Morgunblaðið - 09.11.1995, Page 46

Morgunblaðið - 09.11.1995, Page 46
46 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER1995 MORGUNBLAÐIÐ 4 MINNINGAR | i i Haraldur Eggertsson Svanhildur Hlöðversdóttir Haraldur Jón Haraldsson Ástrós Birna Haraldsdóttir Rebekka Rut Haraldsdóttir *• FJOLSKYLDAN HJALLAVEGI10 + Haraldur Eggertsson fædd- ist á Flateyri 18. janúar 1965. Eiginkona hans, Svan- hildur Hlöðversdóttir, fæddist í Reykjavík 23. mars 1965. Har- aldur Jón Haraldsson fæddist í Reykjavík 4. júní 1991. Ástrós Birna Haraldsdóttir fæddist í Reykjavík 21. október 1992. Rebekka Rut Haraldsdóttir fæddist á ísafirði 27. júní 1994. Þau létust öll í snjóflóðinu á Flateyri 26. október síðastlið- inn og fór útför þeirra fram frá Hallgrímskirkju 7. nóvember. í formála minningagreina um fjölskylduna á Hjallavegi 10, sem birtust á blaðsíðu 38-40 i Morgunblaðinu 7. nóvember, láðist að hafa með í upptaln- ingu bróðurson Svanhildar, Hjalta Kristjánsson, f. 7. júlí 1989. HVERS VEGNA? Okkur setur hljóð, og við spyijum í vanmætti okkar, en fáum engin svör. Af hveiju er heil fjölskylda, svo ung í blóma lífsins tekin í burtu úr þessum heimi á einu andartaki frá foreldrum, systkinum og öðrum ástvinum. Er þetta tilviljun í landi þar sem náttúruhamfarir hafa löngum tekið sinn toll eða er þetta fyrirfram ákveðið eins og sumir vilja halda fram, að þegar við fæðumst er líka ákveðið hvenær við eigum að deyja, eða eigum við að trúa því að þeir deyi ungir sem guðimir elska? En enginn á svör við því. Við reynum að hugga okkur við að þau eru áfram saman í æðri heimi sem er betri og fallegri en sá sem þau komu frá. Kynni mín af þessari fallegu fjöl- skyldu hófust fljótlega eftir að við Guðríður systir Svanhildar fórum að vera saman fyrir u.þ.b. tveimur árum, ég þá í mikilli sorg eftir skyndilegan, ótímabæran föður- missi. Þá fékk ég ómetanlegan stuðning frá fjölskyldunni sem seint verður fullþakkaður. Myndir þær sem birst hafa af íjölskyldunni í dagblöðunum þegar flallað var um þetta hörmulega slys, af Svanhildi, Haraldi og elsku litlu bömunum þeirra, sýna best hvað þessi fjölskylda var falleg. Þannig vom þau líka yst sem innst: Oftast glöð, sérlega jákvæð og ánægð með það sem þau áttu og höfðu. Ég dáðist oft að Svanhildi þegar við ræddum aðstæður á Vestfjörð- um og sérstaklega eftir síðastliðinn vetur sem var svo erfiður. Hún, borgarbamið að verða sjómanns- kona með öllu sem því fylgir að setjast að á svo „erfiðum" stað, en alltaf svo jákvæð og fljót að benda á alla góðu kostina sem Flateyri hafði upp á að bjóða, eins og: gott að ala upp bömin þama, gott mann- líf og svo er svo fallegt þar, þegar veðrið er gott. Þar var líka fallegt þegar ég heimsótti þau í fyrrasum- ar með Guðríði og við áttum yndis- lega daga með þeim. Ég minnist líka komu þeirra hingað til okkar og allra góðu stundanna á Laugateignum og lífið í húsinu varð í meira lagi flörugt þegar þið komuð, litlu fjörkálfarnir, Halli Jón, Ástrós Bima og Reb- ekka, og svo einnig spilakvöldanna með Haraldi og Svanhildi sem vom svo skemmtileg. Þökk fyrir að hafa fengið að vera vinur ykkar. Ykkar verður sárt saknað um ókomna tíð af öllum sem þekktu ykkur, en sárastur er söknuður for- eldra og systkina, ekki síst foreldra Svanhildar sem áður hafa misst dóttur af slysförum. En minningin lifir um yndislegar manneslqur sem ekki verða frá ykkur teknar þrátt fyrir allt. Elsku Bima, Hlöðver, Kristján, Guðríður og aðrir ástvinir, ég og fjölskylda mín sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum Guð a,ð styrkja ykkur í sorginni. Arnar Sigurður Helgason. Gifstrefjaplötur lil notkunar á veqgi, loft og gólf * ELDTRAUSTAR * HLJÓÐEINANGRANDI MJOG GOH SKRUFUHALD UMHVEFISVÆNAR PLÖTUR VIÐURKENNDAR AF BRUNAMÁLASTOFNUN RÍKISINS P. ÞORGRIMSSON & CO Ármúla 29 • Reykjavík • Simi 553 8640 Jólaefni - 700 gerðir úr að velja. Verð frá kr. 385 tll kr. 947 pr. m. Gífurlegt úrval af jólaföndursniðum, bókum, blúndum og satínborðum. Föndurlímið vinsæla ávallt til hjá okkur. Mörkin 3 við Suðurlandsbraut. VIRKA Sími 568-7477 Opið mán.