Morgunblaðið - 09.11.1995, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Skærur í skógi
KVIKMYNDIR
Rcgnboginn, Borgar-
bíó Akurcyri
Leynivopnið ★ ★
Leikstjóri og handritshöfundur
Jannik Hastrup. Tónlist Hilmar Om
Hihnarsson, EgiU Ólafsson o.fl. Þýð-
andi texta Ólafur Haukur Símonar-
son. Leikstjóri islenskrar talsetning-
ar Þórhallur Sigurðsson. Helstu leik-
raddir Jóhann Sigurðarson, Om
Amason, Magnús Ólafsson, Krist-
björg Kjeld, Ójafía Hrönn Jónsdóttir,
Alfrún Ómólfsdóttir. ís-
lensk/þýsk/dönsk. 1995.
í meginatriðum standa að baki
þessarar nýju teiknimyndar sömu
aðilar og að Fuglastríðinu í Lum-
bruskógi, þó hafa íslenskir aðilar
bæst í hóp listamanna og framleið-
enda svo það er ekki út í hött að
tala um Leynivopnið sem fyrstu
„íslensku" teiknimyndina í fullri
lengd.
DEMANTAHÚSIÐ
Borgarkringlunni, s. 5B8-Q944
Sögusviðið er frumskógur í hita-
beltinu og persónumar era tvær
apafjölskyldur sem eru í eilífum
skærum og bera hvor aðra hinum
verstu sökum. Ýfingamar ná ekki
til ungapanna, Hektors og Elviru,
sem koma hvort úr sinni ijölskyld-
unni. Þau bjóða þeim eldri birginn
og uppheíjast nú ástarraunir sem
enda, sem betur fer, á hamingju-
samari nótum en hjá Rómeó og
Júlíu. Þá fléttast inn í myndina
leitin að leynivopninu ógurlega
sem verður bitbein fjölskyldnanna.
Það ætti ekki að koma á óvart
að Leynivopnið héfur sama yfir-
bragð og Fuglastríðið, þar sem
teiknivinnan er að mestu leyti í
höndum sömu listamannanna.
Persónumar em skýrar og margar
hveijar skemmtilegar. Myndin
sækir á sömu mið og Disney, gerð
með íjölskylduna, einkum bömin,
í huga. Það fer því ekki hjá því
að maður beri hana saman við
verk teiknimyndarisans í vestri og
er sá samanburður Evrópu-
mönnunum ekki beint í hag, enda
hefur Disneyveldið sent frá sér
hvert snilldarverkið á fætur öðm
á undanfömum ámm. Gamanið
er stórkarlalegra en við eigum að
venjast í slíkum myndum, bæði
hvað snertir texta og teikningar.
Hér sjáum við topplausar apynjur
og á minipilsum. Apakallana á ei-
lífu brennivínsbrambolti, slafrandi
í sig rótáfengri kókosmjólk.
Hressileikinn er kostur myndar-
innar, hippaleg ádeilan á græðgi
og nágrannaeijur vegur hinsvegar
ekki þungt. Landsliðið í talsetn-
ingu á góðan dag.
Sæbjörn Valdimarsson
fyrir börn og unglinga
Sterkir - vandaðir - fallegir
L E I G A
ÚTIVISTARBÚÐ
við Umferðarmiðstöðina,
símar 551 9800 og 551 3072.
7.900
%/V
Fullorðins-
gallar
frá kr.
9.950
\\
Belti
með '^s
Lokaður
renni'ás
Litir:
Rautt
Blátt
Fjólubl.
Grænt
Stærðir:
120-170
Verð frá
Virkt húsameistarans
OST OG
HÖNNUN
Kjarvalsstaöir
HÚSAGERÐARLIST/
SKIPULAG
Einar Sveinsson. Opið alla daga frá
14-18. OKtóber-desember. Aðgangur
300 krónur.
ÞAÐ er mikilvæg sýning á lífs-
verki Einars Sveinssonar, arkitekts
og húsameistara Reykjavíkur, sem
sett hefur verið upp á göngum og í
miðrými Kjarvalsstaða. Það er um
leið samanlögð saga embættisins,
því hann tók við starfínu í upphafi
ferils síns árið 1934, er hann var
ráðinn til að vinna að skipulagi og
öðrum húsameistarastörfum fyrir
bæinn frá 1 marz, og það var lagt
niður að honum látnum 1973.
Sýningin hefur sérstakt vægi,
vegna þess að umræða um húsagerð-
arlist og skipulag hefur verið í
minnsta lagi hér á landi og er löngu
komið mál, að það sem gert hefur
verið í uppbyggingu Stór-Reykjavík-
ursvæðisins og þéttbýliskjarna
landsbyggðarinnar sé tekið til gagn-
rýninnar meðferðar. Hér hafa opin-
berar byggingar og skipulag hverfa
oftar verið pólitískt þrætumál, en
að hreyft væri við kjarna málsins,
sem er sjálf hönnun bygginganna
og mótun skipulagsins. Einnig er
löngu kominn tími til að gagnrýnin
hugsun, rökfræði og umræða um
sjónlistir séu tekin upp sem námsfag
við grunn- og framhaldsskóla.
