Morgunblaðið - 22.10.1995, Page 6

Morgunblaðið - 22.10.1995, Page 6
6 SUNNUDAGUR 22. 0KTÓBKR 1995 . MORGUNBLAÐIÐ 3 NATOhefur ÞETTA er maður sem lifað hefur ótrúlegar um- breytingar og i Finn- landi undrast margir aðlögunarhæfni hans. Júríj Derjabín, sendiherra Rússlands í Finnlandi, var um skeið aðstoðar- utanríkisráðherra Sovétríkjanna en á árunum 1968-1975 starfaði hann í Helsinki og var þá talinn einn helsti tengiliðiyr Sovétstjórn- arinnar við ráðamenn í Finnlandi. Þetta var á dögum „Finnlandiser- ingarinnar" svonefndu þegar Finnland taldist til sovésks áhrifa- svæðis og Finnar þurftu að móta alla stefnu á sviði utanríkis- og öryggismála með tilliti til þess. Bækur eftir Detjabín, þijár að minnsta kosti, komu út í fínnskri þýðingu en höfundurinn skrifaði þá undir dulnefinu „Komm- ísarov“. í þessum bókum var að fínna sjónarmið ráðamanna í Kreml og þær geymdu einnig „vinsamleg tilmæli" Sovétstjórn- arinnar og greiningu þeirra á hin- um ýmsu öflum sem væru að verki í fínnsku samfélagi. Júríj Deijabín tekur sendisveinum Morgunblaðsins fagnandi í stóru fundarherbergi í sendiráði Rúss- lands í Helsinki. Ekki fer á milli mála að þar fer reyndur diplómat og raunar upplýsir hann að hann eigi nú 41 árs feril að baki. Auk starfa í Finnlandi var hann um tíu ára skeið sendimaður Sovét- stjórnarinnar í Noregi. Júríj Deijabín var einn helsti Evrópu- sérfræðingur sovéska utanríkis- ráðuneytisins í Moskvu og varð aðstoðarutanríkisráðherra eftir valdaránstilraun harðlínukomm- únista árið 1991. Undanfarin þijú ár hefur hann verið sendiherra Rússlands í Helsinki. Skipun hans vakti mikla athygli í Finnlandi á sínum tíma. Sendiráð Rússlands í höfuðborg Finnlands er merkileg bygging. Sagt er að Molotov, þáverandi utanríkisráðherra Sovétríkjanna, hafi gefið skipun um að sendiráðs- byggingin þar skyldi líkjast sem mest Buckingham-höll í Lundún- um. Byggingin reis eftir að Rúss- ar höfðu afrekað að leggja eigið sendiráð í rúst er þeir gerðu loftá- rásir á Helsinki. Byggingin er að sönnu tilkomumikil og satt er það, hún er eins konar vasaútgáfa af höllinni miklu sem hýsir gæfu- fólkið í Bretlandi. Deijabín býður upp á kaffí og með því en því miður reynast sígaretturnar bandarískar. Þ'ær verða seint bornar saman við „By- elomorkanal", sérlega eitraðar rússneskar verkamannasígarett- ur, sem kenndar eru við Hvíta- hafsskurðinn. Kaldir karlar í KGB Talið berst að Sovétríkjunum sálugu, sem Deijabín var fulltrúi fyrir og samskiptum austurs og vesturs á tímum Kalda stríðsins. Deijabín rifjar upp andstöðu Sovétmanna við kröfur Vestur- landa á sviði mannréttinda sem kommúnistar eystra lögðu að jöfnu við afskipti af innanríkis- málum allt til ársins 1991. „Við vorum margir sem töldum að taka bæri í auknum mæli tillit til sjón- armiða Vesturlanda á þessu sviði. En það var erfítt að deila við KGB [sovésku öryggislögregluna] og miðstjórn Kommúnistaflokksins. Þetta voru harðir og kaldir karl- ar,“ segir sendiherránn. Kekkonen var klókur Hann kveðst ekki vera í hópi þeirra sem telji að samskipti Finna og Sovétmanna á tímum Kalda stríðsins hafi eingöngu verið á neikvæðum nótum. „Vissulega voru ýmsar hliðar þessara sam- skipta fremur