Morgunblaðið - 07.10.1995, Síða 39

Morgunblaðið - 07.10.1995, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 39 JÓN ÞÓRÐARSON + Jón Þórðarson var fæddur á Hjöllum í Þorska- firði 2. júnp 1911. Hann lést í Árbæ í Reykhólasveit 24. september síðastlið- inn. Foreldrar Jóns voru Þórður Jóns- son, bóndi á Hjöll- um, og kona hans, Ingibjörg Pálma- dóttir. Systkini Jóns sem upp komust voru Arnfinnur, Valgerður, Sigríð- ur, Ari, Gunnar, Halldóra og Gísli. Eftirlifandi eiginkona Jóns Þórðarsonar er Elísabet Ingibjörg Guðmunds- dóttir. Elísabet og Jón eignuð- ust sex börn, þijú dóu í frum- bernsku. Þau sem upp komust eru Guðlaug, Þórður Magnús og Valdimar Ólafur. Auk þess átti Jón dóttur fyrir, Björgu, sem dó rúmlega tvítug. Barnabörnin eru sjö. Útför Jóns verður gerð frá Reykhólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. HORFINN er úr hópnum mikill heið- ursmaður, þar sem Jón bóndi Þórð- arson í Árbæ er ekki lengur á með- al okkar. Mér er söknuður og eftirsjá að honum og minnist hans með mikilli virðingu og þakklæti fyrir samleið- arsporin, sem við áttum. Ætíð var Jón glaður og fagnandi þegar hann hitti fólk og hafði áhuga á því að vita eitthvað um samferðamenn sína. Fólkið í sveitinni átti hug hans og hjarta og hann gerði sér far um að kynnast því og sýna því vináttu sína og gestrisni. Þegar ég kom til prestsstarfa að Reykhólum vorið 1986, kynntist ég fljótt heimilisfólk- inu í Árbæ og lagði þangað gjaman leið mína. Hvenær sem komið var þangað, voru móttökurnar ætíð þær sömu, gott viðmót heimilismanna og gest- risni með afbrigðum. Jón hafði ekki einasta áhuga fyrir samferðamönn- um sínum, heldur einnig landinu sínu og lífi sveitanna. í bók Jóns Kr. Guðmundssonar, bónda og fræðimanns á Skáldsstöð- um í Reykhólahreppi, sem ber heit- ið: „Skyggir skuld fyrir sjón,“ og er sagnabrot og ábúendatal úr Geiradal og Reykhólasveit í Austur- Barðastrandarsýslu, segir frá því, að árið 1949 hafi Jón Þórðarson frá Hlíð reist nýbýlið Árbæ. Það stend- ur í gamla Staðartúninu skammt fyrir vestan Staðará. Fylgir býlinu hálfur staðurinn með erfðafestu- ábúð. Hlunnindum skipta ábúendur jafnt á milli sín, svo sem dún og öðru eyjagagni, sel og hrognkelsum. Á þessari lýsingu má best sjá, hver breyting hefur orðið á nytjum manna á verðmætum hafs og lands, því að þær nytjar, sem að framan eru taldar, héldu í rauninni lífinu í fólkinu á fyrri tímum. Þórður, sonur Jóns og Ása Björg Stefánsdóttir, kona hans, hafa búið í Árbæ í samþýli frá árinu 1973. Þannig er Árbær orðinn veglegur staður, sem sér fyrir afkomu tveggja fjölskyldna, þrátt fyrir sífelldan samdrátt í landbúnaði, sem virðist stefna í það að leggja landið að mestu leyti í eyði. Vonandi verður svo þó ekki, því að mér býður f grnn, að mörgum mundi finnast Island snauðara með hrörlegum kotum, þar sem fólkið væri á förum. Jón í Árbæ hefur alla tíð verið mikill eljumaður. Hann var léttur á sér og skjótur til verka. Enda sýnir það best heimili hans og býlið, að þar hefur ekki verið slegið slöku við. Viðhald allt á gripahúsum og íbúðarhúsi er svo sem best verður á kosið og sannkallað augnayndi að líta heim að Árbæ og Stað svo staðarlegt sem það er. Auk þess að vera myndarlegur bóndi, var Jón einstaklega hagur á tré. Hann fékkst ávallt mikið við smíðar og renndi fallega gripi, sem hann gaf vinum og vandamönnum. Kirkjumaður var Jón góður og gleði var af því að sjá hann og konu hans, Elísabetu Ingi- björgu Guðmundsdótt- ur, prýða kirkjubekkina í Reykhólakirkju. Einn er sá gripur, sem Jón smíðaði og minnir ávallt á hann í Reykhólakirkju, en það er ræðupúlt haglega gert, sem hann smíðaði og gaf kirkj- unni. í lítillæti sínu vildi Jón að ég gæti þess lítt, að hann hefði gefið kirkjunni þennan haglega smíðis- grip. Einnig smíðaði hann samkvæmt minni beiðni annað ræðupúlt, sem hann gaf til Barmahlíðar, sem er dvalarheimili