Morgunblaðið - 22.10.1995, Síða 21

Morgunblaðið - 22.10.1995, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1995 21 Skeljungur h.f. nýtt skipurit ( Forstjóri Kynningarmál Innra eftirlit Umhverfi Markaðssvið: Shell stöðvar 1 . J , Innkaup áhættustýring Þróunarsvið X Fjármálasvið Starfsmanna- hald Markaðssvið: Bein viðskipti Eigna umsýsla Rekstrarsvið Upplýsinga- tæknisvið hvernig kostnaðurinn er við okkar dreifingu.“ Aðspurð um hvaða tromp Skelj- ungur hafi á hendi gagnvart nú- verandi samkeppnisaðilum og hugsanlega Irving Oil telur hún það vera hversu góðar Shell-bens- ínstöðvarnar séu. Þær séu hreinar, snyrtilegar og bjóði upp á góðar vörur og þjónustu. „Þar ætlum við að vinna slaginn," segir hún. „Við ætlum að vera nálægt viðskipta- vinum okkar, skilja þarfir þeirra og mæta þeim.“ Hún segir óljóst hvort Irving- feðgarnir setji upp stöð hér þó svo að þeir hafí fengið vilyrði fyrir lóðum. Hún kveðst hafa orðið hissa þegar hún heyrði fréttirnar úti í Danmörku vegna þess kostnaðar sem felist í því að byggja bensín- stöð. „Það þarf svo mikið til að slíkt geti gengið upp þegar mark- aðurinn er þetta langt í burtu. Ég held hins vegar að við getum horfst í augu við það að samkeppn- in hér fari aðeins á einn veg; hún harðnar. Ég tel að kröfur um hag- kvæmni í rekstri hafi aldrei verið meiri en nú.“ „Ég held hins veg- ar að við getum horfst í augu við það að sam- keppnin hér fari aðeins á einn veg; hún harðnar. Kröfur um hag- kvæmni í rekstri hafi aldrei verið meiri en nú.“ Ellefu forstöðumenn Nýtt skipurit er að taka gildi hjá Skeljungi og segist Margrét vonast til að það verði tilbúið inn- an mánaðar. „Ég hlakka mikið til vegna þess að þetta er raunar sama skipulag og ég er að koma úr. Því styð ég mjög þær breyting- ar sem verið er að vinna að.“ Breytingarnar felast meðal ann- ars í því að „fletja stjórnskipulagið út“ eins og Margrét orðar það. í stað forstjóra og þriggja fram- kvæmdastjóra áður verður nú for- stjóri og ellefu forstöðumenn mis- munandi sviða, þar af eru þrír nýir starfsmenn. Hafa tveir þeirra þegar hafið störf. Markaðsdeild hefur verið skipt upp í þrjú svið, tölvudeildin verður sjálfstætt svið en ekki hluti af íjármálasviði og eignaumsýsla verður sjálfstæð deild. „Þar af leiðandi miðast allar rekstraráætlanir við hveija deild fyrir sig og kostnaðarliðir verða augljósari. Þetta þýðir að afkoma einstakra stöðva verður mun skýr- ari og ákvarðanir verða auðveld- ari.“ Margrét er önnur af þeim kon- um sem verða í hópi forstöðu- manna en hin er Rebekka Ingvars- dóttir starfsmannastjóri. „Fjöldi kvenfólks hefur aukist innan fyrir- tækisins að undanförnu, þannig að kannski tekst að breyta „smur- olíuímynd“ bensínstöðvanna yfír í að verða þjónustufyrirtæki fyrir neytendur,“ segir hún í lok spjalls- ins. Nýtt - Nýtt - Nýtt - Nýtt Verð aðeins kr. 1.250 Sundvesti sem auðvelda börnum að læra að synda. Stærð A = 10-15 kg., 2-31/2 árs. Stærð B = 15-25 kg. 31/2-6 ára. Stærð C = 25-30 kg. 6-8 ára. pið hús hjá Félagsmálastofnun Verið velkomin! Reykjavíkurborgar Sunnudaginn 22. október, frá kl. 13 til 17, verður opið hús hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Tilgangurinn er að gefa Reykvíkingum tækifæri til að kynna sér þá þjónustu og úrræði sem Félagsmálastofnun býður borgarbúum. Opið hús verður á eftirtöldum stöðum og mun starfsfólk veita allar nánari upplýsingar: Síðumúii 39: Aðalskrifstofur, öldrunarþjónustudeild, fjölskyldudeild, húsnæðisdeild, hverfaskrifstofa II. Skógarhlíð 6: Hverfaskrifstofa I og Unglingadeild. Álfabakki 12: Hverfaskrifstofa III og félagsleg heimaþjónusta fyrir 66 ára og yngri. Tryggvagata 12: Útideild. Félags- og þjónustumiðstöðvar aldraðra: Aflagranda 40, Vesturgötu 7, Lindargötu 59 (Vitatorg), Bólstaðarhlíð 43, Hvassaleiti 58, Norðurbrún 1 og Hjallaseli 55 (Seljahlíð). Anni G. Haugen, yfirmaður fjölskyldudeildar, flytur fyrirlestur um barnaverndarmál kl. 14 að Síðumúla 39. Opinn fundur Félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, mánudaginn 23. október kl. 16:30. Kynnið ykkur starfsemi Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar! Félagsmálastofnun Rey kj avíkurborgar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.