Morgunblaðið - 09.11.1995, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fundur borgarstj órans með íbúum Vesturbæjar, Miðbæjar og Þingholta
Morgunblaðið/Ásdís
FJÖLMENNT var á fundi borgarstjóra með íbúum Vesturbæjar, Miðbæjar og Þingholta.
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri í
ræðustól á fundinum í Ráðhúsinu.
U mferðarmálin
í brennidepli
Á hverfafundi, sem borgarstjóri hélt í Ráð-
húsinu síðastliðið mánudagskvöld með íbúum
Vesturbæjar, Miðbæjar og Þingholta, voru
umferðarmálin í brennidepli og þá ekki síst
fyrirhugaðar breytingar á Hverfisgötu, en
stefnt er að því að þar verði tvístefnuakst-
ur. Þá kom í ljós óánægja íbúanna með
ástand lóðarinnar umhverfis Hallgrímskirkju.
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri hóf fundinn með því að
ræða nokkuð um fjárhag borgarinn-
ar sem hún sagði aldrei hafa verið
verri. Skuldir borgarinnar hefðu um
síðustu áramót verið tæpir 12,5
milljarðar kr. og ykjust um einn
milljarð á þessu ári. Skuldir á íbúa
hefðu verið rúmlega 120.000. kr. en
1978-1988 hefðu skuldir á hvem
íbúa verið innan við 40 þúsund kr.
Árið 1989 hefðu skuldir borgarinnar
verið tæpir 3,5 milljarðar kr.
Greiðslubyrði lána væri þyngri en
nokkru sinni og til þess að bregðast
við vandanum yrði stefnt að 6,5%
lægri rekstrargjöldum á næsta ári
sem óhjákvæmilega leiddi til að
dregið yrði úr starfsemi.
Eftir að hafa greint frá fjárhags-
stöðu borgarinnar fjallaði borgar-
stjóri m.a. um fyrirhugaðar fram-
kvæmdir í þeim borgarhlutum sem
til umfjöllunar voru á fundinum. Þar
væri meðal annars um framkvæmd-
ir að ræða í því skyni að greiða
götu strætisvagna: breytingu Hverf-
isgötunnar í tvístefnuakstursgötu og
nýja skiptistöð í Hafnarstræti. Frek-
ari endurbætur á Laugavegi yrðu
hins vegar að bíða um sinn. Þá stæði
til að undirbúa fyrsta áfanga fram-
kvæmda á lóð Hallgrímskirkju á
næsta ári í samvinnu við kirkjuna,
en ljóst væri að framkvæmdir á
Skólavörðuholti myndu dreifast á
mörg ár.
Óvissa um framtíð flugvallar
Ingibjörg Sólrún gerði grein fyrir
fyrirhuguðum flutningi Borgar-
bókasafnsins í gamla Morgunblaðs-
húsið, og sagði hún að til boða stæði
að kaupa enn stærri hlut í húsinu
og væri framtíðarnýting þess til
skoðunar í því ljósi. Hún sagði að
Aðalstræti 18 yrði endurbyggt og
væntanlega yrðu byggð ný hús á
auðu lóðunum við hliðina, sem
falla myndu að gömlu húsunum
þannig að heilleg götumynd
skapaðist.
Hvað varðar framtíð flugvallar-
ins þá sagði borgarstjóri að ekki
væru forsendur til að flytja innan-
landsflugið frá Reykjavík til Kefla-
víkur, en uppbygging og viðhald
flugvallarins myndu hins vegar líða
fyrir óvissu um framtíð hans. Loks
gat borgarstjóri framkvæmda við
skólpútrásir við ströndina sem lokið
yrði á næsta ári, en gat þess að
holræsagjaldið sem ætlast var til
að stæði undir þessum framkvæmd-
um myndi ekki duga til þess. Kostn-
aður við holræsagerðina á næsta
ári væri áætlaður 800 milljónir
króna, en holræsagjaldið væri um
350 milljónir króna.
