Morgunblaðið - 09.11.1995, Page 30

Morgunblaðið - 09.11.1995, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Hættumat vegna snjóflóða FÁTT er ofar í hug- um íslendinga þessa dagana en þær hörm- ungar sem snjóflóðin í Súðavík í janúar sl. og á Flateyri nú í október hafa leitt yfir íbúa þess- ara staða og Vestfirði alla. Höfundur þessara hugleiðinga er fæddur á Vestfjörðum, í Bol- ungarvík eins og móðir- in, en faðirinn er frá Súðavík. Um tíma ólst höfundur upp á Siglu- firði. Þessi bakgrunnur kann að vera skýring á því hvers vegna hugur- inn hefur beinst að því hvemig staðið hefur verið að hættu- mati á snjóflóðasvæðum og hvernig hugsanlega megi bæta það mat. Höfundur hefur hugsað um þetta sem leikmaður, eðlisfræðingur og rekstrarhagfræðingur með nokkra reynslu í gerð tölvulíkana. Eftir snjó- flóðið í Súðavík voru hugmyndirnar ræddar við vinnufélaga í kaffitímum og matartímum, en nú eiga þær ef til vill erindi inn í þá umræðu sem fer fram um endurskoðun á hættu- mati vegna snjóflóða. Svo virðist sem það hættumat sem hefur verið unnið til þessa hafí fyrst og fremst litið til þriggja þátta: 1. Sögulegra heimilda um snjóflóð á svæðinu. 2. Landslags og staðhátta í viðkomandi fjalli. 3. Ástands snjóa- laga og innri samloðunar og styrks þeirra. Á grunni þessara upplýsinga hefur verið útbúið mat fyrir hvern stað þar sem þekkt snjóflóðasvæði eru merkt rauð svæði, en fyrir utan er skilgreint gult hættusvæði þar sem áhættan er nokkur, en þó mun minni. Höfundur telur að taka þurfi Qórða þáttinn mun meira inn í mynd- ina. Þar er átt við veður, hitastig, úrkomu og síðast en ekki síst vind- hraða. Eftir veðri mætti skilgreina þijú hættustig, sem verða skýrð betur síðar: 1. Hættustig. Hætta á hægfara vatns-, krapa- og snjóflóðum. 2. Hættustig. Hætta á hraðfara þurrum snjóflóðum. 3. Hættustig. Hætta á þurrum hraðfara snjóflóðum samfara mikl- um vindi í sömu stefnu og snjóflóðið. Snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri urðu við aðstæður sem flokka má undir 3. hættustig. 1. Hættustig Flestir geta gert sér í hugarlund þau snjóflóð sem falla á fyrsta hættustigi. Þeim má líkja við vatns- flóð og aurskriður. Þau eru knúin áfram af þyngdaraflinu einu saman og farvegur þeirra ræðst af því landslagi sem þau renna eftir. Hætt- an er mest við þekkta farvegi, sam- anber snjóflóðið á Patreksfirði á sín- um tíma. Eyðileggingarmátturinn er fólginn í miklum þunga og tiltölu- lega mikilli eðlisþyngd snævarins, fremur en hraðanum sem hann ferð- ast með. Þau hafa svipuð áhrif og risastór, óstöðvandi jarðýta með fulla tönn af snjó. Tiltölulega auð- velt ætti að vera að afmarka þau svæði sem eru í hættu á fyrsta hættustigi. Jafnvel þó mörkin yrðu nokkuð rúm, þá eru þessi svæði væntanlega aðeins hluti þeirra svæða sem nú eru skilgreind sem snjóflóðahættusvæði. Tiltölulega einfalt er að útbúa varnarmannvirki (garða sem beina flóðinu í tiltekinn farveg eða stöðva það) og þannig takmarka enn frekar þau svæði sem eru í hættu á 1. hættustigi. Þetta hættustig er algengast í leysingum. 2. Hættustig Það er frost ög verulegur laus snjór í fjallshlíðinni. Hengja hefur myndast efst í bröttu 400-800 m háu fjallinu. Þunginn er orðinn meiri en innri styrkur hengjunnar þolir. Hún brestur og leggur af stað niður hlíðina. Á leiðinni hrífur hún með sér lausan snjóinn sem bætist við þann snjó- massa sem rennur nið- ur hiíðina. Aukinn massi eykur hröðunina þar sem viðnámið í snjónum sem skriðan hrifsar með sér verður hlutfallslega minna og ennfremur minnka hlutfallslega áhrifin af loftviðnámi. Með enn auknum hraða verður loftviðnámið þó veru- legt þar sem snjó- hengjan hefur hrist í sundur í öreindir sínar og orðið að snjóskýi sem líkist frem- ur lofti