Menn hika við að viðra skoðanir
sínar á þessum málum og þá einkum
ef viðkomandi eru starfandi í ein-
hveijum geira sjónlista og mun það
vera af ótta við að það geti komið
þeim illa, sem er því miður oftar en
ekki raunin. Slíkt stangast þó á við
lýðræðishugtakið og almenn mann-
réttindi, sem teljast þeim meiri og
heilbrigðari, sem opnara og óþving-
aðra líf er í umræðunum.
Tímabil Einars Sveinssonar og
samverkamanna hans markar með
fáum undantekningum svipmestu
uppbyggingu borgarkjamans á þess-
ari öld og á ég þá við borgarrýmið
áður en útborgir, svo sem Breiðholt
og Árbæjarhverfi, risu. Það er svo
alveg borðleggjandi, sem fram kem-
ur í inngangsorðum Guðrúnar Jóns-
dóttur í sýningarskrá: „... Fáir ein-
staklingar hafa átt stærri þátt í
mótun Reykjavíkur. Með húsum sín-
um og hugmyndum hefur hann sett
svip á bæinn og listræn sérkenni
verka hans eru í huga margra orðin
samgróin hluti af ásýnd Reykjavík-
ur. Þrátt fyrir mikilvægt framlag
sitt til byggingar- og skipulagsmála
í höfuðborginni naut Einar Sveins-
son sjaldnast sannmælis fyrir verk
sín á lifanda lífi. Ekki síst vegna
þess ber að fagna því tækifæri sem
hér gefst til að skoða og meta ævi-
starf hans í nýju ljósi ...“
Við þetta má bæta, að ekki ein-
asta hefur Einar Sveinsson engan
veginn notið sannmælis í lifandi lífi,
heldur hefur öllu frekar förlast fyrir
þekkingu á byggingarsögunni þau
23 ár, sem liðin eru frá andláti hans,
og má það varða veginn um mikil-
vægi skilvirks upplýsingaflæðis.
Einar var umdeildur og oftar en
ekki ómaklega að honum vegið, eins
og verða vill í einangruðu þjóðfé-
lagi, og kom hér til flæði nýstrauma
víða að úr heiminum og sú nýjunga-
gimi sem einatt er einkenni fámenni-
skjama.
Rýnirinn, sem álla tíð hefur haft
mikinn áhuga á húsagerðarlist, við-
urkennir fúslega fáfræði sína og að
hafa verið einn þeirra er mátu Einar
ekki að verðleikum, en hvar átti að
leita tæmandi og óvilhallra upplýs-
inga í ljósi þess, að sýningin á Kjarv-
alsstöðum er hin fyrsta er sinnir því
hlutverki?
Víst má deila um verk Einars, því
honum voru mislagðar hendur, en í
Ijósi brautryðjandastarfsins megum
við frekar þakka fyrir að mistökin
urðu ekki fleiri og grófari. Megin-
máli skiptir, að fram kemur að hér
var um að ræða gagnmenntaðan
arkitekt, samviskusaman og vandað-
an verkmann, sem gekk heill að
hveiju starfi, trúr sannfæringu sinni.
Þá var Einar bam síns tíma, sem
svo endurspeglast í verkum hans,
og ég er vel minnugur þess er sum
hverfin, sem hann skipulagði, voru
að rísa upp eitt af öðru og töldust
mikil hvörf í íslenzkri húsagerð og
skipulagi.
Einar er fyrstur íslenzkra arki-
tekta til að sækja menntun til þýska-
lands, en lokapróf tók hann frá
tækniskólanum í Darmstadt 1934,
sem sýnir hve fagið er ungt og hve
ósanngjamt er að kveða upp ógrund-
aða áfellisdóma. Gleymum ekki, að
sköpunarverk heims-
kunnra meistara, borg-
arkjamar og jafnvel
heilu borgirnar, hafa
ekki staðist væntingar
og minnumst þess, að
sumir voru dýrkaðir
sem nýskaparar á lif-
andi lífi. Hér gengu vís-
indin trúlega of langt,
en maðurinn gleymdist.
Ekki lifðu þessir menn
í litlum þröngsýnum
þjóðfélögum, þar sem
hver króna var talin til
opinberra fram-
kvæmda. Lokaverkefni
Einars ber vott um
mjög trausta grnnn-
menntun, enda hefur
komið fram, að hús sem
hann teiknaði hafa yfirleitt staðist
tímans tönn betur en flestra annarra
og hann hafði ýmis áhugamál fram
yfir sjálfa skólamenntunina, sem
framkvæmdir hans nutu blessunar-
lega góðs af.
Þá ber að athuga fyrir hvaða fólk
verið var að teikna hús og hanna
hverfi, í Ijósi þess hve Einari var í
mun að beina sólarljósinu inn í hí-
býli þess í sólarlitlu landi og á tímum
er tæring var enn landlæg. Fólkið,
sem flutti í þessar íbúðir lét það
verða sitt fyrsta verk að útiloka sól-
arljósið með þykkum gluggatjöldum,
helst margföldum (!), og er sú ár-
átta enn við líði. Þá voru menn ekki
eins meðvitaðir um hættumar af
hinu beina sólarljósi og þá einkum
í jafn tæru ómettuðu lofti og hér á
norðurhjaranum. Fleygbogaskerm-
ar, sem veita birtu inn í hús en úti-
loka beina sólargeisla, voru og
naumast-famir að ryðja sér rúms.