aldraðra á Reykhólum. Þessa minnist ég við fráfall Jóns, því að það sýnir svo vel hug hans til kirkjunnar og rausnarskap hans í hvívetna. Samræður okkar Jóns í sundlaug- inni á Reykhólum eru mér minnis- stæðar. Hann lagði oft komur sínar þangað og var þá ætíð hrókur alls fagnaðar og' manna ræðnastur, hvort sem um var að ræða heima- menn eða gestkomandi. Jón hafði yndi af ferðalögum og fór gjaman með vinum sínum í ferðir um land- ið. Hann naut íslenskrar náttúru og elskaði landið sitt. Með Jóni, vini mínum, er svo sannarlega genginn góður drengur í þess orðs fyllstu merkingu. Ég mun ávallt minnast hans sem eins af mínum bestu kunningjum og sóknarbörnum að öllum öðrum ólöstuðum. En dagurinn er á enda, ekki verð- ur því haggað. Það var mikil gleði í svip Jóns, þegar hann sagði mér frá því, að hann væri með ágæta sjón, eftir að augnlæknir hafi fjarlægt augastein- ana úr honum og þannig bætt hon- um sjón, sem var orðin léleg. Hann gat eftir það ekið bíl og farið allra sinna ferða. Ég kveð hann með söknuði og virðingu og mun ávallt minnast hans sem hins besta í hópi vina minna. Hann gekk götuna svo sannar- lega með mikilli prýði og mættu aðrir taka líf hans sér til fyrirmynd- ar. Guð blessi minningu hans og gefi konunni hans og bömum styrk og blessun í sámm harmi. Bragi Benediktsson, Reykhólum. Það er kvöð ellinnar að hverfa af vettvangi athafna og bíða sinna örlaga. Og það er einnig kvöð jafn- aldranna að horfa á bak vina og félaga. Um lokin þarf enginn að velkjast í vafa, þó bregður okkur alltaf þegar einhver hverfur úr hópnum, sérstaklega ef sá hinn sami fer af skyndingu. Þá ryðjast minn- ingamar fram í hugann og ævifer- ill hins horfna rifjast upp. Sú kynslóð sem nú er sem óðast að kveðja, átti þá hugsjón að þoka málefnum og afkomu landsmanna til betri vegar og búa í haginn fyrir næstu kynslóð. Þessi kynslóð þekkti í reynd fátæktina, jafnvel skortinn á frumstæðustu þörfum, erfiði og fmmstæð áhöld til allra hluta. Hún hefur lifað meiri breytingar á hálfri öld, en gengnar kynslóðir frá upp- hafí byggðar í landinu. Mörgum hefur tekist að hagnýta þær sér til gæfu og farsældar, en jafnframt að varðveita kjarnann úr þjóðararf- inum. Úr hópi þeirra var Jón Þórðarson. Hann ólst upp við þröngan kost í stórum systkinahópi. Á þeim tíma var það lífsnauðsyn að elstu systkin- in fæm að heiman strax og þau höfðu krafta til að vinna fyrir sér, og þegar sá tími kom að þau fengju einhveija greiðslu gekk hún til heimilisins, oft í matföngum eða öðram nauðþurftum. Þannig hófst ferill Jóns til átaka við lífsbaráttuna. Vegna fjölhæfni sinnar og atorku varð hann einkar eftirsóttur til starfa. Með sparsemi tókst honum fljótlega að afla sér smávegis efnahagslegrar kjölfestu. Jón fæddist á Hjöllum í Þorska- firði 2. júní 1911. Hann fluttist með foreldmm sínum að Hallsteinsnesi þegar hann var tveggja ára og ólst þar upp. Um tíu ára aldur fór hann til dvalar í Hvallátur a.m.k. á veturna en mun hafa dvalið heima eitthvað á sumrin fyrst í stað. í Hvallátram bjuggu Ólína Jónsdóttir og Ólafur Bergsveinsson og þeirra böm. Það heimili var rómað fyrir rausn og myndarskap. Athafnalíf var þar mjög fjölbreytt; skipasmíðar, land- búnaður, umhirða hlunninda og að sjálfsögðu öll meðferð og stjómun opinna báta. Þetta margþætta starfssvið varð jafn fjölhæfum manni og Jóni ómetanlegur skóli og þjálfun til undirbúnings ævistarfs- ins. Jón var viðloðandi Hvallátur fram um tvítugsaldur. Þá fór að losna um hann. Hann reri þó nokkr- ar vetrarvertíðir, að mig minnir í Grindavík. 