mettuðu snjókornum, en snjó mettuðum lofti. Snjóskýið steypist niður hlíðina. Ögurstund er upprunnin. Ef landslagið í hlíðinni er þannig að Ef þessar hugleiðingar um áhrif veðurfars og víndstyrks eru réttar, segir Gunnlaugur H. Jónsson, er ekki nóg að tala um rauð og gul hættusvæði. snjóskýið dreifist um hlíðina, og þar með orkan í flóðinu, verður hraði flóðsins ekki mjög mikill. Núnings- kraftar við undirlagið, lausan snjóinn sem er í veginum og við loftið, verða fljótlega í jafnvægi við þyngdaraflið. Snjóskýið rennur niður mesta bratt- ann og stoppar fljótlega þegar dreg- ur úr hallanum. Ef landslagið virkar á hinn bóginn eins og safnlinsa, sem þjappar snjóskýinu saman, sbr. Skollahvilft, þá heldur það áfram að safna í sig massa og auka hrað- ann. Hraðinn er nú orðinn það mik- ill og snjóskýið svo þykkt að misfell- ur í landslagi (minni hæð en 5-10 m) hafa ekki áhrif á stefnu flóðsins. Það rennur því undan hallanum án tillits til lækjarfarvega. Skapast hafa skilyrði fyrir hættustigi 2. Snjóskýið rennur niður hlíðina í stefnu mesta halla og stoppar ekki fyrr en á til- tölulega sléttu landi. Áhrif af þessu flóði á hús eru lík áhrifum fellibylja eða sprengju. Þau eru þó mun hættu- legri en fellibyljir þar sem þykkt snjólag verður. eftir þar sem skýið stoppar, samanbarið líkt og eftir skafrenning. Þeir sem í því lenda óvarðir eiga sér ekki langa lífsvon án hjálpar. 3. Hættustig Ef til viðbótar við þær aðstæður sem ríkja á hættustigi 2 bætist sterkur vindur í flóðstefnu (vindur stendur af fjalli) þá hafa skapast aðstæður fyrir hættustig 3. Eins og áður var getið er núningskrafturinn við loft einn þáttur í eðlisfræði snjó- flóða. Það vill svo til að ísland, eða í það minnsta hluti þess, er einhver mesti rokrass á byggðu bóli. Vindur sem er yfir 10 vindstig hefur mikil áhrif á þurr hraðfara snjóflóð. Ef vindurinn er í stefnu beint niður hlíð- ina þá minnkar loftmótstaðan veru- lega og hraði snjóskýsins verður að sama skapi meiri. Flóðið rennur lengra en ella, það rífur upp meiri snjó en ella og tapar minni snjó þar sem vindurinn sér til þess að skottið á snjóskýinu situr ekki eftir heldur fylgir í kjölfarið. Hér er för snjóskýs- ins líkt við halastjömu. Að öllu sam- anlögðu verður orka þess og eyðing- armáttur mun meiri en í logni eða mótvindi. í þessu samhengi þarf að hafa í huga að farvegur snjóflóða getur orðið 2.000-3.000 metra lang- ur. Tiltölulega lítil aukning í vega- lengd getur því fært hættumörkin um tugi eða jafnvel hundruð metra eða sem nemur 1-4 húsaröðum. Á þeim svæðum og á þeim tíma sem hættustig 3 ríkir er því hættusvæðið mun stærra en á hættustigi 2. Sterkur vindur getur væntanlega auk þess beint snjóskýinu nokkrar gráður út úr þeirri stefnu sem eðli- leg er miðað við landslag, ef vind- stefnan er misvísandi miðað við ríkj- andi halla. Mikill vindur skapar því aukna óvissu um ferðir snjóskýs sem geysist undan brekku og vindi. Nokkur orð um siy óflóðavarnir Hér að framan eru færð rök að því að landslag sem virkar eins og safnlinsa auki verulega hraða og eyðingarmátt snjóflóða. Eru þá ekki rök fyrir því að „tilbúin dreifilinsa" geti verið ódýrasta og áhrifaríkasta snjóflóðavömin? Skilyrði fyrir því að þetta geti verið hagkvæmt er að dreifílinsunni megi koma fyrir á litlu og afmörkuðu svæði langt fyrir ofan byggð sem er í hættu vegna snjó- fióða. Umhugsunarvert er hvort ekki er mögulegt og hagkvæmt að koma fyrir mannvirki, sem klýfur snjóflóð, efst í eða ofan við aurkeiluna úndir Skollahvilft. Mannvirkið gæti verið í formi fleyga sem yrðu að mestu úr jarðvegi en steinsteyptir efst. Hlutverk fleyganna er að skipta snjóflóðinu upp í tvö eða fleiri smærri flóð sem hvert um sig renn- ur mun skemmra en eitt