Morgunblaðið - 09.11.1995, Síða 43

Morgunblaðið - 09.11.1995, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 43- MINMINGAR LARA KRISTIN JÓNSDÓTTIR + Lára Kristín Jónsdóttir var fædd 13. nóvember 1921 á Patreks- firði. Hún lést á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði 30. október síðastlið- inn og fór útförin fram 8. nóvember. FRÆNKA okkar, Lára Kristín Jónsdótt- ir, er látin á 74. aldurs- ári. Við systkinin úr Valhöll á Patreksfirði munum minnast hennar með þökk og virðing meðan aldur endist. Fyrst og fremst fyrir það hvemig hún brást við, þegar móðir okkar féll frá í blóma lífs síns árið 1943. Þá kom hún vestur og aðstoðaði föður okkar með heimilið og böm- in fimm, öll á ungum aldri en tvö þau elstu vom þá farin að heiman. Það hefur verið mikið og fóm- fúst starf, sem þar var í ráðist af rétt liðlega tvítugri stúlku. En Láru fórst þetta prýðilega úr hendi og innileg vinátta hefur æ síðan ríkt okkar í millum. En Lára upp- skar ríkulega, því á þessu tímabili kynntist hún sómamanninum Magnúsi Guðlaugssyni síðar úr- smið, sem varð lífsförunautur hennar til æviloka. Magnús er Hafnfirðingur og þar reistu þau bú sitt og undu vel hag sínum. Samfundir okkar hafa ávallt verið ánægjulegir, hvort heldur hefur verið á fallegu heimili þeirra í Hafnarfirði eða í sumarbústaðn- um í Mórudalnum. En þar hafa þau unnið mikið og óvenjulegt uppgræðslustarf. Við systkinin og ijölskyldur okkar biðj- um Magnúsi og fjöl- skyldu hans allri Guðs blessunar um ókomin ár. Bolli A. Ólafsson. Á kveðjustund vil ég þakka góða sam- vera og frábær kynni með örfáum orðum. Vinátta góðs fólks er mikilvæg í lífnu. Lára Jónsdóttir hafði lag á að skapa gott andrúmsloft í hópi vina og i miklu félagsstarfí. Hún hafði af mörgu að miðla. Ég var lánsöm þegar ég kynnt- ist Lára og manni hennar Magnúsi fyrir mörgum áram. Það var í stór- um hópi vina og kunningja sem kom saman af ýmsum tilefnum. Síðar átti ég margra ára samstarf við Lára á vegum Styrktarfélags aldraðra í Hafnarfírði og í Inner- wheel-klúbbi Hafnarfjarðar sem er félagsskapur eiginkvenna Rota- rymanna. Lára var í fjölda ára formaður Styrktarfélags aldraðra en félagið stóð fyrir blómlegu félagsstarfí á mörgum sviðum. I formannsstarfí kom fram festa og virðuleiki, ásamt dugnaði og hjálpsemi. Lára var í raun hin virka forystukona. Hún lagði, ásamt stjóm sinni, mikla vinnu í að undirbúa fundi og basari til að afla tekna fyrir félagsstarfið. Dugnaður og óeigin- gimi einkenndu störfín sem öll vora unnin í sjálfboðavinnu. Af mörgu er að taka en kannski er merkast þegar Styrktarfélagið gekkst fyrir opnu húsi fyrir aldraða hálfsmánaðarlega. Lára og vinkon- ur hennar unnu mikið og óeigin- gjamt starf í þágu aldraðra í sam- vinnu við hin ýmsu félög í bænum. Slíkt félagsstarf er nú orðið að fastri hefð þó að tilhögun hafí breyst. Þama var um merkt braut- ryðjendastarf að ræða. Þegar Innerwheel-klúbbur Hafnarfjarðar var stofnaður var Lára í forystu við allan undirbún- ing. Hún hafði þá félagsreynslu og þann sterka persónuleika til að bera til að vera í forystu. Hún var sjálfkjörin forseti klúbbsins tvö fyrstu árin á meðan við hinar vor- um að öðlast reynslu til að taka við hver af annarri. Hún var síðar kjörin heiðursfélagi klúbbsins, sú eina sem hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi. Auk þess að vera forystukona í félagsmálum var Lára húsmóðir af myndarskap. Heimilið bar vott um smekkvísi þeirra hjóna, Lára og Magnúsar. Listfengar hannyrð- ir