Morgunblaðið - 09.11.1995, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Hanna Dóra Sturludóttir sópransöngkona
Hlutskörpust í ljóða-
keppni í Þýskalandi
HANNA Dóra Sturludótt-
ir sópransöngkona varð á
dögunum hlutskörpust í
ljóðakeppni Paulu-Lind-
berg Salomon, Das Lied,
í Þýskalandi. Hlaut hún
önnur verðlaun en fyrstu
verðlaunin voru ekki veitt
að þessu sinni.
Keppnin heitir í höfuðið
á 98 ára gamalli söng-
konu, Páulu-Lindberg
Salomon, sem stendur
sjálf straum af keppninni.
„Markmið hennar er öðru
fremur að ýta undir að
ljóðasöngur sé ræktaður,"
segir Hanna Dóra og bæt-
ir við að keppnin sé haldin
Hanna Dóra
Sturludóttir
árlega og dóm-
nefndin sé einatt
skipuð virtum
söngvurum. 25
ljóðasöngvarar
mættu til leiks í
þetta skipti og er
það metþátttaka.
Söngkonan er að
vonum ánægð með
árangurinn og segir
að þessi viðurkenn-
ing sé góð auglýs-
ing fyrir sig. „Það
er mjög mikilvægt
að skapa sér nafn í
þessu fagi og von-
andi eiga þeir sem
voru að hlusta á
mig í fyrsta skipti í keppninni eftir
að fylgjast betur með mér þegar
þeir heyra í mér næst.“
Hanna Dóra lauk 8. stigi úr
Söngskólanum í Reykjavík vorið
1992 með hæstu einkunn sem þar
hefur verið gefin og hefur síðan
lagt stund á framhaldsnám við
Hochschule der Kunste í Berlín.
Gerir hún ráð fyrir að brautskrást
þaðan árið 1997.
Hanna Dóra hefur átt góðu gengi
að fagna síðasta kastið því fyrr á
árinu hlaut hún þriðju verðlaun í
virtri söngkeppni í Barcelona. Þá
söng hún nýverið í beinni útsend-
ingu í útvarpi í Þýskalandi. Á efnis-
skránni voru meðal annars lög eftir
íslensk tónskáld.
HÁ: -
Morgunblaðið/Ásdís
Yeíslan í barnavagninum
ÍSLENSKU barnabókaverðlaun-
in fyrir myndskreytta sögu fyrir
yngstu lesendurna voru afhent í
gær. Verðlaunin hlutu þær Her-
dís Egilsdóttir rithöfundur og
Erla Sigurðardóttir myndlistar-
kona fyrir söguna, Veislan í
barnavagninum. Olafur Ragn-
arsson, formaður stjórnar Verð-
Iaunasjóðs, afhenti Herdísi og
Erlu skrautritað viðurkenning-
arskjal en þar segir um bókina:
„Veislan í barnavagninum er
hugljúf en um leið hressileg bar-
nasaga þar sem samspil mynda
og texta er eins og best verður
á kosið. Söguþráðurinn er snið-
inn að áh'uga og þroska yngstu
lesendanna og myndirnar eru
unnar af fagmennsku. Hvort
tveggja ber jafnframt með sér
persónulegan stíl höfunda."
Verk eftir Guðmund.
Myndlist í
200 króna
verslun
GUÐMUNDUR Björn Sveinsson
hefur opnað myndlistarsýningu að
Laugavegi 103 (í 200 króna versl-
uninni).
Guðmundur er fæddur 1930 í
Neskaupstað. Hann lauk námi í
Handíðaskólanum 1962. Undan-
farna áratugi hefur Guðmundur
verið búsettur erlendis og hefur
haldið sýningar á íslandi, í Svíþjóð,
Kanada og Bandaríkjunum.
Viðar Eggertsson í hlutverki
vampýrunnar Drakúla greifa.
Sýningum
á Drakúla
að ljúka
NÚ FER hver að verða síðastur að
sjá sýningu Leikfélags Akureyrar á
leikgerð írska leikstjórans Michaels
Scott á sögu landa hans Bram Stok-
er um vampýruna frægu, Drakúla
greifa.
Vegna umfangs næsta verkefnis
Leikfélags Akureyrar, sem er Spor-
vagninn Girnd eftir Tennesse Will-
iams, verður sýningum nú að ljúka.
Síðustu sýningar verða laugar-
daginn 11. nóvember og laugardag-
inn 18. nóvember.
SKAGFIRSKA söngsveitin og Söngsveitin Drangey.
