Morgunblaðið - 07.10.1995, Qupperneq 56
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Kaplamiólk á markað
KAPLAMJÓLK hefur löngum
^ þótt holl og góð til drykkjar.
Þrátt fyrir það hefur nánast
ekkert verið um að hennar sé
neytt hérlendis enda ekki staðið
almenningi til boða. A þessu
kann að verða breyting því Eið-
ur Hilmisson, bóndi á Búlandi í
Austur-Landeyjum, hefur nú
fengið sér mjaltavél og er byrj-
aður að framleiða kaplamjólk í
neytendaumbúðum og hyggst
hann reyna fyrir sér á þessum
vettvangi. Hann sagðist ekki
vita hverjir möguleikarnir væru
á sölu kaplamjólkur en hann
ætlaði svona að sjá til hvort
ekki mætti skapa sér einhveija
tekjumöguleika með þessu enda
ekki um auðugan garð að gresja
í landbúnaðinum um þessar
mundir.
■ Viðleitni/10
Varað við notkun greiðslukorta á alnetinu
Visa ábyrgist
ekki greiðslur
VISA ísland hefur sent frá sér til-
kynningu þar sem korthafar deb-
et- og kreditkorta eru varaðir við
því að nota kort sín í viðskiptum
á alnetinu, en möguleiki á slíkum
viðskiptum hefur færst mjög í vöxt
að undanfömu. Jafnframt beinir
fyrirtækið þeim tilmælum til sölu-
aðila að þeir bjóði ekki þennan
greiðslumöguleika á netinu án
samráðs við Visa Island.
Einar S. Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Visa íslands, segir
að að engin heimildarákvæði séu
í samstarfssamningum fyrirtækis-
ins við einstaka söluaðila um við-
skipti á alnetinu. í ljósi þess geti
Visa ísland ekki ábyrgst greiðslur
til söluaðila vegna slíkra við-
skipta. Þá séu korthafar hvattir
til þess að gæta fyllstu varúðar í
notkun korta sinna í viðskiptum á
alnetinu uns öryggi þeirra hefur
verið tryggt. Hann varar sérstak-
lega við notkun debetkorta á net-
inu, þar sem skuldfærsla eigi sér
stað samstundis og því erfiðara
að bregðast við ef svik hafa verið
í tafli.
Einar segir að erlendis vinni
kortafyrircækin í sameiningu að
því að skilgreina staðla fyrir þessi
viðskipti, auk þess sem hugbúnað-
arfyrirtæki hafi verið fengin til
þess að hanna búnað sem gæti
tryggt öryggi þeirra. Þá séu inn-
lendir aðilar langt komnir í hönnun
slíks búnaðar. Því megi vænta þess
að hægt verði að tryggja öryggi
þessara viðskipta betur í náinni
framtíð.
Fyllstu varúðar gætt
Margmiðlun hefur sett á fót
Heimakringluna, verslunarmiðstöð
á alnetinu. Þar er hægt að kaupa
ýmsar vörur í gegnum netið og
greiða með greiðslukortum. Stefán
Hrafnkelsson, framkvæmdastjóri
Margmiðlunar, segist taka undir
með Visa að korthafar þurfi að
gæta varúðar í viðskiptum á net-
inu. Hann segir hins vegar að
fyllsta öryggis hafi verið gætt við
uppsetningu Heimakringlunnar.
Þannig séu kortnúmer viðskipta-
vinanna brengluð þegar þau eru
send yfir netið og því ólæsileg ef
þriðji aðili kemst inn í sendinguna.
Auk þess séu söluaðilar í Heima-
kringlunni ekki inni á sjálfu alnet-
inu, og því sé mjög ólíklegt að
óprúttnir aðilar geti nálgast þessi
kortnúmer þar.
Búnaðarþing
kallað saman
á þriðjudag
BÚNAÐARÞING hefur verið
boðað til aukafundar þriðju-
daginn 10. október nk. til
þess að fjalla um samning
milli Bændasamtaka íslands
og landbúnaðarráðherra um
breytingar á gildandi búvöru-
samningi í sauðfjárfram-
leiðslu sem undirritaður var
1. október sl.
Þingið sitja 28 fulltrúar
búnaðarsambandanna og 11
fulltrúar einstakra búgreina-
félaga og búgreinasambanda.
Talvélar með rang-
ar upplýsingar
TALVÉLAR Pósts og síma, sem leið-
beina símnotendum um hvar þeir
geti fengið upplýsingar, hringi þeir
t.d. í bilað númer, gefa úreltar upplýs-
ingar. Guðbjörg Gunnarsdóttir, upp-
lýsingafulltrúi Pósts og síma, segir
að þetta verði lagfært í næstu viku.
