Morgunblaðið - 09.11.1995, Side 29

Morgunblaðið - 09.11.1995, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLUN FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 29 sig á íslenskan mælikvarða. Venjulega er það 12 síður á dag í stóru broti, en á laugardögum er það gefið út í sama broti og Morgunblaðið og þá 48 síður. Þá hefur verið bætt við blaðaukum, til dæmis sérstökum blaðauka um Moskvu, um menningu og íþróttir sem fylgja blaðinu einu sinni í viku. Litprentun er lítil, nema þá helst í laugardagsblaðinu. Undarleg lögmál gilda um áskriftar- og útsöluverð blaða í Rússlandi. Sex mánaða áskrift af Komsomolskaja Pravda kostar til dæmis nú 140 þúsund rúblur eða tæpar 2.000 íslenskar krónur, sem er mikið þegar tekið er tillit til þess að meðallaun eru um 450-600 þúsund rúblur á mánuði. En þegar komið er út fyrir Moskvu er verð- ið allt annað og yfirleitt lægra, allt niður í 56 þúsund rúblur. Ástæðan er sú að póstmeisturum viðkomandi svæða er í sjálfsvald sett hvað þeir setja upp fyrir að beya blaðið út. Lausasöluverðið er einnig mis- munandi. í Rússlandi hefur ríkt óðaverðbólga og verð á dagblöðum eins og öðru hefur breyst nær daglega. Blaðasölufólk kemur að prentsmiðjunni og kaupir eintök á verði dagsins sem í októbérbyijun var um 600 rúblur eða um 9 krón- ur. Síðan eru blöðin seld á götum Moskvu á t.d. 7-800 rúblur. Greitt eftir afköstum Það vinna um 100 blaðamenn á Komsomolskaja Pravda en Dolgopolov segir að um 40 blaða- menn skrifi blaðið. Grunnlaun blaðamanna eru ekki há en dug- legir blaðamenn hafa ýmsa mögu- leika til að auka tekjur sínar. Á Komsomolskaja Pravda fá blaða- menn til dæmis greitt eftir afköst- um; eftir því sem þeir skrifa meira fá þeir hærri laun. Að auki fá 10 blaðamenn í mánuði sérstaka uppbót fyrir gæði skrifanna og loks utanlandsferðir á kostnað blaðsins. Þegar allt er talið munu laun hæst iaunuðu blaðamann- anna vera býsna há. Dolgopolov viðurkennir að reynt hafi verið að múta blaða- mönnum blaðsins til að birta vil- hallar upplýsingar en það sé von- andi liðin tíð, enda sé strangt eft- irlit með slíku á blaðinu. Það er hins vegar er löglegt að birta áróðursgreinar í rúss- neskum blöðum ef þær eru sér- staklega merktar. Það er greitt fyrir þær eins og auglýsingar en heilsíðu auglýsing i Komso- molskaja Pravda kostar 27 þús- und bandaríkjadali, eða um 1,8 milljónir króna. Blaðamenn hafa gjarnan milligöngu um birtingu slíkra áróðursgreina enda fá þeir þá prósentur af söluverðinu; 5% ef þeir eru milligöngumenn og 2,5% til viðbótar ef þeir skrifa greinina sjálfir. Því er eðlilegt að blaðamenn sæki þetta fast og stjórnendur blaðsins hvetja blaða- menn sína einnig til þessa, þar sem þetta aflar blaðinu fjár. Zhírínovskíj í banni Dolgopolov segir þó, að stjórn útgáfufyrirtækisins hafi ákveðið að birta ekki greinar frá tveimur stjórnmálaflokkum í Rússlandi, Kommúnistaflokki Gennadíjs Zjúganovs og Fijálsa demókrata- flokki Vladimírs Zhírínovskíjs. Dolgopolov sagði að í upphafi kosningabaráttunnar fyrir vænt- anlegar þingkosningar í desem- ber, hefði fulltrúi Zhírínovskíjs gert blaðinu tilboð um að birta sex heilsíðu áróðursgreinar fyrir kosningarnar og greiða fyrir þær tvöfalt verð í beinhörðum pening- um. Þegar blaðið færðist undan hafi menn Zhírínowskíjs verið til- búnir að borga meira. „Þá veittum við okkur þá ánægju að segja að við tækjum ekki við einni einustu rúblu frá þeim,“ sagði Dolgop- olov. Sprangað HÆGT er að finna nokkur rúss- nesk blöð á veraldarvefnum en sá böggull fylgir skammrifi að þau eru flest á rússnesku. Þó er St. Petersburg Press gefið út á ensku á vefnum og aðgangur er ókeypis. Slóðin er http://www.spb.su/supress/. Eins og nafnið bendir til er blað- ið gefið út í Pétursborg og kem- ur út vikulega á vefnum. Annað blað á ensku er The Moscow News. Það er ekki gefið út á veraldarvefnum en hægt er að fá fréttabréf sent með tölvu- pósti en blaðið hefur netfangið mosnexsovam.com. Af blöðum og fréttabréfum á um vefinn rússnesku má nefna Analytica Moscow, sem hægt er að fá sent með tölvupósti. Pöntunarnet- fangið er farzinunixg.ubc.ca. Verðið er 100 bandaríkjadalir á ári, eða um 6.500 krónur. Frétta- bréfið birtir vikulega greinar og fréttir úr um 30 rússneskum dag- blöðum og tímaritum. Þá er dagblaðið Izvestíja gefið út á rússnesku á veraldarvefnum daglega (http://www.onl- ine.ru/mlists/izvestia/izvesti- a/izvestia/). Einnig er gefið út rússneskt viðskiptablað á vefn- um, European Business Contact, (http://www.spb.Su/ebc/index.h- tml) en það er einnig á rússnesku. Vegna jjöltla eftirspurna tókst okkur að útvega aðra sendingu af hinum vinsæla undra brjósta- haldara í svörtu og hvítu. Pantanir óskast sóttar. Fjöldi annarra tilboða igangi. Póstsendum Aðeinsfcr. 1.480 VERSLUNIN EG&ÞU Laugavegi 66, sími 551-2211. - kjarni málsins! LBOÐ A myndarlegu Novembertilboði Japis færð þú geisladiska með þinni uppáhaldstónlist með 20% afslátti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.