Morgunblaðið - 07.10.1995, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 41
frá áramótum 1943 og fram á vor.
Eftir að hann hafði af sinni venju-
legu ljúfmennsku hjálpað mér við
dæmin þáði ég ágætis veitingar hjá
þeim hjónum og stundum, þegar
Sigurkarl mátti vera að því, tefldi
hann við mig eina skák. Að sjálf-
sögðu vann hann þær nær allar.
Um vorið ætlaði ég að greiða hon-
um fyrir alla hjálpina. Ekki var við
það komandi. Eg fékk ekki að
borga honum einn eyri. Þó átti Sig-
urkarl þungt heimili og kennara-
launin ekki há þá frekar en nú.
Ofan á allt annað skrifaði hann
elskuleg meðmæli mér til handa.
Fyrir þetta allt mun ég eilíflega
verða honum þakklátur.
Sigurkarl er kvaddur með þakk-
læti og djúpri virðingu. Börnum
hans og skyldfólki sendi ég einlæg-
ar samúðarkveðjur.
Unnsteinn Stefánsson.
Mig langar til að minnast nokkr-
um orðum kennara míns og síðar
samkennara, Sigurkarls Stefáns-
sonar stærðfræðings. Hann var
kennari við Menntaskólann í
Reykjavík frá 1930 til 1975 og
hafði því 45 ára starfsferil að baki
þegar hann hætti. Fyrstu kynni
okkar urðu árið 1946 þegar við
fylgdust báðir með skákmótum.
Eg var þá í fjórða bekk Mennta-
skólans og Sigurkarl tók mig tali
þar sem hann vissi að ég var nem-
andi í skólanum en ég var heldur
uppburðarlítill við þennan læri-
meistara sem ég vissi að kenndi
aðeins í efstu bekkjum skólans.
Síðar varð hann kennari minn í 5.
og 6. bekk, samkennarar urðum
við 1962 og kynni okkar meiri úr
því. Sigurkarl var mjög hlýr maður
og alþýðlegur og alla tíð afar vin-
sæll meðal nemenda sinna og sam-
kennara. Mér þótti hann góður
kennari, hægur og hvetjandi og óx
áhugi minn á stærðfræði mjög
undir handleiðslu hans. Hann hafði
sérstakan áhuga á rúmfræði, enda
kenndi hann þá grein lengst af við
Háskóla íslands og var dósent þar
síðustu starfsárin. Hann samdi og
MIIMIMINGAR
þýddi kennslubækur í stærðfræði
fyrir menntaskóla og voru þær
lengi notaðar. Ýmsar skemmtilegar
minningar koma í hugann frá kynn-
um við Sigurkarl. Hann hafði t.d.
þá venju að gefa einstökum bekkj-
um frí einu sinni á vetri til að
stunda kúluvarp að húsabaki á lóð
skólans og tók sjálfur þátt í leikn-
um. Hygg ég að þetta sé mörgum
gömlum nemendum hans minnis-
stætt.
Sigurkarl var mikill áhugamaður
um skák, bauð stundum til sín
mönnum sem gaman höfðu af því
að tefla, og síðan var haldið hrað-
skákmót á Barónsstígnum þar sem
hann bjó um þær mundir. Þá var
hann einnig frumkvöðull þess að
haldin væru skákmót í kennara-
stofu MR í byijun jólaleyfis og
hvatti menn óspart til þátttöku
þótt ekki kynnu allir mikið fyrir
sér. En skemmtun var það öllum.
Sigurkarl var afburða hagyrðingur.
Á kennarastofu MR orti hann
margar snjallar vísur um samkenn-
ara og atburði líðandi stundar er
urðu fleygar og lifa enn. Las hann
stundum vísur sínar á samkomum
kennara. Eftir að hann hætti
kennslu sótti hann einatt árshátíðir
kennara og skemmti með vísnagát-
um sem hann lét gesti spreyta sig
á að leysa. Síðar komu þessar vís-
nagátur út á bók.
Sigurkarl var afar fjölfróður
maður og hafði gaman af öllu sem
reyndi á hugkvæmni og nokkuð
þurfti að glíma við. Á yngri árum
mun hann hafa gert eitthvað af
því að semja krossgátur. Þá var
hann einnig mjög handlaginn, var
smiður góður og fékkst einnig við
bókband. Eftir að kennslustarfi
lauk leit hann oft við á kennara-
stofu MR og var ávallt jafn-
skemmtilegt að njóta návistar
hans. Þegar heilsu hans tók að
hnigna fækkaði þessum heimsókn-
um að vonum. Við samkennarar
Sigurkarls við Menntaskólann í
Reykjavík kveðjum nú góðan vin
og félaga. Ég og kona mín sendum
börnum Sigurkarls og öllum ætt-
ingjum hans innilegar samúðar-
kveðjur.
Skarphéðinn Pálmason.
