Morgunblaðið - 07.10.1995, Síða 31

Morgunblaðið - 07.10.1995, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1996 31 Hvað á netið að heita? FYRIR nokkru hét Sveinbjöm Björnsson háskólarektor á máls- metandi menn að vernda íslenska tungu fyrir óæskilegum áhrifum enskunnar varðandi hugtök og nafngiftir á Internetinu. .. er mikilvægt,“ segir hann í viðtali 6. júlí sl., „að skipulega sé unnið að því að búa til íslensk orð yfír alla þessa nýju tækni.“ Hann óttast að „ef við reynum ekki að finna þess- um nýju hugtökum íslensk orð yrði íslenski orðaforðinn fljótlega ekki til annars en að lesa gamlar sög- ur, en ekki til að lýsa daglegu lífí“. Þessar áhyggjur háskólarektors eru kannski settar fram á fullátak- anlegan máta. íslenskt tölvufólk hefur sérstaka orðanefnd, sem unnið hefur gott starf og varla látið nokkuð erlent tölvuorð fram- hjá sér fara. Hvað erlend sam- skipti varðar, þá held ég að jafn- vel alhörðustu mál- vemdarmenn séu sammála þeim efa- semdum rektors að „íslenskan dugi [skammt] til að kom- ast áfram í heimin- um“. Internet = alnet eða alþjóðanet? Einn aðili hefur ákveðið að taka áskor- un rektors að vernda landann fyrir enskum orðum á Intemetinu, en það er Morgun- blaðið sjálft. Hefur blaðið ákveðið að Internetið skuli vera „alnet“ upp á íslenska tungu. Þar sem ég hef skrifað um tölvu- mál fyrir blaðið í nokkurn tíma, forvitnaðist ég um það á ritstjórn blaðsins hvaðan þetta heiti væri fengið. Var mér sagt að tvö heiti hafí komið upp, þ.e. „alnet“ og „alþjóða- net“, og einhvern veg- inn hefði það æxlast að „alnet" hafi orðið ofan á. Morgunblaðið rekur „hreintungu- stefnu“ og er þetta lið- ur í henni. Hreintungustefna er nokkuð sem við ís- lendingar höfum í langan tíma verið mjög hreyknir af. Sjálfur hefur ég gætt þess í tölvupistlum mínum að nota íslensk orð yfir öll þau tæknihug- tök, sem komið hafa fyrir í pistlum mínum, með einni undantekningu: „Internetið" hefur aldrei verið Það hefur vafalaust vakið athygli lesenda 'Morgunblaðsins að Internetið hefur verið skírt upp og heitir nú alla jafna „alnet“ í um- fjöllun blaðsins, segir Marinó G. Njálsson, og er ekki sáttur við þessa nafngift. neitt annað en „Internet“. Ég veit ekki hvort hér sé um eftirgjöf að ræða eða bara það að búið er að taka eðlilegustu og réttustu þýð- inguna („samnet") undir annað fyrirbrigði ekki óskylt. Meginá- stæðan fyrir því að ég hef haldið mig við orðið „Internet“ (með stóru I) er sú að það er þjált, fell- ur auðveldlega að íslensku beyg- ingarkerfi og hefur þegar náð við- urkenningu meðal almennings. Eitt í viðbót: Samskipti á Intemet- inu eru mjög mikið á milli landa og hefur enska orðið samskipta- háttur þess. Á sama hátt og „Windows“ er viðurkennt hugtak á pésum (einmenningstölvum sem eru samhæfðar við IBM PC tölv- ur) þá er „Internet“ orðið að viður- kenndu hugtaki um þetta sundur- leita, en samtengda, tölvusam- skiptakerfi. Það er ljótt ef fer fyr- ir íslenska tölvunotandanum, sem er vel að merkja að ferðast um Internetið, eins og fór fyrir íslend- ingnum sem ætlaði til Hróar- skeldu. Þegar hann kom á brautar- pallinn í Kaupmannahöfn gat hann ómögulega fundið út hvaða lest átti að fara til Hróarskeldu og þegar hann spurði innfædda, þá vissi heldur enginn hvar þessi „Hróarskelda" var. Aumingja Ís- lendingurinn hafði