Morgunblaðið - 07.10.1995, Page 21

Morgunblaðið - 07.10.1995, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 21 Reuter Deilt um framtíð Quebec KOSIÐ verður um það í Quebec 30. október hvort segja beri ríkið úr lögum við Kanada og stofna sjálfstætt ríki eður ei. Er mikill hiti í kosningabaráttunni og var myndin tekin á útifundi andstæð- inga sjálfstæðis í Montreal í fyrrakvöld. Fjármálaráðherrar G7-ríkjanna á fundi í Washington Minni fjárlaga- halli er mikilvægastur Washington, Tókýó. Reuter. BÚIST er við, að fjármálaráðherrar og seðlabankastjórar G7-ríkjanna muni lýsa því yfir í dag, að efna- hagsástandið í heiminum sé á bata- vegi og heiti aðgerðum til að svo megi verða áfram. Ætla þeir að vinna að því saman að styrkja gengi dollarans en mikilvægast er að draga úr fjárlagahalla ríkjanna. „Hagvöxtur verður góður á næsta ári,“ sagði Robert Rubin, fjármálaráðherræ Bandaríkjanna, „en sá, sem sofnar á verðinum, skilur ekki við hvað er að fást.“ Ráðherrafundur G7-ríkjanna, Bandaríkjanna, Bretlands, Frakk- lands, Ítalíu, Japans, Kanada og Þýskalands, er haldinn í Washing- ton samtímis ársfundi Alþjóðagjald- eyrissjóðsins en sérfræðingar hans spá því, að hagvöxtur í heiminum verði 4,1% á næsta ári. Á þessu ári verður hann líklega 3,7% og var 3,6% á síðasta ári. Áföllum afstýrt Horfurnar voru ekki jafnbjartar fyrr á þessu ári. Þá lá við fjármála- hruni í Mexíkó og lækkandi gengi á dollar ógnaði auknum hagvexti í Evrópu og sérstaklega í Japan. Úr hvorutveggju hefur ræst. Mexíkó- stjórn tilkynnti í fyrradag, að hún ætlaði að endurgreiða 700 milljónir dollara af 12,5 milljarða dollara láni, sem hún fékk í Bandaríkjun- um, og frá því í apríl hefur gengi dollara hækkað um 20% gagnvart japönsku jeni. Búist er við, að á G7-fundinum verði rætt um leiðir til að koma í veg fyrir áföll eins og þau, sem urðu í Mexíkó, og er ætlunin að koma upp 50 milljarða dollara vara- sjóði í því skyni. Á fundinum mun mæða mikið á Masayoshi Take- mura, fjármálaráðherra Japans, því að hann verður að fullvissa aðra um, að engin hætta sé á ferðum í japönsku fjármálalífi þrátt fýrir þau áföll, sem ýmsar bankastofnanir í landinu hafa orðið fyrir. Þá mun hann einnig reyna að fá stuðning við samræmdar aðgerðir til að hækka gengi dollarans. Steypireyður í stað sardínu Rabat. Reutcr. SJÓMENN frá Marokkó, sem voru á sardínuveiðum í Atlantshafi, fengu fyrir skömmu steypireyði í netin, að því er segir í frétt MAP- fréttastofunnar. Hvalurinn reyndist 13 metra langur og munaði minnstu að hann færði 11 metra bát sjómannanna í kaf þar sem hann var á veiðum skammt undan bænum Tarfaya. Haft var eftir skipstjóranum að hvalurinn hefði ekki getað losað sig úr prísundinni, þrátt fyrir að hann hefði brotist um í hálfan sólarhring. Ekki var ljóst hvort að hvalurinn myndi lifa af, en steypireyður er orðin afar sjaldgæf vegna ofveiði fyrr á öldinni. UD getur borgað sig í Fjörðinn. Stálhraustu norsku Intra eldhúsvaskarnir eru í dag á ótrúlegu tilboðsverði eða frá 6.379 kr. Einnig minnum við á Kvik vörulistann en hann léttir þér leitina að eldhús- eða intra baðinnréttingunni þinni og bíður uppá hagkvæmar og fallegar lausnir. Bæjarhrauni 8 Hafnarfirði Sími 565 1499

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.