Morgunblaðið - 09.11.1995, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 09.11.1995, Qupperneq 40
40 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ < Stóðhesta- stöðín á krossg’ötum Ný stjóm hefur tekið við Stóðhestastöðinni og mun hún skipuleggja og hafa umsjón með rekstri hennar. Valdimar Kristinsson fór á blaðamanna- fund sem haldin var í Gunnarsholti og segir frá því helsta, sem þar bar á góma. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson NÝJA sljórn stóðhestastöðvarinnar skipa, frá vinstri talið Sigurbjörn Bárðarson, Páll Dagbjarts- son, Hrafnkell Karlsson, Haraldur Sveinsson og Anna Bryndís Tryggvadóttir. HIÐ vandaða hesthús stóðhestastöðvarinnar ýtir við hrossarækt- armönnum um að reka þar myndarlega starfsemi sem stuðlar að framförum í íslenskri hrossarækt. TÍMAMÓT eru nú í tilveru Stóð- hestastöðvarinnar í Gunnarsholti þegar Bændasamtök íslands hefja rekstur hennar til eins árs meðan hestamenn sjálfir eru ekki reiðubúnir að taka við rekstrinum. Leigja sam- tökin hesthúsið í Gunnarsholti af landbúnaðarráðuneytinu fyrir eina milljón króna í leigugjald. I viðtali við Morgunblaðið fyrir tveimur mán- uðum sagði búnaðarmálastjóri að ekki kæmi til greina að Bændasam- tökin tækju að sér rekstur stöðvar- innar til frambúðar heldur væri hér um að ræða bráðabirgðalausn meðan unnið væri að sameiningu Félags hrossabænda og Hrossaræktarsam- bands íslands. Nýlega var skipuð ný stjórn yfir stöð- ina sem skipuleggur og hefur umsjón með rekstrinum þetta ár. Hana skipa Hrafnkell Karlsson formaður, Anna Bryndís Tryggvadóttir, Haraldur Sveinsson, Páll Dagbjartsson og Sig- urbjörn Bárðarson. Stjómin boðaði nýlega umtalsverðar breytingar á starfseminni og kynnti þær á blaða- mannafundi í Gunnarsholti þegar fráfarandi stjórn skilaði af sér og nýja stjómin tók við. Uppeldi úr sögunni Aðalbreytingin verður sú að ekki er lengur tekið við folum í uppeldi eins verið hefur frá upphafí, gamla stjómin sagði upp öllum samningum sem gerðir höfðu verið um uppeldi á ungfolum. Aðeins verða teknir inn folar á tamningaaldri og þaðan af eldri til tamningar og þjálfunar. Eng- ar lágmarkskröfur verða gerðar til þeirra hestá sem teknir eru inn á stöðina, í það minnsta framan af, eða þar til skýrist hver aðsóknin verður. Stjómarmenn tóku þó fram að ef aðsóknin verði meiri en hægt verður að anna verði einkunn í kyn- bótaspánni og ætterni látið ráða um val. Folarnir em teknir minnst til tveggja mánaða þjálfunar og verður gert mat á hæfileikum og framförum að þeim tíma liðnum. Stjórn stöðvar- innar áskilur sér rétt til að vísa hest- um af stöðinni, uppfylli þeir ekki lágmarkskröfur. Sérstök áhersla verður lögð á fullkominn trúnað og samráð við eigendur um alla þjálfun og tamningu. Þorkell Bjarnason hrossaræktarráðunautur hefur verið faglegur ráðunautur stöðvarinnar í vetur. Aukin þjónusta - lægra verð Tamningagjöld hafa verið ákveðin 25 þúsund krónur á mánuði að við- bættum virðisauka, sem þykir í lægri kantinum, en algengt verð fyrir þjálf- un stóðhesta hefur verið á bilinu 30 til 40 þúsund krónur fyrir utan virðis- auka. Innifalið í verði stöðvarinnar er mat á byggingu fljótlega eftir að hestur kemur á