óskemmtilegar. Sovétstjórnin leit á Finnland sem sovéskt áhrifasvæði. Stefnan gagnvart Finnum mótaðist af ekki einkarétt Júríj Deijabín, sendi- herra Rússlands í Hels- inki, var á árum áður einn þekktasti sendi- maður sovétstjómar- innar í Finnlandi. Þeir Lars Lundsten og Ásgeir Sverrisson hittu Deijabín að máli og ræddu m.a. sam- skipti Finna og Rússa, stækkun NATO og þróun mála í Eystra- saltsríkjunum Morgunblaðið/Ásgeir Sverrisson. Júríj Derjabín, sendiherra Rússlands í Finnlandi. stjórnmálum og herfræðum. Auð- vitað höfðum við afskipti af fmnskum málefnum," segir Deijabín og vísar sérstaklega til vináttusáttmála Finna og Sovét- manna sem takmarkaði mjög allt svigrúm þeirra fyrrnefndu á flest- um sviðum. „En Finnarnir voru duglegir innan þessa sovéska ramma. Kekkonen [Finnlandsfor- seti] var sérlega klókur maður og náði öllu sínu fram,“ bætir hann við. *> ESB stuðlar að stöðugleika Sendiherrann tekur fram að Finnland njóti enn ákveðinnar sérstöðu í rússneskum utanríkis- málum en samhengið sé allt annað en áður. „Finnsku landamærin eru nú jafnframt landamæri Evrópu- sambandsins (ESB). Þetta er mik- ilvæg breyting fyrir okkur í Rúss- landi, Samskipti ríkjanna eru nú með allt öðrum og jákvæðari hætti, aðild Finna að ESB stuðlar að stöðugleika og gefur ýmsa möguleika á sviði verslunar og viðskipta. Á sovéttímanum vorum við andvígir öllum tilraunum Finna til að auka samskiptin við Vestur-Evrópu. Nú lítum við á Finnland sem nágrannaríki þar sem stöðugleiki ríkir og það er fullur skilningur á Evrópustefnu Finna í Moskvu. Sjálfur tel ég að Finnland geti verið eins konar hlið í viðskiptum Austur- og Vest- ur-Evrópu og Finnar megi vænta mikils af framtíðinni. á þessu sviði," segir Deijabín og telur upp mörg þau atriði sem tryggi Finn- um sérstöðu að þessu leyti. Finnar hafi öðrum vestrænum þjóðum fremur reynslu af viðskiptum við Rússa, samgöngukerfíð, vegir og járnbrautir, bjóði upp á mikla möguleika á þessu sviði sem og hin „evrópsku landamæri". Stærsti vandinn í samskiptum þjóðanna sé efnahagslegs eðlis; skuld sú sem Sovétríkin áttu ógreidda við Finnland þegar þau liðu undir lok. Hún hljóðar upp á 1,3 milljarða Bandaríkjadala. Stækkun NATO í Evrópskum öryggismálum ber hugmyndir um stækkun Atlants- hafsbandalagsins (NATO) til austurs hæst um þessar mundir. Yfirlýsingar Vesturlanda, einkum Bandaríkjamanna, í þessa veru hafa kallað fram hörð viðbrögð í Rússlandi. Raunar hefur orðaval manna eystra orðið sífellt afdrátt- arlausara. Nýverið var kynnt skýrsla sem unnin var á vegum NÁTO um stækkun bandalagsins og Deijabín telur hana staðfesta að áhyggjur Rússa séu réttmæt- ar. „Ekkert ríki eða stofnun getur haft einhvers konar einkaleyfi á sviði öiyggismála. Það ríkir full- komin þverpólitísk samstaða um það i Rússlandi að stækkun NATO sé óásættanleg. Sú staðreynd að yfírlýsingar rússneskra ráða- manna verða sífellt harðorðaðri er til marks um að NATO vill ekki hlusta á okkur og rök okkar. Staða okkar yrði mjög erfið yrði bandalagið stækkað. Þetta er hernaðarbandalag og hættan er sú að Rússar teldu að verið væri að einangra þá. Hættan felst sum sé í því hvaða áhrif þetta hefði á rússnesku þjóðarsálina," segir