Morgunblaðið - 07.10.1995, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 07.10.1995, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Hærri launagreiðslur fiskvinnslustöðva í Danmörku Engin ormaleit og nær mörkuðum SAMKVÆMT Kjararannsókna- nefnd voru meðallaun í dagvinnu hér á landi um 460 krónur á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, en meðal- laun í dönskum frystihúsum um 800-1000 krónur á hveija klukku- stund. Amar Sigmundsson, formað- ur, Samtaka fiskvinnslustöðva, seg- ir að þessi mikii munur felist m.a. í því að ekki sé leitað að hringormi í dönskum fiskvinnslustöðvum, meiri nálægð við markaði og styrkj- um frá ESB. Tímakaup í Danmörku er með því hæsta í heimi, en launatengd gjöld eru í lægri kantinum, að sögn Arn- ars Sigmundssonar. Hann segir að þegar leitað sé skýringa á styttri vinnutíma og hærri launum í fisk- vinnslu í Danmörku heldur en á ís- landi beri að hafa í huga að dansk- ar fiskvinnslustöðvar greiði ein- göngu fyrir unninn tíma. Á hveijum 8 klst. greiði þær því fyrir 7,5 klst. Á íslandi sé því á hinn bóginn þannig varið að neyslu- hlé, þ.e. kaffitímar, teljist til vinnu- tímans, þannig að á hverjum átta klst. séu greiddir 8 tímar, þótt að virkur vinnutími sé rétt rúmar 7 klst í annan stað segir Arnar að launatenglar í íslenskri fiskvinnslu séu rúmlega 33% á sama tíma og dönsk fiskvinnsla greiði um 20% í launatengd gjöld. Mismunurinn komi að nokkru leyti frá danska ríkinu. „í könnun Kjararannsóknanefnd- ar 1985 á afköstum í dönskum og íslenskum frystihúsum í blokkar- vinnslu kom fram að afköstin í Danmörku voru mun meiri, að veru- legai leyti vegna þess að þar er dýr- mætum tíma starfsfólks ekki eytt í að leita að ormi í fiski,“ segir Arnar. „Þegar skoðaður var heildar- launakostnaður í dönskum og ís- lenskum frystihúsum á hvert fram- leitt kfló kom í ljós að hann var lægri í Danmörku. Sá mismunur hefur sjálfsagt minnkað eftir að tekið var upp hóplaunakerfi hér á landi, sem leitt hefur til fækkunar starfsfólks og umtalsverðrar af- kastaaukningar á hvem unninn tíma. Nauðsynlegt er að endurtaka þennan samanburð og því hefur verið ákveðið að fulltrúar frá Kjara- rannsóknanefnd fari til Danmerkur innan tíðar." Helgi segir að þarna sé ekki tek- ið tillit til þess að dönsk fiskvinnsla njóti ESB-styrkja og aðstoðar frá sveitarfélögum, ekki síst í Hanst- holm þar sem ESB hafi byggt upp hafnaraðstöðuna. Þá standi dönsk fiskvinnsla nærri sínu markaðs- svæði og þar eigi sér stað hröð dreif- ing á afurðum, sem leiði til þess að vextir af afurðalánum séu í lág- marki og sama gildi um flutnings- kostnað. „Kostnaður við verktafír hér á landi, m.a. vegna hringorms, getur numið á bilinu 400-600 milljónir á ári,“ segir Arnar. „Hráefniskostnað- ur virðist vera svipað hlutfall hjá dönskum og íslenskum frystihúsum, hlutfail vinnulauna einnig, en þeir njóta nálægðar við markaðinn, sem kemur fram í hraðari afskipunum og leiðir af sér minni fjármagns- kostnað hjá fyrirtækjunum." í samanburði á nokkrum lykil- tölum úr íslenskri og norskri rekstr- arkönnun vegna ársins 1992 kom fram að vegna meiri afkasta í norsk- um frystihúsum var launakostnaður á hvert kíló svipaður, þrátt fyrir að laun á greidda klukkustund væru umtalsvert hærri þar. „Þessi mis- munur helgast meðal annars af því að norsk fískvinnsla þarf ekki að eyða dýrmætum tíma í leit að hring- ormi í fiski,“ segir Arnar. Söluvertíðin hófst fyrr en undanfarin ár Verðhækkun á saltfiski „SALAN hefur gengið vel hjá okkur eins og öðrum,“ segir Jón Ásbjöms- son. Hann segir að undanfarin ár hafí hlaðist upp töluverðar birgðir af saltfíski yfír sumartímann þegar eftirspurn hafí verið í lágmarki, en það hafí ekki verið raunin núna. „Söluvertíðin hófst fyrr en undan- farin ár eða í lok ágúst.