Morgunblaðið - 07.10.1995, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 07.10.1995, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARÐAGUR 7. OKTÓBER 1995 33 AÐSENDAR GREINAR Málefni Félags íslenskra organleikara FÉLAGIÐ er samtök starfandi organista í kirkjum landsins og er hinn faglegi aðili um allt er varðar kirkju- tónlist í landinu auk þess að vera stéttarfé- lag sem stendur vörð um kjör félagsmanna sinna. Félagið var stofnað árið 1951 og hafði ofan- ritað efnislega að mark- miði. Fyrsti formaður þess var dr. Páll ísólfs- son og með honum í hinni fyrstu stjóm voru nafnar hans tveir, Páll Halldórsson og Páll Kr. Pálsson. Fljótlega komst norrænt samstarf á dagskrá félagsins og hefur félagið lengi verið aðili að norrænum kirkju- tónlistarmótum sem haldin hafa ver- ið til skiptis á Norðurlöndum á nokk- urra ára fresti, síðast í Reykjavík árið 1992. Styrktartónleikar FÍO verða í Hallgrímskirkju á sunnudaginn. Kjartan Sigurjónsson fjallar hér um Styrktar- sjóð FÍO sem kenndur er við dr. Pál ísólfsson. Félagið hefur allar götur frá árinu 1968 haldið úti tímariti, Organista- blaðinu, sem út kemur a.m.k. tvisvar á ári og er það vettvangur organista um ýmis fagleg mál, félagsmál og kjaramál. Margt hefur breyst frá því félagið var stofnað. Þá voru aðeins til fá orgel í landinu en nú er svo komið að á ári hveiju eru mörg ný hljóð- færi tekin í notkun. Á fyrstu árum félagsins og reyndar allt til ársins 1984 var enginn organisti í fullu starfi en nú nálgast þeir þrjátíu. Löngum hefur reynst erfitt að fá hæfa organista til starfa í kirkjum landsins, eink- um úti á landi, og hefur oft verið gripið til þess ráðs að ráða erlenda menn til þeirra starfa. Á allra síðustu árum hafa æ fleiri efnismenn og konur hafið nám í orgelleik og kirkjutón- list og má því segja að vor sé í lofti. Það blandast engum hugur um það að til- koma Klais-orgelsins í Hallgrímskirkju á sinn þátt í þeirri gleðilegu þróun. Að slíkum vaxtasprotum þarf að hlúa og hefur félagið í því skyni stofnað sjóð sem hafa á það hlutverk að styrkja efnilega orgelnemendur til náms. Sjóður þessi er kenndur við dr. Pál ísólfsson enda skulu þiggj- endur úr sjóðnum halda á lofti því merki sem þessi mikli frumheiji á sviði orgelleiks hér á landi hóf til vegs. Til þess að afla þessum sjóði tekna mun félagið efna til árlegra styrktar- tónleika og verða þeir fyrstu í Hall- grímskirkju sunnudaginn 8. október nk. og verður þar flutt tónlist eftir Bach og Pál Isólfsson. Þar koma fram orgelleikararnir Björn Steinar Sólbergsson, Hörður Áskelsson og Marteinn H. Friðriksson. Menn geta við það tækifæri skráð sig sem styrktarfélaga sjóðsins og verður jafnframt tekið við fijálsum fjár- framlögum. Á dagskrá félagsins er nú þessa dagana vinna við að festa organista- starfið og hlutverk þeirra í kirkj- unni. Annað viðfangsefni félagsins er þátttaka í norræna kirkjutónlist- armótinu sem haldið verður í Gauta- borg í september 1996. Höfundur er organisti við Selja- kirkju í Reykjavík og formaður FÍO. ' Kjartan Sigurjónsson ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT VERÐ PP &CO LEITIÐ TILBOÐA BYGGINGAVORUR Þ. ÞORGRÍMSSON &CO ÁRMÚLA29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVlK SÍMI553 8640/568 6100 ★ Rcroprint. TIME HECORDEn CO. Stimpilklukkur fyrir nútíö og framtíð J. áSTVRLDSSON HF. Skipholti 33,105 Reykjavík, simi 552 3580 Blab allra landsmanna! Pnr0«iiíl»In5>iS» -kjarnimálsins! 66*N IBMMI Full búð af nýjum, frábærum, ítölskum vörum. Hálfsíðir vetrarjakkar í miklu úrvali ástelpurog stráka frá 2-12 ára. Flíspeysur og jakkar. 66*N kuldafatnaður í miklu úrvali. Opið í dag frá kl. 10-17. BARNASTÍGUR Skólavöröustíg 8, sími 552 1461. Op ið hús að Bitruhálsi NÝJUNGAR VERÐA KYNNTAR! að Bitruhálsi, laugardaginn 7. og sunnudaginn 8. okt., milli kl. 13 og 18. OSTA OG SMJÖRSALAN SE Verið velkomin á Ostadaga um helgina þar sem kynntar verða ýmsar nýjungar í ostagerð. Boðið verður upp á osta og góðgœti úr tilraunaeldhúsi Osta- og smjörsölunnar auk þess sem gestum gefst tœkifæri til að kaupa íslenska gæðaosta á sérstöku kynningarverði. ÍSLENSKT GÆÐAMAT Birtar verða niðurstöður íslenska gæðamatsins á ostunum sem teknir voru til mats nú í vikunni. OSTAMEISTARI ÍSLANDS Um helgina verður Ostameistari Islands útnefndur. BBB SMlitumosta^* Ostameistaramir verða á staðnum og sitja fyrir svörum um allt það sem lýtur að ostum og ostagerð og bjóða þér að bragða á ostunum sínum. OSTARÁ KYNNINGARVERÐI Gríptu tœkifærið og kauptu þér íslenska afbragðsosta! OPIÐ HÚS HVÍIA HÚSIÐ / SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.