Morgunblaðið - 09.11.1995, Side 4

Morgunblaðið - 09.11.1995, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heilbrigðis- og tryggingaráðherra Tryggingaráð endurskoði niðurfellingu bílakaupalána INGIBJÖRG Pálmadóttir, heilbrigð- is- og tryggingaráðherra, segist munu beina því til tryggingaráðs að það endurskoði ákvörðun sína um að hætta að veita öryrkjum lán til bílakaupa og vísa þeim þess í stað á almennan lánamarkað, en ýmis tryggingafélög bjóða bílakaupalán. Þetta kom fram í máli ráðherrans í fyrirspumatíma á Alþingi í gær, þar sem hún rakti reyndar einnig rökstuðning Tryggingastofnunar fyrir ákvörðun tryggingaráðs. Þann- ig benti ráðherrann á að bílakaupal- ánin hefðu verið tekin upp árið 1947, en þá hafi aðgangur almennings að lánsfé verið takmarkaður. Ríkisend- urskoðun hafi gert athugasemdir við bílakaupalánin, bent á að þau eigi sér ekki lagastoð og samræmist tæp- lega hiutverki Tryggingastofnunar. Ráðherra sagði að rök Trygginga- ráðs væru jafnframt þau að aðstæð- ur á lánamarkaði hefðu breytzt. „Lánveitingum Tryggingastofnunar var fyrst og fremst ætlað að gera fötluðum kleift að fá lán, þegar erf- itt var að fá lán á.almennum mark- aði. Nú er framboð lána á fjármagns- markaði mun meira og mörg fyrir- tæki bjóða hagstæðari lán en Trygg- ingastofnun hvað varðar lánstíma, upphæð lána, aldur bifreiða og ábyrgðir," sagði ráðherrann. Ráðherra greindi frá því að und- anfarin ár hefðu talsvert á fjórða hundrað manns fengið bílalán frá Tryggingastofnun á ári hveiju. „Ég hef áður sagt það, og segi hér, að ég mun fara þess á leit við tryggingaráð að það endurskoði ákvörðun sína, þannig að lánafyrir- greiðslan verði ekki skorin niður með einu pennastriki," sagði Ingibjörg Pálmadóttir. Erfiðara að sækja til einkafyrirtækja Guðrún Helgadóttir, varaþing- maður Alþýðubandalagsins, bar fram fyrirspurn um bílalánin fyrir hönd Svavars Gestssonar, sem er staddur erlendis. „Okkur er ljóst að ekki eru bein ákvæði í lögum um almanna- tryggingar um lán þessi, en við töld- um þau eiga svo langa hefð í sögu stofnunarinnar, og skipta fatlað fólk svo mikiu máli, að fráleitt væri að svipta þáð þessari fyrirgreiðslu. Við töldum ljóst vera að því yrði gert erfiðara um vik með því að eiga að sækja lánafyrirgreiðslu til lánastofn- ana og tryggingafyrirtækja í einka- eign,“ sagði Guðrún. Þingmaðurinn sagði að Trygg- ingastofnun gæti dregið afborganir af bílakaupalánunum af bótum, sem greiddar væru til öryrkja, og þannig tryggt bæði stofnuninni og lánþeg- unum að staðið væri í skilum. „Eng- inn annar hefur leyfi til að taka af- borganir af tryggingabótum og það getur auðvitað ekkert tryggingafélag í bænum vaðið inn í Tryggingastofn- un ríkisins og tekið greiðslur af bót- um,“ sagði Guðrún. Ossur boðar frumvarp Össur Skarphéðinsson, þingmaður Alþýðuflokks, sagði að breytingin, sem tryggingaráð hefði samþykkt, væri þáttur í að vega að kjörum fatl- aðra. Hann boðaði að flytti ráðherra ekki frumvarp til að bílakaupalánin fengju lagastoð, myndi hann sjálfur beita sér fyrir því að stjórnarandstað- an gerði það. Sýn hefur útsending- ar 16. nóv. SJÓNVARPSSTÖÐIN Sýn . hefur ákveðið að hefja útsendingar 16. nóvember nk. Dagskráin verður send út í opinni dagskrá fram til 21. nóv- ember, en síðan verður hún eingöngu opin áskrifendum Stöðvar tvö. Að sögn Páls Magnússonar, sjónvarps- stjóra Sýnar, er áformað að senda út efni í u.