“ Hann segir að það hafí orðið til þess að nú séu nánast engar birgð- ir til af saltfíski, sem geri það að verkum að verðið hafí hækkað. I framhaldi af því hafi Portúgalar farið fyrr af stað í kaupum sínum á stórum saltfíski fyrir jólin, sem hafí hækkað verðið enn meira. „Það virðist vera góður markaður fyrir saltfísk núna,“ segir Jón. „Það kemur okkur dálítið á óvart vegna þess að samkeppnisaðilar okkar Norðmenn hafa aukið þorskkvótann og keypt mikið af þorski frá Rúss- um. Þrátt fyrir það verðum við lítið varir við þá á okkar mörkuðum. Skýringin er kannski sú, að þeir hafa aukið til muna sölu á þurrkuð- um þorski til Suður Ameríku. Jón segir að íslenski fiskurinn hafi öðlast sérstakan sess á kröfu- hörðustu mörkuðunum sem borgi jafnframt hæsta verðið. Það sé fyrst og fremst á Spáni og Ítalíu, en stærsti fiskurinn fari til Portúg- al. _ Ástæðan fyrir sérstöðu fslend- inga sé sú að vegna lágra aflaheim- ilda komi íslensku skipin aðeins með allra dýrasta, stærsta og besta fískinn að landi. Komi annar fiskur óvart inn fyrir fari hann beint í sjó- inn aftur. íslendingar hafí því upp á úrvals afurðir að bjóða. „Eftirspumin eftir saltfiski hefur verið óvænt og hækkað verðið á síðustu vikurn," segir Jón. „Hins vegar bíðum við eftir línutvöföldun- inni, því þá fer allt á fullt. 1. nóvem- ber má veiða tvö kíló á línu fýrir hvert kíló af kvóta. Það skilar sér til okkar, því það er eingöngu línu- og færafiskur sem fer á þessa dýru markaði. Þangað til eru þessir markaðir sveltir og verð pínt upp úr öllu valdi. Það er ekki nógu gott mál, því það verður að hlúa að þess- um mörkuðum." FRÉTTIR: EVRÓPA Enn vonlaust Brussel. The Daily Telegraph. „ VIÐ verðum að kenna fólki að láta sér þykja vænt um sameigin- legu myntina," segir Yves-Thi- bault de Silguy, framkvæmda- stjórnarmaður Evrópusambands- ins, sem er ábyrgur fyrir innleið- ingu sameiginlegs gjaldmiðils Evrópuríkja. Hann á hins vegar við þann vanda að stríða, enn sem komið er, að það er erfitt að láta sér þykja vænt um eitthvað sem heitir ekki neitt. Af ecu (sem segir EMU?) Það eina, sem telja má víst, er að gjaldmiðillinn mun ekki heita ecu, eins og talað er um í Ma- astricht-samningnum. Þjóðveijar fella sig engan veginn við nafnið, enda hljómar „ein Ecu“ eins og „eine Kuh“, þ.e. kýr. Nú stefnir hins vegar allt í að nýi gjaldmiðillinn verði kallaður Evró, finni enginn eitthvert annað bráðsnjallt nafn. Fyrir brezka ihaldsmenn, sem myndu frekar láta lífið en Ieggja niður sterlings- pundið, er Evró-nafnið himna- sending. Aðeins nafnsins vegna er nýi gjaldmiðillinn líklegur til að verða að athlægi. Ekki nóg með að engar tvær þjóðir í Evrópu beri nafnið eins fram, heldur virðist allt með „Evró“ fyrir framan fremur mis- heppnað. Það er nánast náttúru- lögmál. Eurotunnel, sem rekur Ermar- sundsgöngin, hefur nýlega unnið það afrek að komast í vanskil með átta milljarða punda. Systurfyrir- tækið, Eurostar, sem ekur