Afmælistónleikar í Langholtskirkju
SKAGFIRSKA söngsveitin í Reykjavík er 25 ára um
þessar mundir og verða af því tilefni haldnir afmæl-
istónleikar í Langholtskirkju laugardaginn 11. nóv-
ember og hefjast þeir kl. 17. Þar koma fram Skag-
firska söngsveitin og Söngsveitin Drangey. Á söng-
dagskránni verða eingöngu flutt lög eftir skagfirska
höfunda og eru það þeir Pétur Sigurðsson, Eyþór
Stefánsson, Jón Björnsson, Geirmundur Valtýsson
og Kristján Stefánsson. Auk kóranna koma fram sex
einsöngvarar, sem allir eru ættaðir úr Skagafirði,
en þeir eru: Ásgeir Eiríksson, Friðbjörn G. Jónsson,
Guðmundur Sigurðsson, Helga Rós Indriðadóttir,
Margrét Stefánsdóttir og Óskar Pétursson.
Snæbjörg Snæbjamardóttir stjórnaði Skagfirsku
söngsveitinni frá stofnun eða frá árinu 1970,
í 13 ár, en þá tók Björgvin Þ. Valdimarsson við og
hefur stjórnað síðan eða í 12 ár. Söngsveitin Drang-
ey var stofnuð 1985 og er því 10 ára um þessar
mundir, en það er kór sem stofnaður var af eldri
félögum Söngsveitarinnar. Fyrstu árin stjórnaði
Björgvin báðum kórunum en síðan 1991 hefur Snæ-
björg Snæbjarnardóttir stjórnað Söngsveitinni
Drangey. Undirleikari á tónleikunum er Vilhelmína
Ólafsdóttir.
Uppmagnað
hljóðumhverfi
TONOST
Borgarlcikhúsið
KAMMERTÓNLEIKAR
Caput-hópurinn flutti kammerverk
eftir Hans Abrahamsen, Bent Sör-
ensen, Hauk Tómasson, Magnús
Lindberg, Jukka Koskinen og Ricc-
ardo Nova. Þriðjudagurinn,
7. nóvember, 1995.
CAPUT-hópurinn hefur ávallt
lagt áherslu á flutning nútímatón-
listar og unnið til nafns erlendis og
sl. vor hlaut hópurinn menningar-
verðlaun DV. Tónleikamir að þessu
sinni hófust á verki eftir danska
tónskáldið Hans Abrahamsen.
Verkið er unnið upp úr þremur
smáverkum fyrir píanó, eftir Carl
Nielsen. Sú aðferð að umrita píanó-
verk fyrir hljómsveit er aðferð sem
gjarnan er notuð við kennslu í hljóð-
færafræði (Instrumentation) og eru
slíkar „stúdíur" eða umritanir aldr-
ei fluttar opinberlega. Það verður
þó að segja um þessa umritun, að
Abrahamsen fer nokkuð frjálslega
með efni fyrirmyndarinnar og er
verkið ekki óskemmtilega unnið,
þannig að að hluta til er verkið
eftir Abrahamsen, þó sjá megi
skuggann af meistara Nielsen og
jafnvel oftlega mjög greinilegan.
Annað viðfangsefni tónleikanna
var verk eftir Bent Sörensen, sem
hann nefnir Minnelieder. Man-
söngvar þessir eru kaótískt unnir,
þar sem alls konar tónferli og stef-
brot mynda samfelldan tónbálk, er
tekur samt samvirkum breytingum
í hraða og styrk. Þrátt fyrir ósam-
stætt ferli raddanna, heyrast ein-
staka stef hér og þar í tón-niðinum
og getur verið býsna skemmtilegt
að fylgjast með þessum stefjum,
sem eru eins konar felumyndir i
flæktri myndgerð verksins. í heild
er verkið þó helst til sérviskulegt
en býsna áheyrilegt tón-púsluspil.
Þriðja verkið nefnist Árhringur
og er eftir Hauk Tómasson og er
það unnið upp úr verki, sem Hauk-
ur samdi fyrir Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands. Það er eitthvað
„músíkantískt" við öll verk Hauks.
Músíkleg framvinda þeirra er
meira en „strúktúr", þrátt fyrir að
þau séu vandvirknislega unnin.
Árhringur er vel unnið verk, þar
sem bregður fyrir mjög ákveðinni
tematík og jafnvel á köflum þrá-
stefjun í oftlega mjög þykkum tón-
vef, er á stundum tók á sig kaó-
tíska mynd án þess þó að vera til-
vihunarkennd. Undir lokin varð
hfynræn samvirkni hljóðfæranna
nokkuð áberandi. Þetta er gott
verk, vel unnið og fullt upp með
skemmtilegum tóntilþrifum.