nefnilega aldrei lært það að á dönsku segir maður Roskilde en ekki Hróarskelda. Internetið og íslenska Af ástæðu, sem einhverjir les- endur kunna að vita, hef ég veríð að færa ýmis hugtök, sem notuð eru á Internetinu, yfir á okkar ástkæra, ylhýra tungumál. Og þó ég segi sjálfur frá, þá hef ég lagt mig talsvert fram við að finna ný íslensk orð yfir mörg af þessum hugtökum. Eg hef jafnframt reynt að vinna þeim brautargengi meðal „fagidíótanna“ þar sem mér finnst . nauðsynlegt að notuð séu íslensk orð þar sem þeim verður við kom- ið, en án þess að vera illskiljanleg. Á póstlista nokkrum á Intemet- inu hefur stöku sinnum farið í gang umræða um hugtök, sem tengjast veraldarvefnum. Allnokk- ur skoðanaskipti hafa átt sér stað og sýnist sitt hverjum. Benedikt ívarsson, einn þeirra sem tók þátt í umræðunni, lagði til eftirfarandi vinnuferli: 1. Hvaða íslenska orð eða nýyrði hæfir best þessu viðfangi? 2. Ef ekki er hægt að finna ís- lenskt orð eða nýyrði, þá skal at- huga hvort mögulegt sé að nota beina þýðingu? 3. Ef bein þýðing skilar ekki réttri merkingu, þá mætti athuga að nota tökuorð? Þetta ferli virðist mér bæði vera skynsamlegt og líklegt til árang- urs og langar mig að beita því á hugtakið „Internet": Byijum á því að skoða hvað orðið „internet" stendur fyrir. Int- ernet er heiti sem notað er um tölvunet eða tölvusamskiptakerfi, sem teygir sig um allan heim. Orðið „iriternetVþýðir í raun „net ÍSLENSKT MÁL Sögnin heyja=gera, fram- kvæma er af óvísum uppruna. Hún var á frumnorrænu *hauj- an. Nú er frá því að segja, að á löngu liðnum tíma voru u og w innbyrðis líkari en nú, svo og i og j. [W táknar meira kringt hljóð en v.] Menn hafa stundum nefnt gömlu hljóðin w og j „hálfhljóð“, þ.e. hálfgildings sérhljóð, enda stuðluðu þau við eiginleg sérhljóð og það lengi. Bjarni Borgfirðingaskáld (um 1600) gat ort: Hann jarðast eins og hræið án söngs sem fuglar dæi. Margnefnd hljóð kölluðu Englendingar semi vowels. Af því, sem fyrr var sagt um eðli hljóðanna w og j, leiddi, að til urðu í skyldum orðum og orðasamböndum tvenndimar (hljóðstrengirnir uj annars veg- ar og wi hins vegar, enda var þátíðin af *haujan *hawiðð. í nafnhættinum hefur svo orðið j-hljóðvarp og endasamhljóðið fallið niður, en í þátíðinni féll w brott, a fékk „uppbótarleng- ingu“ fyrir að missa selskap w-hljóðsins, og grannt sérhljóð (i) féll niður á eftir breiðu (á). Endasérhljóðið varð með tíð og tíma i. Útkoman er þá svofelld beyging: heyja, háði, háð. Vík- ingurinn vildi sem sagt heyja or(r)ustuna, háði hana og hefur háð hana. Þegar sögnin var tekin að beygjast sem sýnt var, þótti mörgum að vonum að nafnhátt- urinn væri undarlega ólíkur hin- um kennimyndunum, og þá er til samræmis búinn til nýr nafn- háttur, að há. Þá fara menn að há stríð, þetta er náttúrlega svona humm-humm, en hefur viðgengist síðan á 17. öld að minnsta kosti. Sögnin er ekki merkt til varúðar í Árnapost- illu (OM), en Jón Hilmar snið- gengur hana í Orðastað. Um- sjónarmanni fínnst sýnu fal- legra að heyja en há (=fram- kvæma, gera), en lætur hitt með semingi kyrrt liggja. Væri og fljótlegt að reka hann á stampinn, með þreyja og þrá. ★ Fjandinn er farinn í sund, fyndið, en víst engin synd. Hann er stundum með hund og sá hundur með band 817 þáttur til að hindra að hann glepsi í