Morgunblaðið - 09.11.1995, Side 15

Morgunblaðið - 09.11.1995, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 15 morgunDiaoio/öigurgeir jonasson SIGURÐUR Jónsson, sem hefur tekið þátt frá byijun, og sigurvegari göngurallsins Daði Garðarsson. Fóðurgildi heyja á Suð- urlandi meira en í fyrra Selfossi - Fóðurgildi heyja á Suð- urlandi er mun betra eftir sumarið í ár en var í fyrra, samkvæmt niður- stöðum rannsókna á rúmlega 500 heysýnum sem efnagreind hafa verið á Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins. 140 bændur á Suðurlandi sendu Búnaðarsambandi Suðurlands alis rúmlega 700 heysýni sem flest voru tekin 20. júní-20. júlí en niðurstöður eru ekki komnar úr þeim öllum. Svo virðist sem orkugildi heyjanna hafi haldist betur fram í júlí en í fyrra og búist er við að það leiði af sér meiri framleiðslu mjólkur fyrri hluta vetrar, en innlagt magn mjólkur frá 1. september síðastliðnum sýnir þetta. Runólfur Sigursveinsson hjá Bún- aðarsambandi Suðurlands segir gildi fóðursýnanna ótvíræð fyrir bónd- ann.„„Hann getur valið með meira öryggi hvað hann gefur kúnum mið- að við burð og aðrar aðstæður. Sýna- takan og rannsóknirnar verða eitt af stjórntækjunum í búrekstrinum og bóndinn verður betur í stakk bú- inn til að gefa það fóður sem við á hveiju sinni,“ sagði Runólfur. Bændur jákvæðir Hann sagði bændur mjög jákvæða gagnvart því að taka slík sýni og senda til Búnaðarsambandsins, sem kemur þeim áfram til Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins í efna- greiningu. Bændur fá síðan niður- stöðurnar og túlkun á þeim frá Bún- aðarsambandinu í bréfi eða heim- sókn. Bændurnir greiða sjálfir efna- greiningarkostað við hvert sýni. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson FRÁ vígslu neyðarskýlisins á Ingólfshöfða. Endurbyggingu neyðarskýlis lokið Hnappavöllum, Öræfum - Nú er nýlega lokið endurbyggingu neyð- arskýlis Slysavarnafélags Islands í Ingólfshöfða og fór vígsla þess fram 4. nóvember sl. að viðstöddum fjölda fólks úr Öræfum og góðra gesta úr Hornafirði og frá SVFÍ. Skýli þetta er elsta neyðarskýli landsins sem nú er til, reist í októ- ber 1912 á kostanð Ditlev Thoms- ens kaupmanns sem var þýskur konsúll á íslandi en Slysavarnafélag íslands hefur um margra áratuga skeið haft umsjón með því. Andlát GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR Mývatnssveit - Látin er Guðrún Sig- urðardóttir í Reykjahlíð. Hún var búin að dvelja um tíma á sjúkrahús- inu á Húsavík og þar lést hún 26. október síðastliðinn. Guðrún fæddist í Reykjahlíð 13. apríl 1918. Foreldrar hennar voru Jónasína Jónsdóttir og Sigurður Ein- arsson. Guðrún stundaði nám á Laugum, síðan fór hún í Húsmæðra- kennaraskóla íslands; að því loknu hóf hún húsmæðrakennslu, kenndi m.a. einn vetur á ísafirði og á Laug- um en aðalkennarastarf hennar var við Húsmæðraskóla Akureyrar og Gagnfræðaskólann. Þar kenndi hún samfleytt þar til hún varð að láta af störfum vegna aldurs. Á sumrin rak Guðrún ásamt systk- inum sínum Hótel Reykjahlíð um áratugaskeið af miklum myndarbrag og var það ærið starf. Þar eignaðist hún marga vini og kunningja enda einstaklega vel látin af öllum sem henni kynntust. Frændahópur henn- ar var einnig mjög fjölmennur. Útför Guðrúnar var gerð frá Reykjahlíðarkirkju