Morgunblaðið - 22.10.1995, Side 44

Morgunblaðið - 22.10.1995, Side 44
44 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Nýkpmpir hengistolar Ótrúlega þægilégir! | Verð kr. 8.490 5% staðgreiðsluafsláttur af póst- kröfum greiddum innan 7 daga. mSÚTILÍFP^ GLÆSIBÆ ■ SÍMl 5812922 Heima ænngasvæði Besta aðferðin til að bæta golf- sveifluna er að æfa reglulega. Þetta er mögulegt með þessu nýja tæki þar sem þú slærð alvöru golfbolta og tækið mælir högglengd, hraða á kylfuhausnum „hook“ og „slize“. s Kærkomin nýjung fyrir kylfinga. msúriUFPsm OLÆSIBÆ - SlMI 5812922 - kjarni raálsins! ÞEIR voru ekki margir sem þekktu ástralska rithöf- undinn Thomas Keneally áður en Steven Spiel- berg kom til sögunnar og kvik- myndaði bók hans um þýskan verksmiðjueiganda í seinni heim- styijöldinni, sem bjargaði gyðing- um frá útrýmingabúðum. Þrettán ár eru síðan Keneally skrifaði Lista Schindlers og hann hefur skrifað fimm bækur síðan. Sú nýjasta, Fljótabærinn eða „A River Town“, kom út í sumar en hún segir af manni sem mjög er í ætt við afa höfundarins og flutti frá írlandi til Ástralíu þar sem hann gerðist . búðareigandi í litlum fljótabæ. Vildi gerast prestur Þegar Keneally var ungur maður í Nýju Suður-Wales ætlaði hann að verða prestur. „Á hinum viðburðasnauðu tímum sjötta áratugarins í Ástralíu var það róttæk aðferð til að koma sér í kynni við hina fornu Evrópu," er haft eftir honum. „Með í kaupunum fylgdi ýmsilegt sem mér líkaði eins og þátttaka í helgisiðum, þjónusta við aðra og ákveðin staða í lífinu.“ Sex árum síðar hafði hann komist að því að kirkjan var ekki rétti staðurinn fyrir hann. Ekki af því hann girntist ástralskar konur eða þráði veraldleg þægindi heldur af því hann vildi segja sögur. „Flestir rithöfundar eru fijálshuga. Ég orti á þessum tíma ljóð og skrifaði sögur og blaðagreinar og það þótti ekki við hæfi.“ Síðan hefur Keneally, er eitt sinn velti fyrir sér hvort nokkur af suðurhvelinu gæti skrifað um árstíðir sem hann hefur aldrei upplifað eða blóm sem hann hefur aldrei séð, skrifað 25 bækur. Hann er 59 ára og hefur fjallað um efni sem sannarlega standa kirkjunni nær eins og lesti og siðgæði, hetjudáðir og góðvild og sið- ferðilegar vangaveltur. Hann skrifar um venjulegt fólk sem skapar sín eigin örlög með siðferðilegri framkomu sinni’ hversu erfítt sem það reynist því. Hann segist iðulega velta fyrir sér spurningum um hvað sé siðvendni og hvað sé hugrekki, sérstaklega í veiklyndum mönnum. Listi Schindlers er kannski besta dæmi- sagan um mann sem stendur frammi fyrir ákvörðunum af slíku tagi. „Að hve miklu leyti eru þær hégómi og að hve miklu leyti göfuglyndi? Við getum ekki fest hendur á hvar eitt tekur við af öðru,“ er haft eftir Keneally. Sagnfræðilegur höfundur Aðalpersónan í Fljótabænum er Tim Shea. Hann hefur flúið fátæktina á Irlandi og komið sér upp verslun í smábæ í Ástralíu um síðustu aldamót. Atvikin haga Ástralska sj onar- homið ÁSTRALSKI rithöfundurinn Thomas Kene- ally varð frægur þegar Spielberg kvikmynd- aði sögu hans, Lista Schindlers, en hann hefur skrifað 25 bækur og sú nýjasta, „A River Town“, kemur út í sumar að sögn Amaldar Indriðasonar. Hún gerist í Ástalíu um síðustu aldamót og byggir að nokkru á lífí afa höfundarins. GAT ekki verið prestur og skrifað; Thomas Keneally. því svo til að hann verður hetja og á hvers manns vörum þegar hann sýnir ótrúlegt hugrekki á slysstað og • líf hans breytist gersamlega upp frá því en ekki endilega til hins betra. Keneally er sagnfræðilegur höfundur og leggur mikið upp úr rannsóknum. Hann hefur skrifað um Suðurríkin í þrælastríðinu („The Confederates“), undirritun vopnahlésins sem boðaði endalok fyrri heimstyijaldarinnar („Gossip From the