Morgunblaðið - 22.10.1995, Page 20

Morgunblaðið - 22.10.1995, Page 20
20 SUNNUDAGUR 22. OKTOBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ eftir Híldi Friðriksdóttur MARGRÉTI Guðmunds- dóttur finnst gott að vera komin heim eftir 16 ára fjarveru frá ís- landi. Síðasti starfsdagur hennar í Danmörku var 31. ágúst en hún var ráðin til Skeljungs 1. septem- ber. Hún kveðst hafa kosið að losna fyrr til að fá tíma til að koma sér almennilega fyrir hér á landi áður en hún hæfi störf. Hún hafi hins vegar verið beðin um að taka þátt í endaspretti á ákveðnu verkefni áður en hún hætti hjá Q8 og það tók þennan tíma. Hún kveðst hafa átt mjög góð ár í Hanmörku og verið heppin miðað við margt annað ungt fólk því hún hafi fengið að vinna í tveimur frábærum fyrirtækjum. „Af einhveijum ástæðum hef ég verið í olíugeiranum síðan 1982. Hjá Q8 var ég framkvæmdastjóri í öllum deildum nema á bensín- sviði, en það fæ ég að prófa nú hjá Skeljungi. í Danmörku var ég síðast yfír söludeild olíu til iðnaðar og fleira, þar sem viðskiptavinir voru rúmlega 100 þúsund.“ Hún segir meiri aga vera í al- þjóðlegum fyrirtækjum eins og Esso og Q8 en í íslenskum fyrir- tækjum. Það komi ekki síst til af því að þau vinni náið með við- skiptaháskólum og hafi því tileink- að sér öguð vinnubrögð í áætlana- gerð, stefnumótun og upplýsinga- streymi. „Allur rekstur einkennist af því að maður hefur tileinkað sér ákveðnar kenningar," segir hún. í bensíngallann Aðspurð um hvort hún hafi flutt með sér nýja strauma og stefnur segist hún hafa verið í starfi það stuttan tíma að nær væri að spyrja aðra. Hún bendir þó á að hún ætlist til að þeir sem gegni stjórn- unarstörfum í deildinni þekki öll störf af eigin raun. Því hafi hún sett það sem skilyrði að þau ynnu á bensínstöðvum í tvo daga. „Þetta er háifgert kvenfélag hér hjá mér,“ segir hún svo. „Við erum þijár konur og einn karl á skrifstofunni og þar af erum við tvær sem höf- um nýhafið störf hér.“ Sjálf tók hún að sér heilar d«g- vaktir á bensínstöðvum við Suður- fell og Laugaveg 180 og segir það hafa verið iærdómsríkt. „Ekki þar fyrir að ég hef sextán ára reynslu af því að fylla á bíla en mér kom á óvart hversu föst bensínlokin geta verið. Ég var einnig í af- greiðslu og upplifði það að þurfa að vera snögg að afgreiða 5-8 bíla í einu og hafa á hreinu, hvort „Toyotan þarna“ væri örugglega ekki „Pajeroinn" við hliðina," seg- ir hún kankvís á svip. Hún segir vinnuna hafa verið ágætis lífsreynslu sem geri það að verkum að skilningurinn aukist á því hvers sé hægt að vænta af starfsfólkinu. „Ég vil gjaman sjá að við sem vinnum á skrifstofunni og þeir sem vinna á bensínstöðv- unum náum árangri sem heild en ekki að persónan ein og sér standi upp úr,“ segir Margrét, sem lét það verða eitt af sínum fyrstu verkum að fara á Vestfirði og heimsækja alla þá staði þar sem bensín er selt. Framundan eru heimsóknir í fleiri landshluta. Verðstríð olli tapi Hún telur á heildina litið að olíu- markaðurinn í Danmörku og á Islandi séu að mörgu leyti svipað- ir. „Ef við lítum á bensínmarkað- inn, sem ég er að vinna við hér, þá gengu Danir fyrir 12-13 árum í gegnum þær breytingar sem eru að gerast hér núna. Það er að segja markaðurinn breyttst frá því að vera eingöngu sjálfsafgreiðslu- markaður í að ómannaðar bensín- stöðvar skutu upp kollinum. Síðar Morgunblaðið/Júlíus FRÁ Q8Á KLAKANN varð þróunin sú að hefðbundnar bensínstöðvar fengu að auki hlut- verk kaupmannsins á horninu og hefur orðið gífurleg þróun í þeim málum.“ Þegar ómönnuðu stöðvarnar fóru að spretta upp hjá nýju fyrir- tæki, Jet, hófst nokkurra ára verð- stríð þar sem gömlu olíufyrirtækin álitu að þau gætu hrakið keppi- nautana út af markaðnum. „Hjá Q8 eins og fleirum varð mikið tap á þessum árum,“ segir Margrét og kveðst vona að forráðamenn olíufyrirtækjanna geri sér grein fyrir að ákveðin þáttaskil verði í bensínsölu á íslandi með tilkomu Orkunnar. „Þar verður engin þjón- usta utan þess að viðskiptavinur- inn getur með sjálfsafgreiðslu fengið bensín allan sólarhringinn með hvaða korti sem er eða með peningaseðlum.