stöðina, tamning og járningar, fóður, hirðing og fóðureft- irlit ráðunauts, mánaðarlegt eftirlit dýralæknis og þátttaka í vorsýningu stöðvarinnar eftir því sem ástæða þykir til. Þá munu hesteigendur hafa hestana til ráðstöfunar í sumar og munu allar tekjur af hestunum renna til þeirra en ekki stöðvarinnar eins og áður var. Fyrstu þijá mánuðina verður veittur _10% afsláttur af mán- aðargjaldinu. I ráði er að haft verði opið hús einu sinni í mánuði svo fólk hafi greiðan aðgang til að kynna sér starfsemina, en með því móti megi tryggja lágmarks truflun á daglegri starfsemi. Stjórnarmenn töldu að Stóðhesta- stöðin stæði á tímamótum, tímabært hafi verið að gera breytingar á rekstrarfyrirkomulagi. Útkoman á þessu ári myndi vafalítið ráða úrslit- um um hvort framhald verði á til- veru stöðvarinnar og því mikilvægt að vel tækist til. Áríðandi væri að ræktunarmenn sýndu hug sinn gagn- vart starfseminni með því meðal annars að senda hesta í þjálfun á stöðina. Á síðustu tveimur árum hafa radd- ir um að stóðhestastöðin væri búin að þjóna sínum tilgangi og að engin nauðsyn væri á að starfrækja hana lengur stöðugt gerst háværari. Hestakosturinn hafi farið versnandi og efnilegustu og best ættuðu folam- ir ekki skilað sér inn á stöðina. Með öðrum orðum að eigendur væru orðn- ir tregir á að senda folöld í Gunnars- holt. Einnig hefur verið um kennt því fyrirkomulagi sem ný stjórn hef- ur aflagt, þ.e. að ala foíana upp frá folaldsvetri. Kostnaður á ári var um 90 þúsund krónur og kostaði folinn því eigandann 450 þúsund þegar honum var skilað tömdum fimm vetra gömlum og sumra folanna beið gelding. Á þessum tíma hafði stöðin allar tekjur af útleigu folans og því skiljanlegt að menn væru ekki reiðu- búnir að senda frá sér vel ættaða fola sem líklegir væru til að skila eigandanum tekjum strax tveggja vetra. Með þessum háa uppeldis- kostnaði voru menn að greiða inn á tamninguna sem fram fór síðustu tvö árin sem folinn dvaldi á stöðinni og sumir folanna voru sendir heim áður en þeir komust á tamningaaldur. Áðdráttarafl stöðvarinnar hefur NÝR 2000 KRÓNA PENINGASEÐILL OG 100 KRÓNA MYNT í umferð 9. nóvember s Kynningarörk liggur frammi | í bönkum og sparisjóðum Reyndir menn halda um taumana PÁLL BJARKI Pálsson og Sig- urður Vignir Matthíasson munu annast tamningar á stóðhesta- stöðinni í vetur. Báðir eru þeir vel kunnir í faginu og Páll reyndar fyrrum starfsmaður stöðvarinnar um árabil. Það kom reyndar á óvart að Páll skyldi falast eftir starfanum þar sem hann er kominn með stóra fjölskyldu og umfangs- mikla ræktun hrossa nyrðra og búinn að skjóta þar rótum. Páll sagði, í samtali við Morg- unblaðið, ýmsar ástæður hafa ráðið því að hann hafi slegið til og komið suður en ákvörðun- in hafi verið tekin með litlum umhugsunarfresti. „Það er lítið um að vera fyrir norðan en fjórðungsmót hér fyrir sunnan næsta sumar svo er vinnan á stöðiniti alltaf ögrandi starf og spennandi að fást við tamning- ar á úrvals stóðhestum. Þá hef- ur þetta glæsilega hesthús nokkurt aðdráttarafl, vafalítið skemmtilegt að vinna við þessar aðstæður. Fjölskyldan kemur svo suður eftir áramótin." Páll
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.