Morgunblaðið - 03.10.1995, Page 56

Morgunblaðið - 03.10.1995, Page 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I. 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Stuðningur við sauðfjárrækt hefur minnkað á þessum áratug Árlegur stuðningur iækkað um 2 milljarða STUÐNINGUR ríkissins við sauðfjárræktina verður um tveir millj- arðar árið 2000 samkvæmt búvörusamningi sem fulltrúar ríkis og bænda undirrituðu um helgina. Árið 1991 nam stuðningur ríkisins um 4,5 milljörðum. Samdráttur í árlegum stuðningi nemur því nærri 2,5 milljörðum á einum áratug. Morgunblaðið/Yann Kolbeinsson Freyshani í Garðinum NÝLEGA sást freyshani í Garðinum, en freyshani er fugl náskyldur óðinshana og á hann heimkynni I Norður-Ameríku. Sam- CJ*** kvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur þessi fugl tvisvar áður sést á íslandi, árin 1979 og 1992. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði að nýi samningurinn væri í samræmi við stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar. Hann sagð- ist telja samninginn vel viðunandi séð frá sjónarhóli ríkissjóðs og skattgreiðenda. Framlög ríkissjóðs til sauðfjárræktar héldu áfram að minnka líkt og þau hefðu gert í tíð núgildandi samnings. Friðrik sagði að árið 1991 hefðu framlög ríkis- sjóðs til sauðfjárræktar numið 4,5 milljörðum, en yrðu árið 2000 um 2 milljarðar. Framlög ríkissjóðs til atvinnugreinarinnar á síðustu sex árum hefðu verið 17,6 milljarðar, en yrðu á næsta fimm ára samn- ingstímabili tæpir 11 milljarðar. Ný sóknarfæri Halldór Asgrímsson, starfandi landbúnaðarráðherra, sagði að ef þessi samningur hefði ekki verið gerður hefði orðið fjöldagjaldþrot í sauðfjárrækt. Það hefði leitt til mikillar röskunar í byggðum lands- ins og stóraukins atvinnuleysis. Slíkt ástand hefði leitt til aukinna útgjalda ríkissjóðs til atvinnuleysis- bóta og fleiri þátta og þess vegna hefði verið mikið til þess vinnandi að finna leiðir til að skjóta nýjum stoðum undir sauðfjárræktina. Ari Teitsson, formaður Bænda- samtaka íslands, sagðist telja að þessi samningur færði bændum ný sóknarfæri. Hann sagðist þó ekki vilja draga fjöður yfir það, að samn- ingurinn uppfyllti ekki væntingar allra bænda. Nauðsynlegt hefði ver- ið að losa um tengsl á .milli stuðn- 'ings við sauðfjárræktina og fram- leiðslu. Ari sagði það sitt mat að þau skref sem stigin væru í fijáls- ræðisátt með samningnum væru nauðsynleg. ■ Stefnt að því að fækka/29 Röngu slökkviliði tilkynnt um eld Villa í neyðarsímaskrá talin eiga hlut að máli SLÖKKVILIÐINU í Reykjavík var tilkynnt um eld í húsi númer 16 við Hverfisgötu aðfaranótt sl. föstudags og hélt, eins og lög gera ráð fyrir, að Hverfisgötu 16 í Reykjavík til að ráða niður- lögum eldsins. Eftir að komið var á staðinn fjórum minútum eftir útkallið uppgötvuðu slökkviliðs- menn að eldinn væri að finna í húsi númer 16 við Hverfisgötu í Hafnarfirði en ekki í Reykjavík. Hrólfur Jónsson, slökkviliðs- stjóri í Reykjavík, segir að líklega megi rekja þetta atvik til villu er fram kom við prentun nýrrar símaskrár. Um sé að ræða blað- síðu 1, bæði í gulu skránni og þeirri bláu, en þar er m.a. að finna neyðarnúmer sjúkrabif- reiða og slökkvistöðva. Fram kemur að neyðamúmer sjúkra- bifreiða og slökkvistöðvar fyrir Hafnarfjörð, Garðabæ og Bessa- staðahrepp sé það sama og fyrir Reylqavík, Kópavog, Seltjamar- nes og Mosfellsbæ, eða 11100. Með réttu hefði neyðamúmer fyrir Hafnarfjörð, Garðabæ og Bessastaðahrepp átt að vera 51100, skv. gamla símnúmera- kerfinu, en fimm stafa númer neyðarbílanna hcifa enn ekki ver- ið aftengd þrátt fyrir að sjö starfa kerfi hafi tekið við. I lqölfar þess að villan upp- götvaðist mun Póstur og sími hafa bmgðið á það ráð að breyta neyðamúmeri slökkviliðsins í Hafnarfirði í símstöðinni til sam- ræmis við það númer er fram kemur fremst í skránni þannig að ef hringt er í 11100 frá Hafn- arfirði, Garðabæ eða Bessastaða- hreppi, svarar hjá slökkviliðinu í Hafnarfirði. Aftur á móti segir Hrólfur að ekki sé ólíklegt að sá, sem hafi tilkynnt um eld í húsi við Hverf- isgötu umrædda nótt, hafi hringt í sjö stafa númer og talið sig vera í sambandi við slökkviliðið í