Morgunblaðið - 03.10.1995, Side 25

Morgunblaðið - 03.10.1995, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 25 LISTIR Minning og veruleiki TÓNUST Tjarnarbíö KAMMERTÓNLIST Caput-hópurinn lék verk eftir Leif Þórarinsson Sunnudagur l.sept- ember, 1995 MENNINGARMIÐSTÖÐIN að Gerðubergi ásamt Caput-hópnum stóðu fyrir tónleikum í Tjarnarbíói og var það liður í því að kanna með hvaða hætti þetta hús gæti þjónað sem kammertónleikahús. Stærð þess er ákjósanleg, bæði er varðar áhorfendasæti og sviðs- aðstöðu fyrir kammertónleika, þó vafamál sé hvort t.d. strengja- kvartett hljómaði vel, án þess að gerðar væru breytingar er varðar endurómun hússins, bæði vegg- klæðningar og gólfteppi en fyrir þessa tónleika höfðu verið gerðar breytingar á enduróman sviðsins, sem eflaust hafa verið til mikilla bóta. Tvennt þarf að reyna, í fyrsta lagi hversu flytjendum líkar að vinna þarna og svo, að venja tón- leikagesti á að koma í Tjamarbíó og fá trú á staðnum. Hvað sem þessu líður voru tón- leikar Caput-hópsins góðir, vel fram færðir og fróðlegir varðandi þá þróun sem finna má í verkum Leifs Þórarinssonar. í verkinu Af- stæður, sem er frá 1960, er Leifur að fínna sér leið í gegnum þá tón- smíðaaðferð, sem kennd er við Schönbejg, nefnilega, tólftóna- kerfið. ískvartettinn frá árunum 1977-78, er dæmi um tilvitnanir en þar vitnar Leifur ekki í tónverk annarra meistara, heldur þær tón- hugmyndir sem börnum eru kenndar og þar má t.d. nefna Sign- ir sól, Það er leikur að læra og Ó, Jesú bróðir besti og vefur Leif- ur um þessi sakleysislegu tónhend- ingar margbreytilegum tóntexta. Frá svipuðum tíma er verkið Sumarmál (1978) en þar er Leifur farinn að vinna sig frá tólftónaað- ferðinni og byggir tónmálið á stuttum stefum, sem fyrst framan af birtast sem þrástef, er taka síð- an á sig margvíslegar breytingar. Yngstu verkin eru Pente X (Fimm ex) frá 1994 og yngsta verkið, Prelúdío, Intermezzo, Finale (1995), sem frumflutt var fyrir stuttu í Iðnó af Snorra Sigfúsi Birgissyni, sem einnig lék verkið nú og gerði það mjög vel. í þessu fallega verki má heyra sterk ein- kenni Leifs, kontrapunktísk vinnu- brögð en einnig ríkari tilfinninga- túlkun og átök en í mörgum fyrri kammerverkum hans. í tónsmíðum Leifs má finna til margvíslegra minna, tólftónahug- mynda, minimalisma, punktalisma Weberns, þrástefjun, módal og tónal stefhugmyndir og alls konar aðferðir, sem þróast hafa sl. þrjá- tíu ár en allt á mjög persónulegan máta, því hvað sem á gengur, hugsar Leifur tónverk sín sem eina samfellda tónlínu, sem heyra mátti glöggt í verkum eins og Largo Y Largo (1981) og Per Voi (1975) og einnig í verki sem nefnist Smátríó (1975), þar sem smá tón- brot eru notuð til að byggja upp fínlegan cg fallegan tónvef. Pente X má skilja svo að Leifur sé að leysa upp gömul gildi, haf- andi lifað tíma þar sem heiminum og allri hugmyndafræði manna var skipað í afmörkuð hólf. Skilveggir hugmyndanna féllu og þá sáu menn alls konar víðerni, margir villtust, urðu öryggislausir, þegar þeir misstu hina föðurlegu um- hyggju hugmyndanna. í píanó- verkinu Preludio, Intermezzo, Finale, hefur Leifur aftur leitað til þeirra hugmynda er knúðu hann til ferðar upphaflega, þeirrar ferð- ar sem allir listamenn þurftu að ganga, í leit að sannleikanum, sem hvergi er að finna nema innan armlengdar hvers og eins og er í raun hann sjálfur, trúfesti lista- mannsins við eigin tilfinningar. í verkum Leifs birtist þessi leit en hann er samt ávallt samkvæmur sjálfum sér og reynir aldrei að fela sig undir skrúðbúningum tís- kunnar. Þessir tónleikar voru í alla staði mjög góðir, bæði hvað varðar flutning og efnisval og skemmti- legt framtak hjá Caput-hópnum. Að rifja upp, hefur ekki aðeins þá merkingu að minnast einhvers sem er liðið og ekki er hægt að endur- lifa nema sem minningu, því lista- verk eru sjálfstæðir einstaklingar, sem lifa sínu eigin lífi, hafa yfir- gefið skapara sinn og endurflutt, koma fram sem lifandi list til sam- vista við hlustendur hverju sinni og skapa sér stöðu eftir því hversu vel og heiðarlega þau hafa verið byggð. Endurlifun verka eftir Leif Þórarinsson var því til að fullvissa sig um