í dag kveðjum við mætan mann,
Sigurkarl Stefánsson, fyrrverandi
yfírkennara við Menntaskólann í
Reykjavík. Sigurkarl kenndi við
MR í rúmlega 40 ár og var hann
að öðrum kennurum skólans
ólöstuðum vinsæll meðal nemenda,
þrátt fyrir að aðalkennslugreinar
hans, stærðfræði, eðlis- og efna-
fræði og stjörnufræði, ættu ekki
upp á pallborðið hjá mörgum nem-
endum í þá daga sem endranær.
Skólapiltar dáðu Sigurkarl sem
góðan félaga og kepptu oft við
hann í íþróttum, er tóm gafst frá
námi. Skólastúlkur mátu hann mik-
ils sem góðan leiðbeinanda með
heillandi framkomu.
Við systkinin á Njálsgötu 59
minnumst Sigurkarls Stefánssonar
sem eins besta granna, sem hugs-
ast getur. Hann var félagi okkar
þegar pabbi okkar átti oft langan
vinnudag vegna brauðstrits, sem
fylgdi því að sjá fyrir stórri fjöl-
skyldu á fjórða áratugnum.
Þótt faðir okkar og Sigurkarl
væru um margt ólíkir menn með
ólíkan bakgrunn, voru þeir um
sumt likir. Þeir voru báðir barna-
karlar í báðum merkingum þess
orðs. Þeir höfðu báðir yndi af ljúfri
tónlist og oft skimuðu þeir til him-
ins og virtu fyrir sér stjörnurnar
og spáðu í breytingar á himinhvolf-
inu. Þetta þótti okkur krökkunum
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu-
sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld-
ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu-
kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld ( úrvinnslu. Senda má greinar til
blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari uppiýsingar þar um má lesa á
heimasfðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa
örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
merkileg vísindi en dálítið napurleg
á köldum vetrarkvöldum.
Hin góðu tengsl á milli heimil-
anna á horni Barnónsstígs og
Njálsgötu, hvort heldur foreldra
eða barna þeirra, byggðust m.a. á
því að barnahóparnir voru ámóta
að stærð og aldursdreifingu. Minn-
ast eldri systkinin sérstaklega
gönguferðanna á sunnudags-
morgnum víðs vegar um bæinn.
Þá má einnig geta þess, að önn-
ur ungmenni hverfisins, einkum
strákarnir, nutu leiðsagnar hans í
ýmsum greinum fijálsra íþrótta og
skák.
Sigurkarl var góður granni, sem
ætíð var tilbúinn að leysa vanda
þeirra, er til hans leituðu og ekki
síður okkar smáfólksins en hinna
eldri. Við gátum bæði sem börn
og unglingar leitaði til hans um
hvaðeina, sem að námi laut, því
að hann var vel heima í öllum fræð-
um. Hann var fjölfræðingur af
gamla skólanum eins og þeir ger-
ast bestir. Hann gat líka leyst
vanda margra við verkleg úrlausn-
arefni, því að maðurinn var hagur
jafnt á járn sem tré.
Sigurkarl var um margt eftir-
minnilegur maður. Hann var ekki
aðeins nafnið eitt, sem er óvenju-
legt en fallegt, heldur var æði
hans oft með ólíkindum eins og
er hann sat í húsbóndastólnum í
stofunni á Barónsstígnum og
ræddi við gesti um allt milli himins
og jarðar á meðan hann sat og
samdi krossgátur í blöð og tímarit
og voru krossgátur hans í hinu
virta vikublaði Fálkanum sýnu
stærstar. Einnig átti hann til að
ganga að orgelinu í miðjum klíðum
og spila lag eða tvö og halda svo
áfram samræðum þar sem frá var
horfið. Þá átti hann einnig til að
varpa fram stöku, því að hann var
hagmæltur og orðasmiður af Guðs
náð.
Sigurkarl var kvæntur mætri
konu, Sigríði Guðjónsdóttur, sem
lést fyrir rúmum áratug. Með
Sigurkarli Stefánssyni er horfinn
verðugur fulltrúi kynslóðar, sem
er að hverfa og kemur ekki aftur.
Fjölskyldur okkar kveðja Sigur-
karl Stefánsson með miklu þakk-
læti eftir langa samfylgd.
Systkinin Njálsgötu 59.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
ÖGMUNDUR ÓLAFSSON
vélstjóri
frá Litla-Landi,
Vestmannaeyjum,
Norðurbrúnl,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
mánudaginn 9. október ki. 13.30.
Margrét Ögmundsdóttir,
Ólafur Ögmundsson,
Ágúst Ögmundsson,
Guðbjörg Ögmundsdóttir,
Sigurbjörn Ogmundsson,
Málfríður Ögmundsdóttir,
Þóra Björg Ogmundsdóttir,
Jón Ögmundsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn
Jón Guðlaugsson,
Guðbjörg Guðlaugsdóttir,
Þórunn Traustadóttir,
Guðni Gestsson,
Hrefna Vikingsdóttir,
Sigurbjörn Guðmundsson,
Sævar Guðmundsson,
Sigrún Sveinbjörnsdóttir,
GLÆSIBÆ • LAUGALÆK • BORGARKRINGLU • ENGIHJALLA • MIÐBÆ Hafnarfirði