prýða heimili þeirra og era víða í öndvegi á heimilum ættmenna og vina. í Móradal á Barðaströnd byggðu Lára og Magnús sér sumarhús. Jörðina keyptu þau að mestu og hafa lagt mikla vinnu I stórfellda skógrækt og aðra uppgræðslu. Ræktunin ber vott um elju og nærfærni við landið. Það var mikið lán að vera í þeim vinahópi sem notið hefur gestrisni þeirra hjóna í þessari sumarparadís. Þegar leiðir skilja að sinni koma margar góðar minningar upp í hugann. Vináttan varð til þess að við stóðum fyrir föndumámskeið- um fyrir jólin í nokkur ár. Hug- kvæmni Lára var mikil og afköst og vinnusemi ótrúleg. Slíkrar sam- vinnu er ljúft að minnast. Við hjónin þökkum áralanga vináttu og vil ég votta virðingu mína á kveðjustund. Magnúsi, son- unum og fjölskyldum þeirra send- um við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Ragnhildur G. Guðmundsdóttir. Kveðja frá Inner Wheel, Hafnarfirði í dag kveðjum við Lára Kristínu Jónsdóttur. Með henni er horfin af braut helsti hvatamaður að stofnun Inner Wheel, Hafnarfírði. Hún leiddi okkur fyrstu sporin sem forseti og mótaði starf klúbbsins strax frá upphafí. Lára sýndi mál- efnum Inner Wheel-hreyfingarinn- ar ætíð mikinn áhuga og um leið og klúbbamir vora orðnir nógu margir til að stofna mætti umdæmi á íslandi vann hún að stofnun þess og átti síðan sæti í fyrstu stjóm umdæmisins. Lára var dugnaðarforkur og mætti alla tíð mjög vel á fundi. Sama var hvort hún var beðin um að flytja erindi eða sjá um kaffí- veitingar á degi aldraðra. Einnig var hún mjög hög í höndum og á okkar árlega jólafundi kom hún ávallt með muni fyrir jólahapp- drættið sem hún hafði unnið sjálf. Þessir munir sýndu vel listrænt handbragð hennar endá vonuð- umst við allar til að hreppa þá í vinning. Fyrir starf sitt innan Inner Wheel, Hafnarfírði var Lára gerð að fyrsta og eina heiðursfélaga klúbbsins. Með Lára er horfin af braut góður félagi en við munum ávallt minnast hennar með söknuði og um leið þakklæti. Fjölskyldu Lára og ástvinum öllum vottum við okkar dýpstu samúð. Kveðjur frá Inner Wheel, Hafnarfirði, Brynja Guðmundsdóttir, - forseti. Elsku amma. Nú þegar komið er að kveðjustund, ri§ast upp árin þegar við bjuggum hjá ykkur í kjall- aranum á Mánastígnum. Þá áttum við ansi margar góðar stundir sam- an og mér þótti alltaf gott að geta komið til þín á efri hæðina. Þar var alltaf eitthvað gott að kroppa í eða skoða allt fína föndrið þitt. Þó svo að heilsan hafi verið far- in að gefa sig seinni árin, varstu- alltaf hraust í mínum huga. Þú varst mjög hress í afmælinu mínu 21. október siðastliðinn þegar þið afí komuð í kaffí og við fengum að heyra allt um Bahamaeyjaferð- ina sem þú varst svo ánægð með. Það er því mjög gott til þess að vita að þið höfðuð það allavega gott saman þú og afi í þessari síð- ustu ferð ykkar utan. Með þessum orðum kveð ég þig, elsku amma, og sendi þér kveðju frá henni litlu systur minni Lára Huld. Við biðjum góðan Guð að styrkja hann afa í sorg sinni. Heiðar Már Ólafsson. \Erfidrykkjwr Safnaðarheimili I Háteigskirkju \ > I I » .» i $ VERÐ NÚNA 15.990 KR. Peysur VERÐ ÁÐUR 5.990/ 6.490 VERÐ NÚNA 3.990 KR. Flauelsjakkar VERÐ ÁÐUR 1 1.990 VERÐ NÚNA 8.990 KR. STAKAR BUXUR VERO ÁÐUR 5.490 VERÐ NÚNA 3.990 KR. Tilboð PUMA SKÓR DR. MARTENS SKÓR OG FLEIRA OG FLEIRA SENDUM ( PÓSTKRÖFU KRINGLUNNI /íA VERSÁÐUR 19.780 /rÆ VERO NÚNA 1 2.990 KR. 1 p - g ^jsnStá 'v l í/mg jakkaföt W&Qjg-W MT ; JKlLSgil M/VESTI VERO ÁÐUR 24.770

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.