þ.b. 10 klukkutíma á dag. Hann sagði að útsendingar kæmu til með að hefjast eigi síðar en kl. 17 dag hvem. Páll sagði að dagskrá Sýnar væri ekki fullmótuð,- en kvikmyndir myndu skipa veglegan sess í dag- skránni. Eins yrði lögð áhersla á íþróttir og vandaða framhaldsþætti. Páll sagði að ekkert samstarf yrði milli Sýnar og Stöðvar tvö um dag- skrárefni. Hins vegar myndu stöðv- arnar hafa samstarf um tæknileg atriði, útsendingarbúnað, myndlykla og innheimtu. Páll sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um hve lengi Sýn yrði opin áskrifendum Stöðvar tvö. Nýting eldri húsa skoðuð Flateyri. Morgunblaðið. I GÆR var gengið frá kaupum á tveimur sumarbústöðum sem til- búnir eru til flutnings til Flateyr- ar, auk þess sem þrír bústaðir aðrir verða keyptir á næstu dög- um, að sögn Magneu Guðmunds- dóttur, oddvita á Flateyri. Hún segist reikna með að bústaðirnir komi í þessari viku og næstu, að öllu óbreyttu. Einnig er unnið að því að fá hús að láni frá Landsvirkjun. Magnea segir kostnaðinn við þessi kaup talsverðan en hann greiðist af ríkinu. 10-15 hús nýtanleg „Mér sýnist full þörf á þessu húsnæði, 5-6 húsum til að byrja með, en síðan kemur þörfin betur í b'ós eftir því sem fólk gerir upp hug sinn um frekari búsetu eða búferlaflutninga. Þó nokkrir hafa tilkynnt að þeir ætli að vera áfram á nýjum stað, bæði fólk sem missti húsin sín og fólk sem treystir sér ekki til að búa í námunda við flóð- ið. Hins vegar er mjög eðlilegt að fólk sem lenti illa í þessum hörmungum treysti sér ekki allt til að koma beint til baka,“ segir Magnea. Hópur iðnaðarmanna frá ísafirði vinnur nú að viðgerð á gömlu húsi við Hafnarstræti 19 á Flateyri en þar hefur verið rekinn veitingástaðurinn Vagninn. Er ætlunin að gera efri hæð hússins þannig úr garði að þar geti verið bústaður fyrir níu manns sem taka þátt í uppbyggingarstarfinu á Flateyri. Magnea segist telja að 10-15 hús séu nýtanleg til búsetu á Flat- eyri, öll á öruggu svæði. Með endurbótum á þessum húsakosti væri hægt að anna að stórum hluta eftirspurn eftir húsnæði vegna eignamissis eða tilflutn- ings. Þórarinn V. Þórarínsson, framkvæmdastjóri VSÍ, segir verðlagsforsendur samninga hafa staðist Vísitala neysluverðs lækkar um 0,3% Ekki raunveruleg’ lækkun, segir Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ Visitala neysluverðs ínóv.i995(i74,3stig) Breyting frá fyrri mánuði 0 Matvörur (16,1%) 01 Kjöt og kjötvörur (3,6%) -5,8% [ 05 Grænmeti, ávextir og ber (2,4%) -6,4% £[ -3,8% [ 06 Kartðflur og vömr úr þeim (0,3%) -42,8% 07 Sykur (0,2%) 08 Kaffi, te, kakó og súkkul. (0,6%) 09 Aðrar matvörur (1,8%) 1 Drykkjarvörur og tóbak (4,4%) 2 Föt og skófatnaður (5,8%) 3 Húsnæði, rafmagn og hiti (17,9%) 4 Húsgögn og heimilisbúnaður (6,7%) 5 Heilsuvernd (2)8%) 6 Ferðir og flutningar (20,3%) 7 Tómstundaiðkun og menntun (11,8%) 73 Tómstundaiðkanir (5,5%) 8 Aörar vörur og þjónusta (14,3%) 83 Veitingahúsa- og hótelþjónusta (3,5%) 84 Orlofsferðir (3,4%) -1,2% r~i □ +0,9% | I 0,0% D +0,2% | 10,0% | D +0,2% E 10,0% 10,0% I 0+1,3% I +2,7%] 0+0,5% □ +0,9% I +1,3% VISITALA NEYSLUVERÐS (100,0%) -0,33% | VÍSITALA neysluverðs fyrir nóv- embermánuð er 0,3% lægri, en hún var í október samkvæmt tölum, sem Hagstofa íslands sendi frá sér í gær. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands, fagnaði þessum tíð- indum í gær, en Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambands Íslands, sagði að hér væri aðeins um tíma- bundna lækkun að ræða. