Morgunblaðið - 14.10.1995, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 14.10.1995, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Greftir ( NÝJI Fl SKURlNN /YUHt\ Urmjög sérsjakur/ §• Þegar HONUM ER OGNAP \ , FI/VpnTlUFALRAf? HANN I SÍHA ^ / ( 5Ð3IR ) Yekk/ f rv-v—^ V pPI^ t JfMPAVfíj a-2'l o.m i p Tommi og Jenni i ) 1 ( s / I l w K 1 1 MAYBE FIVE OR 5IX MORE LOAD5..TMEN YOU CAN RAKE ITAROUNP/ Kannski fimm eða sex hlöss í viðbót... þá er hægt að raka svolítið úr þessu ... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylqavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Starfið í Laugameskirkju Frá Ólafi Jóhannssyni: UM ÞESSAR mundir er liðinn einn mánuður síðan svokallað vetrarstarf kirkjunnar hófst að nýju eftir sum- arhlé. í þessu greinarkorni mun ég gera grein fyrir nokkrum helstu þátt- um starfsins í Laugarneskikju. Barnastarf I Laugameskirkju er barnastarf safnaðarins tengt almennum guðs- þjónustum. Börnin koma til kirkju með foreldrum sínum á sunnudags- morgnum kl. 11 og taka þátt í upp- hafi guðsþjónustunnar. Þegar líður að prédikun hefst barnasamvera í safnaðarsal í umsjá Bylgju Dísar Gunnarsdóttur og Hennings E. Magnússonar. Hluta þeirrar samveru er börnunum skipt í hópa eftir aldri svo auðveldara sé að miða við ólíkar þarfir í nálgun og framsetningu efnis. TTT Samverustundir tíu-tólf ára bama eru á fimmtudögum kl. 17.30 í um- sjá tveggja guðfræðinema, Arndísar Jóhannsdóttur og Þórðar Guðmunds- sonar. Auk samverustundanna sjálfra er fyrirhugað ferðalag og í undirbúningi að æfa helgileik til að sýna í kirkjunni á aðventunni. Fermingarundirbúningur og æskulýðsstarf Fermingarfræðslan fer fram síð- degis annan hvem þriðjudag auk þess sem farið verður á fermingamá- mskeið í Vatnaskógi. Þá taka vænt- anleg fermingarböm og aðstandend- ur þeirra þátt í a.m.k. tíu guðsþjón- ustum yfir veturinn. Æskulýðsfundir eru á þriðjudags- kvöldum í vetur. Mæðra- og feðramorgnar Þrátt fyrir yfirskriftina hefur lítið sést til feðra undanfarið en mæðum- ar verið þeim mun duglegri að koma á föstudagsmorgnum kl. 10, með böm sín eða án þeirra. Auk notalegs spjalls yfír kaffibolla em stundum á dagskrá fyrirlestrar um ýmis málefni og yfirleitt helgi- stund með börnunum um ellefuleytið. Kyrrðarstundir Ýmsum hentar vel að koma í hús Drottins á miðjum starfsdegi, hverfa um stund út úr erlinum og fá upp- byggingu í trúnni og styrk til að takast á við verkefni daglegs lífs. í hádeginu á fimmtudögum safn- ast hópur fólks til kyrrðarstundar í Laugarneskirkju. Stundirnar hefjast með orgelleik. Eftir ritningarlestur og altarisgöngu er fyrirbænastund í lokin. Að henni lokinni er hægt að fá léttan málsverð á vægu verði. Kvenfélag og þjónustuhópur Kvenfélag Laugameskirkju er eitt elsta starfandi kirkjukvenfélag á landinu og hefur frá upphafi lagt kirkjunni og söfnuðinum lið og-með margvíslegu móti. Kvenfélagið heldur fasta fundi sína fyrsta mánudag hvers mánaðar. Núverandi formaður þess er Hjördís Georgsdóttir. Nokkrar ágætar konur, flestar virkar í starfi Kvenfélagsins, mynda LAUGARNESKIRKJA þjónustuhóp Laugameskirkju. Þær taka að sér heimsóknarþjónustu til sjúkra og einangraðra eldri borgara í sókninni og sjá um kirkjukaffi í guðsþjónustum þegar öldruðum er sérstaklega boðið til kirkju. Drengjakór Drengjakór Laugarneskirkju er eini starfandi drengjakór landsins. I vetur taka hátt í fimmtíu drengir þátt í starfí hans, ýmist í aðalkór eða undirbúningsdeild. Næsta sumar er ráðgerð utanlandsferð kórsins, und- irbúin og skipulögð af mjög svo starf- sömu foreldrafélagi. Æfíngar á vegum Drengjakórsins eru þrisvar í viku. Auk þess að syngja reglulega við guðsþjónustur í kirkj- unni, syngur kórinn við ýmis önnur tækifæri. Stjórnandi hans er Friðrik S. Kristinsson. Annað starf Hér að framan hefur starfinu í Laugarneskirkju ekki verið gerð tæmandi skil. Onefnt er t.d. fræðslu- starf, þjónusta við stofnanir í hverf- inu, þættir í tónlistarstarfi og AA- fundir öll fimmtudagskvöld kl. 21. Kirkjudagur 15. okt. Starfið, sem hér hefur verið gerð grein fyrir, fer fram í kirkju og safn- aðarheimili flesta daga vikunnar. í ljósi þess má segja að hver einasti dagur vikunnar sé í raun kirkjudagur í Laugarneskirkju. Sunnudaginn 15. okt. verður þó sérstakur kirkjudagur þar. Hann hefst með barnaguðsþjón- ustu kl. 11. Strax að henni lokinni hefst árleg kaffisala Kvenfélagsins. í guðsþjónustu kl. 14 syngur Kór Laugarneskirkju undir stjórn nýs organista kirkjunnar, Gunnars Gunnarssonar. Að guðsþjónustu lok- inni heldur kaffisalan áfram og má vænta mikillar þátttöku Laugnesinga og annarra velunnara Laugarnes- kirkju. Göngum í hús Drottins! Kirkjan er hús Drottins. Markmið alls kirkjustarfsins er að efla samfé- lagið við Guð og trúsystkini, gera Drottin vegsamlegan og miðla bless- un hans til okkar mannanna, óháð aldri og öðrum ytri aðstæðum. Fjölbreytt kirkjustarf eykur lík- urnar á því að allir fínni eitthvað við sitt hæfí. ÓLAFURJÓHANNSSON, sóknarprestur. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt I upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ■: .. ..

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.