-föst. kl. 10-18. og laugard. kl. 10-14. manni, öll í blóma lífsins. Ég vil votta foreldrum hennar og öðmm nákomnum ættingjum mína dýpstu samúð og bið ég góðan Guð að veita þeim styrk við þann stóra missi sem þau hafa orðið fyrir. - Ég vil minnast Svanhildar á þann hátt sem ég kynntist henni, þegar við unnum saman fyrir mörgum árum. Reyndar er ég viss um að allir þeir sem emhvem tíma kynnt- ust henni, þó ekki væri nema í stutt- an tíma, muna hana ætíð. Hún hafði einstaka kímnigáfu sem eng- inn lék eftir því hún var stór þáttur í hennar persónuleika og sú ein- staka lífsgleði sem hún bjó yfir smitaði út frá sér og þá var tilgang- inum náð að fá okkur hin með sér í gleðinni. Svanhildur, þú varst góð vinkona og ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Ég hélt reyndar alltaf að við myndum hittast einn daginn úti á götu og heilsast eins og engin ár hefðu liðið. Ég trúi því að þið séuð öll saman og þú fáir tækifæri til að annast og elska bömin þín fallegu áfram ásamt manninum þínum. Ég mun ætíð minnast þín, Svan- hildur. Vertu blessuð og gangi þér vel þar sem þú ert nú. Sigrún Stella Einarsdóttir. Hve nöturlegir sumir dagar geta verið. Þvflík sorgarfregn að gömul vinkona mín skyldi farast í snjóflóði ásamt bömum sínum og eigin- á sjóinn aftur. Þessi -glaðlega, hressa fjölskylda sem ég sá svo oft á röltinu um götur Flateyrar, bama- vagn, kerra og lítið tvíhjól með hjálpardekkjum, er farin frá okkur og við horfum en sjáum ekki neitt því þau vantar, en í hugum okkar er minningin um þau og þær stund- ir sem við fengum að vera með þeim. Guðmundur Valgeir Magnússon. Það er ólíkt hvernig menn hittast og kynnast, það er eins og sumt sé ákveðið fyrirfram. Við Haraldur, eða Halli kynntumst fyrst fyrir al- vöm þegar leiðir okkar lágu saman úti á só, þar sem okkur var falið að halda skipinu okkar út á sjá, hann í brúnni og ég í vélinni. Við Halli eyddum mörgum stund- um saman þegar við vomm báðir á vakt í einu, þá var einhvem veginn svo auðvelt að fara upp í brú að hitta Halla, halla sér upp að dýptar- mælinum, horfa út um brúar- gluggana, láta hugann reika, hlusta á Halla og ræða við hann um það sem var okkur efst í huga þá stund- ina, hvort sem það var um skipið og fiskiríið eða bara eitthvað alveg ótengt öllu og öllum. Eftir því sem við töluðum meira saman tengd- umst við betur og Halli varð einn minn besti vinur og sálufélagi. í þessi tvö ár sem við störfuðum sam- an varð okkur aðeins einu sinni sundurorða, en nokkram mínútum síðar vomm við famir að hlæja að þessu og vomm sammála því að svona vildum við ekki hafa vinskap- inn á milli okkar. Þegar líða fór á túrana gerði söknuðurinn vart við sig og tilhlökk- unin eftir því að komast heim jókst með hverjum deginum. Barst þá oft talið að íjölskyldunni heima, Svan- hildi og bömunum þeirra þremur. Það var stoltur faðir. og eiginmaður sem talaði um fjölskylduna sína, sem hann elskaði svo mikið og beið eftir honum heima. Það var fjöl- skyldan sem Halli lifði fyrir og það er sárt til þess að hugsa að þau séu farin frá okkur. Eftir þetta hörmulega snjóflóð að morgni fímmtudagsins 26. októ- ber, á ég aðeins minninguna um Halla og fjölskylduna hans, sem ég var einhvem veginn viss um að ég ætti eftir að eiga meiri samskipti við á komandi árum, þegar ég færi Það er höggvið stórt skarð í bamahópinn sem fyllti leikskólann á Flateyri lífi og gleði. Tvö lífsglöð böm eru skyndilega horfin ásamt foreldrum sínum og yngstu systur. Snjóflóðið sem lagði stóran hluta Flateyrar í rúst og hreif með sér tuttugu mannslíf varð þessari ynd- islegu og samrýndu fjölskyldu að aldurtila. Haraldur Jón og Ástrós Bima voru einstaklega skemmtileg og ljúf börn sem settu sterkan svip á þetta samfélag litla fólksins. Þeirra verð- ur nú sárt saknað. Litla fallega brosið hennar Ást- rósar Bimu sem svo sannarlega yljaði um hjartarætur er nú aðeins til í minningunni og einnig dugnað- ur og framtakssemi Halla Jóns sem setti oft skemmtilegan svip á leik- skólastarfið. Hann var ákveðinn í því að verða eins stór og sterkur ogjiabbi hans. Ég er þakklát fyrir að hafa átt samleið með þessum yndislegu bömum sem ekkert illt þekktu og mér verður aftur og aftur hugsað