Umferðarskipulag Þingholta
endurskoðað
Lengi hefur staðið til að flytja
Hringbrautina suður fyrir Umferð-
armiðstöð og skapa aukið svigrúm
og bæta aðkomu að Landspítalan-
um. Sagði borgarstjóri að vonast
væri til þess að af þessari fram-
kvæmd gæti orðið á næsta 12 ára
tímabili, svo framarlega sem fjár-
magn til framkvæmdanna kæmi til
þess frá ríkinu. Umferðarskipulag
Þingholtanna verður endurskoðað
og sagði borgarstjóri að þegar hefði
verið ákveðið að gera hringtorg á
mótum Skothúsvegar, Laufásvegar,
Þingholtsstrætis og Hellusunds.
Borgarstjóri gerði nokkra grein
fyrir áætluðum breytingum á leiða-
kerfí SVR í þeim borgarhlutum sem
fjallað var um á fundinum. Liður í
því væri að hægt verði að aka Hverf-
isgötu í báðar áttir og að bæta frá-
gang skiptistöðvarinnar á Lækjar-
torgi. Þannig myndi t.d sérstakur
Laugavegsvagn hætta akstri en í
stað þess yrði ekið Hverfísgötuna.
Þá stæði til að keyptur yrði sér-
stakur smávagn til að aka frá
Loftleiðahóteli um Snorrabraut
að Domus Medica og þaðan yfír
Skólavörðuholt og niður Skólavörðu-
stíg að Lækjartorgi og nánast sömu
leið til baka.
Breyting Hverfisgötirkostar
200 milljónir
Umferðarmálin voru ofarlega í
huga flestra þeirra fundargesta sem
lögðu spurningar fyrir borgarstjór-
ann. íbúi við Grettisgötu kvartaði
um mikinn umferðarþunga þar og
spurði hvort fyrirhugað væri að
fjölga vistgötum í hverfínu eða setja
fleiri hraðahindranir. Borgarstjóri
sagði að engar slíkar áætlanir væru
uppi, en sjálfsagt væri að kanna
hvort hægt væri að draga úr umferð-
arhraða með einhveijum hætti.
íbúi við Hverfísgötu lýsti óánægju
yfír fyrirhuguðum breytingum á
götunni og kvartaði yfír að enginn
fundur hefði verið um framkvæmd-
imar með íbúum við götuna. Vísaði
hann til þess sérstaklega að umferð-
arþungi á gatnamótum Hverfísgötu
og Snorrabrautar myndi aukast
verulega og væri hann þó mikill
fyrir.
Ingibjörg Sólrún sagði að nokkuð
væri síðan samþykkt hefði verið að
breyta Hverfisgötu í tvístefnuakst-
ursgötu í því skyni að reyna að
hægja á og draga úr gegnumum-
ferð um götuna og beina henni á
stofnbrautir. Sagðist hún telja
þessa breytingu verða til mikilla
bóta og draga úr slysahættu. Áætl-
aður kostnaður við þetta verk er
talinn verða 180-200 milljónir
króna.
Spurt var hvort fyrirhugaðar
væru einhveijar breytingar á að-
komunni að Landspítalanum. Borg-
arstjóri sagði hugmyndir hafa verið
uppi um gjaldtöku á bílastæðum
við spítalann til að draga úr umferð
starfsfólks, en engin niðurstaða
hefði náðst hvað það varðar. Þá
sagði hún óskir hafa komið frá
starfsfólki um aðkomu að spítalan-
um frá Miklubraut, en sá kostur
væri ekki talinn, fýsilegur. Sagði
borgarstjóri fyrirhugaðan flutning
Hringbrautar suður fyrir Umferð-
armiðstöð bæta úr því vandamáli
sem aðkoman að Landspítalanum
væri.
Lóð Hallgrímskirkju til
vansæmdar
Lóð umhverfis Hallgrímskirkju á
Skólavörðuholti kom til umræðu og
var ástand hennar sagt til mikillar
vansæmdar fyrir alla. Þangað kæmi
fjöldi erlendra ferðamanna á ári
hveiju og óhæft væri að bjóða þeim
og öðrum upp á það umhverfi sem
þarna væri að finna.