Hafnarfirði. Hafnfirðingurinn hljóti þannig að hafa flett upp á neyðarnúmerinu á bls. 1 og ákveðið að bæta 55 fyrir framan. Útkoman hafi verið 55-11100, sem tilheyri slökkviliðinu í Reylqavík, en ætli menn að ná til slökkviliðsins í Hafnarfirði með sjö stafa númeri, sé vissara að nota 55-51100. Að sögn Hrólfs mun ekki hafa tapast neinn tími að ráði við slökkvistarfið í Hafnarfírði vegna þessa þar sem fleiri sím- hringingar bámst um eldinn rnjög fljótt og þá til réttra aðila. ■ Nýtt neyðarkerfi/6 Víðtæk leit að unglings- stúlku í Eyjum Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. LEIT stendur yfír í Vestmannaeyjum að tæplega fímmtán ára gamalli stúlku, Steinunni Þóru Magnúsdóttur frá Selfossi, sem ekkert hefur spurst til síðan aðfaranótt sunnudags. Fé- lagar úr Björgunarfélagi Vest- mannaeyja hafa leitað á landi og kafarar hafa leitað í höfninni en einnig kom leitarhundur frá Reykjavík til Eyja í gærmorgun til að taka þátt í. leitinni. Steinunn kom til Eyja á föstudag ásamt vinkonum sínum og . jstu þær hjá vinkonu Tmni _ í Vestmannaeyj- um. Á laugardagskvöld fóru stúlkurnar á dans- leik á skemmtistaðnum Calypso og er talið að Steinunn hafi farið það- an út um klukkan tvö. Skömmu síðar sást til ferða hennar á Strand- vegi, ofan við ísfélag Vestmanna- eyja, örskammt frá Calypso. Var hún þá kiædd í svartar buxur og hvítan bol. Síðan hefur ekkert spurst til ferða Steinunnar. * W___________________________________ Steinunn Þóra Magnúsdóttir Að sögn lögreglunnar í Eyjum var tilkynnt um hvarf Steinunnar um klukkan 18:30 á sunnudagskvöld. Var þá strax farið að svipast um eftir henni og síðan var hafín skipu- iögð leit. Félagar úr Björgunarfélagi Vestmannaeyja leituðu í austur og miðbæ Vestmannaeyja aðfaranótt mánudags og í gær var nýja hraun- ið fínkembt auk þess sem leitað var víðar í bænum. Leitarhundur frá Reylqavík kom til Eyja í gærmorgun og rakti hann nokkrar slóðir, sem staðfest hefur verið að stúlkan fór ásamt vinkonum sínum en einnig rakti hann slóð að hafnarsvæðinu. Síð- degis í gær fundu kaf- arar hálsklút í höfninni sem búið er að staðfesta að Steinunn var með. Leitað var fram eftir kvöldi í gær og m.a. var höfnin slædd. Leitin hafði engan árangur borið í gær- kvöld en þá var henni frestað þar til í birtingu í dag. Afstaða Islendinga áréttuð AFSTAÐA íslenskra stjórnvalda vegna kjamasprenginga í tilrauna- skyni hefur verið áréttuð á ný við sendiherra Frakka hér á landi. I frétt frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að íslensk stjórnvöld harmi mjög að Frakkar hafí sprengt að nýju kjamasprengju í tilrauna- skyni þrátt fyrir öflug mótmæli um allan heim, og vísa í því sambandi til fyrri orðsendinga sinna vegna til- raunasprenginga Kínverja og Frakka. Morgunblaðið/Sigurgeir KAFARAR leituðu í höfninni í Eyjum í gær og fundu þar hálsklút stúlkunnar. Bandaríkjamenn íhuga byggingu álvers hér á landi Skoða aðstæður í Hvalfirði FINNUR Ingólfsson iðnaðarráð- herra sagði á fundi framsóknarfé- laganna í Reykjavík í gærkvöldi að bandarískt fyrirtæki myndi á næstu dögum lýsa yfir áhuga á að kanna umhverfisaðstæður á íslandi, meðal annars í Hvalfírði og á Reykjanesi, með það í huga að reisa álver. Finnur sagði í samtali við Morg- unblaðið að um væri að ræða aðila sem hafí verið í sambandi við ráðu- neytið og þeir séu að bera saman ísland, Venesúela, Kanada og Quat- ar með byggingu álvers í huga. Verið sé að skoða ísland sem væn- legan kost. Málið muni skýrast á næstu dög- um, en ljóst sé að Alusuisse gæti fengið samkeppni um umframraf- orku. Væntanlega þyrfti ekki að virkja sérstaklega, verði áform þessara Bandaríkjamanna að veru- leika hérlendis. Fyrirtækið væri að velta þessu fyrir sér, án þess þó að nokkru væri slegið föstu um framhaldið. Stórhættuleg afskipti Ráðherra sagði jafnframt á fund- inum að „stórhættulegt" væri að skipta sér af úrskurði Kjaradóms um laun þingmanna. Hann sagði að þversögn væri í yfirlýsingum formanns BSRB um málið, þess efnis annars vegar að þingmenn ættu ekki að þiggja kostnaðar- greiðslu en hins vegar ættu þeir að ákveða laun sín sjálfir og leggja niður Kjaradóm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.