Morgunblaðið - 07.10.1995, Page 14

Morgunblaðið - 07.10.1995, Page 14
14 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Halldór Blöndal samgönguráðherra um breytingu Pósts og Síma í hlutafélag á Telecom 95 Hagnaður Nútímmn krefst nys rekstrarforms Genf. Morgunblaðið. TELECOM, stærsta vöru- og þjónustusýningin á sviði fjarskipta í heimi, stendur nú yfir i Genf. Sýningin er haldin fjórða hvert ár og allir sem eitthvað mega sín í fjarskiptaheiminum taka þátt í henni. Póstur og sími tekur nú þátt í sýn- ingunni í þriðja sinn og er með sýningarbás á góðum stað hjá hinum Norðurlöndunum. Halldór Blöndal, samgönguráðherra, var við- staddur þegar Nelson Mandela, forseti Suður- Afríku, og Kaspar Villiger, forseti Sviss, opnuðu Telecom 95 á þriðjudag. „Það er mikilvægt að koma á þessa sýningu til að átta sig til fulls á því sem er að gerast í fjarskiptaheiminum," sagði Halldór. „Hraðinn í þróun tækninnar er gífurleg- ur og sífelldar nýjungar eiga sér stað. Það er auðveldara að skynja og skilja ný viðhorf í fjar- skiptum hér á sýningunni en úr fjarlægð. Sannfæring mín um að það sé óhjákvæmilegt að breyta rekstrarformi Pósts og síma í hlutafé- lag í eigu ríkisins hefur til dæmis orðið enn sterk- ari við að koma til Genf í þetta skipti," sagði samgönguráðherra. „Það er athyglisvert að á sýningunni fyrir fjórum árum var England eina landið í Evrópu sém hafði einkavætt símann en nú er ísland eitt af örfáum Evrópulöndum sem hafa ekki ákveðið að einkavæða fjarskiptafyrir- tæki ríkisins. Það er nauðsynlegt að breyta rekstrarformi Pósts og síma í hlutafélag í eigu ríkisins svo að stjóm fyrirtækisins geti tekið þátt í aukinni samkeppni framtíðarinnar á eðli- legum markaðsgrundvelli. Þannig er rekstrarör- yggi fyrirtækisins best tryggt.“ Olafur Tómasson, póst- og símamálastjóri, sagði að heimsóknir starfsmanna Pósts og síma á Telecom ættu sinn þátt í því að ísland býr yfir fyrsta flokks fjarskiptakerfi. „Ferðirnar hingað hafa nýst vel. Árangurinn kemur fram í því að íbúar landsins búa við góða símaþjón- ustu og hina ódýrustu innanlands sem um get- ur.“ Morgunblaðið/Holberg Másson HALLDÓR Blöndal, samgönguráðherra , ásamt Ólafi Tómassyni, Póst- og síma- málastjóra á Telecom 95 IC.FI ■c tíjá Hrað- frystihúsi Eskifjarðar HAGNAÐUR Hraðfrystihúss Eski- fjarðar hf., samkvæmt uppgjöri eft- ir fyrstu átta mánuði ársins, nemur 205 milljónum króna, en á sama tíma í fyrra var hagnaðurinn 143 milljónir króna. Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri, segir að þessa góðu afkomu megi að mestu þakka síldveiðum í sumar. Eigið fé fyrir- tækisins er 605 milljónir króna. Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. rekur frystihús, rækjuvinnslu og bræðslu og rekur bæði ísfisktogara og nótaskip. „Hagnaðurinn hjá vinnslunni er 152 milljónir króna fyrstu átta mánuði og útgerðin skil- ar 53 milljónum króna,“ segir Magnús. „Ég á von á að hagnaðar- tölur verði eitthvað lægri í árslok. Fyrstu átta mánuðirnir voru góðir, en það má búast við daprara útliti í haust.