Morgunblaðið - 09.11.1995, Page 2

Morgunblaðið - 09.11.1995, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Katrin Elvarsdóttir ANNA Óðinsdóttir og Hafsteinn Hinriksson með Marín í sjúkrahúsinu í Boston í gær. Nýr gjaldmiðill í umferð 1 dag Ýmsir séð regn- boga um nótt Njólu- baugur LESENDUR hafa haft samband við Morgunblaðið til að segja frá samskonar regnbogum um nótt og sagt var frá að hefði birst skammt frá Ólafsvík í haustrigningum um miðja nótt fyrir stuttu. Ein kona hafði t.d. séð slíkan boga í Skeijafirði á mánudagskvöld og önnur í Hvalfirði fyrir nokkrum árum. Sú siðartalda sagðist hafa heyrt heitið „njólubaugur" á nætur- regnboga, en njóla segir ís- lenzk orðabók að sé nótt og er merkt sem skáldamál. Guðmundur Erlingsson hjá Orðabók Háskólans segir að orðið njólubaugur sé hvorki að finna í talmálssafni hennar né ritmálssafni, en hins vegar sé til kvæði eftir Einar Benedikts- son með þessu nafni. Þar yrkir skáldið meðal annars um „mánafölvans friðar boga“ og „næturborna bifröst anda míns“, en eins og er alkunna eru bæði friðarbogi og bifröst önnur heiti yfir regnboga. Reynt verði að grennslast fyrir um heitið í kjölfar þessara ábendinga. Þess má geta, að Björn Gunn- laugsson (1788-1876) stærð- fræðingur og landmælingamað- ur og yfirkennari við Latínu- skólann gaf út heimspekilegt trúaryóð með nafninu Njóla. Kristján Karlsson hefur bent á, að Einar Benediktsson hafi orðið fyrir miklum áhrifum frá Birni Gunnlaugssyni. Ekki mjögalgengt Trausti Jónsson veðurfræð- ingur á Veðurstofu íslands kveðst ekki hafa heyrt heitið njólubaugur á þessu fyrirbæri, en hann útiloki þó ekki að það sé notað. Regnbogi að nóttu er ekki mjög algeng sjón að sögn Trausta, en hann hafi þó sjálfur séð slíkt fyrirbæri. Það lúti sömu lögmálum og regnbogi að degi til, þ.e. þegar fer saman bjart tunglskin og súld eða skúraveður ásamt dreifðum skýjum, geti myndast ljósbrot í dropunum. Litirnir í næturbog- anurn séu þó miklu daufari og geti jafnvel litið út fyrir að vera hvítir. NÝR 2.000 króna seðill og 100 króna mynt fara í umferð í dag og hættir Seðlabanki íslands nú að senda frá sér 100 kr. seðla, þótt þeir verði áfram löglegur gjaldmið- ill jafnhliða myntinni. Andlitsmynd af Jóhannesi S. Kjarval listmálara prýðir framhlið seðilsins ásamt öðru myndefni sem tengist verkum hans. Á bakhlið eru myndir af „Flugþrá“ Kjarvals og „Konu og blómi" auk eiginhandar- áritunar listamannsins. Hönnuðir seðilsins eru Kristín Þorkelsdóttir og Stephen A. Fair- bairn. Seðillinn er jafnstór 1.000 kr. seðli og er blindramerki hans þríhyrningur. Til að torvelda fölsun var meiri áhersla lögð á öiyggisþætti við hönnun hins nýja seðils en tíðkast hefur í hönnun íslenskra peninga- seðla. í grunni er til dæmis mynst- ur, sem gerir ljósritun í lit erfiðari pg örletur með nafni Seðlabanka íslands. Ennfremur er felumynd í seðlinum, sem birtist þegar honum er hallað móti ljósi. Auk þess eru aðrir öryggisþættir, eins og í öðrum íslenskum peningaseðlum, t.d. ör- yggisþráður, vatnsmerki og upp- hleypt prentun á báðum hliðum. 