Morgunblaðið - 20.10.1995, Side 15

Morgunblaðið - 20.10.1995, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 15 AKUREYRI Háskólinn á Akureyri og Fiskifélag íslands Kennsla og rannsóknir á sviði sjávarútvegs efldar SAMSTARFSSAMNINGUR Há- skólans á Akureyri, sjávarútvegs- deildar og Fiskifélags íslands var undirritaður í gær og er þetta fímmti samningurinn sem Háskólinn gerir við rannsóknarstofnanir um sam- starf. Áður hafa verið gerðir samn- ingar við Hafrannsóknastofnun, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Iðntæknistofnun og Rannsókna- stofnun landbúnaðarins. Bjarni Grímsson fiskimálastjóri sagði að aðilar hefðu haft með sér samstarf áður, félagið hefði tekið þátt í uppbyggingu námsefnis í sjáv- arútvegsdeild og háskólinn stutt út- gáfu fræðibókar sem nýkomin er út á vegum Fiskifélagsins. Þá hefði starfsmaður félagsins annast kennslu við deildina. Með samningnum er ein af elstu og ein af yngstu stofnunum í sjávar- útvegi að taka höndum saman í þeirri viðleitni að efla menntun og rannsóknir á sviði sjávarútvegs. Samningurinn felur m.a. í sér að Fiskifélagið og háskólinn taki upp samstarf til að efla kennslu og rann- sóknir í sjávarútvegsgreinum og þró- un námsefnis, einkum á sviði skipa- tækni. Þá mun félagið veita skólan- um sérfræðiaðstoð og ýmis gögn sem tengjast starfsemi félagsins á sviði hagskýrslugerðar um fiskveið- ar, svo og skipa- og veiðitæknisviði. Loks er gert ráð fyrir samstarfi um útgáfu fræðirita sem tengjast starf- semi stofnananna og stefnt að nám- skeiðshaldi og endurmenntun á sviði sjávarútvegs. „Þetta samstarf er hluti af þeirri þróun að reyna að tengjast sem best fagaðilum en með því fáum við að- gang að þekkingu sem til er í þessum stofnunum. Við erum í raun að nýta sem best þá þekkingu sem fyrir er í landinu,“ sagði Þorsteinn Gunnars- son, rektor Háskólans á Akureyri. Við undirritun samstarfssamn- ingsins var einnig kynnt ný bók sem út kom í gær en hún heitir Fiskleit- artækni - undirstaða, tækjaumfjöll- un, bergmálsmælingar. Fiskifélag Islands gefur bókina út með stuðn- ingi Háskólans á Akureyri en tækni- deild Fiskifélagsins og Fiskveiða- sjóður hafa haft umsjón með gerð hennar. Höfundar eru þrír; Stefán A. Kárason tæknifræðingur og Emil Ragnarsson verkfræðingur sem starfa hjá tæknideildinni og Páll Reynisson verkfræðingur sem starf- ar hjá Hafrannsóknastofnun. Bókin fjallar um undirstöðuatriði fiskleitartækja, ýmsar tækjagerðir til notkunar í fiskiskipum og notkun slíkra tækja til bergmálsmælinga. Bók um þetta efni kom fyrst út á vegum Fiskifélagsins undir heitinu Fiskleitartæki og notkun þeirra árið 1965 þannig að hér er á ferðinni annað framlag Fiskifélagsins til þessa mikilvæga sviðs fiskveiðanna. Bókin er 172 blaðsíður, prýdd fjölda skýringarmynda og ljósmynda. Morgunblaðið/Kristján ÞORSTEINN Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Bjarni Kr. Grimsson fiskimálasljóri undirrita samstarfssamninginn. EMIL Ragnarsson, verkfræðingur hjá Fiskifélaginu, afhenti Jóni Þórðarsyni, forstöðumanni sjávarútvegsdeildar, safn gagna um sjávarútveg í tilefni af samstarfi Háskólans og Fiskifélags- ins. A milli þeirra stendur Stefán Kárason tæknifræðingur FI. * Eyfirðingar á Hótel Islandi KARLAKÓR Akureyrar/Geysir, syngur nokkur létt lög, á Ey- firsku kvöldi á Hótel Isiandi í kvöld. Stjórnandi kórsins er Roar Kvam en undirleik annast Richard Simm. Eyfirskir hag- yrðingar kasta fram stökum og kveðast á af miklum móð, Leik- hússkvartettinn syngur við und- irleik Birgis Karlssonar, Kattadúettinn lætur í sér heyra, Michael J. Clarke syngur við undirleik Richard Simm og norð- lenskt jazztríó leikur fyrir mat- argesti. Kynnir verður leikarinn Þráinn Karlsson. Karlakór Ak- ureyrar/Geysir heldur svo tón- leika í Njarðvíkurkirkju á morg- un laugardag og í Borgarnes- kirkju á sunnudag. Chicony' Chicony NB7 DX4/100 - 8 MB minni I 525 MB diskur & 11.3" DualScan litaskjár gá Innbyggður hátalari K og hljóðnemi. h Innbyggð mús (Track point) m KYNNINGARVERÐ: Chlcony NB5 Chlcony 8665 DX4/100 - Crátóna skjár 8 MB minni - 340 MB diskur Hljóðkerfi SX/33 Crátóna skjár 4 MB minni -170 MB diskur I 4 9 . □ □ O g g . □ □ □ NÝHERJA búiðM' SKAFTAHLIÐ 24 SÍMI 569 7800 II okkar og gera FLEIRI að við séum með lægra verð en A (\ý\ r I FLESTIR hvað það er gaman til okkar! Hawaii matarstell úr postulíni Kaffibolll með undirskál Kr. 280,- Ábætisdiskur 280,- Matardiskur 24,5 cm 280,- AIHr fylgihlutir fáanlegir_______ Tréávextir frá kr. 140,- Trébakkar frá kr. 1.380,- Salt & Piparsett 1.220,- Magasih HúsgagnahöUinni Bíldshöfða 20-112 Reykjavík - Sími 587 1410 Postulínsfíil H:45cm 2.410,- Blómavasi H:25cm Kr 1.470,- | Kampavínskælir H:80cm | Kr 7.560,- Trekki trukkur *ÍZU,- i au l Hýkarl tuskudýr j Kr 420,- 790,-,- Opið á iaugardögum frá kl. 9-16 f Vlgtað3kg. | Kr 1.890,- 270,- 1.940,- 380,- Kokkur m/eldh.ahöld 440,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.