Morgunblaðið - 07.10.1995, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIUT
LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 23
Krefjast
lausnar
Lama
TÍBESKIR munkar mótmæltu
því í gær að Kínveijar skyldu
taka höndum sex ára gamlan
dreng sem munkarnir telja að
sé næstæðsti leiðtogi þeirra
endurborinn, Panchen Lama.
Fóru munkamir í hungurverk-
fall fyrir framan sendiráð Kín-
veija í Nýju-Dehli á.,Indlandi
og kröfðust þess að þeir létu
drenginn þegar lausan.
Framfara-
flokkurinn
klofinn
DANSKI Framfaraflokkurinn
klofnaði í gær í tvær fylkingar
á danska þinginu. Kvaðst fyrr-
um flokksleiðtogi, Pia Kjærsga-
ard, ætla að stofna Danska
þjóðarflokkinn ásamt þremur
öðram þingmönnum Framfara-
flokkins. Er flokkur Kjærs-
gaard hófsamari en Framfara-
flokkurinn, sem Mogens Glist-
rup stofnaði.
Aukinn við-
skiptahalli
við Kína
HÁTTSETTUR bandarískur
embættismaður sagði í gær að
stjómvöld byggjust við að við-
skiptahallinn við Kína myndi
ná 38 milljörðum dala á þessu
ári og 45 - 50 milljörðum á því
næsta.
Talsmaður
handtekinn
JAPANSKA lögreglan varð sér
í gær úti um handtökuheimild
á talsmann sértrúarsafnaðarins
Æðsta sannleiks. Hann hefur
varið söfnuðinn af mikilli hörku
í fjölmiðlum en er nú ákærður
fyrir að falsa skjöl í tengslum
við kaup á landi. Er þetta mik-
ið áfall fyrir söfnuðinn þar sem
allir yfirmenn hans eru nú á
bak við lás og slá.
Mannfall hjá
Zúlúmönnum
AÐ MINNSTA kosti 118 manns
hafa látið lífið í ofbeldisöldu
sem gengið hefur yfir á svæði
Zúlúmanna í Suður-Afríku á
einni viku. Þar af létust 14 í
gær, m.a. í átökum við lög-
reglu. Átökin á svæðinu frá því
í kosningum í apríl á síðasta
ári hafa kostað um 1.100
manns lífið.
Líðan Glig-
orovs versnar
LÍÐAN Kiros Gligorovs, forseta
Makedóníu, hefur versnað, en
hann særðist mikið í sprengjut-
ilræði á þriðjudag. Að sögn
búlgarsks dagblaðs er nú ekki
útilokað að meiðsli forsetans
kunni að draga hann til dauða.
Opal í rénun
LEIFAR fellibylsins Opal fóru
í gær um norð-austurhluta
Bandarríkjanna og Austur-
Kanada en hann er nú í rénun.
Talið er að allt að 21 hafi far-
ist er Opal gekk yfir Flórída
og Mexíkó fyrr í vikunni en auk
þess er á þriðja tug manna
saknað.
Sprengjutilræði og
átök í Tsjetsjníju
Moskvu. Reuter.
ANATÓLÍJ Romanov hershöfðingi
og yfirmaður rússneska herliðsins
í Tsjetsjníju særðist alvarlega í
sprengjutilræði í Grosní, höfuðborg
héraðsins, í gær. Varð sprengjan
nokkrum rússneskum hermönnum
að bana og særði aðra.
Vjatsjeslav Míkhaílov, ráðherra
þjóðarbrota og helsti samninga-
maður Moskvustjórnarinnar í
Tsjetsjníju, sagði í viðtaii við Inter-
fax-fréttastofuna, að Romanov
hefði hlotið opið höfuðkúpubrot og
væri líðan hans alvarleg.
Talsmaður Borís Jeltsíns, forseta
Rússlands, sagði, að staðið yrði við
samninga við tsjetsjenska uppreisn-
armenn þrátt fyrir sprengjutilræðið
en tilræðum af þessu tagi hefur
fjölgað að undanförnu.
