Morgunblaðið - 09.11.1995, Síða 17

Morgunblaðið - 09.11.1995, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 17 Fasanar, skógardúfur og dádýrakjöt á skoskum dögum VILLIBRÁÐ eins og steiktir fasan- ar, skógardúfur og hjartarkjöt eða hefðbundinn þjóðarréttur Skota, haggis, er meðal þess sem matar- gestum Hótel Holts stendur til boða þessa dagana. Dagana 7.-12. nóvember standa yfir skoskir dagar á Holtinu og af því tilefni er staddur hér á landi skoski matreiðslumeistarinn Steph- en Johnson frá veitingahúsinu Butt- ery í Glasgow. Hann er íslensku matreiðslumönnunum á Hótel Holti til halds og trausts. „Það sem við erum að bjóða gest- um upp á er ekki venjubundinn skoskur heimilismatur heldur frek- ar eitthvað sem gestum fínna skoskra veitingahúsa stendur til boða,“ segir Stephen Johnson, sem var í óða önn að undirbúa mat fyr- ir gesti kvöldsins þegar okkur bar að garði. Hann segir að þó gefist gestum kostur á að bragða haggis, sem er þjóðarréttur Skota og að uppistöðu úr nýrum, hjörtum og öðrum innmat úr lambakjöti auk ýmissa kryddtegunda. Eins og slátrið okkar er rétturinn settur í vömb og soðinn. Matargerð Skota hefur breyst með nýjum lífsstíl, báðir foreldrar vinna gjarnan úti allan daginn og þá er gripið til fljót- legrar fæðu í lok dagsins. Skyndi- bitafæði hefur haldið innreið sína í Skotlandi eins og hér á landi. Hefð- bundnir réttir sem þó eru enn eldað- ir af og til eru, auk haggis, til dæmis svokölluð Shepherds-baka, blóðbúðingur úr svínakjöti og hakk- réttur með gulróturo og lauk sem er hulinn með kartöflumús. Þegar við föluðumst eftir upp- skriftum handa lesendum var af nógu að taka og Stephen mælti með skosku kartöflukökunum sem gjarnan eru hafðar í morgunmat, og síðan stakk hann upp á laxa- rétti og piparrótarsósu. Þess má að lokum geta að auk þess sem hægt er að snæða skosk- an mat á Hótel Holti þessa dagana stendur þar einnig yfir kynning á skosku viskii. Skoski matseðillinn stendur til boða á Hótel Holti frá klukkan 19 til 22 fram á sunnudag og sömu daga er viskíkynning frá 19-21. Skoskar kartöflukökur ______500 g morðor kgrtöflur______ 1 stór msk. smjör 'h bolli hveiti krydd eftir smekk Merjið kartöflurnar á meðan þær eru heitar og blandið smjörinu vel Morgunblaðið/Ásdis STEPHEN Johnson matreiðslumeistari á veitingahúsinu Buttery í Glasgow ásamt matreiðslumönnunum á Hótel Holti, þeim Ægi Finnbogasyni og Hallgrími Inga Þorlákssyni. saman við. Kryddið vel og hnoðið með hveitinu. Fletjið kartöflukök- urnar út í kringlóttar kökur og pikk- ið þær með gaffli. Hitið pönnu, penslið hana með smjöri og steikið fjórar kökur í einu í um það bil þijár mínútur á hvorri hlið. Haldið kökunum heitum á meðan afgang- urinn er steiktur. Berið fram með smjöri. Plparrótarsósa 4 góðor msk. rifin pipgrrót ___________4 tsk. sinnep__________ 2 tsk. hvítt vínedik 1 tsk. sykur ____________7h bolli rjómi________ Blandið piparrót, sinnepi, ediki og sykri saman (og öðru kryddi ef vill). Þeytið rjómann vel og blandið honum saman við piparrótina. Þessi sósa er hefðbundin með skosku nautakjöti en hentar einnig vel með reyktum laxi. Lax að hættl Skota __________4 Iqxosneióar___________ ____________örlítió smjör_________ krydd aó vild Vibollar rjómi ______2 msk. Drambuie-líkjör______ Vi tsk. ansjósu-brqgðefni krydd Setjið laxinn í fat sem búið er að smyija að innan með smjöri. Kryddið sneiðarnar. Blandið tjóm- anum saman við líkjörinn og ans- jósu-bragðefnið. Hellið ijómanum yfir silunginn. Þekið formið með álpappír og bakið við 180°C þangað til laxinn er soðinn. Berið fram með agúrkusalati. ■ Nýjar pylsur að dönskum hætti í VIKUNNI komu á markað nýjar pylsur frá Sláturfélagi Suðurlands svf., og eru þær framleiddar undir vörumerkinu „Pölsemesteren". Um er að ræða nýtt vörumerki hjá Slát- urfélaginu en þetta er í fyrsta skipti sem fyrirtækið framleiðir pylsur eftir hefðbundinni danskri upp- skrift. í Filippo Berio-ólífuolíu eru 16,1% mettaðar fítusýrur (hörð fita) en ekki 26,1% eins og fram kom í töflu með grein um fitu í matvælum 28. Erlendir sérfræðingar í danskri pylsugerð aðstoðuðu við þróun og framleiðslu þessarar nýju vöru en danskar pylsur eru almennt ein- göngu úr svínakjöti og pylsurnar frá Pölsemesteren eru í náttúru- legri eggjahvítugörn. Dönsku pylsurnar verða seldar 6 saman í pakka og kosta 698 krónur kílóið. október síðastliðinn. Þá misprentað- ist einnig hlutfall einómettaðra fitu- sýra í Kraft kornolíu og var sagt 24,5%, en er 24,9%. Kompu- kast í Kola- portinu NÆSTU þijár helgar verður lögð sérstök áhersla á að fá seljendur svokallaðs kompudóts í Kolaportið og fá þeir sérstakt afsláttarverð á sölubásum þessar helgar. í frétt frá Kolaportinu segir að kompudótið sé mjög vinsæl sölu- vara í Kolaportinu og aldrei sé nóg af því á boðstólum. Væntanlegum seljendum er bent á að henda engu því í Kolaportinu sannist rækilega að eins manns drasl geti verið annars manns fjársjóður. Þá hefur sölutíma á laugardög- um verið breytt þannig að Kolap- ortið er opið frá kl. 11-17 eða á sama tíma og á sunnudögum. Fita í olíu Flug og hótel 19.930 Viðbótarflug 27. og 30. nóvember. Viðbótargisting á hinu ágæta ráðstefnuhóteli Earls Court, sem við bjóðum nú á frábæru verði í þessa brottför. Gott hótel með öllum aðbúnaði. Öll herbergi með sjónvarpi, síma, baði og buxnapressu. Veitingasalir, barir og fundaaðstaða. Kynntu þér borgaixispu Heimsferða til London, mestu heimsborgar Evrópu, á. ótrúlega hagstæðu verði og íslenskir fararstjórar Heimsferða tryggja þér ánægjulega dvöl í heimsborginni. Verð 16.930 kr. Verð með flugvallasköttum, 20. nóv. Verð 19.930 kr. M.v. 2 í herbergi, Earls Court, 3 nætur, 20. nóv. Verð með flugvallasköttum. Hvenær er laust? 13. nóv. - 6sætil 16.nóv.~ uppselt 20. nóv,- 25 sæti) 23. nóv. - 29 sæti I 27. nóv.-laus sætif 30. nóv. - 31 sætí HEIMSFF.RÐIR Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.