Þá gerðu menn sér trauðla grein
fyrir, að áhrif sólargeisla í gegnum
gler eru snöggtum önnur en undir
beru lofti og beinlínis hættuleg.
Ennfremur ber að vísa til og minna
á, að fólkið, sem streymdi úr stijál-
býlinu þar sem kynslóðir höfðu lifað
mann fram af manni í þúsund ár,
var mjög í mun að búa sér og ein-
angrað frá öðmm. Má hér vísa til
furðulegs ástands í ýmsum íbúðarb-
lokkum, sem helst minnir á andrúm-
ið í smáþorpum. Búi einhyer í blokk
í útlandinu er ekki óalgengt, að blá-
ókunnugt fólk sé farið að kasta vin-
samlega á hann kveðju í stiga-
göngunum eftir 2-3 daga, en eftir
20-30 ára búsetu í Reykjavík getur
verið að örfáir íbúanna heilsist inn-
byrðis og einungis 10-20 einstakl-
ingar í 60 íbúða blokk mæti á aðal-
fundi þar sem teknar em mikilvægar
ákvarðanir, sem alla varða. Og þá
skal engan undra þó furðulegheit
og gikksháttur nái að festa rætur.
Það skiptir líka máli, að fólki, sem
tímabundið hefur lifað og starfað í
fjölbýlishúsum og skólum, sem Einar
Sveinsson hannaði, hefur yfirleitt
liðið merkilega vel og ýmsir viðmæl-
endur mínir, sem komnir eru yfir
miðjan aldur, eiga ljúfar minningar
af andrúminu þar. Þó að kennarar
hafi sett út á of litlar skólastofur
og að ekki var tekið tillit til sér-
kennslu við hönnun þeirra. Einar
skildi uppeldisgildi listar i umhverf-
inu, eins og skólabyggingar hans
bera vott um og einstakt er, að Jó-
hann Briem var falið að mála all-
mörg málverk fyrir
Laugarnesskólann og
fékk í því skyni 5 ára
leyfí frá kennslu á full-
um launum. Hafa menn
sjaldan fjárfest betur,
en hitt er svo annað
mál, að ekki var gert
ráð fyrir þessum mynd-
um í upphafi og bijóst-
hár panell sker þær í
sundur fyrir miðju.
Ekki get ég tekið
undir þá skoðun Einars
og fleiri arkitekta tím-
anna, að ekki ætti að
taka tillit til fyrra bygg-
ingarlags né íslenzkrar
náttúru og mjög tel ég
misráðið að þekja ytra
byrði húsa skeljasandi.
Vel viðhaldin bárujárnshús hafa
sannað sig, en hins vegar verða hús
með skeljasandi eitthvað svo gömul
og lúin með árunum og mjög ber á
steypuskemmdum, sem þó eru síður
sök arkitektanna. Hins vegar skal
litið til þess, að Einar Sveinsson var
einn þeirra er innleiddu fegursta anga
„funksjónalismans" og Bauhaus-
stefnunnar á íslandi og eftir hann
liggja afar stílhrein einbýlishús. Ýms-
ar opinberar byggingar teljast og
mjög vel hannaðar, umhverfi þeirra
einnig, má hér vísa til Heilsuvemdar-
stöðvarinnar við Snorrabraut. Hins
vegar má mjög finna að staðsetningu
annarra, sem í sumum tilvikum er
næsta neyðarleg, svo sem Skúlatún
2. Þá má benda á líkan „konstrúk-
sjón“ af uppbyggingu tums Heilsu-
vemdarstöðvarinnar á sýningunni,
sem er augnayndi á við vel formað-
ann skúlptúr og minnir eitt augna-
blik á Vladimir Tatlin. Rýnirinn er
afar veikur fyrir tumum og hvolfþök-
um í borgarkjömum, sem lyfta undir
andann.
Tilgangur þessarar umfjöllunar
er öðru fremur að vekja til umhugs-
unar og mikilvægt er að allir þeir, .
sem láta sig sjónlistir varða, taki við
sér og skundi á Kjarvalsstaði. Trú-
lega mun þá fara fyrir mörgum eins
og rýninum, sem ólst upp með flest-
ar þessar hönnunarframkvæmdir
Einars Sveinssonar í beinu sjónmáli,
en er nú snöggtum fróðari um lífs-
verk hans.
í tilefni framkvæmdarinnar hefur
verið gefin út innihaldrík sýningar-
skrá og er textagerð hennar til eftir-
breytni um skilvirkni og hlutlægni,
en hana hefur annast Pétur H. Ár-
mannson. Ættu sem flestir að nálg-
ast hana, skoða og lesa vel.
Bragi Ásgeirsson
' - l
Einar Sveinsson
arkitekt
(1906-1973).