Morgunblaðið - 20.10.1995, Page 4

Morgunblaðið - 20.10.1995, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Fjölmennur félagsfundur Dagsbrúnar í Bíóborginni Samþykkti samhljóða að segja upp samningum Morgunblaðið/RAX FUNDARMENN voru sammála Guðmundi J. um að rétt væri að segja samningnum upp, en marg- ir gagnrýndu Guðmund fyrir að skrifa undir vondan samning. Hér sést Guðmundur J. Guðmunds- son útskýra stöðuna. FJÖLMENNUR félagsfundur í verkamannafélaginu Dagsbrún samþykkti samhljóða í gær að fela stjórn og trúnaðarráði að segja upp samningum þannig að þeir yrðu lausir um næstu áramót. í ræðu á fundinum skoraði Guð- mundur J. Guðmundsson, formað- ur Dagsbrúnar, á önnur félög að segja samningnum upp. Guðmundur sagði ljóst að hug- myndafræði síðustu kjarasamn- inga hefði brostið. Markmið þeirra hefði verið að auka launajafnrétti og tryggja stöðugleika í efnahags- málum. Launahækkanir á bilinu 2.700-3.700 krónur á mánuði hefðu verið í samræmi við yfírlýs- ingar stjómvalda um að láta efna- hagsbatann fyrst og fremst renna til þeirra sem lægst hefðu launin. „Allt hefur þetta snúist upp í and- hverfu sína,“ sagði Guðmundur. Verkamannasambandið segi samningum upp Guðmundur sagði að efnahags- batinn lýsti sér í auknu atvinnu- leysi og skertum tryggingabótum. Fyrirtækin hefðu hins vegar notið góðærisins og skiluðu nú meiri hagnaði en nokkru sinni áður. Guðmundur spurði hvort að það sem menn hefðu átt við með stöð- ugleika væri að lág laun ættu áfram að vera lág. Guðmundur sagði að þing Verkamannasambandsins, sem hefst eftir helgina, yrði að krefjast uppsagnar samninga og hvetja verkafólk til samstöðu um baráttu fyrir hærri launum. Ræðumenn sem tjáðu sig á BJÖRN Bjamason menntamála- ráðherra afhenti í gær verðlaun í ritgerðasamkeppni ungs fólks um kynþáttafordóma, Með pennann að vopni. Ritgerðasamkeppnir um sama efni voru einnig haldnar á hinum Norðurlöndunum og var verkefnið stutt af Norrænu ráð- herranefndinni. Fyrstu verðlaun í ritgerðasamkeppninni hér á landi hlaut Pétur Waldorff. Upphaf ritgerðasamkeppninnar má rekja til verkefnis sem Evrópu- ráðið hleypti af stokkunum og var ætlað að draga úr kynþáttafor- dómum og auka skilning á milli fólks sem er af misjöfnu bergi brotið. í framhaldinu var efnt til norræns samvinnuverkefnis sem Norræna ráðherranefndin hefur stutt. Þáttur í samvinnuverkefninu var ritgerðasamkeppnin Með pennann að vopni. I henni tóku þátt ungmenni frá hverju Norður- landanna. Fimm hlutu þriðju verðlaun, 50.000 kr. Þau eru Vigdís Jó- hannsdóttir, 17 ára, fyrir ritgerð- ina Friður, Lilja Björk Stefánsdótt- ir, 17 ára, fyrir ritgerðina Norður- fundinum mæltu allir með upp- sögn samninga og skoruðu á fé- lagsmenn að sýna samstöðu í bar- áttunni sem framundan væri. Nokkrir gagnrýndu Dagsbrún fyr- ir að hafa samþykkt gildandi samning, en þeir voru naumlega samþykktir á félagsfundi í febrúar eftir harðar deilur. Kristján Áma- lönd gegn útlendinga- og kyn- þáttahatri, Eyrún Edda Hjörleifs- dóttir, 19 ára, fyrir ritgerðina Fordómar, María Stefánsdóttir, 15 ára, fyrir ritgerðina Óréttlæti og Unnur María Bergsveinsdóttir, 17 ára, fyrir ritgerðina Kynþáttafor- dómar, Hver er bróðir minn? Önnur verðlaun, 100.000 kr., hlaut Þóra Arnórsdóttir fyrir rit- gerðina Þögult óp. Fyrstu verð- laun, 150.000 kr. hlaut Pétur Waldorff, fyrir ritgerð sem heitir Kynþáttahatur og kynþáttafor- dómar. Bjó í Angóla Ritgerðir norrænu ungmenn- anna sem fyrstu verðlaun hlutu verða birtar í stærstu dagblöðum hvers lands, þar á meðal Morgun- blaðinu. Þær verða einnig gefnar út í sérstöku hefti á öllum Norður- landamálunum. Formaður dóm- nefndar í ritgerðarsamkeppninni var Einar Már Guðmundsson rit- höfundur og með honum í nefnd- inni störfuðu Guðrún Helgadóttir rithöfundur og Jóhann Hjálmars- son skáld. son gagnrýndi samningamenn Dagsbrúnar fyrir að hafa skrifað undir samning þar sem ekki væri að fínna