kind. (Valgarður á Velli leysti af í sumarleyfi.) ★ Jón Ársæll Þórðarson á Stöð II fær vænt prik fyrir að segja að „hann ætli að gægjast þar inn“. Þetta er eins og himna- sending eftir alla klifunina á leiðindasögninni að „kíkja“. En einhver blessaður fréttamaður, ég held í Kaupmannahöfn, sagði hins vegar: „þó að þijú Norður- landanna eru í Evrópusam- bandinu". Sést af þessu í hve bráðri lífshættu viðtengingar- háttur er í máli okkar. En gott var að vakna í óttu fyrir dag og heyra í ríkisútvarp- inu sagt að veðurfréttir yrðu sagðar fjórðung fyrir sjö. En þegar að þeim tíma kom, höfðu „kortérsmenn" tekið völdin. Svona gengur þetta upp og ofan („Die Wellentheorie“). ★ í 809. þætti, 12. ágúst, sagði svo í pistlum þessum undir fyr- irsögninni Litið yfir sviðið: „Fjöldi góðra nýyrða hefur náð festu í tölvumáli, svo sem herm- ir, gegnir, mótald, að vista o.s.frv. Þetta er gríðarlega mik- ilvægt.“ Umsjónarmaður ítrekar þetta nú með þökkum til þess góða fólks sem skipar tölvuorða- nefnd. Tilefni eru sem betur fer næg, sjá fréttir og leiðara hér í blaðinu fyrir skemmstu. ★ Charles Maurice de Talleyr- and (1754-1838) á að hafa sagt að manninum væri málið gefið til þess að dylja hugsanir sínar. Margsinnis notar maður- inn mál sitt til að blekkja aðra, og segir í Hávamálum að karl- ar mæli þá fegurst til kvenna, er þeir „hyggja flást“. Argví- tugasta öfugmæli sögunnar munu þö nasistar hafa sett yfir dyr útrýmingarbúða sinna: „Ar- beit macht frei“, en það er svo að skilja að vinnan geri menn fijálsa. Þegar inn fyrir dyrastaf kom í Auschwitz og Saxenhaus- en o.s.frv., vildi hins vegar lítið fara fyrir frelsinu, sem kunnugt er. Ég hef þennan formála að góðri hugvekju sem Pétur Blön- dal sendir mér. Birtist hún hér með þökkum: „Á þessum síðustu og verstu tímum bregður nýrra við. Al- sæla virðist vera að breiðast út hjá ungu fólki í þjóðfélaginu. Venjulega bæri að taka slíkum tíðindum fagnandi, en ekki í þessu tilviki. Það sem hér um ræðir er nefnilega eiturlyf af versta tagi. Það er skylt amfet- amíni, nema hvað það er miklu hættulegra og getur meðal ann- ars haft alvarleg áhrif á mið- taugakerfið, hjarta og blóðrás. Ég hef þá skoðun að nafngiftin eigi stóran þátt í vinsældum eiturlyfsins, því hvað getur ver- ið meira freistandi fyrir veik- lundaða unglinga en skerfur af alsælu. Mér finnst nafngiftin vansæla eiga mun betur við. Það má rökstyðja með því að þeir sem þurfi að neyta eit- urefna og hætta þannig lífi sínu til að fá fyllingu í þá sjálfsblekk- ingu að þeir séu sælir, séu að sönnu vansælir." ★ Lokaorðin í síðasta þætti átti Njörður P. Njarðvík, og hér er svar Friðriks Sophussonar ráð- herra: „Ég verð að hryggja Njörð P. Njarðvík með því, að það stenst ekki að orðanotkun mín sé „uppspretta“ stöku hans í 816. þætti þínum, því að ég hef aldrei notað sögnina að „for- gangshraða“. Hins vegar er það rétt, að ég hef stundum tekið mér í munn sögnina að „for- gangsraða", þegar ég hef ekki fundið annað orð betra. Njörður amast við þessari orðanotkun og telur hugsanlegt að ég sé upp- hafsmaður hennar. í Orðabók Menningarsjóðs (útg. 1963) seg- ir: „Forgangs- forliður samsetn., sem gengur fyrir öðrum, nýtur forréttinda...