stórt. Niðurstaða og fjárhagslegar afleiðingar Ágæti lesandi. Ef þessar hugleið- ingar um áhrif veðurfars og sérstak- lega vindstyrks eru réttar þá er ekki nóg að tala um rauð og gul hættu- svæði. Það þarf að huga sérstaklega að veðurfarinu og á grundvelli þeirra upplýsinga og staðhátta og eðlis snjóalaga á hverjum stað og hverri stundu að lýsa yfir viðeigandi hættu- stigi. Þá sjaldan hættustigi 3 er lýst yfir þarf að rýma miklu stærri svæði en áður hefur verið gert. Þessa verð- ur vonandi ekki þörf á hveiju ári og vonandi það sjaldan að hægt sé að búa við það. Aðalatriðið er þó að öryggi íbúa þessa lands sé tryggt eftir því sem vísindin frekast leyfa, án þess að meiri verðmætum sé fórn- að en nauðsynlegt getur talist. Fjárhagslega getur það reynst óyfirstíganlegt að yfirgefa fyrir fullt og allt og kaupa upp öil þau hús sem verða á þessum stækkuðu hættu- svæðum. Hafa verður í huga að lík- lega verða flest þessara húsa orðin Elli kerlingu að bráð áður en þau verða fyrir snjóflóði, sem hugsanlega gæti komið á 300 ára fresti. Það verður því að reikna með því að búið verði áfram í hluta þeirra húsa sem eru á hættusvæðum. I þessu' samhengi gæti þurft að bæta eigend- um húsa á hættusvæðum það tjón sem þeir verða fyrir, vegna óhjá- kvæmilegs verðfalls á íbúðum í kjöl- far þess óhagræðis sem af því hlýst að þurfa að yfírgefa heimili sín á hættustundu. Þetta óhagræði má að hluta til meta til fjár. Forgangsverkefni er að kortleggja snjóflóðasvæði þannig, að hætt verði að fjárfesta í dýrum mannvirkjum á líklegum snjóflóðasvæðum svo sem nýleg sorpbrennsla á ísafírði er sorg- legt dæmi um. Það verður hver að meta hve mikla áhættu hann er reiðubúinn að taka með íbúðarhúsið sitt eða sumarbústaðinn, en tryggja verður að öll hús verði yfírgefín á hættustundu. Þau hús á hættusvæð- um sem ekki verða setin allt árið vegna tíðra viðvarana um snjóflóða- hættu, má vafalítið nýta sem sumar- hús og sumarhótel og þannig gera úr þeim nokkurt verðmæti fyrir eig- andann, byggðarlagið og þjóðina alla. Höfundur er eðlisfræðingur og rekstrarhagfræðingur. Gunnlaugur H. Jónsson Af hverju Islenskt já takk? SAMTÖK atvinnu- rekenda og launþega, ásamt íslenskum land- búnaði, hafa undanfar- in ár staðið fyrir árlegu átaki kenndu við Is- lenskt já takk. Það er samdóma álit þeirra sem að átakinu standa að það hafi skilað mikl- um árangri undanfarin ár. Þetta staðfesta bæði kannanir og for- svarsmenn íslenskra framleiðslufyrirtækja. í ljósi þessa góða árangurs er blásið í herlúðra á ný og átak- inu ýtt úr vör í þriðja sinn. Markmið átaksins er enn sem fyrr að hvetja landsmenn, almenn- ing og stjórnvöld, til að velja ís- lenskt og vekja um leið athygli á þeirri verðmætasköpun sem inn- lend atvinnustarfsemi felur í sér. Fólk er hvatt til að kynna sér bæði verð og gæði íslenskrar framleiðslu og kaupa hana frekar en innflutta ef þessir þættir standast saman- burð. Hvers vegna ætti fólk sem fer í verslun að leiða hugann að því hvort það er að kaupa íslenska vöru eða erlenda? Hvað hagnast maður á því að láta undan áróðrinum um að taka innlenda vöru fram yfír er- lenda? Er ekki eingöngu verið að festa í sessi ákveðin útkjálkaviðhorf og koma í veg fyrir að eðlileg og óheft samkeppni fái notið sín? Svona spumingar em eðlilegar þegar átakið íslenskt já takk fer af stað í þriðja sinn. Hver eru rökin fyrir því að velja frek- ar það sem innlent er? Minna má á að meðal annarra þjóða, ekki síst rótgróinna iðnaðarþjóða, er slíkt viðhorf mjög vel þekkt. Þetta sjáum við víða, t.d. bæði í Bret- landi og Þýskalandi, þar kaupir fólk gjam- an innlenda vöra að óathuguðu máli vegna þess að það er full- visst um gæði innlendrar fram- leiðslu. Hér á landi hefur hitt verið ríkjandi í áratugi, að