neina vamagla um upp- sögn. Gylfi Páll Hersir sagði að sú ólga og óánægja, sem ríkti í þjóðfélaginu, stafaði ekki af því að þingmenn hefðu fengið launa- Bjöm Bjarnason menntamála- ráðherra, sem afhenti verðlaunin, sagði við þetta tilefni að vel hefði verið staðið að verkefninu af hálfu íslendinga. Hann sagði að mikil þátttaka í ritgerðasamkeppninni hérlendis hefði sýnt að hún hefði vakið áhuga. Pétur Waldorff bjó í Afríkurík- inu Angóla um fimm ára skeið. hækkun heldur beindist hún að því hvað tímakaupið væri lágt og hvað síðustu samningar vom lé- legir. Fólk liti svo á að það hefði verið blekkt. Gylfi Páll varaði fé- lagsmenn við tali um efnahagsleg- an stöðugleika því hugtakið væri notað í þeim tilgangi að halda tímakaupi verkafólks niðri. „Faðir minn vann þar fyrir sænskt þróunarfyrirtæki og kenndi heimamönnum meðal annars físk- veiðar. Fordómarnir em ekki mjög áberandi og ég varð ekki var við ofbeldi vegna þeirra. En .það fannst meira á viðmóti manna. Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt í svona samkeppni og ég býst við að ég taki þátt í fleiri slíkum," sagði Pétur. Arás og nauðg- unartilraun 2ára fangelsi í Hæsta- rétti HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykja- víkur og dæmdi Kristin S.H. Styrmisson, 37 ára gamlan mann, í tveggja ára fangelsi. Kristinn var dæmdur fyrir stór- fellda líkamsárás og tilraun til nauðgunar. Þá var honum gert að greiða konu þeirri, sem varð fyrir árásinni, 500 þúsund krón- ur í skaðabætur, en það er 200 þúsund krónum lægri upphæð en Héraðsdómur áleit bæturnar eiga að vera. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa ráðist á konuna aðfara- nótt 10. júlí sl. eftir að þau höfðu farið saman í ökuferð frá heimili hennar og eiginmanns hennar, sem er kunningi hins dæmda, og ekið að Rauðavatni. Að sögn konunnar felldi mað- urinn hana til jarðar, þrengdi að hálsi hennar, sló hana í and- litið og reyndi að þröngva henni. Konan hlaut mikla áverka; glóðaraugu á báðum augum og ýmsa aðra áverka í andliti, á útlimi og bak auk þess sem flís- aðist úr beini í ökkla. Héraðs- dómur tiltók einnig að tvær sprungur fundust í höfuðkúpu hennar, en Hæstarétti þótti varhugavert að telja fyllilega sannað að þær stöfuðu af atlög- unni, þar sem kónan hafði fall- ið úr bifreið fjórum vikum fyrr. „Brot ákærða er alvarlegt eigi að síður og þykja ekki efni til að breyta ákvörðun héraðsdóms um tveggja ára fangelsisrefs- ingu hans,“ segir í dómi Hæsta- réttar, sem taldi miskabætur til konunnar hæfilega ákveðnar 500 þúsund krónur, með vöxt- um frá 10. júlí 1994. Dæmdur fyr- ir tilraun til kynmaka við þroskaheftan HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær þriggja ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfír Steingrími Njálssyni. Stein- grímur var dæmdur fyrir að hafa gert tilraun til kynferði- smaka við þroskaheftan pilt í janúar á þessu ári. Steingrímur Njálsson hefur áður verið dæmdur 28 sinnum fyrir margvísleg brot, þar á meðal sex sinnum fyrir kyn- ferðisbrot, sem beindust gegn börnum eða ungmennum. I dómi Hæstaréttar segir að við ákvörðun refsingar sé óhjá- kvæmilegt að líta til sakaferils ákærða. Til frádráttar refsivistinni kemur gæsluvarðhaldsvist Steingríms frá 12. júlí sl. Þá var honum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 70 þúsund krónur, og málflutningslaun skipaðs veij- anda síns, 70 þúsund krónur. Dóminn kváðu upp hæsta- réttardómararnir Hrafn Braga- son, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Haf- stein. Verðlaun afhent í ritgerðasamkeppninni Með pennann að vopni Norræn ung- menni skrifa um kynþáttafordóma Morgunblaðið/Ásdís VERÐLAUNAHAFARNIR í Norræna húsinu í gær, Pétur Wald- orff, Vigdís Jóhannsdóttir, Lilja Björk Stefánsdóttir, María Stef- ánsdóttir, Eyrún Edda Hjörleifsdóttir, Unnur María Bergsveins- dóttir og Þóra Arnórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.