímenningur. Úrslit voru sem hér
segir:
Eyjólfur Sigurðsson - Páll Þórsson 147
Gunnar Þórðarson - Páll Hjálmarsson 137
Einar Svavarsson - Guðmundur Bjömsson 127
Spilað er á mánudagskvöldum í
bóknámshúsi fjölbrautaskólans og
hefst spilamennska kl. 20.00.
Bridsdeild Rangæinga og
Breiðholts
Hafinn er þriggja kvölda hausttví-
menningur með þátttöku 20 para.
Hæsta skor í N/S:
Rúnar Hauksson - Rósmundur Guðmss. 262
MapúsTorfason-HlynurMagnússon 262
Baldur Bjartmarss. - Halldór Þorvaldss. 252
Hæsta skor í A/V:
Gísli Siprkarlss. - Halldór Ármannss. 271
Loftur Pétursson - Jón St. Ingólfsson 259
Gunnar B. Kjartanss. - Valdimar Sveinss. 233
Félag eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni
Sunnudaginn 17. september spiluðu
nítján pör í tveim riðlum. 10 pör spil-
uðu og urðu úrslit þessi:
A-riðill
Láras Amórsson - Ásthiidur Sigurgísiadóttir 148
Þórarinn Ámason - Eysteinn Einarsson 144
Eyjólfur Halldórsson - Þórólfur Meyvantsson 127
B-riðill
BaldurÁsgeirsson - Mapús Halldórsson 148
Gestur Pálsson - Sigmundur 119
Elin Jónsdóttir - Soffía Theodórsdóttir 114
Fimmtudaginn 21. september spil-
uðu 15 pör.
Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 263
Þorsteinn Erlingsson - Guðlaugur Nilsen 261
Þórarinn Ámason - Theodór Jóhannsson 256
Eyjólfur Halldórsson - Þórólfur Meyvantsson 229
Sunnudaginn 21. september spiluðu
25 pör í tveim riðlum. 10 pör.
A-riðill
Elín Jónsdóttir - Soffia Theodórsdóttir 127
Eysteinn Einarsson - Sigurleifur Guðjónsson 123
Þórólfur Meyvantsson - Eyjólfur Halldórsson 119
15 pör.
B-riðill
GuðlaugurNilsen-ÞorsteinnErlingsson 256
Kristinn Gíslason - Margrét J akobsdóttir 255
Helga Helgadóttir - Sæbjörg Jónasdóttir 236
Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 233
auglýsingar
I.O.O.F. 1 = 1779298'A = Rk.
FERÐAFÉIAG
® ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533:
Sunnudagsferðir 1. okt.
1. Kl. 10.30 Bláfjöll — Drauga-
dalir - Litla kaffistofan (Bláa
leiðin).
2. Kl. 13.00 Vífilsfell.
3. Kl. 13.00 Heiðmörk í haust-
litum.
Brottför frá B5Í, austanmegin
(og IVIörkinni 6).
Munið Þórsmörk, haustlitir,
grillveisla, 29/9-1/10. Fjöl-
breytt og skemmtileg ferð.
Grillveisla innifalin í verði.
Farmiðar á skrifstofu.
Fararstj.: Hilmar Þór Sigurðsson
og Gustav Stolzenwald.
Ferðafélag íslands.
----7/
KFUM
Aðalstöðvar
KFUMog KFUK,
Holtavegi 28
Samvera í kvöld kl. 20.30.
Lofgjörð og fyrirbænir.
Allir velkomnir.
Jógastöðin Heimsljós,
Ármúla 15
Kynning á Kripalujóga verður
laugardaginn 30. sept. kl. 13.
Byrjendanámskeiö 3.-26. októ-
ber á þri./fim. kl. 16.30-18.00.
Teygjur, öndunaræfingar og
slökun. Leiðbeinandi Jenný Guð-
mundsdóttir.
Uppl.ísima 588 4200 kl. 17-19.
SLÁTURMARKAÐUR
Nú er rétti tíminn til að spara og taka slátur. Á sláturmarkaði
GOÐA, Kirkjusandi v/Laugarnesveg, færðu Borgarnesslátur og
Búðardalsslátur og einnig nýtt kjöt og innmat á góðu verði.
Sláturmarkaður GOÐA er opinn mánudaga
til föstudaga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-14.
Sími 568 1370.