“ Þúsundkall út um gluggann Hún segir að núverandi olíufyr- irtæki verði að keppa á grundvelli þjónustunnar, annaðhvort með vöruúrvali á bensínstöðvum eða þjónustu úti við bílana. „Mér finnst mjög sérstakt að sjá hvemig ís- lendingar kaupa bensín. Það mætti halda að það sé þjóðarsport,“ seg- ir hún og brosir út í annað. „Þeir eru ótrúlega margir sem kaupa bensín fyrir 500-1.000 krónur og jafnvel allt niður í 200 krónur. Erlendis tíðkast að fylla tankinn þannig að menn komi við einu sinni í viku. Lúxusinn hér er að skrúfa rúðuna niður um 2 cm í versta gaddinum, rétta þúsund VEDSKIPn/jaVlNNUUF Á SUNNUDEGI ►Margrét Guðmundsdóttir fæddist 16. janúar 1954 í Reykja- vík. Hún lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla íslands 1974, viðskiptafræðiprófi frá HÍ1978 og cand.merc.-prófi frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn 1981. Á árunum 1978-79 starfaði hún sem aðstoðarframkvæmdastjóri Aiesec í Brussel. Hún starfaði sem skrifstofustjóri hjá Esso í Dan- mörku 1982-86, en þá tók hún við stöðu framkvæmdastjóra hjá olíufélaginu Q8 í Danmörku. Hún var framkvæmdastjóri í mismunandi deildum til ársins 1995, auk þess sem hún sat í stjórn fyrirtækisins. 1. september síðastliðinn var hún ráð- in forstöðumaður markaðssviðs Shellstöðvanna hér á landi. MARGRÉT Guðmundsdóttir hefur hug á að breyta „smurolíuí- mynd“ bensínstöðvanna í þjónustufyrirtæki fyrir neytendur. krónur út um gluggann og láta starfsmanninn sjá um að berjast við að skrúfa lokið af, setja frost- lög á, rúðuvökva og allt sem til þarf. Þetta er gífurleg þjónusta og því eðlilegt að verðið á bensíni sé hærra á slíkum stöðvum.“ Þijár Orkan-bensínstöðvar, þar af tvær á Reykjavíkursvæðinu og ein á Akureyri, verða opnaðar á næstunni. Ekki segist Margrét vita til þess að verðið á bensínlítranum hafí verið ákveðið enn. Hún segir algengan mismun í Danmörku milli slíkra stöðva og hefðbundinna vera 2-2,50 íslenskar krónur. Skynsamir menn I Morgunblaðinu nýlega töldu keppinautar ykkar hjá Olís margt benda til þess að það hafí verið mistök hjá Skeljungi að vera í samstarfi um að opna Orkan-bens- ínstöð hjá stórmörkuðum. Ástæð- an er sú að Shell-bensínstöð er yfírleitt þar í nágrenninu. Hveiju viltu svara þessari gagnrýni? „Þessi ákvörðun var tekin áður en ákveðið var að ég hæfi störf hjá Skeljungi. Þá hafði ég á orði að Skeljungsmenn væru skynsam- ir. Ég er enn á þeirri skoðun vegna þess að Orkan hefði komið án til- lits til þess hvort Skeljungur væri í samstarfinu eða ekki. í Bretlandi gafst olíufyrirtækj- um kostur á því að hefja samstarf við stórmarkaði þegar þeir fóru þessa leið sem Hagkaup og Bónus fara hér. Forsvarsmenn þeirra hristu höfuðið og gáfu lítið fyrir að stórmarkaðir ætluðu að hefja rekstur á olíufyrirtæki. Ég held að margir þeirra fari hjá sér núna þegar þeir sjá hversu stórri mark- aðshlutdeild þessi fyrirtæki hafa náð og hversu vel þau eru rekin. Ákveðnar vísbendingar eru um að það geti verið auðveldara að fara úr smásöluverslun, ef maður er góður á því sviði, í að reka bensín- sölu en að fara úr bensínsölu yfir í smásöluverslun, sem við öll hin erum að beijast við.“ Skeljungur rekur um sjötíu bensínstöðvar um landið og einna hagkvæmastar eru stöðvarnar við Suðurfell, Bústaðaveg og Lauga- veg. Segir Margrét að þar skipti bæði staðsetning máli, svo og sér- staða hverrar stöðvar fyrir sig. Varðandi sameiginlegan rekst- ur olíufélaganna á afskekktum stöðum segir hún slíkt ekki hafa komið til frekari umræðu nýlega, enda séu Olís- og Esso-menn væntanlega uppteknir af nýja sameiginlega fyrirtækinu Olíu- dreifingu. „Það yrði mjög gott ef hægt yrði að koma slíku við á fleiri stöðum eða að ákveðin félög dragi sig út úr rekstrinu eins og við gerðum í Neskaupstað fyrr á ár- inu. Þá tók Olís yfir þá stöð sem við höfðum rekið.“ Hagkvæmni í dreifingu Þegar talið berst að þeim mikla sparnaði sem Olís og Esso telja sig ná með stofnun Olíudreifingar segir Margrét það gefið mál að hægt sé að ná ákveðinni hag- kvæmni í dreifmgu. Það sé sá kostnaður sem olíufyrirtækin ein- blíni hvað mest á. „Ég þekki þetta að utan, þar sem Texaco var í samstarfi við Q8 um birgðahald og dreifingu. Þegar ég hætti hjá fyrirtækinu í sumar vorum við að leggja síðustu hönd á að leysa upp það sam- starf. Það reyndist vel í upphafí þegar bæði lyrirtækin voru jafn stór. Þegar Q8 var orðið mun stærra var það okkar mat að við gætum aukið hagkvæmnina sjálf og gert samning um að fá olíu úr birgðastöðvum hinna olíufyrir- tækjanna. Það er ekki þar með sagt að Olís og Esso komi ekki vel út úr samvinnunni og auðvitað verðum við að líta gagnrýnum augum á I I > > > > > > >

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.