Morgunblaðið - 09.11.1995, Page 18

Morgunblaðið - 09.11.1995, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ URVERINU Morgunblaðið/Kristján Boðið upp á tertu GUÐMUNDUR VE kom með rúm 800 tonn af loðnu til verk- smiðjunnar í Krossanesi seint í fyrrakvöld og var þetta jafn- framt fyrsti loðnufarmurinn sem berst til Akureyrar á haustvertíðinni, eða í tæpa fjóra mánuði. Jóhann Pétur Andersen, framkvæmdastjóri Krossa- ness, brá sér um borð í Guð- mund VE eftir að hann lagð- ist að bryggju og færði áhöfn- inni glæsilega rjómatertu, sem Grímur Jón Grímsson, skipstjóri tók við fyrir hönd áhafnarinnar. Sigurður VE kom með 950 tonn af loðnu í Krossanes um miðjan dag í gær. Leiðinda- veður var á miðunum og erf- itt við loðnuna að eiga, sem þykir líka frekar smá. Það vantaði því ein 450 tonn upp á að Sigurður VE kæmi með fullfermi að landi. Afkoman og úthöfjn rædd á aðalfimdi LIU Utvegurinn kynntur • Á VEGUM Samstarfsvettvangs sjávarútvegs og iðnaðar, sem starfræktur hefur verið frá 1. jan- úar 1994, er. unnið að útgáfu á sölumöppu fyrir vörur sem tengj- ast sjávarútvegi, ásamt gátt á Internetinu. Áætlað er að gagna- söfnun fyrir fyrstu útgáfu ljúki fyrir áramót 1995-96 og prentun og uppsetningu á Internetinu ljúki u.þ.b. mánuði síðar. „Þetta er verkefni sem við vinn- um að með Samstarfsvettvangi sjávarútvegs og iðnaðar,“ segir Hermann Ottósson hjá Auglýs- ingastofu Reykjavíkur, íslands- gáttinni. „Okkar verkefni felst í því að koma upplýsingum um ís- lenskan sjávarútveg, fyrirtæki í sjávarútvegi og þjónustuaðila við sjávarútveg á framfæri á Int- ernetinu. Við höfum sett upp gátt undir íslandsgáttinni, sem heitir Fish Industry Net, en það mun reyndar vera fyrsta gáttin á Internetinu sem fjallar sérstaklega um sjávar- útveg og þjónustu við sjávarút- veginn. Þarna er í raun verið að skapa heildstæðan kynningar- vettvang fyrir íslenskan sjávarút- veg og fyrirtæki sem tengjast honum á Internetinu." Samhliða því sem þessar upp- lýsingar verða sendar út á Inter- netinu, verða þær gefnar út í vöru- og þjónustuskrá sem mun fá víðtæka dreifingu. Verklok í þessum tveim verkefnum eru fyr- irhuguð 1. febrúar 1996. Auktu framleiðnina með L > " .. INTERROLL ' joKi Færibanda- S S 5. mótorar, I flutningsrúllur, flutningskerfi, lagerkerfi. Viðurkennd gæðavaro. = HÉÐINN = VERSLUN SEUAVEGI 2 SÍMI 562 4260 AÐALFUNDUR LÍÚ verður hald- inn í dag og á morgun. Helzta við- fansgefni fundarins auk hefðbund- inna aðalfundarstarfa, verður veiða rá úthöfunum, afkoma og afkomu- horfur sjávarútvegsins, afrán hvala, sjálfvirk tilkynningaskylda og nýt- ing takmarkaðarar auðlindar. Fundurinn verður haldinn á Hót- el Sögu og hefst hann klukkan 14.00 í dag með ræðu Kristjáns Ragnarssonar, formanns LIÚ. Þá ávarpar sjávarútvegsráðherra, Þor- steinn Pálsson, fundinn, og erindi um helztu malefni fundarins verða flutt: Helgi Ágústsson, ráðuneytis- stjóri íjallar um áhrif úthafsveiði- samnings Sameinuðu þjóðanna á íslenzka útgerðarhagsmuni; Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LIÚ kynnir afkomu og afkomuhorf- ur sjávarútvegsins, Jóhann Sigur- jónsson, aðstoðarforstjóri Hafrann- sóknastofnunar ræðir um afrán hvala og áhrif þeirra á aðra nytja- stofna og Jón Leví Hilmarsson, verkfræðingur hjá Vita- og hafnar- málastofnun, kynnir sjálfvirka til- kynningaskyldu. Á föstudeginum fara umræðu- hópar yfir þijá helztu málaflokka aðalfundarins og gera síðan grein fyrir störfum sínum. Þá ávarpar samgönguráðherra Halldór Blöndal fundarmenn, en fundi lýkur með samþykktum nefndarálita og stjórnarkjöri. D/VEWOO örbylgjuofnar 10 gerðir - verð við allra hæfi. Ofnarnir fást með venjulegum stillingum, tölvustillingum, grilli og blæstri. 19-32 lítra. Við bjóðum úrvals ofna og þjónustu sem þér býðst hvergi annarstaðar! Þér stendur til boða kvöldnámskeið í Matreiðsluskóla Drafnar þar sem þú lærir að matreiða grænmeti, steikja kjöt, sjóða fisk, baka, búa til sultur og margt, margt fleira. Þú færð leiðbeiningar og uppskriftir án endurgjalds. Kynntu þér Daewoo og þjónustu okkar! Einar Farestveit&Colif Borgartúni 28, símar 562-2901 og 562-2900. FRÉTTIR: EVRÓPA Skipasmíðastyrkj- um haldið áfram IÐNAÐARRÁÐHERRAR ríkja Evrópusambandsins samþykktu á þriðjudag að framlengja um níu mánuði gildistíma tilskipunar sam- bandsins um styrki til skipasmíða. Tilskipunin átti að falla úr gildi um