til þess hvers vegna þau eru horfin. Það er mér skýrt fyrir hugskots- sjónum þegar ég hringdi heim til þeirra kvöldið áður en hörmungam- ar dundu yfir til að segja Svanhildi móður þeirra að leikskólinn yrði lokaður vegna óveðurs. Þau vildu þá bæði fá að tala við mig í símann sem hafði ekki gerst áður. Mér þykir afar vænt um að hafa fengið tækifæri til að kveðja þau. Ég votta öllum aðstandendum flölskyldunnar, sem alltaf hélt sam- an í lífinu og hvarf héðan saman, mína dýpstu samúð. Það er sagt að þeir deyi ungir sem guðimir elska og ég veit að fjölskyldan á Hjallavegi 10 fékk góðar móttökur í nýjum heimkynnum. Elsku Halli Jón og Ástrós, ég kveð ykkur í hinsta sinn. Bless og takk fyrir að auðga líf mitt. Ykkar vinkona Gróa Haraldsdóttir, Ieikskólastjóri á Flateyri. Fréttin um að öll fjölskyldan hefði farist í snjóflóðinu á Flateyri kom sem reiðarslag. í hugum okkar býr djúp sorg. Blessuð sé minning þeirra. Aðstandendum þeirra vott- um við okkar innilegustu samúð. Sofðu, unga ástin mín, - úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og vðluskrin. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. Það er margt sem myrkrið veit, - minn er hugur þungur. Oft ég svarta sandinn leit svíða grænan engireit. í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur. Sofðu lengi, sofðu rótt, seint mun best að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, meðan hallar degi skjótt, að mennimir elska, missa, gráta og sakna. (Jóhann Siguijónsson). Ragnhildur, Björn, Júlia, Jóhanna, Gígja og Sigrún H. Mig langar að minnast Haraldar og Svanhildar nokkrum orðum. Finn þó hversu lítill og vanmegnug- ur maður er á svona stundu, þegar náttúraöflin láta að sér kveða og skilja eftir djúp sár, sem seint gróa. Kynni okkar Halla hófust vorið 1987 þegar við unnum saman við að bútbúa ms. Gísla Áma á rækju- veiðar. Þau kynni héldust áfram eftir að við, tveimur árum seinna, fórum hvor í sitt skiprúmið. Það var gott að vinna með Halla hann var hægur og rólegur í fasi, og skilaði verki sínu vel og örugg- lega. Honum var treystandi fyrir hlutunum. Alltaf var gaman að fá þau Halla og Svönu í heimsókn eða að hitta þau fyrir vestan. Það skein af þeim ánægjan með hvort annað, litlu bömin og lífið framundan. Sam- verustundimar voru allt of fáar, og okkur fannst að við liefðum nógan tima. Ég bið guð að blessa minningu Haraldar, Svanhildar og barnanna og styrkja og styðja ættingjana í þeirra miklu sorg. Rafn Svan Svansson. Nú kveðjum við Qölskyldu sem fórst í snjóflóðinu á Flateyri. Við slíkan sorgaraburð verður manni orða fátt, og erfítt fyrir okkur sem eftir emm að skilja tilgang hans. Okkur langar með fáum orðum að minnast Svanhildar, sem við höfum þekkt frá bamæsku á Laugateignum og einnig Haraldar og bama þeirra, Halla Jóns, Ást- rósar Birnu og Rebekku Rutar. Þegar fjölskyldan var í bænum, reyndum við að hittast sem oftast með bömin okkar, sem vom á svip- uðum aldri, og spjalla saman, mömmur, ömmur og böm. Alltaf var glatt á hjalla, mikið hlegið og hafði Svanhildur einstakt lag á að brosa og gera gott úr öllu. Og öll vora bömin þeirra yndisleg og fal- leg. Við kveðjum kæra vini og vottum aðstandendum innilegustu samúð okkar og biðjum góðan Guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Okkur langar að minnast í nokkr- um orðum Svanhildar, vinkonu okk- ar og skólasystur, sem var með okkur í Iðnskólanum. Þessi ár sem við áttum saman em okkur dýr- mæt, og þó að leiðir hafi skilið, mun vinátta sem myndaðist þá, hafa áhrif alla ævi. Svanhildur átti stóran þátt í þeirri samheldni sem einkenndi hópinn. Hláturmildi hennar og jákvætt lundarfar hreif okkur öll. Þó að eitthvað bjátaði á sá Svanhildur alltaf björtu hliðarn- ar. Skólaárin liðu, Svanhildur kynnt- ist lífsförunaut sínum, Haraldi, og eignuðust þau þijú böm. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðar kraftur nun veri vórn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofl rótt. (Þýð. S. Egilsson) Edda og Heiður. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. i i i : Cl I . a i i i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.