1953 gerðist hann vinnu- maður hjá presthjónunum á Stað á Reykjanesi, þeim Ólínu Snæbjöms- dóttur og séra Jóni Þorvaldssyni og síðar hjá Snæbimi syni þeirra og Unni Guðmundsdóttur konu hans, eða samtals níu ár. Jón kvæntist 1944 eftirlifandi konu sinni, Elfsabetu Ingibjörgu Guðmundsdóttur frá Kinnastöðum. Þá höfðu mál skipast á þann veg að prestsetrið á Stað var lagt niður og flutt að Reykhólum. Var þá hjá- leigan Brandsstaðir sameinuð Stað og eigninni síðan skipt að jöfnu í tvö ábýli, Stað og Árbæ. Árbæ fylgdu engin hús og afar lítið tún. Jón hófst nú handa og byggði lítinn timburskúr við íbúðarhúsið á Stað en hafði auk þess umráð yfir einu herbergi í Staðarhúsinu. Árið 1949 byijaði hann að byggja íbúðarhús í Árbæ og flutti í það árið eftir. Síðan komu peningshúsin og ræktunin. Eftir að Þórður sonur hans kvæntist og stofnað heimili var búinu breytt í félagsbú og er Guðlaug dóttir Jóns einnig aðili að félagsbúinu, en hún hefur ávallt átt þar heima og sinnt búinu með ekki síðri atorku og umhyggju en þeir feðgar. Nú er Árbær með allra best uppbyggðu og umgengnu býlum hreppsins og þó víðar væri leitað. Og enn er byggt og endurbætt á þeim stað. Vonandi á það slys ekki eftir að henda ís- lenskan landbúnað að mörg býli á borð við Árbæ hljóti þau örlög að fara í auðn vegna ímyndar um stundarhagnað og sókn eftir hismi. Auk áðumefndra barna þeirra Elísa- betar og Jóns er Valdemar. Hann býr á Reykhólum ásamt fjölskyldu sinni og hefur lengst af verið starfs- maður í Þömngaverksmiðjunni. Fyrir allnokkram áram dró Jón sig með öllu út úr rekstri búsins enda þótt hann héldi áfram að taka til hendi eftir getu og þörfum. Nú var hann ekki eins bundinn og áður og átti því auðveldara með að snúa sér að öðram hugðarefnum. Hann kom sér upp smíðaaðstöðu og fór að smíða ýmsa smámuni. Eftirlík- ingar hans af gömlum húsmunum hafa vakið athygli og farið víða. Líka fékkst hann við dúnhreinsun. Nú gafst honum tími til að veita sér þann munað, sem hann mun lengi hafa þráð, en það var að ferðast og kynnast fólki og umhverfí. Jón var að eðlisfari mjög félagslyndur og átti auðvelt með að kynnast fólki. Jafnvel á mesta annatíma hans í lífsbaráttunni tók hann virkan þátt í félagslífi sveitarinnar. Hann fylgd- ist vel með landsmálum. Var virkur stuðningsmaður Framsóknarflokks- ins. Kirkjurækinn og áhugasamur um málefni kirkjunnar. Var meðal annars lengi í sóknarnefnd. Jón var mjög áhugasamur um stofnun dval- arheimilis aldraðra á Reykhólum, tók virkan þátt í skógrækt og fleira mætti nefna. Jón var gæfunnar maður. Hann sigraðist á erfiðleikum æskuáranna og striti frambyggjans. Átti trausta og umhyggjusama konu. Böm þeirra hafa hlotið seigluna og verk- hyggnina i arf og uppeldi mótað tryggð þeirra við sveitina og rækt við fomar dyggðir. Jón minn, miklu dagsverki er lok- ið. Árbær er þess fagurt minnis- merki. Saga þín er saga þeirra manna sem gjaman hafa verið kenndir við aldamótin. Mennina sem trúðu á framtíð lands og þjóðar, gerðu miklar kröfur til sín og von- uðu að ókomnar kynslóðir nytu verka þeirra. Þér leið ekki vel ef þú skuldaðir. Þitt stef var að standa við allar skuldbindingar. Það tókst þér með ágætum. Þú hefur kvatt með sviplegum hætti. Örlagadísimar vora þér á margan hátt hliðhollar. Sú spuming leitar því á hugann hvort svo hafi ekki enn verið. Allra ósk hefði verið sú að þú mættir njóta ævikvöldsins enn um skeið í sama mæli og und- anfarin ár. En hefðu það orðið örlög þín að lifa ósjálfbjarga og vansæll um lengri tíma er niðurstaðan þá ekki sú að þetta sé betri kostur. Ég vil ljúka þessum fánýtu orðum mínum með þakklæti til þín fyrir samfylgdina. Fjölskyldan hér á Hell- isbraut 20 vottar konu þinni, böm- um og öðram ættingjum og vinum innilega samúð. Jens Guðmundsson, Reykhólum. ■I i T Ski-doo Formula III vélsleðinn sem er vœntanlegur í vetur SVNING Á '96 ÁRGERÐ SKI-DOO VÉLSLEÐA (Jyrstu Ski-doo vélsleðamir em komnir. Komdu og skoðaðu Mach 1, Grand Touring og Skandic núna á sýningu hjá okkur. Myndbönd og bæklingar á staðnum. Ski-doo. Fyrstir og fremstir. Opið laugardag kl. 10.00 - 16.00. GÍSU JÓNSSON HF Bíldshöföa 14, 112 Reykjavík, Sími 587 6644 J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.