Éf hringt er í símanúmer, sem
búið er að aftengja, svarar talvélin
og segir: „Þetta númer er ótengt.
Leitið upplýsinga í 03“. Sá hængur
er þó á, að þegar hringt er í 03
svarar önnut taívél og nú með skila-
boðin „Mundu þriggja stafa þjón-
ustunúmer. Nýja númerið er 118.“
Þriggja stafa þjónustunúmerin
tóku gildi um síðustu mánaðamót.
Guðbjörg segir að ekki sé búið að
færa nýju númerin inn á talvélarn-
ar, sem vísi símnotendum til inn-
lendrar símaskrár, bilanatilkynninga
eða símaskrár fyrir útlönd. Nú er
vísað á 03, 05 og 08, í stað 118,
145 og 114.
„Það kostar ekkert að hringja í
þessi númer, svo símnotendur þurfa
ekki að hafa áhyggjur af því, en í
næstu viku ætti að vera búið að lesa
inn á talvélarnar á ný,“ segir Guð-
björg.
Morgunblaðið/Kristinn
Skandia tapaði 300 millj.
króna á bílatryggingum
VÁTRYGGINGAFÉLAGIÐ Skandia hf. hefur í
raun tapað yfir 300 milljónum kr. á bíltryggingum
þau þijú ár sem fyrirtækið hefur starfað hér á
landi. Sænsku eigendurnir hafa lagt félaginu til
fjármagn til að standa undir þessu tapi með árleg-
um framlögum í gegn um umboðslaun og endur-
tryggingar, auk þess sem lagt hefur verið fram
sem hlutafé.
Fimm þúsund nýir félagar
Friðrik Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skan-
dia, segir að markaðssókn fyrirtækisins hafi ver-
ið dýr. Hann bendir á að kostnaður sé mikill á
meðan fyrirtækið er að vaxa en segir að á þessu
ári verði iðgjöld 50% meiri en á því síðasta. Hann
segir einnig að tjón hafi verið heldur meiri en
gert var ráð fyrir í upphafi og svo vilji eigendurn-
ir gæta varúðar við uppbyggingu bótasjóða.
Um fimm þúsund nýir félagar hafa gengið í
FÍB, til viðbótar þeim sjö þúsundum sem fyrir
voru í félaginu, og hafa lýst yfir áhuga sínum
að taka þátt í útboði félagsins á bílatryggingum.
Verið er að afla skriflegra umboða félagsmanna.
Útboð síðar í mánuðinum
Árni Sigfússon, formaður FÍB, segir að alþjóð-
légt útboð fari fram á tryggingunum síðar í þess-
um mánuði. Félagið hefur verið í sambandi við
erlend tryggingafélög og vátryggingamiðlara til
undirbúnings útboðinu og eru forsvarsmenn fé-
lagsins bjartsýnir á árangur. FÍB vonast til að
ganga frá málinu fyrir næstu áramót.
Forsvarsmenn tryggingafélaganna telja að er-
lend tryggingafélög geti ekki boðið betur en þau,
nema þau greiði með iðgjöldunum og bent er á
mikinn kostnað við markaðsöflun Skandia.
í könnun á iðgjaldi bflatrygginga í tilbúnum
dæmum kemur fram að almennt virðist lítill munur
milli iðgjalda íslensku félaganna. Þó kemur mikill
munur í ljós í ákveðnu dæmi af 23 ára ökumanni.
Þar munar liðlega 23 þúsund kr. á lögboðnu ábyrgð-
ar- og slysatryggingu milli þess félags sem er með
hæsta verðið og þess sem býður lægsta verð. Að
viðbættri húftryggingu verður munurinn enn meiri,
pilturinn getur keypt sér tryggingu á 53.800 hjá
einu félagi en 91.400 kr. hjá öðru.
■ Leiðin inn á markaðinn/24
Haugfé úr
kumlinu
til sýnis
NÚ GEFST fólki tækifæri á að
skoða í Þjóðminjasafninu hluta
af mununum sem fundust við
fornleifarannsóknir á kumlinu
að Eyrarteigi í Skriðdal. Kuml-
ið, sem er að líkindum frá tí-
undu öld, hefur verið afar ríku-
lega búið og er eitt hið merk-
asta sem fundist hefur í seinni
tíð hér á landi. Þar fundust leif-
ar af karlmanni og hesti auk
haugfjárins. Þar á meðal eru
sverð, spjótsoddur, leifar af
skildi, hringprjónn, sylgja og
sproti úr bronsi. Auk þess grýta
úr klébergi og tvö brýni og eins
og sjá má leynir áhugi barnanna
sér ekki.