Morgunblaðið - 09.11.1995, Síða 42

Morgunblaðið - 09.11.1995, Síða 42
42 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRAINN KRISTJÁNSSON + Þráinn Krist- jánsson verka- maður var fæddur á Húsavík 10. ág- úst 1912. Hann lést á Sjúkrahúsi Húsa- víkur 29. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru Kristján Signr- geirsson verka- maður á Húsavík og kona hans Þur- íður Björnsdóttir. Þau áttu sjö börn og var Þráinn þeirra yngstur og sá síðasti sem kveður. Systkini Þráins voru í aldursröð: Björn, sjómaður á Húsavík, kvæntur Sigríði Helgadóttur; Arnór, verkamaður á Húsavík, kvæntur Guðrúnu Magnús- dóttur; Kári, ráðsmaður, síð- ast á Hörgslandi á Síðu; Páll, bæjarritari á Húsavik, kvænt- ur Huld Sigurðardóttur; Ás- geir, sjómaður og bæjarfull- trúi á Húsavík, kvæntur Sig- ríði Þórðardóttur; og Bára húsfreyja á Bíldudal, gift Páli Hannessyni. Þráinn hóf sambúð með Sig- rúnu Selmu Sigfúsdóttur á Húsavík árið 1950 og gengu þau í hjónaband 1960. Selma, eins og hún- var jafnan nefnd, lést 28. mars 1986. Þeim varð 11 barna auðið. Þau eru: Þuríður, f. 15.4. 1950, d. 29.7. 1959; Sigfús, f. 12.1. 1954, verkamaður á Húsavík, maki Elísabet S. Jóhann- esdóttir; Kristján, f. 9.12.1956, verka- maður á Húsavík, maki Soffía G. Guð- mundsdóttir; Þur- íður, f. 9.3. 1959, verkakona á Húsavík; Jakob- ína f. 25.7. 1960, húsmóðir í Reykjavík, maki Guðbrandur S. Jónsson; Höskuldur Goði, f. 29.3. 1962, sjómaður, d. 19.10. 1991; Þráinn, f. 8.9. 1965, verkamaður á Húsavík, maki Aðalheiður Tryggva- dóttir; Sigrún Linda, f. 28.4. 1967, verkakona á Húsavík, maki Sigurður H. Grétarsson; Ölver, f. 24.7.1970, verkamað- ur á Húsavík; Valgerður, f. 15.10. 1971, húsmóðir í Reykjavík, maki Salim Sams- hudin; Ágúst, f. 1.8. 1973, sjó- maður á Húsavík. Útför Þráins fór fram frá Húsavíkurkirkju 8. október. FÖÐURBRÓÐIR minn Þráinn Kristjánsson kvaddi lífið á Sjúkra- húsi Húsavíkur nú á haustdögum eftir stutta legu. Hann hafði alið allan sinn aldur á Húsavík, lengst af sem verkamaður og sjómaður. •Þráinn var yngstur systkina sinna. Bræðurnir voru sex og ein systir. Þráinn ólst upp á tímum . fátæktar þegar verkafólk var að móta félagsskap sinn til baráttu fyrir betri kjörum. Þessu kynntist Þráinn mjög vel sem barn og unglingur. Þuríður móðir hans var fyrsti formaður Verkakvennafé- lagsins Vonar á Húsavík og drukku þau systkinin baráttuand- ann með móðurmjólkinni. Allir bræðurnir nema Kári settust að á Húsavík og höfðu mikil afskipti af verkalýðsmálum. Þeir voru í stjórn og gegndu formennsku í Verkamannafélagi Húsavíkur um áratuga skeið. Þeir skipuðu sér í raðir sósíalista á Húsavík og var Þráinn þar dyggur stuðningsmað- ur um margra ára skeið. Framan af ævi sinnti Þráinn sjómennsku en lengst af starfs- tíma sínum vann hann hjá Fisk- iðjusamlagi Húsavíkur og hafði umsjón með lifrarbræðslu fyrir- tækisins. Hann hafði til margra ára nokkurn íjárbúskap enda hafði hann mikið yndi af sauðfé. Fé hans var afurðagott enda vel um það