Oleg Soskovets, fyrsti aðstoðar-
forsætisráðherra Rússlands, sagði,
að sprengingin hefði orðið í göngum
í miðborg Grosní og átti sér stað
þegar Romanov fór um þau í bíla-
lest frá hernum.
95
%KY1WW
VINSÆLASTI SÖNGLEIKUR ALLRA TlMA
□
BRIMBORG
ATRIÐI UR ROCKY HORROR BRIMBORG KL13:00
OG NÓATÚN AUSTURVERI KL 14:00
Á LEIÐ TIL BETRI
LÍFSKJARA
Til þess að lífskjör á íslandi verði sambærileg eða betri en lífskjör í nágrannalöndunum er grundvallaratriði að koma
ríkisfjármálum í gott horf. Enn eru gjöld ríkissjóðs meiri en tekjur og halli er á ríkisrekstrinum. Það gengur ekki. Enginn
vill láta börnin greiða fyrir eyðslu foreldranna. Stöðva verður skuldasöfnun ríkisins. Ekki dugar að skrifa áfram á
reikning þeirra sem erfa landið. Lífskjör komandi kynslóða, og okkar, eru í húfi.
Um tvær leiðir er að velja, leið ■ Meö sparnaði eða leið ■ Án aðgerða
Afkoma ríkissjóðs
Verðlag 1995
Hagvöxtur,
1995
áætlun
1996
áætiun
1997
áætlun
1998 1999
áætlun áætlun
Hagvöxtur heldur áfram
Afkoma ríkissjóðs batnar
Náist jafnvægi í ríkisfjármálum mun hagvöxtur á
Islandi halda áfram að aukast. Hagvöxturinn
verður sambærilegur við það sem best gerist í
nágrannalöndunum.
Ríkissjóður verður rekinn með fjögurra milljarða króna
halla á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu.
Miðað ervið að jafnvægi náist í ríkisfjármálum árið 1997.
Verði ekkert að gert, blasir við 16 milljarða króna halli á
ríkisrekstrinum á árinu 1999.
Aukning kaupmáttar
Vísitala er 100 árió 1994
1994 1995 1996 1997 1998 1999
■ Meö sparnaöi Sð Án aögeröa
■ Meö sparnaöi M Án aögeröa
Vaxtagreiðslur lækka
Kaupmáttur heimilanna eykst
Ef tekst að draga úr eftirspurn ríkisins á lánamarkaði
með auknu aðhaldi geta vextir lækkað. Ef vextir
lækka um 1 % léttist greiðslubyrði fjögurra manna
fjölskyldu sem skuldar 5 milljónir króna um 50
þúsund krónur á ári. Ríklð greiðir í ár vexti sem
svarar til nær 190 þúsund króna á hverja fjögurra
manna fjölskyldu. Ef ekkert er að gert hækkar sú
tala í 270 þúsund krónur árið 1999.
Fólk fær meira fyrir peningana sina nú en áður.
Kaupmáttur hefur aukist umfram hagvöxt síðustu tvö
ár og eykst enn á næsta ári með sparnaði I
ríkisrekstrinum. í lok næsta árs hefur kaupmáttur
fjögurra manna fjölskyldu með 200 þúsund króna
ráðstöfunartekjur aukist um 9.500 krónur á mánuði.
TÖKUM ÁBYRGÐ Á FRAMTÍÐINNI
Ríkisstjórnin hefur valið sparnaðarleiðina. Leiðina til betri lífskjara. Gert er ráð fyrir að halli á ríkissjóði 1996 verði minni
en hann hefur verið í tíu ár og árið 1997 verði jafnvægi náð. Slíkur sparnaður er vissulega erfiður, en hann er forsenda
þess að hagvöxtur og kaupmáttur aukist, vextir lækki og fjöldi nýrra starfa verði til á íslandi.
Sjálfstæðisflokkurinn