“ Sögnin að for- gangsraða hefur skýra merk- ingu og er oft notuð í íslensku máli. Gott væri þó að fá ábend- ingar um betri sögn í staðinn. Til gamans má geta þess að lokum að í Orðabók Menningar- sjóðs er tekið dæmi um notkun forliðarins. Þar segir: „... (for- gangs) hraðsímtal sem gengur fyrir öllum öðrum símtölum (gegn tíföldu gjaldi).“ Það er því ekki alveg út í hött að nota sögnina að forgangshraða. Með bestu kveðju.“ Marinó G. Njálsson af netum“. Internetið er því net af þúsundum smárra staðbund- inna neta sem dreifð eru um allan heim. Hvaða íslenska orð eða nýyrði hæfír þessu best? Að mínu áliti ‘ er „samnet“ eða „fjölnet" eitthvað sem nálgast, en „samnet" er þegar frátekið sem þýðing á ISDN ljós- leiðaranetinu (Integrated Services Digital Network). Hættulegt er að nota „fjölnet“ þar sem forliður- inn „fjöl-“ hefur gjarnan verið tengdur enska orðinu „multi“. Orðin „alnet“ og „alþjóðanet" gefa til kynna að um eitt stórt net sé að ræða. Svo er alls ekki, heldur mörg samtengd. Næst er að prófa að þýða það beint. Forliðurinn „inter-“ vísar í ■ þessu tilfelli til samtengingar, eins og í „inter-eonnect“. Ensk- íslenskri orðabók Arnar og Örlygs gefur: „inter-, forliður, milli-, með- al-, gagnkvæmur, víxl-“. Af þess- um virðist „milli-“ eitt eiga rétt á sér, þar sem „millinet" lýsir að hluta tilgangi Intemetsins, að það sé notað til samskipta milli not- enda. Ef bætt er við forliðnum „sam-“, sem oft er notaður sem þýðing á „inter-“, þá erum við aftur komin með „samnet". Síðasti kosturinn er að prófa tökuorð, þ.e. kalla fyrirbrigðið „Internet". Þetta er sá kostur sem ég vel og hef ég gert áður grein^ fyrir ástæðunni. Tillögur óskast Það verður að viðurkennast að með orðinu „alnet“ tókst Morgun- blaðinu þó skömminni skár upp en þýðanda þáttarins „60 mínút- ur“ á Stöð 2 í byijun maí. Þar var verið að fjalla um Interneti og notkun þess í óheiðarlegum til- gangi. Hjá þýðandanum, sem hafði augljóslega haft eitthvert veður af Internetinu en þó ekki nógu mikið, varð orðið „Internet“ að „Veraldarvef", sennilega án vit- undar um það að „Veraldarvefur- inn“ er aðeins eitt af því marga sem „Internetið" býður upp á. En vilji Morgunblaðið eða aðrir fjöl- miðlar halda uppi „hreintungu- stefnu" þá er það minnsta sem hægt er að gera að velja orð sem falla fagfólkinu í geð. Hræddur er ég um að „blúsarar" gangi lang- an veg áður en þeir fara að kalla sig „mæðuleikara/söngvara" og illa hefur ,jassistum“ gengið að vera „sveiflarar". Hvað sem öllum nafngiftum líð- ur, er engin ástæða til að hlaupæ* til og reyna að þröngva inn í mál- ið nýyrði á borð við „alnet“ eða þá á móti að hafna því alfarið. Eftir að ég vakti fyrst upp þessa umræðu meðal samstarfsmanna á blaðinu, birti það frétt þar sem reynt var að hefja'umræðu um þessa nafngift. Því miður hefur umræðan ekki komist á rekspöl, a.m.k. ekki opinberlega. Vilji fólk ekki tjá sig um þetta efni á opin- berum vettvangi vil ég benda á Internetið/alnetið/alþjóðanet- ið/samnetið sem ágætan vettvang fyrir umræðuna. Sniðugast væri ef hægt væri að opna póstlista þar sem fram geta farið skoðanaskipti um netið og hvaða orð er best að nota yfir hugtök tengd því. Höfundur er tölvunarfræðingur. Má bjóða þér í tónleika- og óperuhallir erlendis? Beinar útsendingar á Rás 1 í vetur: Annað hvert mánudagskvöld. Síðasta föstudagskvöld í mánuði Öll laugardagskvöld RÁS 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.