Deijabín og leggur þunga áherslu á þau orð sín að stækkun NATO og umræður um nauðsyn þess að stöðugleiki verði tryggður í Rúss- landi geti ekki farið saman. Óráð- legt hljóti að teljast að leggja nýjan grunn að skiptingu Evrópu þegar við blasi að ríki álfunnar þurfi í vaxandi mæli að sameinast um að taka á ýmsum þeim vanda sem skapað geti hættur. Sendi- herrann nefnir hryðjuverkastarf- semi, útbreiðslu vopna, smygl og átök á grundvelli þjóðernishyggju. „Við áskiljum okkur ekki neitun- arvald í málefnum NATO en segj- um einfaldlega:góðu herrar, þetta er ótækt, þið verðið að horfa til Rússlands og megið ekki stuðla að nýrri skiptingu Evrópu." Óraunsæi við Eystrasalt - Eystrasaltsríkin þijú börðust ákaft fyrir sjálfstæði sínu á síð- ustu árum Sovétríkjanna. Margir í þessum ríkjum telja að Rússar muni aldrei viðurkenna fullt sjálf- stæði þessara ríkja og spennan í samskiptum þeirra hefur á ýmsan hátt farið vaxandi. Þannig lýsti talsmaður rússneska varnarmála- ráðuneytisins yfir því fyrir skemmstu að Rússar myndu neyð- ast til að hernema Eystrasaltsrík- in á ný yrði stækkun NATO að veruleika. Samskipti rússneska minnihlutans og íbúa Eystrasalts- ríkjanna eru einnig sérlega eld- fimt mál og margir í þessum ríkj- um eru þeirar hyggju að öryggi og sjálfstæði landanna verði ekki t'Yggt fyrr en þau hafa fengið aðild að NATO og Evrópusam- bandinu. Aðild að þessum stofnunum er opinberlega á dagskrá ríkisstjóma allra landanna en Júríj Deijabín dregur ekki dul á að hann er ósátt- ur við málflutning Eystrasalts- þjóðanna. „Þessar þjóðir skortir raunsæi og þær neita að skilja áhyggjur Rússa vegna rússneska minnihlutans í þessum löndum. í Eistlandi tala 300.000 manns rússnesku en aðeins átta þúsund hafa fengið landvistarleyfí. Þetta er alvarlegt vandamál," segir sendiherrann og teygir sig eftir sígarettu úr haganlega gerðri silf- uröskju. Fordæmi Finna „Eystrasaltsþjóðirnar ættu að horfa til Finnlands og huga að samskiptum Rússa og Finna. Finnar hafa verið raunsæir. Þeir hafa komist yfir biturleikann frá gamla tímanum. Það er ekki hægt að ganga áfram en líta samtímis alltaf um öxl. Traust þarf áð ríkja og varast skal sérstaklega allt það sem stuðlað getur að tortryggni." Deijabín tekur fram að þótt hann telji útilokað að Eystrasalts- þjóðirnar geti fengið aðild að NATO og telji slíka þróun and- stæða öryggishagsmunum Rússa séu rússneskir ráðamenn ekki andvígir því áð þjóðirnar þijái— nálgist Evrópusambandið. Evr- óþusambandið stuðli að stöð- ugleika í álfunni. Þannig hafi ekki hvarflað að Rússum að leggjast með einhveijum hætti gegn aðild Finna að ESB. „Við trúum því og treystum að Finnar muni halda óbreyttri stefnu en það þýðir m.a. að landsmenn muni áfram standa utan hernaðarbandalaga. Staða Finnlands og aðildin að Evrópu- sambandinu felur í sér að Finnar geta lagt mikið af mörkum til að tryggja stöðugleika á þessum slóðum,“ segir Deijabín. Hræðslan við Rússa Sendiherrann segir aðspurður að honum sé ekki sama þegar hann heyri fullyrðingar í þá veru að Finnar hafi valið að gerast aðilar að ESB til að tryggja stöðu sína á meðal vestrænna ríkja og losna þar með undan rússnesku áhrifasvæði. „Ég er ekki sammála því að