hirt. Honum var að því mikil ánægja og afslöppun eftir langan vinnudag að fara til gegn- inga og sama mátti segja um heyöflun sem einnig hlaut að vera unnin í hjáverkum. Þessi hliðarbú- skapur kom sér vel þegar fjöl- skyldan stækkaði því marga munna þurfti að seðja. Þráinn lærði ungur á orgel og hafði mikið yndi af tónlist. Hann hafði góða söngrödd sem hann hefði gjarnan viljað þroska betur ef kringumstæður hefðu leyft. Hann skemmti sér af lífi og sál á sínum yngri árum, dansmaður góður og alger bindindismaður á vín og tóbak. Þá var hann áhuga- maður um íþróttir, einkum knatt- spyrnu. Hann var einn af stofn- endum íþróttafélagsins.Völsungs á Húsavík og í fyrsta keppnisliði þess og reyndar fyrsti markaskor- ari Völsungs. Lifandi áhuga hélt hann fyrir knattspyrnunni til endadægurs og lét sig sjaldan vanta á völlinn. Sem fyrr segir voru þeir bræður miklir verkalýðssinnar og baráttu- menn fyrir bættum kjörum alþýð- unnar. Þráinn fylgdi eldri bræðr- um sínum fast eftir þó hann væri ekki eins mikið í sviðsljósinu og þeir. En umræðan var sífellt í gangi og ósjaldan urðum við börn bræðranna áheyrendur að snörp- um viðræðum því þó þeir bræður væru allir sósíalistar gat þá engu að síður greint á. I þeim umræðum var Þráinn mjög ferskur enda lagði hann sig fram um að afla sér þekk- ingar með lestri. Þegar hann full- orðnaðist voru það ungu mennirn- ir sem leituðu til hans sem kjöl- festu í umróti félagsmálanna. Svo vildi til að þrír bræðurnir, Þráinn, Arnór faðir minn og Páll, bjuggu allir í sömu götunni og húsin voru hlið við hlið. Þetta voru lítil hús, verkamannabústað- ir sem þeir höfðu eignast. Sam- gangur þeirra bræðra var því mikill einkum föður míns og Þrá- ins og dægurmálin þá jafnan á dagskrá. Þráinn varð snemma vel að sér um ættfræði og grúskaði mikið í þeim málum. Þangað gátu Kristjánsmenn, en svo voru af- komendur Kristjáns afa míns nefndir, jafnan sótt fróðleik um sitt fólk og raunar um svo margt í ættum Þingeyinga. Þráinn hóf sambúð með Sig- rúnu Selmu Sigfúsdóttur 1950 og gengu þau í hjónaband 1960. Hjá þeim í heimili voru foreldrar Selmu. Brátt hlóðst á Þráin og Selmu mikil ómegð en þau eign- uðust alls 11 börn. Oft var þröngt á Brávöllum 7 þegar þessi stóri hópur var að vaxa úr grasi en það var þó svo að þangað löðuðust börnin úr nágrenninu og fannst gott að vera. Þar var heldur aldr- ei amast við börnum. Af sjálfu leiðir að það kostaði mikla vinnu að sjá fyrir svo stórum hópi og þá var ekki síður mikið álag á húsmóðurinni. Kröfur foreldr- anna voru ekki miklar fyrir sjálf sig. Öflun tekna og umsjá fjöl- skyldunnar tók nánast allan tíma þeirra. Þráinn vann þá við lifrar- bræðsluna. Þá var vinnudagurinn oft æði langur og hvíldartíminn skammur. Þráinn hélt þó áfram að fylgjast með félagsmálunum þó hann tæki minni þátt í þeim. Borgarafundi og pólitíska fundi sótti hann jafnan og tók þá oft til máls. Hann var rökfastur í málflutningi og hafði gott vald á íslensku máli. Þráinn var vinsæll af frændliði sínu