áramót, um leið og samkomu- lag á vegum OECD, um að hætta ölum beinum styrkjum til skipa- smíða, tæki gildi. Nú liggur hins vegar fyrir að Japan og Bandarík- in hafa ekki staðfest OECD-sam- komulagið og mun ESB því fram- lengja skipasmíðastyrki sína til 1. október 1996. Að sögn Reufers-fréttastofunnar er ákvörðun ráðherranna ekki end- anleg, þar sem þeir þurfa að leita álits Evrópuþingsins. Reglurnar, sem þeir hafa ákveðið að fram- lengja, kveða á um að leyfa megi styrki til smíði skips, sem nema allt að 9% af andvirði þess. Mörg ríki ESB voru treg til að afnema skipasmíðastyrkina einhliða um áramót, ef önnur iðnríki gerðu ekki slíkt hið sama. Framkvæmdastjórn sambandsins vildi framlengja reglurnar um heilt ár. Svíþjóð vildi hins vegar enga framlengingu, Þýzkaland fjóra mánuði og Bretar hálft ár. Niður- Hægrimenn þinga í Madríd JOSÉ Maria Aznar, leiðtogi spænskra íhaldsmanna, veifar til mannfjöldans á samkomu, sem Evrópski alþýðuflokkurinn, þing- flokkur hægrimanna á Evrópu- þinginu, hélt í Madríd fyrr í vik- unni. Flokkar kristilegra demó- krata og íhaldsmanna í Evrópu- ríkjum ræddu undirbúning ríkja- ráðstefnu Evrópusambandsins. Flokkarnir lögðu áherzlu á að styrkja sameiginlegar varnir. „Évrópusambandið verður aldrei stórveldi nema það búi sig í stakk til þess,“ sagði Wilfried Martens, formaður Evrópska alþýðu- flokksins. Á meðal tillagna í skýrslu Danans Hans-Gert Pott- ering, sem lögð var fyrir fundinn, er að taka ákvarðanir um utanrík- is- og vamarmál í ráðherraráði ESB með auknum meirihluta í stað einróma samþykkis. staðan varð málamiðlun milli mis- munandi sjónarmiða. Skipasmíðatilskipun ESB var tekin upp í samninginn um Evr- ópskt efnahagssvæði fyrr á þessu ári. Á grundvelli hennar voru settar íslenzkar reglur um að niðurgreiða megi skipasmíðar, sem samið er um á árinu 1995, að því tilskildu að smíði heljist fyrir 1. apríl 1996. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, hefur ekki verið ákveðið í iðnaðarráðu- neytinu hvort brugðizt verði við ákvörðun ESB og reglur um ís- lenzku niðurgreiðslurnar eða „jöfn- unargreiðslurnar" eins og þær eru kallaðar, verði framlengdar. Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins er talið að svokallað jafnræðisá- kvæði tilskipunar ESB, sem kveður á um að aðildarríki samningsins geti krafizt lækkunar styrkja til skipasmíðaverkefnis, séu þeir hærri í samkeppnislandi en heima fyrir, dragi úr þörfinni á að gildistími reglnanna verði framlengdur. Talið er að þetta ákvæði, sem Eftirlits- stofnun EFTA sér um að fram- fylgja. geti styrkt stöðu íslenzks skipasmíðaiðnaðar í samkeppni við þann norska. Sænskir heildsalar mótmæla undirboðs- ákvæðum ESB Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SÆNSKU heildsalasamtökin hafa borið upp mótmæli við sænsku stjórnina um undirboðsákvæði Evr- ópusambandsins (ESB). Samtökin segja að þessi ákvæði hækki vöru- verð óeðlilega, auk þess sem að í mörgum tilfellum sé ekki um undir- boð að ræða að sögn Svenska Dag- bladet. ESB safnar upplýsingum um fyr- irtæki, sem flytja vörur til aðildar- landanna, þar sem grunur er á að um undirboð sé að ræða til að koll- sigla fýrirtæki innan ESB. í sam- ræmi við þetta eru aðildarlöndin skylduð til að leggja tolla á viðkom- andi vörur til að vernda framleiðslu aðildarlandanna. Sjötíu vörur eru á listanum og þijátíu aðrar eru í at- hugun. Tollarnir, sem lagðir eru á, eru á bilinu 5-100%, en algengast er að þeir séu 20-40%. Sænsku heildsalasamtökin segja að þessi ákvæði hafi á einni nóttu valdið því að verð á þessum vörum hafi hækkað á sænskum markaði við inngönguna í ESB. Sænskir embættismenn hafa reynt að hafa áhrif á þessi ákvæði í þeirri nefnd sambandsins, sem fylgist með und- irboðum, en hingað til árangurs- laust. Sænska fyrirtækið Esselte, sem framleiðir meðal annars plastmöpp- ur, á nú á hættu að verða fyrir barðinu á verndartollunum. Fyrir- tækið er með verksmiðju í Malasíu og eru möppur þaðan mun ódýrari en evrópskar möppur. Forsvars- menn fyrirtækisins segja muninn eingöngu stafa af lágum fram- leiðslukostnaði eystra, en ekki af undirboðum. Óánægja sænsku heildsalasamtakanna stafar fyrst og fremst af því að evrópsku ákvæðin eru sett án þess að nægi- lega sé hugað að hvernig á verð- muninum standi og hvort raunveru- lega sé um undirboð að ræða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.