velja hugsunar- laust erlenda vöra án þess að leiða hugann að því hvort til sé sambæri- leg innlend vara. Sem betur fer er þetta viðhorf víkjandi hér á landi. Raunar má segja að orðið hafí hug- arfarsbylting að þessu leyti á undan- fömum rhissiram; efnahagsleg skil- yrði hafa alið af sér gagnrýnni kaupendur. Það er mjög mikilvægt fyrir ís- lenskan iðnað að eiga kröfuharðan, sanngjarnan og sterkan heima- markað. Með því almenna viðhorfí að íslenskar vörar séu góðar festist í sessi tæknistig og verkþekking sem gerir okkur kleift að telja okk- ur meðal annarra iðnaðarþjóða. Við eigum þvi miður alltof mörg dæmi Haraldur Sumarliðason Helgi Hálfdanarson Forsetakjör EINHVERN tíma stakk undir- ritaður upp á því, að embætti forseta og biskups yrðu samein- uð og hið nýja embætti nefnt „Biskup íslands“. Kunningjar hans ýmsir halda því fram, að með þessari tillögu hafi hann viljað sýna forsetaembættinu dulbúna lítilsvirðingu. Það er að sjálfsögðu fjarstæða. Aðrir telja að ekki hafí annað vakað fyrir honum en að kveikja hollar umræður um þessi æðstu emb- ætti ríkis og kirkju. Hafi svo verið, hefur sú von brugðizt, og mun hann ekki leggja þar fleiri orð í belg að sinni. Hins vegar er full ástæða til að vará við því, sem nú þegar hefur örlað á, að farið sé með opinberam skoðanakönnunum að skipa þjóðinni til fylgis við tiltekna einstaklinga, sem ein- hveijir hafa af skyndingu stung- ið upp á til forsetakjörs, rétt eins og ekki komi þar aðrir til greina, enda þótt enginn hafi gefið kost á sér til starfsins. Nú orðið mun fáum þykja við eiga, að forseti sé valinn eftir afstöðu til stjómmála, svo sem hlyti að verða ef starfandi stjórnmálamenn kæmu til álita, þó mætir menn væru að öðru leyti. Með kjöri Kristjáns Eld- jáms og síðan Vigdísar Finn- bogadóttur mun flestum hafa þótt í því efni hyggilega mörkuð farsæl stefna. Þó að kalla megi miður smekklegt, að nú þegar sé farið að kjósa um menn, sem hending ein eða bráðlátur pólitískur áhugi hefur til nefnt, er sjálf- sagt að hver sem er geti bent á æskilegt forsetaefni með þeim rökum sem teljast öðru fremur skipta máli. Því er það, að við, nokkur hópur manna, leyfum okkur að benda á þann sem við teljum æskilegt að gefi kost á sér til þessa embættis. Þar er um að ræða kunnan Reykvíking úr stétt menntamanna;.og skal það tekið fram, að enn hefur hann sjálfur enga hugmynd um mála- leitan okkar og mun ekki af henni frétta á undan öðrum. Nafn hans mun nefnt á þessum stað einhvem næstu daga; en að sinni skulu sögð á honum nokkur deili. Um alllangt skeið hefur mað- ur þessi gegnt mikilvægum störfum á sviði menntamála. Hann er upp alinn á merku menningarheimili foreldra sinna í Reykjavík og hefur sjálfur hlot- ið víðtæka menntun hér heima og í háskólum erlendis. Hann hefur meðal annars samið mik- ils háttar fræðirit, sem íslenzkri menningu er ágætur fengur. Hann var víðförull og víðsýnn heimsborgari, en í störfum sín- um og ritum hefur hann sýnt, að hann er umfram allt þjóðræk- inn í þess orð beztu merkingu. Hann er prúðmenni í allri fram- göngu, slyngur ræðumaður, tal- ar og ritar mörg tungumál, og þótt hógvær sé, er hann manna skemmtilegastur þegar því er að skipta. Hann hefur ekki tek- ið beinan þátt í stjórnmála- starfi, og ekki er vitað hvernig hann hefur ráðstafað atkvæði sínu í pólitískum kosningum. Að þessu sinni skal því einu við bætt, að eiginkona hans er menntuð vel. Við, sem hér stöndum saman, höfum valið þann kost að gefa almenningi færi á að hugleiða lýsingu þessa eina saman, án þess að nafn sé nefnt samtímis. En þess mun skammt að bíða. Hér er um að ræða næsta óformleg samtök, sem hafa falið undirrituðum að koma ósk sinni á framfæri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.