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Hagstofu voru meginástæðumar fyr- ir þessari lækkun vísitölu neysluverðs útsala dilkakjöts og lækkað verð á kartöflum, agúrkum og tómötum. Á móti vó fjórðungs hækkun verðs á lottómiðum. v Þórarinn V. Þórarinsson hjá VSÍ kvaðst halda að þessi lækkun vísi- tölunnar myndi hafa áhrif á viðræður launanefnda ASÍ og VSÍ um launalið þeirra samninga, sem gerðir voru í febúrar. „Það þarf enginn að efast um að verðlagsforsendur samninganna hafa staðist," sagði Þórarinn. „Verð- bólga verður samkvæmt þessu undir 2% á þessu ári og innan viðmiðunar- marka næsta ár. Verðiagsþróun er hagfelldari en búist hafði verið við.“ Þórarinn sagði að þessi lækkun væri að hluta tímabundin vegna þess að hún byggðist meðal annars á út- sölu á kindakjöti. Fólk myndi hins vegar vera að borða þetta gamla kindakjöt á næstunni og það myndi draga úr sölu á því nýja. „Það hefur myndast sérkennilegur vítahringur í þessum málum,“ sagði Þórarinn. Þórarinn sagði að ekki væri víst að þessi lækkun gengi til baka vegna þess að þáttur kjötútsölunnar í henni væri aðeins 0,15% og nú væri ekki lengur von á hækkunum vegna inn- lends grænmetis. Næstu mánuði myndu nevtendur njóta ódýrs inn- flutts grænmetis, en gætu hins vegar haft áhyggjur af verðlagi næsta sum- ar yrðu ekki gerðar breytingar. Þórarinn sagði að hægt væri að ná meiri árangri, til dæmis með því að breyta rekstrarskilyrðum í eggjaframleiðslu og e.t.v. í svína- og kjúklingarækt. í þessum greinum væru aðföng dýr, en það er ekki sjálf- gefíð að sú þurfi að vera raunin. Benedikt Davíðsson sagði að ekki væri mikið um vísitölulækkunina að segja. „Meginhluturinn er vegna kjötútsölu og kemur aftur til baka,“ sagði Benedikt. „Þetta er ekki raun- veruleg lækkun, en það er jákvætt að vísitalan skuli lækka.“ Þegar Benedikt var spurður um þau um- mæli Þórarins að lækkunin sýndi að verðlagsforsendur samninganna hefðu í raun staðist, sagði hann að ekki hefði verið lagt mat á það enn. Ætlunin væri að setjast niður til við- ræðna um launamál, meðal annars í ljósi þessara upplýsinga. Agúrkur lækkuðu um 40% Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 2,1% síðustu tólf mánuði og und- anfarna þijá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,5% sem jafngildir um 1,9% verðbólgu á heilu ári. Af breytingum á einstökum liðum vísitölunnar frá októbermánuði má nefna að kartöflur lækkuðu um 66% sem olli 0,25% lækkun vísitölunnar og grænmeti og ávextir lækkuðu um 6,4% að meðalatali sem olii 0,16% lækkun vísitölunnar. Af einstökum verðbreytingum á grænmeti má nefna að agúrkur lækkuðu um 40,4% sem olli 0,11% lækkun vísitölunnar og tómatar lækkuðu um 38,6% sem olli 0,05% lækkun vísitölunnar. Þá iækkaði dilkakjöt um 17,8% sem hafði í för með sér 0,20% vísitölu- iækkun, en lottómiðar hækkuðu hins vegar um 25% og olli það 0,13% hækkun vísitölunnar. Samkvæmt upplýsingum Hagstof- unnar var verðbólga í ríkjum Evrópu- sambandsins 3,1% að meðaltali fra september 1994 til sama tíma 1995. Verðbólga á íslandi var á sama tíma 1,8%. í einstökum ríkjum Evrópu- sambandsins var verðbólga lægst 1 Finnlandi 0,3%, 1,2% í Belgíu og 1,5% í Hollandi. í Noregi og Kanada var hún 2,3%, en 2,5% í Bandaríkjun- um, Svíþjóð og írlandi. r i i i i i i i i i i \ i * i-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.