Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR21.0KTÓBER1995 25 AÐSEIMDAR GREINAR Geðheilsa og meiming í AFAR snjöllu Reykjavíkurbréfí í Mbl. 21. maí sl. segir m.a.: „Geð- sjúkdómar hafa nokkra sérstöðu. Þeim hafa um aldir fylgt þekk- ingarleysi, ótti, og fordómar." Og síðar segir: „Hinir geðsjúku munu ekki láta í sér heyra. Þeir eiga ekki auðvelt með að berjast fyrir eigin hagsmunum. Þrátt fyrir mikl- ar framfarir hafa læknavísindin ekki komist fyrir rót geðsjúkdóma, og fordómarnir eru svo miklir að enn í dag reynir fólk að fela þetta vandamál í fjölskyldum sínum eða skammast sln fyrir að viðurkenna að það sé til staðar. Aðstæður til eftirmeðferðar og langtímaumönn- unar eru enn langt frá því fullnægj- andi og í sumum tilvikum varla hægt að bjóða fólki upp á hana." Ennfremur: „Tímabært er að hefja umræður um ný átök til þess að bæta aðstöðu til meðferðar á geð- sjúku fólki á íslandi. Við skulum temja okkur að spara á öðrum en þeim sem minnst mega sín." Þetta verður ekki betur orðað. I grein í Mbl. 31. ágúst sl. segir Guðmundur J. Guðmundsson m.a. á sinn umbúðalausa hátt: „Mér finnst þetta fólk og aðstandendur þess standa svo varnarlaust. Þjóðfélagið er svo sjúkt af fordóm- um í garð þessa sjúkdóms að að- standendur í angist sinni reyna allt til að féla hann. Við erum öll meira eða minna haldin þessum fordóm- um. Mér finnst erfiðast að koma í vinnu tveim hópum, manna þ.e. fyrrverandi geðsjúkum og fyrrver- andi föngum." Og síðar segir: „Við. lifum á tímum vaxandi notkunar vímuefna, atvinnuleysis og að ýmsu leyti harðnandi tíma. Það felur í sér aukna sjúkdóma af þessu tagi. Þörfin fyrir aukna hjálp til þessa fólks er svo knýjandi að því verður ekki með orðum lýst. Þjóðfélagið verður að breyta afstöðu sinni - það verður að leggja meira fé til lækninga við þessum sjúkdómum Almenningur í landinu verður að leggja þessa fordóma til hliðar. Mig hryllir við ef ráðamenn þjóðar- innar ætla að fara að spara með því að minnka fjárveitingu til lækn- ingar sjúkra, slíkt er níðingsverk, sem á eftir að skapa aukna óham- ingju í þessu þjóðfélagi." Eigi er ofmælt þótt fast sé að kveðið. Undirritaður sagði í grein í Mbl. 21. okt. '89 m.a.: „í raun ætti ekki að þurfa að fjölyrða um þetta. Stuðningur og umhyggja af því tagi sem hér um ræðir er bæði sið- ferðileg og lagaleg skylda samfé- lagsins, stjórnvalda og okkar allra í nútíma þjóðfélagi. Væri allt með felldu hefði þvi átt að vera fyllsti óþarfí að berjast fyrir þessum mál- stað, en svo er því miður ekki því eins og kunnugt er fyrirfinnast enn ýmsar slíkar skyldur sem gleymst hafa í glaumi og óráðsíuhætti nú- tímáns. Þjónusta við geðsjúka virð- ist enn vera olnbogabarn félags- og heilbrigðisþjónustu og njóta ófullnægjandi skilnings og áhuga. Enn er fjöldi erfiðra verkefna sem vinna þarf að til að bæta geðheil- brigðisþjónustuna. Geðsjúkir búa mjög oft við kröpp kjör og erfiðar félagslegar aðstæð- ur, og sjúkleiki þeirra er í sjálfu sér nægileg og ærin byrði þó að Handsmfðaðir trúlofunar 1 hringar DEMANTAHUSIÐ Borgarkringlunni, s. 588-9944 Kiwanishreyfingin og fleiri mannúðarfélög, segir Magnús Skúla- son, eiga ómældan heiður skilinn fyrir bar- áttu sína fyrir bættum hag geðsjúkra. ekki sé aukið á hann með ófull- nægjandi geðmeðferð, ófullkominni félagslegri þjónustu- og trygginga- kerfi, húsnæðis- og féleysi og stór- skertri aðstöðu til lágmarks lífs- gæða. Sparnaður á þessu sviði er nánasarháttur sem er ekki samboð- inn nútíma samfélagi. Hann er í raun mjög kostnaðarsamur til lengdar og skammsýn óheillastefna að aukinni upplausn menningar, ójöfnuði og annarri lágkúru." Allt of fátt hefur breyst til batnaðar síðan 1989. Þótt allir hugsandi menn, og undirritaður telur sig auðvitað í þeirra hópi (!), hafi iðulega hinar þyngstu áhyggjur af veikindum hinna sjúku og aðstæðum þeirra, þá verð ég samt að gera þá játn- ingu, að enn meiri kvíðboga veldur mér stundum brenglun og siðblinda hinna „heil- brigðu", sem er í raun hinn mesti þjáninga- valdur sjúkra og margfalt háskalegri lífinu öllu (kannski að lyfj aframleiðendur eigi eftir að finna með- al við þessu?). En af- staða samfélagsins til hinna veikustu og verst settu er líklega einn traustasti mæli- kvarði á menningar- stig þess og gildismat. Það mun allt koma í Ijós. En á meðan duttlungafull forgangsröð- un valdsmanna og hins opinbera beinist hvað mest að malbiki, Magnús Skúlason bættum hag geðsjúkra steinsteypu, stækkuð- um gorkúlum úr stáli og gleri og neðansjáv- arborgöngum til að „spara" tuttugu mín- útna akstur (til hvers?), þá veitir ekki af því að almenningur og sjálfstæð s'amtök af ýmsu tagi taki á þessum alvarlegu til- finningamálum, og Kiwanishreyfingin og fleiri mannúðarfélög eiga ómældan heiður og þakkir skildar fyrir geysilega þrautseigju sfna í baráttunni fyrir Höfuadur er geðlæknir og starfar á geðdeild Landspítalans. SJONVORP MYNDBANDSTÆKI HLJÓMTÆKI BÍLTÆKI ÍSSKÁPAR ÞVOTTAVÉLAR ELDAVÉLAR KAFFIVÉLAR MATVINNSLUVÉLAR BRAUÐRISTAR 20" *VvVs resso stgí- mv nöb^ nös TOLVUR PRENTARAR FAXTÆKI LJÓSRITUNARVÉLAR SÍMAR OG MARGT FLEIRA! £Mi mbóa afi þeóóu! Opið til kl. 4.00 «*•* ;9ioohz CA«Í aso A Heimilistæki hf SÆTÚN8 SÍMI 569 1515 TÆKNI-OG TÖLVUDEIL.D SÍMI S69 1400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.