og gerði sér líka far um að fylgjast með frændum sínum. Þegar ég heimsótti hann í sumar ræddi hann mikið um börnin sín og framtíð þeirra. Hann var að vonum ánægður með hve vel þeim farnaðist enda eru af- komendur hans mikið myndar- fólk. Við ræddum um gamla daga Simi tf isósa fftfeK OG fRÁBPER Þetta er rétta sinnepssósan á grænmetissamlokuna og hún bragðast lika mjög vel með fiski. Kólesterólskert E.Finnsson sinnepssósan fæst í öllum helstu matvöruverslunum. Verði ykkur að góðu. VOGABÆR 190 Vogar Sími: 424 6525 m og skildum ánægðir frændurnir. Frændi var vel sáttur við lífið og svipurinn hreinn og heiður. Þann- ig mun hann lifa í minningunni, baráttumaður fyrir kjörum ann- arra sem ekki gerði miklar kröfur fyrir sína hönd. Við systkinin, Árnórs börn, kveðjum þennan ástsæla frænda með mikilli virð- ingu og þökk um leið og við vott- um börnum hans, tengdabörnum og barnabörnum samúð okkar. Kári Arnórsson. Mig langar í fáeinum orðum að minnast vinar míns, Þráins Krist- jánssonar, sem er látinn, áttatíu og j)riggja ára að aldri. Eg þekkti Þráin alveg frá því að ég var barn og lék mér við bömin hans á Torginu. Vinskapur- inn hélst alla tíð þrátt fyrir að börnin væru farin að heiman og hafði ég mikla ánægju af heim- sóknunum til hans því hann hafði frá svo mörgu, fróðlegu og skemmtilegu að segja. Eftir að hann hætti að vinna í Fiskiðjusam- lagi Húsavíkur sjötíu og sex ára gamall hafði hann meiri tíma en áður til lesturs. Hann las allt milli himins og jarðar og var fróður um margt enda voru ferðir hans á bókasafnið margar, sérstaklega síðustu árin. Það var ótrúlega gaman að heyra hann segja frá og tala um gömlu dagana. Hann sagði mér líka margar skemmti- legar sögur af ættingjum mínum og vinum hans. Þráinn hafði alla tíð mikinn áhuga á íþróttum og var einn af stofnendum Völsungs. Allt fram á síðasta dag var hægt að tala við hann um fótbolta. Hann fýlgdist vel með okkur strákunum og eftir helgar vildi hann alltaf fá að vita hvort við hefðum nú ekki farið á dansleik og slett ærlega úr klaufunum. Heimabyggðin var honum mjög kær og var honum tamt að tala um „Gömlu Vík“. Gott dæmi um það er þegar hann fór í fyrrasum- ar í dags ferðalag með Kristjáni syni sínum og fjölskyldu um Norð- austurland. Veðrið var mjög gott og þegar þau voru að koma heim, sagði hann að það væri nú hlægi- legt að bera þessa staði saman við „Gömlu Vík“. Nú situr gamli maðurinn ekki lengur við eldhúsborðið og les blöðin eins og ég sé hann svo oft fyrir mér. En minning um góðan vin gleymist ekki. Kæru vinir, Siffi, Lilli, Þura, Jaka, Minni, Linda, Ölli, Valla og Gúddi, ég veit að þið og fjölskyld- ur ykkar syrgið gamla manninn og gott er þá að hugsa til þess að góðir taka á móti honum. Sigurjón Ármannsson. Barnaljósmyndir • Fermingarmyndir Brúdkaupsmyndir • Stúdentamyndir P £ T U R PÉTURSSON 1. ] Ö S M Y N D A S T Ú D í Ó l.augdvrgi 24 101 Rcykjavík Sími 552 (Ví24 ■----T-!--'-----------

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.