“ KOMm OG RCVNSLl'AKiÐ. Meö einu handtaki lyftist barna- stóllinn upp og barnið getur notað bílbeltið á öruggan hátt. RENAULT for á kostum ÁRMÚLA 13 SÍMI: 568 1200 BEINN SlMI: S53 1236 INNBYGGT ÖRYGGL FYRIR BÖRNIN! Innbyggði barnabílstóllinn í Renault 19 veitir barninu öryggi án þess að vera fyrir þegar barnið er ekki í bílnum. En Re4ault 19 RN er fleiri góðum kostum búinn: Aflstýri, rafdrifnum rúðum, fjarstýrðri samlœsingu á hurðum, fjarstýrðu útvarpi og segulbandstœki með þjófavörn, tvtskiptu niðurfellanlegu aftursœti með höfuðpúðum og styrktarbitum i hurðum svo fátt eitt sé talið: Renault 19 RN er því örugglega góður kostur fyrir alla fjölskylduna því verðið er nú aðeins 1.265.000 kr. kominn á götuna. Opio í dag, laugardag KL. 10-17. Möguleiki á ylrækt á Suðurnesjum í athugun 300-350 milljón fjárfesting HAFIN er könnun á hagkvæmni þess að reisa ylræktarver við Grindavík og gætu framkvæmdir hafist strax á næsta ári. Stofn- kostnaður þessa vers gæti orðið á bilinu 300-350 milljónir króna og myndi það skapa u.þ.b. 40 störf. Það eru Hitaveita Suðumesja, Grindarvíkurbær, Gjöfur hf. og Markaðs- og atvinnumálaskrif- stofa Reykjanesbæjar (MOA), sem standa að þessari könnun. Hugmyndin með ylræktarveri á Suðurnesjum er að framleiða líf- rænt ræktað grænmeti til útflutn- ings til Evrópu allan ársins hring, að sögn Jóns Björns Skúlasonar, atvinnuráðgjafa hjá MOA, sem stýrir verkefninu fyrir hönd skrif- stofunnar. Eftirspurn fer vaxandi Jón Björn segir að helst sé litið til Þýskalands og Englands sem hugsanlegra markaðssvæða, enda hafí eftirspurn eftir lífrænt rækt- uðu grænmeti aukist til muna þar að undanförnu. „Við vonumst til þess að með þessari arðsemiskönn- un getum við séð hvort það sé yfirleitt mögulegt að framleiða líf- rænt ræktað grænmeti til útflutn- ings hér á landi. Við höfum þegar lokið við forkönnun sem lofar góðu, að gefnum ákveðnum mark- aðsforsendum.“ Jón Bjöm segir að hagkvæmni slíkrar fjárfestingar hér á landi felist einkum í lágu orkuverði. Til staðar þurfí að vera mikil raforka og gufa og því sé staðsetning í Grindavík, í nágrenni Svartsengis, talin vera álitlegur kostur. „Þessi ræktun yrði mun umfangsmeiri en það sem við höfum séð hérlendis hingað til. Fram til þessa hafa ís- lenskir bændur aðeins getað útveg- að grænmeti í mjög stuttan tíma á hveiju ári og það hefur gert út- flutning nánast ómögulegan. Hér er hins vegar verið að tala um allt annað ræktunarmynstur, enda ætl- unin að vera með stöðugt framboð allt árið um kring.“ Skuldabréfaútboð hjá OLÍS SKULDABRÉFAÚTBOÐ OLÍS hefst í dag hjá Landsbréfum. Um er að ræða skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir króna til 10 ára og bera þau fasta vexti upp á 6,39% auk verðtryggingar. Að sögn Dav- íðs Bjömssonar, deildarstjóra Verð- bréfamiðlunar Landsbréfa, er markmið þessarar lántöku að draga úr vægi skammtímaskulda á efna- hagsreikningi auk þess að mæta fyrirhuguðum fjárfestingum í nýj- um bensínstöðvum, en t.d. hyggst félagið reisa nýja bensínstöð við Sæbraut nú í haust, auk þess sem ráðist verður í endurnýjun stöðvar- innar í Álfheimum. Davíð segist hafa orðið var við mikinn áhuga á þessum bréfum og nú þegar sé búið að selja bréf fyrir 80 milljónir króna að nafnvirði. Hann gerir því ráð fyrir að útboðinu verði lokið á næstu 2-3 vikum. Skuldabréfin verða skráð á Verð- bréfaþingi Islands. ÖRYGGI TÖLVUNOTENDA ! í fyrirrúmi á laugardagskynningu í Tæknivali Opið frá 10 00 til 16 00 Við kynnum þér allt um afritunartöku, þjófavarnir, varaaflgjafa og margt fleira sem snýr að öryggi tölvubúnaðar og tölvugagna ýmiskonar á laugardags- kynningu í Tæknivali. Misstu örugglega ekki af því! Tæknival Skeifunni 17 - Sími 568-1665 - Fax 568-0664

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.