hálf- tómum lestum í gegnum vanskila- göngin, eyddi mörgum milljónum eitt „Evró“? í að auglýsa nafn sitt, en uppgötv- aði svo á þessu ári að lítið franskt hraðpóstsfyrirtæki átti einkarétt á því. Nú verður Eurostar annað hvort að mála lestarnar upp á nýtt, endurprenta matseðlanna og hefja nýja auglýsingaherferð, eða — sem er líklegra — kaupa nafna sinn til að skipta um nafn. Svo er það Evró-Disney, hug- djörf tilraun til að flytja hinn brosandi Mikka mús inn til Amer- íkufjandsamlegasta lands utan múhameðstrúarrikjanna. Garður- inn var opnaður á frábærum tíma, einmitt í dýpstu kreppu frá því á fjórða áratugnum og hefur tapað stórfé. Ef til vill fer lukkuhjólið að snúast aftur, nú þegar garður- inn hefur tekið þá ákvörðun að losa sig við Evró-nafnið og verða Disneyland Paris. Vond tónlist og gagnslaus her Listanum lýkur ekki hér. Við höfum Evróvision-söngvakeppn- ina, sem er fræg fyrir að fram- leiða verstu tónlist á reikistjörn- unni; svo slæma að rólyndir Norð- urlandabúar hafa efnt til óeirða vegna þess hversu hörmuleg lög hafa verið valin fyrir þeirra hönd. Svo höfum við Evró-herfylkið, fransk-þýzk-belgísk-spænskan her, sem hefur aldrei barizt, tekið þátt í friðargæzlu, mannúðarað- stoð eða gert neitt yfirleitt nema þramma í ferhyrninga og rífast um á hvaða tungumáli eigi að gefa skipanir. Ekkert með forskeytinu „Evró“ virðist hafa getað hrist af sér þessa bölvun. Ríkjaráðstefnan Frakkar og Þjóð- veijar vinna að sam- eiginlegri áætlun Brussel. Reuter. FRANSKIR og þýskir embættis- menn vinna nú að sameiginlegri áætlun um hvernig Evrópusamband- ið eigi að þróast í framtíðinni. Herma heimildir að þetta sé ekki síst gert til að slá á vangaveltur um stirðleika í samskiptum ríkjanna eftir kjör Jacques Chiracs Frakklandsforseta. Utanríkisráðherrar ríkjanna, Klaus Kinkel og Hérve de Charette, munu hittast á fundi síðar í mánuðin- um eða í byijun nóvember og ganga þar endanlega frá hinni sameigin- légn áætlun, sem lögð verður fram á ríkjaráðstefnunni á næsta ári. Mjög skiptar skoðanir eru milli ríkjanna vegna ríkjaráðstefnunnar. Þjóðveijar leggja til að mynda mikla áherslu á aukin völd Evrópuþingsins og eru undir miklum þrýstingi frá stjórnalagadómstól sínum í þeim efnum. Frakkar eru hins vegar and- vígir auknum völdum þingsins og vilja í staðinn auka vægi ráðherrar- áðsins. Þjóðveijar vilja auka meirihlutaat- kvæðagreiðslur þegar utanríkismál eru til umfjöllunar innan ESB en Frakkar vilja halda sjálfræði sínu í utanríkismálum. Þá deila ríkin einnig um stefnuna í málefnum innflytjenda og pólitískra flóttamanna. Vilji til samstarfs Margir fréttaskýrendur hafa und- anfarna mánuði velt því fyrir sér hvort að kjör Chiracs muni hafa í för með sér að draga muni úr sam- starfi Frakka og Þjóðvetja, en það hefur verið drifkraftur ESB-sam- starfsins í fjóra áratugi. Embættismenn segja þetta sam- starf sem nú á sér stað tákn um vilja ríkjanna til að viðhalda mikil- vægi samstarfsins. Þá lögðu ríkin fyrr í vikunni fram sameiginlega áætlun um endurreisn fyrrum Júgó- slavíu. Ekki eru þó allir sáttir við þetta samstarfs og sagði einn emb- ættismaður að rifrildi hefði brotist út á undirbúningsfundi fyrir ríkj- aráðstefnuna í vikunni þegar fulltrú- ar Benelux-ríkjanna sökuðu stóru ríkin um að reyna að ráða ferðinni í of ríkum mæli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.