að hann hefði vel að verki staðið og skapað verk sem standa af sér allar umbyltingar og um- rót, eru sjálfstæðir einstaklingar, listaverk sem lifa sínu eigin lífi, fyrir eigin verðleika, óháð tíma og stað. Jón Ásgeirsson Deilt um siðferði BRESKI saka- málahöfundurinn PD James hefur hótað að segja sig úr sambandi saka- málahöfunda vegna heiftúðugra deilna við nokkra félagsmenn. Ott- ast forystumenn sambandsins af- leiðingar þess ef James lætur verða af hótun sinni en hún er vafalítið þekktasti meðlim- ur þess. Upphaf málsins' eru ummæli sem James lét falla í viðtali við BBC- útvarpsstöðina. Þar ýjaði hún að því að aðeins mið- stéttarfólk væri fært um að leggja siðferðilegt mat á hlutína. Kvaðst hún telja að morð- inginn í glæpasög- um yrði að vera úr miðstétt til að hægt væri að velta fyrir sér siðferðislegum ástæðum glæpsins. Þessi ummæli James vöktu mikla reiði nokkurra annarra glæpasagnahöf- unda, þeirra á meðan Chaz Brenchley, sem sagði í bréfi til fréttabréfs sam- bandsins það „afar leitt að áhrifamik- ill meðlimur fags- ins skyldi gefa færi á ásökunum um þekkingarleysi og fordóma". Verkamenn sem strituðu fyrir nauðsynjum væru mun líklegri til að takast á við sið- ferðilegar spurn- ingar en þeir sem byggju við meiri velsæld. Harðar ritdeilur upphófust og voru menn ýmist með eða á móti James, sem tók þetta afar óstinnt upp. Var- aði hún við því að „skuggi pólitísk- rar rétthugsunar" væri yfir samtök- unum eftir að afrit að viðtalinu við hana var birt orðrétt og hefur nú hótað að skila aftur æðsta heiðursmerki sam- bandsins, demantskutanum. PD James er æva- reið og hótar að skila demantskut- anum, æðsta heið- ursmerki sam- bands sakamála- höfunda velur þú SIEMEIUS SIEMENS o Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Gl'rtnir Borgarfjörðun Rafstofan Hvítárskála Hellissandur: Blómsturvellir Grundarfjörður Guðni Hallgrímsson Stykkishólmun Skipavík Búðardalur: Ásubúð ísafjörðun Póllinn Hvammstangi: Skjanni Sauðárkrókur: Rafsjá Sigluhörður Torgio Akureyri: Ljósgjafinn Húsavík: öryggi Þórshöfn: Noröurraf Neskaupstaður Rafalda Revðarfjörður Rarvélaverkst. Árna E. Egilsstaðir Sveinn Guðmundsson Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson Höfn I Hornafirði: Kristall Vestmannaeyjar. Tréverk Hvolsvöllur Kaupfélag Rangæinga Selfoss: Árvirkinn Grindavík: Rafborg Garður Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavík: Ljósboginn Hafnarfjörður Rafbúö Skúla, Álfaskeiði SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300 ’ i’^ "vkilviþ " — M' cc Fjárfestu í öryggi og sofðu áhyggjulaus með matarforðan í Siemens frystikistu. GT 27B03 / 250 1 nettó... 47.400,- kr. GT 34B03 / 318 1 nettó... 53-900,- kr. GT 41B03 / 400 1 nettó... 58.500,- kr. Takmarkað magn Eddume Nezeril losar um nefstíflur ' Nezeril* er lyf sem losar um nefstíflur af völdum bólgu í nefslímhúö, t.d. vegna kvefs. Einnig er Nezeril” notaö sem stuðningsmeðferö viö miðeyrnabólgu og ofnæmisbólgum í nefi. Nezeril verkar fljótt og minnkar bólgur í nefi sem gerir þér kleift aö anda eölilega. Mikilvægt er að lesa vandlega leiðbeiningar um skömmtun sem eru á fylgiseðli meö lyfinu. Nezeril^O.SmgK •tósspray ^vuxna och barn ftfc'1 Jjpfayningar i varderaj^ 9«»ger por dag vid <ó««; Blátt Nezeril® ffyrir fulloróna Bleikt Nezeril* ffyrir böm Nezeril tæst i apdtekinu & Apócek Nezeril* (oxymetazolin) er lyf sem losar nefstlflur af völdum kvefs Verkun kemur iljótt og vanr í 6-8 kfst Aukaverkanir: Staðbuhdín erting kemur fyrir. Varúð: Ekki er ráöiagt aö taka lyliö oftar en 3svar á dag né lengur en 10 daga I senn Aö öörum v . - • * • Nj. ^ kosti er hœtta á myndun lyfjatengdrar nefslimhlmnubólgu. Nezeril á ekki aó nota við ofnæmisbóigum (nefi eða langvarandi nafstiflu af öórum toga nema i samráöi viö lækni Leitiö til læknís ef líkamshiti er hærri en 38,5° C \ lengur en 3 daga. Ef mikill verkur er til staóar, t.d. eyrnaverkur, ber elnnig aö leita læknís. Skömmtun: Skömmtun er omstakllngsbundin. Lesiö leiðbeiningar sem fylgja hverrí pakkningu lyfslns UrnböÖ og droifing: Pharmaco hf ÁSTItA tCWBBB A$tra isbnd W8BRUKRL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.