Morgunblaðið - 14.10.1995, Síða 9

Morgunblaðið - 14.10.1995, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 9 FRÉTTiR Þremenningamir sem klifu Cho Oyu eru á heimleið Horfðum upp til Everest af tindinum EINAR Stefánsson, sem komst fyrir nokkrum dögum á topp fjalls- ins Cho Oyu í Tíbet ásamt þeim Birni Ólafssyni og Hallgrími Magnússyni, segir að ferð þeirra hafi verið erfið en velheppnuð. Cho Oyu er 8.201 metri á hæð og sjötta hæsta fjall í heimi. Eng- inn íslendingur hefur klifið svo hátt fjall áður. Einar segir að þeir hafi ekki átt von á því að þeim myndi öllum þremur takast að komast á toppinn. Hann þakkar þennan árangur góðum undirbún- ingi og margra ára starfi þeirra við björgunar- og leitarstörf á ís- landi. Einar sagði að í öllum aðalatrið- um hefði ferðin gengið eins og þeir hefðu átt von á. „Þetta er náttúrlega búið að vera mjög erf- itt, sérstaklega síðasta daginn. Það var langur og mjög erfiður dagur, sem reyndi mikið á okkur. Við fórum upp án súrefnis en súr- efnið í andrúmsloftinu í þessari hæð er aðeins 30% af því sem maður andar að sér við venjulegar aðstæður,“ sagði Einar, en yfir helmingur þeirra sem reyna við Cho Oyu notar súrefnistæki við klifur á Qallinu. Aðspurður sagði Einar að þeir hefðu dvalist rúman hálftíma á toppi fjallsins. „Það er ekki venjan að menn séu að gaufa þarna uppi mjög Iengi. Við snerum okkur í hringi, tókum myndir og tókum svo stefnuna niður.“ Tjöldin lögðust saman undan snjóþunga Tuttugu menn voru í hópnum sem lagði á Cho Oyu. Einungis sex tókst að komast alla leið upp á tindinn, auk leiðangursstjórans. Einar sagði að ýmsar ástæður hefðu verið fyrir því að hinir kom- ust ekki upp, en sumir þeirra hefðu reynt tvisvar eða þrisvar að kom- ast síðasta spölinn. Veður hefði verið slæmt og margir hefðu ekki haft það þrek sem þurfti. Einar sagði að veður hefði ver- ið leiðangursmönnum fremur óhagstætt. Suma dagana hefði það verið þokkalegt en aðra slæmt. „Við vorum reyndar þokkalega heppnir með veður daginn sem við fórum á toppinn. Við komust upp í sæmilega góðu veðri en það versnaði fljótlega eftir að við komum á toppinn. Eftir að við náðum toppnum hörf- uðum við niður í efstu búðir í 7.600 metra hæð. Um nóttina gerði mikla snjó- komu og við urðum að grafa okk- ur út úr tjöldunum morguninn eft- ir. Reyndar var snjókoman það mikil að tjöldin lögðust saman og súlur brotnuðu þannig að við þurftum að hafa nokkuð fyrir því að ná búnaði okkar úr snjónum.“ Börðust við kal í 30 stiga frosti Einar sagði að kuldinn hefði verið erfiður viðureignar, en 20-30 stiga frost var á fjallinu. Hann sagði að líkaminn aðlagaði sig þynnra Iofti með því að þykkja blóðið. Af þeim sökum væri líkam- inn miklu viðkvæmari fyrir kulda. Hættan á kali væri miklu meiri en í sambærilegu frosti á íslandi. „Við vorum mjög vel útbúnir. Eitt af því sem við lögðum mikla áherslu á áður en við fórum af stað var að láta ekki lélegan bún- að verða til þess að við næðum ekki toppnum eða að það ylli okk- ur einhveijum skaða. Við sluppum _ Björn Ólafsson Einar Stefánsson Hallgrímur Magnússon því alveg frá þessum kulda. Hins vegar sluppu ekki allir jafnvel. Menn í öðrum leiðangri sem voru þarna á ferð á sama tíma fóru nokkuð illa. Við vorum samferða bandarískum lækni til Katmandu. Hann kól mjög illa á fjallinu og verður líklega að gangast undir aflimanir á höndum.