100 kr. myntin er slegin úr gul- leitri málmblöndu, þeirri sömu og 50 kr. myntin, en rönd 100 kr. myntarinnar er til skiptis slétt og riffluð til að auðvelda blindum og sjóndöprum að greina þessa mynt frá öðrum. Á framhlið 100 krónu myntarinnar er mynd af landvætt- um, en á bakhlið er mynd af hrogn- kelsi. Þröstur Magnússon grafískur hönnuður teiknaði myntina. í fyrsta upplagi eru 2 milljónir seðla og 6 milljónir myntpeninga. Prentun hvers seðils kostar 7,75 krónur en slátta hvers penings 3,65 krónur. Marín fer í aðgerð í dag MARÍN Hafsteinsdóttir, sex mánaða gömul stúlka frá Eski- firði, mun gangast undir hjarta- uppskurð í dag. Komið verður fyrir nýrri slagæð við hjartað. Anna Oðinsdóttir, móðir Marín- ar, segist vera bjartsýn um árangur af skurðaðgerðinni og treysta læknunum fullkomlega fyrir dóttur sinni. Aðgerðin hefst kl. 7.30 að bandarískum tíma. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær henni lýk- ur, en talið er víst að hún standi í a.m.k. fjóra klukkutíma. „Það kann að vera að hjartað verði bara lagað að hluta til núna og betur eftir nokkra mánuði. Hún á reyndar eftir að fara í 3-4 aðgerðir áður en hún verður fullvaxin. Þær æðar sem settar verða vaxa ekki með henni og þess vegna þarf að skipta um.“ Anna sagði að dagurinn yrði erfiður og kvaðst finna fyrir kvíða. „En andrúmsloftið hér virkar róandi á mann. Við erum búin að sjá mörg lítil böm, sem hafa farið i erfiðar aðgerðir, og það gerir það að verkum að maður sannfærist um að þessir læknar séu kraftaverkamenn. Eg treysti þeim mjög vel fyrir barninu mínu.“ Græn- lenzkur ráðherra í heimsókn PAVIARAQ Heilman, sjáv- arútvegsráðherra Grænlands, er nú staddur hér á landi til að funda með íslenzkum ráða- mönnum og kynna sér íslenzk- an sjávarútveg og tengdan iðnað. Heilman kom til landsins síðastliðinn þriðjudag og verð- ur hérlendis fram undir viku- lok. Hann hefur þegar átt fund með Þorsteini Pálssyni sjávar- útvegsráðherra ásamt emb- ættismönnum beggja ráðu- neytanna. í gær heimsóttu ráðherrarnir Akureyri, þar sem þeir skoðuðu meðal ann- ars Slippstöðina Odda, Sam- heija, UA, DNG og Háskólann á Ákureyri og snæddu kvöld- verð í boði bæjarstjórnar Ak- ureyrar. I dag fundar Heilman á ný með Þorsteini Pálssyni og heimsækir Hafrannsókna- stofnun, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Fiskistofu og Marel hf. Á morgun heimsæk- ir grænlenzki ráðherrann síð- an Sjóminjasafnið í Hafnar- firði áður en hann heldur af landi brott. Læknistölva komí leitimar RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkisins hefur upplýst hver það var sem braust inn í 5 bíla í Breiðholti. í fyrrinótt og stal m.a. fartölvu læknis, og vinnu- skjölum, geislaspilara, útvarpi og fleiru. Maðurinn var handtekinn í gær og gekkst við verknaðin- um. Þýfið er komið til skila. Magaspeglunartæki og skiptimynt var stolið í innbroti á læknastofu við Laugaveg í fyrrinótt. Að sögn lögreglu er hæpið að þjófarnir geti gert sér pen- ing úr tækinu, enda vantar við það tengibúnað til að það komi að notum og er það því talið verðlaust öðrum en eigandan- um. Barinn með felgnlykli MAÐUR varð fyrir líkams- árás, sem talin er tilefnislaus, í anddyri fjölbýlishúss við Vesturberg í gærmorgun. Maðurinn var á leið út úr húsinu þegar maður, sem beið í anddyrinu barði hann í andlit- ið