Morgunblaðið - 07.10.1995, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 15
VIÐSKiPTI
*
Alverð hækkar
vegna verkfalls
London. Reuter.
HEIMSMARKAÐSVERÐ á áli
hækkaði í gær vegna frétta um verk-
fall 4.000 starfsmanna þriggja álvera
Alcan-fyrirtækisins í Kanada.
Verðið hækkaði um 30 dollara
tonnið í 1800 dollara úr 1773 dollurm
í fyrradag. Talið er að verðið geti
farið upp í 1815 dollara, þótt búizt
hafi verið við verkfalli í nokkra daga
og áhrifin hafi þegar komið fram í
verðinu.
Mestöll framleiðsla Alcan fer á
Norður-Ameríkumarkað. Áhrif verk-
fallsins geta fljótlega komið fram í
staðgreiðsluverði að sögn kunnugra,
en Alcan kann að hafa komið sér
upp varabirgðum meðan viðræður
hafa farið fram og það kann að draga
úr áhrifunum.
Verkfallið kemur niður á verunum
Arvida, sem framleiðir 232.000-tonn
á ári, Laterriere, sem framleiðir
204,000-tonn, Beauharnois í Meloc-
heville, sem framleiðir 48.000 tonn
og 1.2 milljóna tonna súrálshreinsun-
arstöð, Vaudreuil.
Fyrsta verkfall í 16 ár
Vinna stöðvaðist síðast fyrir 16
árum hjá Alcan, sem er annar mesti
álframleiðandi heims. Til þriggja
mánaða verkfalls kom 1979 og sex
mánaða verkfalls 1976.
Að verkfallinu nú stendur verka-
lýðssambandið FSSA, sem 12 félög
starfsmanna Alcan í Quebec eru í.
Sérfræðingar hafa gert ráð fyrir
að stjórnendur Alcan geti starfrækt
álverin með minnkuðum afköstum
þrátt fyrir verkfall.
Samningar hafa verið lausir síðan
22. maí og viðræður hafa staðið yfír
síðan í marz.
Hlé á olíu-verðlækkun
London. Reuter.
OLÍUVERÐ varð stöðugra í gær eft-
ir 50 senta lækkun í vikunni, en tai-
ið er aðeins stutt hlé hafí orðið lækk-
uninni.
Nóvemberverð hækkaði um 9 sent
í London, en svartsýni er ríkjandi,
meðal annars vegna nýs uggs um
takmarkaða sölu frá írak, og bent
er á skýrslu frá Alþjóðaorkumála-
stofnunni IEA um offramboð á olíu
í heiminum.
Stofnuninm segir að heimsbirgð-
irnar hafi farið yfir 70 milljónir tunna
á dag að jafnaði á þriðja fjórðungi
ársins. Aukningin stafar ekki sízt af
mikilli framleiðslu ríkja utan Sam-
taka olíusöluríkja, OPEC.
Um leið hefur olíunotkun í Banda-
ríkjunum verið minni en búizt hefur
verið við. Samkvæmt leiðréttri spá
um eftirspurn á þriðja ársfjórðungi
í Norður-Ameríku verður eftirspum-
in 19.7 milljónir tunna á dag, eða
300.000 tonnum minni en áður hafði
verið gert ráð fyrir.
Verð á gulli lækkaði nokkuð í
London gær og viðskipti voru með
minnsta móti vegna leiðtogafundar
sjö helztu iðnríkja heims, sem hefst
í Washingj;on í dag.
Únsa af gulli seldist við lokun í
gær á 383,15 dollara og hafði lækk-
að um 10 sent síðan á fimmtudag.
Verð á silfrí hækkaði um 4 sent í
5,37 dollara.
Verð á piatínum lækkaði um 2,10
dollara í 411 dollara og verð á pallad-
íum hækkaði um 50 sent í 135,25
dollara.
STEINAR WAAGE
Af tilefnislausri skemmdarfýsn voru 3000 pör af notuðum skóm
eyðilögð í bruna í þessum gámi um síðustu helgi.
Við höfum nú þegar fengið nýjan gám frá Samskipum, sem
stendur við Skóverslun Steinars Waage við Domus Medica.
Atakið „Látum skóna ganga aftur“ hefur skilað 30.000 pörum af
notuðum skóm til bágstaddra á síðastliðnum 3 mánuðum.
LAUGARDAG 7. okt. kl. 10-16 og SUNNUDAG 8. okt. kl. 13-17
BRUNAS-INNRETTINGAR KYNNA NYJA HONNUN BAÐINNRETTINGA
í VERSLUN BRÚNÁS-INNRÉTHNGA AÐ ÁRMÚLA 17A
BAÐINNRETTINGAR FRA BRUNAS-INNRETTINGUM
BERA MEÐ SÉR FERSKAN ANDBLÆ í SAMSPILILITA OG FORMA
BAÐINNRETTINGARNAR ERU HONNUN
GUÐRÚNAR M. ÓLAFSDÓTTUR OG ODDGEIRS ÞÓRÐARSONAR