laugardaginn 4. nóvember að viðstöddu mjög miklu fjölmenni. Sóknarpresturinn, sr. Örn Friðriksson, flutti útfararræðu og jarðsöng. Göngurall Björgunar- félags Vest- mannaeyja Morgunblaðið/Bernhard Jóhannesson GUÐMUNDUR Guðmundsson og hundurinn Sokki ásamt Gunnari Einarssyni frá Daðastöðum. Fjárhundakeppni haldin í annað sinn Vestmannaeyjar - Björgun- arfélag Vestmannaeyja stóð fyrir árlegu gönguralli fyrir skömmu. Göngurallið hefur verið fastur liður í starfsemi félagsins en í göngurallinu er gengin ákveðin leið með 10 kílóa byrði í keppni við tím- ann. Þátttakendur gátu valið um að taka þátt í keppni á lengri eða styttri leið rallsins og tóku 13 karlmenn þátt í rallinu að þessu sinni. Lengri leiðin lá frá Skátaheimilinu við Faxastíg á Blátind, Klif, Skans, Eldfell, Helgafell, Sæfell og síðan aftur að Skátaheimilinu en styttri leiðin var frá Skáta- heimilinu á Skans, Eldfell, Helgafell, Sæfell og að Skáta heimili. Sigurvegarinn Sigurvegari í rallinu að þessu sinni var Daði Garðars- son á 1:56,27 en í öðru sæti varð Jónatan Guðbrandsson á 2:07,45. Besti tíma sem nást hefur í göngurallinu frá upp- hafi á Guðni Georgsson, 1:55,00 en Guðni hafnaði nú í 4. sæti. Einn keppandi, Sigurður Þórir Jónsson, fór styttri leið- ina og gekk hana á 1:53,07. Reykholtsdal, Borgarfirði - Fjár- hundakeppni var haldin í annað sinn að Hesti í Andakíl 5. nóvember. Sjö hundar tóku þátt í keppninni. Dóm- ari var Gunnar Einarsson, bóndi á Daðastöðum. Þegar fólki fækkar á búunum og fé einnig er landareignin alltaf jafn stór sem þarf að smala og er þá nauðsynlegt að hafa góða hunda sér til hjálpar. Fjárhundakeppni er haldin í mörgum löndum. Hún er eitthvað frábrugðin milli landa en í grundvallaatriðum snýst hún um það sama. Hundategund sú sem mest er notuð er í smalamennsku hér á landi er „Border Collie". Það sem hundur- inn á að kunna er að fara fram fyrir kindur og stoppa þær koma með þær til smalans og reka þær frá honum. Við verðlaunaafhendinguna sagði Gunnar Einarsson að mikil framför hefði orðið á hundunum frá því í fyrra og bændur væru á réttri leið með hundana sina og færi bráð- um að verða hægt að fá skoska dómara og þjálfara til að liðsinna bændum. I þessari keppni er hund- urinn látinn sækja kindur, koma með þær til smalans og reka þær í gegnum tvö hlið, stoppa þær og róa niður og að lokum reka þær í litla rétt sem smalinn hefur opnað. Allir þátttakendurnir luku verkefn- inu og flest stig hlaut Guðmundur Kr. Guðmundsson á Kaðlastöðum með hundinn sinn Sokka. í öðru og þriðja sæti sæti voru hjónin á Hæli í Flókadal, Harpa Reynisdóttir og Jóhann P. Johnsson. Sigurvegarinn frá því í fyrra Dagbjartur Dag- bjartsson lenti í fjórða sæti. LISTMDNAOPPBBD 8 Qunnlaugur ‘BlöndaC - ‘Uið Höfnina. Á HÓTEL SÖGU í KVÖLD KL. 20.30. MALVERK EFTIR GOMLU MEISTARANA, t.d. Kjarval, Gunnlaug Blöndal, Jón Stefánsson, Ásgrím Jónsson, Þórarinn B. Þorláksson, Nínu Tryggvadóttur, Svavar Guðnason, Þorvald Skúlason og Mugg. Einnig verða boðin upp ekta handimnin persnesk teppi. Uppboðsverkin sýnd í dag kl. 12-18. Ingálvur av Reyni opnar sýningu í Gallerí Borg við AusturvöII laugardaginn 11. nóvember kl. 16-18. JZLllir velko mnir BORCi við Austurvöll • SÍMI 552 4211.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.