einhvers konar hræðsla við Rússa hafi vegið þungt í þessu viðfangi. Vissulega var hún til staðar - því miður er enn hugs- anlegt að öfgaöfl komist til valda í Rússlandi. Ég tel þó að þyngst hafí vegið einlægur ásetningur Finna að taka þátt í samrunaferl- inu í Evrópu,“ segir Júríj Deijabín og kveður í glæstum stigagangi sendiráðsbyggingarinnar. Myndin sem hann skilur eftir er að sönnu nokkuð mótsagnakennd; þar fer í senn fulltrúi þess liðna en jafn- framt sannfærandi talsmaður nýrra viðhorfa í rússneskum utan- ríkismálum. ERLENT SÞ 50 ára Kohl verð- ur heima en Kastró kemur Sameinuðu þjóðunum. Reuter. SAMEINUÐU þjóðimar halda upp á hálfrar aldar afmæli sitt um helg- ina en mikið er um, að þjóðarleið- togar láti hátíðarhöldin fram hjá sér fara. Meðal þeirra era Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, Osc- ar Luigi Scalfaro, forseti Ítalíu, og Helmut Kohl, kanslari Þýskalands. Leiðtogamir, sem ætla að sitja heima, bera ýmsu við, ástandinu í stjómmálum viðkomandi landa eða jafnvel auraleysi eins og Pascal Lissouba, forseti Kongó, en Kohl ætlaði hins vegar aldrei að fara þótt Þjóðveijar sækist nú eftir föstu sæti í öryggisráðinu. í hans stað fer Klaus Kinkel utanríkisráðherra. Einn af þeim, sem ekki ætla að láta sig vanta, er Fidel Kastró, for- seti Kúbu, Bill Clinton Bandaríkja- forseta og Rudolph Giuliani, borg- arstjóra í New York, til nokkurs ama. Hefur Giuliani ákveðið að bjóða Kastró hvorki vott né þurrt en það kemur ekki að sök því að um 200 samtök kaupsýslumanna, fræðimanna og annarra vilja fá hann til fundar við sig og blaða- menn, sem hafa beðið um viðtal við hann, eru fleiri en tölu verði á komið. -----» ♦ ♦----- Jarðskjálfti í Mexíkó Mexíkóborg. Reuter. ÖFLUGUR jarðskjálfti varð í Suð- ur-Mexíkó og Guatemala seint á föstudagskvöld. Olli hann nokkru tjóni á mannvirkjum en ekki var vitað til, að fólk hefði látist. Jarðskjálftinn, sem átti upptök sín 32 km suðvestur af Tuxtla Gutierrez, höfuðborg Chiapas- fylkis, var 6,3 stig á Richter og olli einkum skemmdum á illa byggðum húsum í fátækrahverfi Mexíkóborgar. Lokuðust átta menn inni í einu húsanna, sem hrundu, en þeim tókst að bjarga úr rústunum. Mikið hefur verið um sterka skjálfta á þessum slóðum að undanförnu. 9. október reið skjálfti, sem mældist 7,6 stig, yfir Vestur-Mexikó og olli dauða 40 manns og 13. september létust 10 manns í Suðvestur-Mexíkó af völd- um skjálfta, sem var 7,1 stig á Richter. 10 ár eru liðin síðan 10.000 manns fórust í miklum jarðskjálftum í Mexíkóborg. -----»■■♦.♦---- Hryðjuverk á Sri Lanka Colombo. Reuter. SKÆRULIÐAR tamíla á Sri Lanka hafa höggvið og skotið til bana 66 manns á síðustu tveimur dögum. Var um að ræða íbúa í nokkram þorpum en auk þess sprengdu þeir upp tvær olíubirgða- stöðvar í höfuðborginni, Colombo. Tamílarnir drápu flesta með sveðjum, jafnt ungabörn sem full- orðið fólk, en óttast hafði verið, að þeir gripu til hryðjuverka af þessu tagi vegna sóknar stjórnar- hersins gegn yfjrráðasvæði tamíla í norðurhluta Sri Lanka. í höfuðborginni skutu skærulið- ar til bana tvo menn skammt frá olíubirgðastöð en voru sjálfir fellkdir. I I I í I I i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.