með felgulykli. Sá sem fyrir varð meiddist talsvert og var fluttur á slysa- deild til aðhlynningar. Árásarmaðurinn var sagður um 185 cm hár, grannvaxinn, með ljóst hrokkið hár og klæddur í lopapeysu og leður- jakka, en lögregla hafði ekki haft uppi á honum þrátt fyrir leit í gær. Maður á vél- hjóli slasaðist MAÐUR á vélhjóli slasaðist á Kapiaskjólsvegi í gær þegar bíll ók í veg fyrir hjólið með þeim afleiðingum að maðurinn lenti á bílnum. Hann var fluttur á slysadeild, en reyndist ekki alvarlega slasaður og fékk að fara heim að lokinni skoðun. Starfsmenn flugvallarþjónustudeildar Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli Einungis starfað samkvæmt ströngustu öryggiskröfum STARFSMENN flugvallarþjónustudeildar Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli samþykktu á fundi sínum í gær að sinna störfum sínum að- eins samkvæmt ströngustu öryggiskröfum, en starfsmennirnir, sem eru um 50 talsins, hafa líkt og slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli ekki fengið þær kjarabætur sem þeim ber sam- kvæmt samningum. Skorar fundurinn á viðkom- andi yfirvöld að ganga þegar í að leysa rnálið svo ekki þurfí að koma til röskunar á flugsam- göngum. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær hafa brunaverðir á Keflavíkurflugvelli ákveðið að sinna einungis neyðarþjónustustörfum þar til þeir fá leiðréttingu á kjörum sínum samkvæmt samningum. Starfsmenn flugvallarþjónustunnar eru í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og taka kaup og kjör þeirra sömu viðmiðun og laun brunavarða og eldvarnaeftirlitsmanna. í ályktun fundarins frá því í gær segir að þeir hafí ásamt Öðrum starfsmönnum varnarliðs- ins um árabil þurft að búa við annað ástand hvað varðar launa- og kjaramál en flestir aðrir launþegar í landinu. Starfsmannahald varnar- liðsins hafí hvað eftir annað dregið að afgreiða mikilvæg mál og falið sig á bakvið kaupskrár- nefnd, sem ekki komi saman af óskiljanlegum ástæðum. Nú sé svo komið að starfsmenn hafí ekki fengið leiðréttingu launa og hækkanir þær sem hafa orðið á viðmiðunarsamningum svo mánuðum skipti. Að sjóða upp úr á mörgum stöðum Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið að mikill urgur væri í starfsmönn- um flugvallarþjónustunnar. „Starfsmannahald vamarliðsins hefur hvað eftir annað dregið að afgreiða mál og falið sig á bak við kaupskrámefndina. Þeir eru orðnir afskaplega pirraðir á því að heyra sífellt að ver- ið sé að athuga málin og starfsmannahald varn- arliðsins virðist geta túlkað samninga út og suður eftir því hvernig stendur upp í bólið hjá þeim hveiju sinni. Starfsmennimir munu nú sinna störfum sínum samkvæmt ströngustu öryggiskröfum og skora þeir á viðkomandi yfírvöld að ganga þegar í stað í að leysa málið svo ekki komi til röskunar á flugsamgöngum, en þetta em menn sem sinna t.d. hálkueyðingu og snjóruðningi. Þetta er tal- andi dæmi um að það virðist vera stöðugur ófrið- ur um laun og um túlkun á kjarasamningum hjá starfsmannahaldinu og það kveður mjög við annan tón en það hefur gert mörg undanfarin ár. Það er því að sjóða upp úr á mörgum stöð- um,“ sagði Kristján.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.