Borgarstjóri tók undir þessi sjón-
armið og sagði brýnast að lagfæra
nánasta umhverfi kirkjunnar fyrir
kirkjugesti. Hins vegar væri mjög
dýrt að lagfæra allt svæðið um-
hverfis kirkjunna, m.a. vegna breyt-
inga sem yrði að gera á gatna-
kerfi. Borgin kemur ekki ein að
þessu verki og sagði borgarstjóri
að rætt hefði verið við dóms- og
kirkjumálaráðuneytið í þessu sam-
bandi. Fram kom að heildarkostn-
aður við endurbætur á Skólavörðu-
holti skipti hundruðum milljóna
króna, en við 1. áfanga væri kostn-
aðurinn áætlaður um 50 milljónir
króna.
Meðal þess sem fram kom í svör-
um borgarstjóra við spurningum
fundargesta var að Grandaskóli
sem býr við mjög þröngan húsakost
fær íjárveitingu til framkvæmda á
næsta ári. Þá lægju viðræður við
Skeljung um flutning olíustöðvar-
innar í Skeijafirði niðri um þessar
mundir, en þær hafa staðið yfir í
mörg ár. Fram kom að bætur sem
Reykjavíkurborg þarf að greiða
Skeljungi fyrir mannvirki væru um
100 milljónir króna. Fjármagn vant-
aði til að leiða þetta mál til lykta,
en Skeljungi hefur verið úthlutuð
lóð í Borgarholti í stað lóðarinnar
í Skeijafirði.
Borgarstjórí svarar fyrirspurnum frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins
Yill ræða við aðra
hluthafa Landsvirkjunar
ÓVIÐUNANDI að Reykvíkingar
eigi 45% eignaraðild að Landsvirkj-
un án þess að sú eign skili arði,
sem orð sé á gerandi, segir í svari
borgarstjóra við fyrirspum borgar-
fulltrúa Sjálfstæðisflokks í borgar-
ráði í gær. Fram kemur að borgar-
stjóri hyggst óska eftir viðræðum
við aðra hluthafa í Landsvirkjun
um málefni fyrirtækisins.
Vegna ummæla borgarstjóra í
fjölmiðlum um málefni Landsvirkj-
unar í október óskuðu fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins eftir að borg-
arstjóri upplýsti hvort hann teldi
að selja ætti hlut borgarinnar í
Landsvirkjun. Ennfremur hvort
borgarstjóri hefði stuðning félaga
sinna innan R-listans um söluna.
í svari borgarstjóra kemur fram
að óviðunandi sé að borgin eigi
hlut í fyrirtækinu sem skili ekki
meiri arði. Tvennt komi til álita,
þ.e. borgin tæki þá stefnu að selja
hlut sinn, en minnt er á að sam-
kvæmt lögum um Landsvirkjun séu
borginni settar ákveðnar skorður
þar um. Eða að borgin geri þá
kröfu að fyrirtækið skili eigendum
sínum eðlilegum arði. Hyggst
borgarstjóri óska eftir viðræðum
við sameigendur borgarinnar um
þessi mál. Þá segir að borgarstjóri
hafí þann stuðning félaga sinna
sem hann hafi í þessu máli sem
öðrum.
í bókun borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins segir að í svari
borgarstjóra væri dregið í land
með hugmyndir um sölu á hlut
borgarinnar vegna núgildandi laga
æm setji borginni skorður. Þegar
Landsvirkjun hafi skilað hagnaði
hafi eðlilega verið greiddur arður
til borgarinnar. Því sé enn afar
óljóst hvert borgarstjóri hyggist
stefna í máli sem hún hafi tekið
upp á sitt eigið einsdæmi að ræða
opinberlega. Svör borgarstjóra beri
vott um fljótfærnisleg vinnubrögð
í þessu máli.
Vegna bókunar sjálfstæðis-
manna, bókaði borgarstjóri að rétt
væri að fram kæmi að arðgreiðslur
Landsvirkjunar hafi verið óveru-
legar í gegnum tíðina með tilliti
til eignarhluta borgarinnar. Á
verðlagi ársins 1994 hafi greiðslur
fyrir árið 1979 verið 22 millj., árið
1985 voru þær 59 millj., árið 1988
voru þær 34 millj., árið 1989 voru
þær 32 millj., árið 1990 voru þær
34 millj., árið 1991 voru þær 35
millj. og árið 1992 voru þær 37
millj.