Coyote Blues eftir Magnús Lind-
berg er undir áhrifum af jazzi og
jafnvel bregður þar fyrir nokkrum
atriðum er minna á Sögu hermanns-
ins og jafnvel Vorblót eftir Strav-
inskíj. Þetta er ágætt verk en blátt
áfram og auðheyrt. Næstsíðasta
verkið á efnisskránni var Ululation,
sem mun merkja ýlfur (Ululate =
ýlfra, góla, spangóla og kvarta há-
stöfum), eftir finnska tónskáldið
Jukka Koskinen. Ýlfur er eitt þeirra
tónverka, sem fær hlustendur til
að staldra við og hugleiða markmið-
in með sköpun listaverka, nema að
slíkum markmiðum sé í raun hafn-
að. Ljóð á aðeins að vera, en ekki
merkja eitthvað, var slagorð ný-
listamanna fyrir hálfri öld en þrátt
fyrir að merking tónmálsins sé mjög
greinileg, þ. e. að reynt er að líkja
eftir ýlfri, vaknar sú spurning, hvort
önnur markmið í listsköpun, er taka
til tilfinninga, fagurmats og boð-
skaps, eigi hér ekki við og skilaboð-
in eða boðskapurinn, sem Koskinen
er að flytja hlustendum sínum, séu
þau, að allt listbaslið sé í raun ekk-
ert annað en argasta ýlfur. Þarna
tekur tónskáldið sér stöðu með svip-
uðum hætti og þeir sem telja samfé-
lag manna mettað af siðlausri
hræsni og hafa þar af leiðandi að
Sigurbjörn
biskup velur
ljóð dagsins
MEÐAL útgáfubóka hjá Setbergi
fyrir jólin er Ljóð dagsins, en efnið
er valið af Sigurbirni Einarssyni
biskupi. í bókinni eru mörg hundruð
ljóð eftir 93 íslensk skáld, eitt ljóð
fyrir hvern dag ársins og að auki
eru orð til íhugunar á hverri síðu.
Lát hjartað ráða för er ný skáld-
saga eftir ítalskan rithöfund, Sús-
önnu Tamaro. Thor Vilhjálmsson
þýðir. Bókin hefur komið út á fjölda
tungumála og er mjög umtöluð víða.
Bókin um Pétur sjómann eftir
Ásgeir Jakobsson er ævisaga Péturs
Sigurðssonar, sjómanns, alþing-
ismanns og forstjóra Hrafnistu.
Setberg gefur einnig út bókina
Fimm læknar segja frá. í bókinni
ræðir Önundur Bjömsson við Árna
Björnsson, Björn Önundarson,
Hrafnkel Helgason, Pétur Pétursson
og Þorgeir Gestsson. Meðal annarra
bóka Setbergs eru handbók um ljós-
myndun, skáldsaga eftir Danielle
Steel og barna- og unglingabækur.
engu lög og reglur. Þrátt fyrir þetta
er verkið byggt á formúleraðri hug-
mynd, og hlustun á það er eins og
að vera staddur í húsi fáránleikans,
þar sem inn um undarlega gluggana
berst skin urðarmánans og ýlfrandi
svipsljóar verur sveima hægferðugt
um húsið. Ekkert skeður og allt er
án tengsla en á þó samvist í tíma-
lausum fáránléikanum, er án upp-
hafs, tilgangs eða endis, er aðeins
undarlega líðandi, af engu til orðin
og hverfur í sitt eigið - ekkert.
Tónleikunum lauk með Parafrasi
II, eftir ítalska tónskáldið Riccardo
Nova, ágætt verk sem byggist mik-
ið á einföldum trommuleik og ,jazz-
ískum“ tóntiltektum. í heild voru
tónleikamir mjög vel framfærðir
af Caput-hópnum, sem var óvenju
fjölmennur að þessu sinni. Það sem
þó hafði hvað mest áhrif á hljóm-
gæðin, var að beitt var hljóðnáms-
tækni, þar sem upptökunni var
varpað fram úr hátölurum, sem
staðsettir voru fyrir aftan hljóm-
sveitina og verkuðu eins og sterkt
endurómandi umhverfi. Þetta létti
undir með hljóðfæraleikurunum og
tónuninni, svo að flutningurinn öðl-
aðist mikla dýpt og skýrleika. Hvort
þetta er það sem koma skal, skal
ósagt látið en við flutning á nútíma-
tónlist gefur þetta henni þann
tæknilega blæ, sem hæfir deginum
í dag og viðhorfum manna til hljóðs-
ins, eins og gerist í nærri allri
skemmtitónlist leikinni í dag, fyrir
fólk sem er umvafið .gerviblómum
plastskrauti, neonljósum og upp-
mögnuðu hljóðumhverfí.
Jón Ásgeirsson