“ Einar sagði að þeir hefðu allt eins átt von á að sér tækist ekki að komast upp á tindinn. Þeir hefðu farið í þessa ferð með því hugarfari að reyna að komast á toppinn, en megináherslu hefðu þeir þó lagt á að komast heilir heim aftur. Tölfræðilega komast aðeins um 30% af þeim sem reyna að klífa 8.000 metra há fjöll á toppinn. Einar sagði sagði að þeir væru gríðarlega ánægðir með að þeim skyldi öllum þremur takast að komast upp. Hann sagðist þakka það góðum undirbúningi og eins margra ára starfi í björgunar- sveitum á íslandi. Horfðum á Everest af toppnum Einar var spurður hvort þeir félagar væru farnir að huga að næsta verkefni á sviði fjallaklifurs og hvort þeir hefðu hug á að setja nýtt hæðarmet. „Þetta er ekki fyrsta fjallakli- frið sem við förum í á erlendri grundu. Það er jafnan þannig að fyrst eftir að við komum heim getur maður ekkert hugsað um fjöll eða fjallaferðir. Við erum vel endurnærðir núna og nokkurra ára órói er búinn að fá útrás. Við verð- um væntanlega til friðs næsta hálfa árið. Það vill nú þannig til að Cho Oyu er ekki nema 15-20 kílómetra frá Everest. Það var dálítið sér- kennilegt að þegar við vorum bún- ir að klifra upp alla þessa leið skyldum við byrja á því að horfa upp fyrir okkur á tindinn við hlið- ina.“ V eiðibann Rjúpnaveiöi er bönnuð í landi jaröanna Hrafnahóla og Stardals í Kjalarneshneppi, Skeggjastaða í Mosfellsbæ, Fremra-Háls, Hækingsdals, Hlíöaráss, Vindáshlíöar, Fossár, Þrándarstaöa og Ingunnarstaöa í Kjósanhreppi og Fellsenda og Stíflisdals i Þingvallasveit. Landeigendur Uohmóðut- - o.(L fað&UMá á (jóðu Uetði OPIÐ í DAG KL. 10-16 ClEiHBBE] HÚSGAGNAVERSLUN Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, sími 565 4100 NY SENDING FRÁ Mvþ OÍlMy Gallafatnaður 30% afsláttur M nomi.DHD Borgarkringlunni. sími 568 9525. _ TILBO0 á alpina gönguskóm Nepal: Tilvaldir f veiðiferðina Alvöru fjallaskór Vaxað 3 mm þykkt leður. Anatómiskur skóbotn. Víbram fjallasóli (fyrir mannbrodda) Leðurlíning Millifóðursöndun. Þyngd ca. 1.200 gr. Kr. 14.950 áðurkr.1^00. SPORT UTIVISTARBUÐIN við Umferðarmiðstöðina, símar 551 9800 og 551 3072. i Götu gönguskór Mjúkir Nubuk leðurskór. Anatómískur skóbotn. Millifóðursöndun. Góðir f slappið. Kr. 6.900 áður kr. 9.$CC HESTAKERRUSÝNING í dag laugardaginn 14. október kl. 9-17 Er hestakerran þín lögleg? Lögleg hemlakerfi fyrir kerrur og vagna. Allar gerðir af kerrum og vögnum. Allir hlutir til kerrusmíða. Dráttarbeisli á flestar gerðir bifreiða. Hemlakerfi fyrir gamlar kerrur. Sérsmíðum kerrur - Gerum við kerrur - Áratuga reynsla. Síðumúla 19,108 Reykjavík, sími 568 4911, fax 568 4916, kt. 621194-2599, vsk.nr. 44760.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.