Forest"), fanganýlendu í Ástralíu á átjándu öld („The Playmaker“), og sjúkraliðadeild í Júgóslavíu í seinni heims- styijöldinni („Season in Purga- tory“) og fyrir hveija sögu leggst hann í viðamiklar rannsóknir á sagnfræðilegum heimildum. Þegar hann skrifaði Fljóta- bæinn sökkti hann sér niður í fréttablöðin sem gefin voru út á tímabilinu í leit að smáatriðum til að fylla út í söguna. Hann kynnti sér hvaða sjúkdómar gerðu mest vart við sig, í hverskonar slysum fólk lenti, hvaða mat það borðaði. Hann bjó til hliðarsögu byggða á skelfilegri frásögn frá viktoríu- tímanum um unga stúlku sem dó í fóstureyðingu og til að hægt yrði að bera kennsl á hana var höfuðið skorið af og borið á milli bæja í krukku af formalíni. Þegar kom að aðalpersónunum, Tim Shea og konu hans, byggði hann á því sem hann vissi um afa sinn og ömmu. Hann á enda margt sameiginlegt með Tim þessum. Hann er til í að taka áhættu („Ef þú tekur enga áhættu geturðu varla kallað þig rithöfund,“ er haft eftir honum) og er mikill þjóðernissinni. I einni sögunni af Tim kemur fram sú skoðun að Ástralía eigi alls ekki að vera hluti af breska heimsveldinu. Öldinni seinna stofnaði Keneally, sem trúir því að sjálfstæðisþráin í afa sínum hafi rekið hann suður til Ástralíu þegar aðrir í fjölskyldunni fluttu vestur um haf til Brooklyn, Áströlsku lýðveldishreyfinguna sem berst fyrir því að Ástralía segi sig úr breska samveldinu. Hann hefur kennt talsvert í Bandaríkjunum við Kalíforníu- háskólann og býr þar helminginn af árinu en segist aldrei munu ' flytja frá Ástralíu. „Það þyrfti einræðisstjórn til ef ég ætti að flytja alfarið frá Ástralíu." Hola í sálinni Það fór reyndar svo að hann sagði kennarastarfínu lausu fyrir skemmstu og fluttist til Sidney að vinna við nokkur verkefni m.a. tvær skáldsögur sem rekja áfram söguna af Sheafjölskyldunni og bók um pólitíska fanga frá írlandi, sem flúðu frá Ástralíu til Bandaríkjanna en sú bók er ekki í skáldsöguformi. Hann er sérlega afkastamikill rithöfundur og hann er sjálfur sannfærður um að fjarlægðin við evrópska og bandaríska útgefendur eigi sinn þátt í því. „Ég bjó að glimrandi nýlenduvanþekkingu. Enginn var til staðar að segja mér að búðirnar vildu ekki selja þessar bækur.“ Hann hættir aldrei að skrifa og segir að sú bók sem hann vinni að í það og það skiptið eigi til „að brenna holu í sálina á mér þar til ég hef lokið henni.“ Og bætir við: „Það er bæði gott og slæmt.“ Þegar hann er spurður að því af hveiju hann skrifi svarar hann: „Ég veit ekki hvaðan þráin til að skrifa kemur. Er það einfaldlega þráin til að segja sögur eða er eitthvað meira á bak við það, þráin til að fá fólk til að hlusta, eða hafa siðferðileg áhrif?“ Hvað svosem það er hefur Keneally nóg af því. Heimild: Intemational Herald Tribune Leiklistaistúdíó Eddu Björgvins og Gísla Rúnars Laust á eftirfarandi námskeið: Unglinganámskeið — hefst 6. nóvember - örfá sœti laus Helgarnámskeið — í nóvember — síöasta lielgarnámskeidið fyrir áramót. Fullbókað á öll önnur námskeið fram að áramótum. Skráning er hafin á janúar/febrúar námskeiðin. Símar: 588-2545, 581 -2535, 551 -9060. Skógarlist - námskeið Kransar 24. og 3 I. október Skreytingar 26. okt. og 2. nóv. Jólaskógarföndur 19. og 20. nóvember Aðventukransar 25., 27. og 28. nóvember Sýnikennsla 2. desember, allan daginn Unnið verður nær eingöngu úr náttúruefnum. Hópar eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar í Skógarlist,Vatnsstíg 4, sími 552 8872 (Heba). KASTARADAGAR frá 23. október til 4. nóvember Rafkaup ARMÚLA 24 - S: 568 1518 " AFSLATTUR AF OLLUM KOSTURUM + STORAFSLATTUR AF AKVEÐNUM TEGUNDUM « i 4 (I e i i i í i i i i i i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.