Morgunblaðið - 07.10.1995, Side 12
12 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
AKUREYRIN EA er eitt skipa Samherja.
Samherji flytur
í húsnæði Strýtu
SAMHERJI hf. flytur starfsemi
sína úr Eimskipafélagshúsinu um
næstu áramót, í húsnæði Strýtu
hf. við Laufásgötu, sem Samheiji
á hlut í. Um er að ræða lager,
víravinnslu og vélaverkstæði, sem
reyndar verður sameinað véla-
verkstæði Strýtu.
Að sögn Þorsteins Vilhelmsson-
ar, hjá Samheija, hyggst fyrirtæk-
ið jafnframt koma sér upp bráða-
birgðaaðstöðu á austurbakka
Fiskihafnarinnar, fyrir þann þátt
er snýr að löndun skipanna.
Samheiji hefur fengið vilyrði
fýrir aðstöðu undir starfsemi sína
við vesturbakka Fiskihafnarinnar,
þegar sú aðstaða verður tilbúin.
Þar á m.a. eftir að fara í umfangs-
miklar hafnarframkvæmdir en á
þessari stundu er óvíst hvenær af
því verður.
236 % söluaukning á árinu, annaö áriö í röð!
Opel Astra
frá kr. 1.167.000.-
Bílasýning
laugardag og
sunnudag
kl. 14-17
• Opel bílar eru allir
fáanlegir meb 4ra
gíra sjálfskiptingu
sem er meb
sportstillingu og
spólvörn.
• Opel bílar eru allir
fáanlegir meb
úrvals díselvélum.
Opel Omega
gullna stýriö
Flaggskip flotans
frá Opel.
• Tveir loftpúbar
• ABS hemlabúnabur
• Fullkomin
þjófavörn
• Sjálfskipting meb
sportstillingu og
spólvörn
Opel Omega
Opel Astra station
Kr: 1.315.000.-
OPEL
4ra dyra fullbúinn m/sjálfskipt. kr. 2.680.000.-
5 dyra station fullbúinn m/sjálfskipt. kr. 2.755.000.-
Fosshátsi 1 110 Rcykjavík Sími 563 4000
Breytingar
í Oddeyr-
arskála að
hefjast
FYRIRHUGAÐAR eru miklar breyt-
ingar og endurbætur á Oddeyrar-
skála, vöruhúshúsnæði Eimskipafé-
lagsins, í framhaldi af samningi Eim-
skips og Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna um vörugeymsluþjónustu á
Akureyri.
Garðar Jóhannsson, forstöðumað-
ur Eimskips á Akureyri, segir að
stefnt sé að því að ljúka við fyrsta
áfanga verksins í kringum mánaða-
mótin nóvember/desember nk. „Við
reiknum með því að framkvæmdir
hefjist um 20. október og við byijum
á því að breyta því húsnæði sem við
erum að nota sjálfir í skálanum,"
sagði Garðar.
I þessum fyrsta áfanga verður
byggð hitageymsla og svo aftur
frostfri geymsla, sem báðar verða 1
sunnanverðum skálanum. Hins vegar
er ekki gert ráð fyrir að farið verði
í breytingar í norðurendandum fyrr
en eftir áramót, eða eftir að leigu-
samningur við Samheija rennur út.
„Við erum í miklum framkvæmda-
hug og allt er þetta að komast á
rekspöl. Undirbúningsvinnunni er að
ljúka þessa dagana og í framhaldinu
fara framkvæmdirnar í gang,“ sagði
Garðar.
-----.........
Messur
AKUREYRARPRESTAKALL:
Sunnudagaskóli Akureyrarkirkju
er á morgun kl. 11.00. Öll börn
velkomin, munið kirkjubílana.
Messað verður í Akureyrarkirkju
kl. 14.00. Bræðrafélagsfundur eftir
messu. Messað verður að Seli kl.
14.00.
GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur
og bænastund kl. 13.00 í dag.
Barnasamkoma kl. 11.00 á morg-
un, foreldrar hvattir til að koma
með börnunum. Guðsþjónusta verð-
ur kl. 14.00 á sunnudag. Fundur
æskulýðsfélagsins kl. 18.00 sama
dag. _
HJAPLRÆÐISHERINN: Kvöld-
vaka í kvöld kl. 20.30. Sunnudaga-
skóli kl. 13.30 á morgun, almenn
samkoma kl. 20.00, Erlingur Níels-
son talar. Heimilasamband kl.
16.00 á mánudag, krakkaklúbbur
kl. 17.00 á miðvikudag, hjálpar-
flokkur kl. 20.30 á fimmtudag.
HÚSAVÍKURKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11.00 í kirkjunni.
Sumarafmælisbörn fá gjöf ásamt
þeim sem átt hafa afmæli til þessa.
Nýtt efni og fjölbreyttur söngur.
Axel og Ösp koma í heimsókn.
Guðsþjónusta kl. 14.00, ferming-
arbörn aðstoða, vænst er þátttöku
fermingarbarna og foreldra þeirra.
Helgistund í Miðhvammi kl. 16.00.
KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa
kl. 18.00 í dag, laugardag og-kl.
11.00 á sunnudag.